Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. nóvember 1986 Tíminn 3 Almennur félagsfundur Dagsbrúnar: Dagsbrún vill gera bráðabirgðasamninga - Fariö er fram á að nýtt skattakerfi veröi tekið upp Á félagsfundi Dagsbrúnar sem haldinn var á sunnudag var sam- þykkt ályktun um kjaramál þar sem segir að reynslan af kj arasamningun- um í febrúar sé mjög góð, en þar segir ennfremur: „Þrátt fyrir góðæri hefur átt sér stað mikil mismunun í kjörum fólks. Þessa mismunun verð- ur að leiðrétta eins og kostur er og bætaafkomuþeirra lægst launuðu." Dagsbrún hefur sett fram þrjú megin markmið við næstu samnings- gerð. Þau eru að aukning heildar- kaupmáttar verði staðreynd og þar komi til nr.a. breytingar á bónus og kaupauka og að þessir launaliöir verði færðir frekar inn í tímakaupið. í öðru lagi að tryggð verði áfram- haldandi lækkun verðbólgu og stað- festa í efnahags- og atvinnuþróun. í þriðja lagi er farið fram á að nýtt skattakerfi verði tekið upp, og verði frádráttarliðum og skattþrepum verði fækkað og markvissum aðgerð- um til að draga úr skattsvikum verði hrundið í framkvæmd. Fundurinn samþykkti þrjár meginleiðir sem eru færar til þess að ná þessu fram. í fyrsta lagi að engir heildarsamn- ingar verðir gerðir fyrr en ný ríkis- stjórn hefur tekið til starfa. Bráðabirgðasamningar verði gerðir við VSI' og VMS, til að tryggja að kaupmáttur aukist þennan tíma. Samningarnir eiga að gilda til fyrsta maí. í þriðja lagi að samningsréttur verði í höndum félaganna og þau noti tímann fram til fyrsta maí til þess að finna leiðir til þess að draga úr innbyrðis launamisrétti' og leggja drög að nýju launakerfi. -ES Borgfirskar konur funda um kjaramál: Upp með launin Konur á Vesturlandi hyggja nú á sérstaka baráttu fyrir bættum kjörum sér til handa. Kjaramál kvenna og barátta í komandi kjarasamningum verður helsta umræðuefnið á fundi sem Verka- lýðsfclag Borgarness heldur ann- að kvöld, miðvikud. 5. nóvemb- er, í Snorrabúð í Borgarnesi. Pótt verkalýðsfélagið boði til fund- arins er hann opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. Meðal ræðumanna á fundinum verða tvær baráttukonur að sunnan; Þórunn Sveinbjörnsdótt- ir, varaform. Starfsmannafélags- ins Sóknar og Jónína Leósdóttir blaðamaður og framkvæmda- stjóri starfshóps um launamál kvenna. Leiklistar- skóla íslands formlega afhent húsnæði - bylting í aðstööu skólans Sverrir Hermannsson. mennta- málaráðherra afhenti formlega í gær Leiklistarskóla fslands, fyrrum húsnæði Landssmiðjunnartil afnota. Helga Hjörvar, skólastjóri sagði ljóst, að ef Sverrir Hermannsson hefði ekki brugðist svo skjótt og vel við húsnæðisvanda skólans, væri skólinn ekki starfandi nú. Hafi skól- inn á þeirn 12 árum sem hann hcfur starfað, sífellt verið í húsnæðishraki, og hafi verið kennt á sjö mismunandi stöðum í bænum þegar verst lét. Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra sagði að heppnissagan hefði eiginlega byrjað þegar hann var iðnaðarráðherra og seldi Lands- smiðjuna. Sjálfum litist sérstórvel á hið nýja húsnæði skólans, og færi í því eftir áliti aðstandenda Leiklistar- skólans sem væru mjög ánægðir með nýja húsnæðið. Taldi ráðherrann að láta muni nærri að kostnaður vegna breytinga sem gera þurfi á húsnæð- inu stappi nærri 9 milljónum kr. þegar upp verði staðið. Reyndar er tæpt ár liðið frá því skólanum var úthlutað þessu húsnæði, og var byrj- að að flytja starfsemina þangað l.september sl. Að sögn Helgu Hjörvar, scm hefur verið skólastjóri undanfarin fjögur ár, sóttu 83 nemendur um skólavist á síðasta vori en aðeins væri heimilt að taka inn 8 nemendur í hvert sinn. Nú eru 26 nemar við nám í skólanum, en nemar eru teknir inn í skólann þriðja hvert ár. Alls hefði skólinn útskrifað 76 leikara á starfsferli sínum og hefðu fleiri þeirra en e.t.v. hefði mátt búast við, fengið vinnu við leiklist. Aðalnámsgrein skólans sagði Helga vera leiktúlkun, en ennfremur væri kennd íslenska, leiklistarsaga og listasaga að ógleymdri líkams- þjálfun, raddþjálfun og söngþjálfun. Þá settu þriðja árs nemar upp barna- eða unglingaleikrit og lokaársnemar settu upp fjögur leikrit og væri kappkostað að hafa a.m.k. eitt þeirra eftir íslenskan höfund. Nú starfa fimm fastráðnir kennarar við skólann, auk jafnmargra stunda- kennara. -phh SkoraáStefán í sérframboð Fóstrur undirbúa langa kjarabaráttu Þátttaka í hópuppsögnum er um 80% Fóstrur hjá ríki og Reykjavíkur- borg hafa sagt upp störfum sínum frá og með 1 .nóvember. Þær munu því hætta störfum frá og með l.febrúar 1987 hafi ekki tekist samkomulag um hærri laun. Það eru 260 fóstrur af 328 sem hafa sagt störfum st'num lausum og er þátttakan því um 80%. Ríki og Reykjavíkurborg reka samtals 78 dagvistarheimili fyrir 4300 börn þannig að uppsagnir fóstranna hafa áhrif á dvöl 3900 barna. Þátttakan hjá forstöðumönnum heimilanna er að meðaltali sú sama og hjá deildarfóstrum. Þess ber að geta að ekki er heimilt að hafa dagvist- arheimili opin ef sérmenntaður forstöðumaður er ekki til staðar. Á blaðamannafundi sem Kjara- nefnd Fóstrufélags íslands hélt í gær, kom fram að þær fóstrur sem hafa nú sagt upp störfum eru því viðbúnar að baráttan fyrir hærri launum verði löng og á hverfafund- um fóstra að undanförnu hafa margar fóstrur sagst myndu fara í íhlaupavinnu á meðan á kjarabar- áttunni stæði. Ef ekki nást umtalsverðar hækk- anir, er óttast að mjög margar fóstrur snúi ekki til starfa á ný heldur haldi áfram þcim störfum sem áttu að verða íhlaupastörf eða leiti að öðru framtíðarstarfi. Kjara- nefnd varaði því við því að við- semjendur framlengdu uppsagnar- frestinn um þrjá mánuði líkt og nú hefur þegar gerst hjá sjúkraliðum, nema þá til þess að í alvöru sé áhugi fyrir því að nota þann tíma til að umtalsverðar bætur á launa- kjörum næðust fram. Fóstrur hjá mörgunr sveitarfé- lögum lrafa á síðastliðnum mánuð- um náð leiðréttingum á launum sínum gegnum starfsmat og sér- kjarasamninga, en hjá Reykjavík- urborg hefur ákvörðun um starfs- mat kvenna ekki verið sinnt, þótt niðurstöður þess ættu að liggja fyrir um komandi áramót. Sem dænii um byrjunarlaun deildarfóstra í öðrum svcitarfélög- um, má nefna að í Vestmannaeyj- um eru þau 35 þúsund á móti 27.600 í Reykjavík. Á Höfn í Hornafirði eru byrjunarlaunin 32.900 og á Akureyri 32.500. Kjaranefndin sagði að kröfugerð væri í undirbúningi og jafnframt launakröfunum vilja fóstrur ræða samningsrétt og verkfallsrétt en samkvæmt núverandi ástandi hafa fóstur einungis samnings- og verk- fallsrétt í gcgnum sín stéttarfélög, þ.e. cru starfsmenn sveitarfélaga og ríkisins. ABS f gærkvöld hófst söfnun undir- skrifta á Þórshöfn og víðar í Norður- landskjördæmi-eystra til þess að skora á Stefán Valgcirsson alþing- ismann að gcfa kost á sér til frám- boðs í næstu kosningum. Að sögn Jóhanns Jónssonar framkv.stj. Hraðfrystihússins á Þórshöfn var fyrirhugað að byrjað yrði að safna undirskriftum í gærkvöld en þeir sem að undirskriftunum standa eru stuðningsmenn Stcfáns í kjördæm- inu. Stefán náði ekki kjöri í fyrsta sæti framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu, í prófkjöri sem fram fór á auka kjördæmisþingi á Húsavík á sunnudag, en Guðmundur Bjarna- son hlaut hins vegar kosningu í það sæti með 161 atkvæði gegn 131 atkvæði Stefáns. Þórólfur Gíslason frá Þórshöfn, sem er stuðningsmaður Stefáns gaf kost á sér í annað sæti listans og hlaut hann heldur ekki kosningu. Þá gengu stuðningsmenn hans af fundi. Framboðslistann í kjördæminu skipa: 1. Guðmundur Bjarnason (161 atkv), 2. Valgerður Sverrisdóttir (165 atkv), Jóhannes Geir Sigur- geirsson (127 atkv), 4. Þóra Hjalta- dóttir (116 atkv), 5. Valdimar Braga- son (144). Sjá nánar um viðbrögð við úrslitum á bls. 5. -BG Fóstrur standa hér þétt saman og ætla ekki að láta deigan síga. Margrét Pála Ólafsdóttir, Fjóla Björgvinsdóttir, Elísabet Auðunsdóttir, Arna Jónsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir Norðurland-eystra:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.