Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 4. nóvember 1986 John Travolta - „við vorum meiri vinir en kærustupar“ Robert Redford „spennandi en við höfðum aldrei neinn tíma fyrir okkur“ Jack Nicholson „löngu liðið ástarævintýri* DebraWinger hefur hafnað mörgum kvennagullum, þ.á m. tveimur bandarískum ríkisstjórum! Þeir gerast víst varla meiri kvennatöffarar í Hollywood en Robert Redford eða Al Pacino, - en þeir kepptu um hylli leikkon- unnar Debra Winger fyrr á þessu ári, og urðu að bíta í það súra epli, að hún losaði sig við þá báða og giftist svo skyndilega Timothy Hutton, leikara, sem er í þeim hópi ungra og uppreisnargjarnra leikara í Hollywood, sem kallaður er „Brat pack“. Debra var þá að vinna að mynd sinni „Legal Eagles", sem nú er nýkomin á markaðinn. Þekktust er Debra fyrir leik sinn í „Terms of Endearment" þar sem hún lék dóttur Shirley MacLaine. Debra Winger hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og verið kölluð „uppreisnarmaðurinn" (Debra the Rebel). Hún er nú 31 árs og nú síðustu árin hafa slúðurblöðin varla haft undan að tíunda kærast- ana hennar. Þar eru taldir upp leikararnir Jack Nicholson, John Travolta, Robert Redford, A1 Pac- ino o.fl., einnig Spielbergleikstjóri og síðast en ekki síst eru taldir upp tveir bandarískir ríkisstjórar, þeir Jerry Brown ríkisstjóri í Kaliforníu og Bob Kerrey í Nebraska. Sagt er að Bob Kerrey hafi verið „stóra ástin'- hennar. Hann er 11 árum eldri en Debra og var stríðs- hetja í Víetnam og síðan hlaut hann skjótan frama í pólitíkinni. Kerry missti annan fót sinn frá ökkla í miklum bardaga þar sem hann stjórnaði árás. Þegar hann kom heim til Bandaríkjanna gekk hann í Demókrataflokkinn og tal- aði mikið á móti stríði og stríðsæs- ingamönnum. Þau Debra og Bob Kerrey voru saman í tvö ár, en þá kom það leiðindamál upp, að Debra var stoppuð á ólöglegum hraða akandi ríkisstjórabílnum og var tekin föst og sektuð. Kerrey bannaði henni að nota hinn opinbera bíl, og hún móðgaðist og rauk til New York, þar sem hún gerði sér lítið fyrir og hóaði í gamlan vin, A1 Pacino,-og ríkisstjóra-ástarævintýrið fór út um þúfur. Debra hefur tvisvar verið tilnefnd til Oscars-verðlauna, bæði í mynd- inni „Terms Of Endearment" og í „An Officer and a Gentleman“ , en í hvorugt skiptið hlotið verð- launin. Debra segist hafa verið „svolítið villt“ hér áður fyrr, en nú sé hún alveg tilbúin til að setjast í helgan stein og lifa rólegu lífi sem frú Hutton. Ungu hjónin, Debra Winger og Timothy Hutton. Það var hinn ungi uppreisnargjarni Timothy sem vann hug og hjarta „Debra the Rebel“ Bob Kerrey, ríkisstjóri í Nebraska er talinn hafa verið „stóra ástin“ hennar. Debra hafði snemma hug á að gerast leikkona, „...en ég man að pabbi sagði mér að ég gæti ekki orðið kvikmyndaleikkona, þær þyrftu að vera svo laglegar. Og um tíma hætti ég að hugsa um kvikmyndir, - en svo byrjaði þetta aftur, og enginn hefur kvartað yfir að ég væri ekki nógu falleg!“ Jerry Brown, ríkisstjóri i Kaliforníu „segi ekkert um hann“ Spielberg með ET, sem Debra talaði fyrir í samnefndri kvikmynd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.