Tíminn - 23.10.1986, Page 15

Tíminn - 23.10.1986, Page 15
Fimmtudagur 23. október 1986 ARNAÐ HEILLA 90 ára Guðmundur Björnsson bóndi Arkarlæk í Skilmannahreppi Mikill atorku- og dugnaðarmaður Guðmundur Björnsson bóndi á Arkarlæk í Skilmannahreppi varð 90 ára þann 2. sept. s.l. Hann er fæddur að Innstavogi við Akranes 2. sept. 1896. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Björn Jóhannsson frá Kárastöðum í Borgarhreppi og Sess- elja Ólafsdóttir frá Einarsnesi í sömu sveit. Þetta voru dugleg og gerðarleg hjón. Börn þeirra voru átta. Sex synir og tvær dætur. Guðmundur var yngstur systkininna. Fjórir bræður Guðmundar drukknuðu í blóma lífsins. t>eir voru fyrirvinna foreldra sinna, sem þá voru tekin að eldast. Sú harmsaga verður ekki rakin hér, en þessir örlagaríku atburðir mótuðu að ýmsu leyti ævibraut Guðmundar. Það kom í hlut hans að taka upp merki bræðra sinna. Gerast fyrir- vinna foreldra sinna, taka við búi þeirra og annast þau í ellinni. Hugur hans stóð til mennta, en eftir hin miklu sjóslys kölluðu skyldustörfin á hann ungan að árum, svo sá draumur gat ekki orðið að veruleika. Hafið bláa hafið heillaði Guðmund, sem ungan dreng, enda útsýnið mikið og fagurt frá Innsta- vogi yfir Faxaflóann. Á þeim árum var þar fjöldi fiskiskipa af ýmsum stærðum. Þegar Guðmundur er 12 ára eða sumarið 1909 réði hann sig á skútu yfir sumarúthaldið, sem voru 2 mánuðir. Ekki var venjulegt á þeim árum að drengir færu á skútur fyrr en eftir fermingu, svo Guðmundur virðist hafa verið bráð- þroska og kappgjarn. Skútulífið gaf nokkrar tekjur, ef vel dróst. Var það meira en hægt var að segja um önnur störf barna og unglinga á þeim árum. Næsta sumar komst Guðmunduráskútuna, Ragnheiður, frá Reykjavik. Hann varð að lofa foreldrum sínum að vera kominn heim í byrjun september, en þá átti að ferma hann í Akraneskirkju. Þá giltu strangar reglur um það, að börn væru ekki fermd fyrr en 14 ára aldri væri náð. Það var ástæðan fyrir því, að hann fékk ekki fermingu um vorið. Ragnheiður setti Guðmund á land í ísafirði. Þaðan varð hann að bjarga sér með farkost til Reykjavík- ur. Var það hin ævintýraríkasta ferð og fermingunni náði hann naumlega. Þetta var upphafið að sjómennsku Guðmundar í 40 vetrarvertíðir. Hann var mörg ár á skútum, en síðar á vélbátum frá Akranesi. Er þetta löng og merk sjómannssaga. Guð- mundur hafði hug á því að komast í sjómannaskólann og fá skipstjórnar- réttindi, en tókst ekki, þar sem hann hafði skerta sjón. Jafnframt sjómennskunni bjó Guðmundur myndarbúi, lengst af á Arkarlæk. Þaðan var konan hans, Ásta Jónsdóttir, en hún lést 1975. Börn þeirra eru sex: Guðjón fram- kvæmdastjóri á Akranesi, Björn Jóhann framkvæmdastjóri að Hóla- braut í Reykjadal, Sesselja húsfreyja á Ferstiklu, Bjarnfríður húsfreyja á Akranesi, Valdimar Ingi vélstjóri á Akranesi og Ásmundur bóndi á Arkarlæk. Börnin hafa öll stofnað sín eigin heimili og eru hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Guðmundi fannst starfið á sjónum skemmtilegra en búskapurinn og tekjuvonin var meiri. Vonbrigðin yfir því að hafa ekki notið menntun- ar á unglingsárunum yfirgáfu hann aldrei. Honum er ljóst hvers virði menntunin er og líf hans, eins og svo margra jafnaldra hans, hefði orðið með öðrum hætti, ef þeir hcfðu notið þeirrar mentunar, sem allir hafa átt kost á síðustu áratugina. En þrátt fyrir 40 vetrarvertíðir á sjónum 1909-'48, eða kannske vegna þeirra, hefur Guðmundur verið mikill rækt- unarmaður. Hann hefur ræktað mest allt land jarðarinnar. Gert smábýli að mikilli nytjajörð. Garðrækt hefur hann lengi stundað með góðum árangri og gerir enn. í félagsmálum hefur Guðmundur verið mjög liðtækur. Hann var lengi formaður Búnaðarfélags Skilmanna- hrepps og í stjórn Kaupfélags Suður- Borgfirðinga á Akranesi o.m.fl. Hann er félagshyggjumaður af lífi og sál, og tekur undir með skáldinu: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman.” Guðmundur hefur hagað lífsstarfi sínu eftir þessum boðskap. Ég átti lengi mikið og gott samstarf við Guðmund í Framsókn- arfélagi Borgarfjarðar. Hann hafði lifandi áhuga fyrir málefnum félags- ins og framgangi þeirra. Var virkur í starfinu, jákvæður og hvetjandi, og mætti vel á fundum. Þar vann hann öll sín störf af mikilli skyldurækni. Ræður hans voru drengilegar, mál- efnalegar og vandlega íhugaðar. Guðmundur er hugsjónamaður, sem alltaf vildi leggja sitt af mörkum og láta gott af sér leiða í hverju máli. I eðli sínu er hann nærgætinn, tilfinn- inganæmur og vinfastur með af- brigðum. Við 90 ára aldursmörkin getur Guðmundur á Arkarlæk litið með gleði yfir farinn veg. Starfstími hans er orðinn langur. Hann hefur unnið hörðum höndum bæði til sjós og lands. Túnin og garðlöndin á Arkar- læk bera hinum mikla ræktunar- manni fagurt vitni. Lifandi félags- málaáhugi hefur lagt mörgum góð- um málum lið. Trygglyndi Guð- mundar og vinátta hefur yljað mörg- um samferðamanni hans á lífsleið- inni. Afkomendahópurinn erstórog mannvænlegur. Ég er einn af mörgum, sem notið hef vináttu hans og átt við hann samstarf. Fyrir öll okkar samskipti vil ég þakka honum á þessum merku tímamótum og árna honum allra heilla og bless- unar á ævikvöldinu. Dan. Ágústínusson. illllllilllllllll BÓKMENNTIR Sérkennileg geimsaga Pálmi örn Gudmund.sson: Hamingjudúnkarnir í kærlciksgildrunni, science-fiction barnaævin- týri. INRI, Rvk. 1986. Þetta er lítið kver, aðeins rúmar 30 síður. og innihaldið er vægast sagna helduróvanalegt. Sagan gerist að stærstum hluta til úti í geimnum, og frá tilefni hennar segir höfundur þannig í upphafi bókar sinnar: „Minnisóta er fylki í Bandaríkjun- um . í því er núna á þessu augnabliki Baltazar Benz vísindamaður að gera enn eina tilraunina. María kona Baltazar Benz er óbyrja. Baltazar Benz á tvær uppkomnar dætur af fyrra hjónabandi, sem búa hjá þeim. Baltazar Benz vill vera mesti vís- indamaður í heimi. Hann fer inn í móðurskaut dætra sinna tveggja og nær í móðuregg þeirra og af því að þær vilja að pabbi þeirra sé mikill vísindamaður, þá leyfa þær honum að taka móðureggin. Baltazar Benz lætur sæði sitt í eggin og setur þau í Maríu konu sína sem verður þunguð." Svo löng saga sé gerð stutt þá lætur Baltazar Benz síðan smíða geimskip sem er eftirlíking af tungl- inu og svífur umhverfis jörðina. Börnin tvö fæðast, fá nöfnin Messías og Mánasól, og þau alast upp í tveimur aðskildum hólfum í geim- skipinu án þess að hitta hvort annað eða nokkra lifandi veru, en hins vegar fá þau reglubundið að heyra nokkur af lögum Bítlanna. Síðan deyr Baltazar Bcnz en endurfæðist í geimfarinu og er Mánasól móðir hans. í sögulok lend- ir geimfarið svo á Reykjavíkurflug- velli árið 1996. Borgarstjórinn í Reykjavík tekur þar á móti þeim og Baítazar Benz fer með honum upp í Breiðholt. Þar býr hann síðan hjá honum í vellystingum praktuglega, því að geimskipið reynist hafa að geyma verulegt magn af gulli, og tunglið okkar gamla og góða sömu- leiðis, sem Baltazar Benz kennir fólki leiðir til að hagnýta sér. Hér er satt best að segja ekki gott að fá botn í hlutina. Ekki verður séð að þetta sé dæmisaga með dulinn boðskap, og sérstæða persónusköp- un eða forvitnilega sögufléttu kem ég ckki auga á hér. Þá get ég ekki heldur séð að þetta sé saga sem núverandi borgarstjóri Reykjavíkur eða íbúar Breiðholtshverfa eigi sér- staklega að taka til sín. Þó mætti hugsa sér að söguna niætti að einhverju leyti túlka sem lýsingu á þeirri firringu frá venju- bundnu mannlegu lífi sem felst í tæknifrjóvgun og getnaði glasabarna á síðustu tímum. Einnig mætti hugs- anlega túlka hana sem ádeilur á ofmetnað manna sem telja sig hæfari öðrum og vilja hvað sem það kostar lifa fram yfir líkamsdauðann. En sé eitthvað þessarar ættar á ferðinni þarna þá er svo djúpt á því að tilvist þess ein saman hlýtur ávallt að vcra bundin efasemdum. Helst virðist mér því að þessa bók verði einfaldlega að lesa með gamla góða laginu. Það er að segja ein- göngu sér til skemmtunar, og er það svo sem ekki verri tilgangur en hver annar. Gildir það jafnt þótt bók- menntir okkar nú um stundir séu annars töluvert meira mótaðar af því sjónarmiði að slík verk eigi helst að fela í sér vísanir til annarra átta og boðskap af einhverju tagi. - esig Tíminn 15 Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 26. okt. kl. 14.00 að Hótel Hofi. Góð verðlaun. Haraldur Ólafsson alþingismaður flytur ávarp í kaffihléi. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Reykjavtkur. Akranes Fundur hjá Framsóknarfélagi Akraness mánudaginn 27. okt. kl. 8.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Bæjarfulltrúarnir ræöa bæjarmálin 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. 70 ára afmælisfagnaður Framsóknarflokksins verður haldinn í Háskólabíói fimmtudaginn 26. nóvember og hefst kl. 20.30. Dagskrá auglýst síðar. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið að Hótel Sögu dagana 7.-9. nóv. Dagskrá auglýst síðar. Konur Suðurlandi Skorum á allar framsóknarkonur í Suðurlandskjördæmi að taka þátt í skoðanakönnun Framsóknarflokksins á laugardaginn. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu Suðurlandskjördæmi Kynningarfundir frambjóðenda í skoðanakönnun Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmi 25. október n.k. verða sem hér segir. 10. október Flúðum, Árn. kl. 21.00. 12. október Leirskálum, Vik kl. 21.00. 14. október Kirkjubæjarklaustri kl. 21.00. 15. október Hvoli, Hvolsvelli kl. 21.00. 19. október Félagsheimili Þorlákshafnar kl. 13.00. 21. október Skansinum, Vestmannaeyjum kl. 21.00. 23. október Inghól, Selfossi kl. 21.00. Framboðsnefndin. Skoðanakönnun á Vestfjörðum Skoðanakönnun um röðun á framboðslista framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi fyrir næstu þingkosningar, fer fram dagana 6.-7. desember 1986. Hér með er auglýst eftir framboðum í skoðanakönnunina. Skila skal framboðum til formanns kjördæmissambandsins Sigurðar Viggóssonar Sigtúni 5, 450 Patreksfirði, ásamt meðmælum stjórnar framsóknarfélags eða 20 félagsbundinna framsóknarmanna á Vest- fjörðum fyrir 9. nóvember 1986. Skoðanakönnunin er opin öllum heimilisföstum Vestfirðingum, sem lýsa yfir því að þeir séu fæddir fyrir 1. janúar 1972 (þ.e. verða 16 ára á kosningaári), að þeir séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki og þeir styðji stefnu Framsóknarflokksins. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Viggósson í símum 1389 (heima) eða 1466 og 1477 Stjóm Kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Vegna skoðanakönnunar framsóknarmanna Suðurlandskjördæmi fer fram dagana 11. til 24. október hjá eftirtöldum: Guðgeir Sumarliðason ÓlafurHelgason ReynirRagnarsson RagnhildurSveinbjörnsd., ÁgústlngiÓlafsson Páll Lýðsson KarlGunnlaugsson Kristján Einarsson Hjördís Leósdóttir ÞórðurÓlafsson Andrés Sigmundsson OddnýGarðarsdóttir AusturHlíð, V-Skaft. Hraunkoti, V-Skaft. Vík í Mýrdal Lambey, Rang. Hvolsvelli Litlu Sandvík, Árn. Varmalæk, Árn Selfossi Selfossi Þorlákshöfn Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík Yfirkjörstjórn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.