Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Þriöjudagur 4. nóvember 1986
GLETTUR
- Einn miöa í stúkusæti, takk!
- Þaö er kominn
háttatími...
DAGBÓK
llllllllllllllll!
Illlllllllll!
Guðrún Þ. Stephensen og Karl Ágúst
og bckkurinn“
VALBORG OG BEKKURINN
- á nýjan leik
Á fimmtudagskvöldið hefjast sýningar í
Þjóðleikhúskjallaranum á danska leikrit-
inu„Valborg og bekkurinn" eftir Finn
Methling í þýðingu ÞrándarThoroddsen.
Leikritið var frumsýnt hjá Þjóðleikhúsinu
í marslok I985 og sýnt 32 sinnum um vorið
við miklar vinsældir. Nú er þráðurinn
tekinn upp á ný og hófst miðasala á
laugardag. Leikstjóri er Borgar Garðars-
son, leikmyndarhönnuður Stígur Stcin-
þórsson, en í hlutverkunum eru Guðrún
Þ. Stephensen, sem leikur Valborgu og
Karl Ágúst Úlfsson, sem leikur bekkinn.
Leikritið um Valborgu og bekkinn var
frumsýnt í Danmörku árið I973 og hefur
síðan verið leikið í fjölmörgum löndum.
Úlfsson í hlutverkum sínum í „Valborg
Leikritið fjallar um ekkjuna Valborgu,
sem spjallar við garðbekk um líf sitt, ástir
og hjónaband og er öll frásögning krydd-
uð vcl þekktum alþýðusöngvum úr ýms-
um áttum. Kankvísi, hlýja og fjör þótti
einkenna leik þcirra Guðrúnar og Karls
Ágústs að dómi gagnrýnenda.
Nú gefst leikhúsgestum kostur á að sjá
verkið á nýjan leik á litla sviðinu i kjallara
Þjóðleikhússins.
Fyrir leiksýninguna er boðið upp á
veitingar í dönskum stíl og er það heit
máltíð á kvöldsýningum og kaffiveitingar
á eftirmiðdagssýningum. Harmoniku-
leikarinn Sigurður Alfonsson mun leika á
nikkuna meðan á borðhaldi stendur og
undir söngatriðum í sýningunni. Mið-
averð fyrir leiksýningu og veitingar er
samtals 700 krónur.
Starf aidraðra í
Hallgrímssókn
I dag, þriðjudag, hcfst leikfimi í safnað-
arsal kirkjunnar kl. 12.00 á hádegi. Hulda
Ólafsdóttir sjúkraþjálfi annast um hana
eins og á síðastliðnum vetri.
Verkakvennafélagið Framsókn
heldur BASAR
Verkakvennafélagið Framsókn heldur
basar laugardaginn 8. nóvember n.k.
Tekið verður á móti basarmunum á
skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Nán-
ari upplýsingar í símum 688930 og
688931.
Boðið upp á frítt helgar-
námskeið í sjálfsvitund
Laugardaginn 8. og sunnudaginn 9.
nóvember mun Sri Chinmoy-setrið í
Reykjavík standa fyrir námslteiði í hug-
lciðslu sem leið til sjálfsvitundar og
verður það haldið í Árnagarði. Leiðbein-
andi verður Ben Spector. Hann er 37 ára
og kemur frá Montreal í Kanada. Spector
hefur undsjnfarin 15 ár stundað hugleiðslu
undir handleiðslu jógans Sri Chinmoy
sem er vel þekktur víða um heim og
stjórnar meðal annars Friðar-hugleiðslu
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Síðastliðin 7 ár hcfur Bcn Spector
fcrðast vítt og breitt um Bandaríkin og
Kanada og leiðbeint á námskeiðum sem
þessu. Hann hefur auk þess komið fram í
fjölda viðtalsþátta, bæði í útvarpi og
sjónvarpi. Þetta er fyrsta heimsókn hans
til íslands.
Fyrir utan að kenna hcimspeki og
hugleiðsluaðferðir Sri Chinmoy, starfar
Ben Spector sem ráðgjafi í tölvuforritun.
Hann lauk B.S. prófi í stærðfræði frá
McGill háskólanum í Montreal, þar sem
hann lagði einnig stund á framhaldsnám í
stjórnmálafræði og lögfræði.
Sýnt hefur verið fram á að hugleiðsla
hjálpar við slökun og stuðlar að auknu
sjálfstrausti auk þess sem hún getur bætt
samskipti á milli fólks og aukið starfs-
hæfni. Spector mun kenna margar hug-
lciðslu- og slökunaræfingar svo hver finni
eitthvað við sitt hæfi.
Þessi námskeið hafa hlotið góða aðsókn
og dregið að fólk úr öllum stigum samfé-
lagsins. Aðgangur að þessu námskeiði er
ókeypis og þátttaka er öllum opin. Nánari
upplýsingar má fá í síma 13970.
Fimmtudagur 6. nóv. kl. 20:30
Myndakvöld/Spilakvöld
Nýjung í félagsstarfi Útivistar. Fyrir
hlé verður myndasýning frá Hornstranda-
ferðum, m.a. Rcykjafirði í sumar og frá
bráðskemmtilegri gönguferð frá Þingvöll-
um á Hlöðuvelli. Eftir hlé verður spiluð
félagsvist. Kaffiveitingar kvennanefndar
í hléi. Allir velkomnir í Fóstbræðra-
heimilið Langholtstvegi 109 á fimmtu-
dagskvöldið. Sjáumst.
Útivist, ferðafélag
Minningarkort Kvenfélags
Háteigssóknar
eru seld á eftirtöldum stöðum:
Bókin, Miklubraut 68
Kirkjuhúsið, Klapparstíg
Austurborg, Stórholti 16
Guörún Þorsteinsdóttir, Stangarholti 32.
Rafmagn, vatn,hitaveita
Ef bilar rafmagn, hitaveita eöa vatnsveita má
hringja í þessi símanúmer:
Rafmagn: i Reykjavik, Kópavogi og Seitjarn-
amesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík
2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar
1321.
Hítaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjamames
sími621180, Kópavogur41580,eneftirkl. 18.00
og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206,
Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann-
aeyjar sími 1088 og 1533, Hafnarfjörður 53445.
Sími: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Ak-
ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í
síma 05
Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita-
veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl.
17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað
allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum
á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum,
þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð
borgarstofnana.
Haust á Þingvöllum eftir Ásgrím.
Nýtt jólakort f rá
Ásgrímssafni
Jólakort Ásgrímssafns 1986 er
komið út. Það er prentað eftir vatns-
litamyndinni: Haust á Þingvöllum.
Myndin sem var máluð um 1949 er
nú til sýnis á haustsýningu safnsins.
Kortið er í sömu stærð og fyrri
listaverkakort safnsins (16x22 sm)
og er með íslenskum, dönskum og
enskum texta á bakhlið. Grafík h.f.
offsetprentaði. Listaverkakortið er
til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða-
stræti 74 á opnunartíma þess, sunnu-
dögum, þriðjudögum og fimmtudög-
um kl. 13.30 - 16.00 í Rammagerð-
inni, Hafnarstræti 19.
Við sem fljúgum
Blað ffyrir farþega Flugleiða hf.
Blaðið hefst á ritstjóraspjalli Sæmund-
ar Guðvinssonar, og ræðir þar um ferða-
tilboð Flugleiða innanlands og milli
landa, sem gilda í vetur.
Mikil aukning ferðamanna heitir næsta
grein og Kolbeinn Pálsson. sölustjóri hjá
Flugleiðum kynnir Pakkaferðir. Þá er
rætt við Knút Óskarsson, deildarstjóra í
söludeild: Spennandi að takast á við nýtt
starf. Helgarferðir njóta vinsælda heitir
viðtal við Svein Sæmundsson sölustjóra
um pakkaferðir innanlands. Þá er frásögn
af glæpamáli. Ýmisleg kynning á Vest-
mannaeyjum með myndum. sömuleiðis
er kynning á Suðurnesjum í viðtali við
Helgu Bjarnason sölustjóra þar. Sagt er
frá endurbótum á Blómasal Loftleiða-
hótelsins. Lönggrein með mörgum mynd-
um er um Skotland. Þá er smásaga í
blaðinu og sagt frá veitingahúsum úti á
landi, kynning á Isafirði með myndum.
Greinar um ferðalög, utan lands og innan
og hótelþjónustu. Frjálst framtak h.f.
gefur blaðið út. Á forsíðu er mynd af Jóni
Páli kraftajötni.
Áveiðum
Tímaritið Á veiðum, sem er sérrit um
stangveiði, skotveiði, útilíf og náttúru-
vernd, er nýkomið út. Það var 2. tölublað
3. árg. Útgefandi er Frjáls framtak, en
ritstjóri og ábyrgðarmaður Ólafur Jó-
hannsson. í ritstjóraspjalli sínu segir
hann m.a.: „Forvitnilegt verður að heyra
spár fiskifræðinga í vetur um veiðina
næsta sumar, en eins og menn minnast,
rættust spádómar þeirra fyrir þetta sumar,
en spáð hafði verið að vel veiddist og
drjúgt af stórlaxi."
Margar greinar eru í blaðinu. Ein er
um byssuviðgerðir og fylgja margar
myndir. Hvers vegna veiðum við? heitir
frásögn eftir Vilhjálm Lúðvíksson og er
þar rætt um „veiðieðlið", og þá er grein
sem heitir Grágæsa- og heiðagæsastofn-
arnir vaxa. Egill J. Stardal skrifar grein
um haglabyssur.
Þá er grein um stærstu laxana sem
komu á land s.l. sumar, og á forsíðu
blaðsins er mynd af Grétari Ólafssyni,
yfirlækni í Reykjavík mcð 29 punda lax
sem hann fékk í Hvítá við Iðu. Þá er löng
frásögn „Veiðiferð með ERRÓ“, og
fylgja margar myndir. bæði ljósmyndir úr
ferðinni og myndir eftir listamanninn
sjálfan. Ýmislegt fleira efni er í blaðinu.
' 31. nóvember 1986 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar.....40,840 40,960
Sterlingspund.........57,2990 57,4670
Kanadadollar.........29,412 29,498
Dönsk króna........... 5,2612 5,2767
Norsk króna........... 5,4327 5,4486
Sænsk króna........... 5,8094 5,8265
Finnsktmark........... 8,1550 8,1789
Franskur franki....... 6,0638 6,0817
Belgískur franki BEC .. 0,9531 0,9559
Svissneskur franki...23,8551 23,9252
Hollensk gyllini.....17,5279 17,5794
Vestur-þýskt mark....19,7940 19,8522
ítölsk líra.......... 0,02865 0,02873
Austurrískur sch..... 2,8146 2,8229
Portúg. escudo......... 0,2714 0,2722
Spánskur peseti........ 0,2955 0,2964
Japanskt yen.......... 0,25218 0,25292
Irskt pund...........53,970 54,129
SDR (Sérstök dráttarr. „48,8221 48,9664
Evrópumynt...........41,3403 41,4618
Belgískur fr. FIN BEL „0,9466 0,9494