Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriöjudagur 4. nóvember 1986 Tjminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjóri: EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-. Vandi frystihúsanna Miklar sveiflur hafa ávallt einkennt sjávarútveg. Einstök fyrirtæki hafa verið misjafnlega undir þessar sveiflur búin og mörg hafa átt í erfiðleikum með að mæta þeim. Frystihúsin hafa skipst í tvo hópa í meginatriðum, annars vegar þau sem kölluð eru Sölumiðstöðvarhús og hins vegar Sambandshús. Þegar Sölumiðstöðvarhús hafa lent í erfiðleikum hefur stundum verið leitað til opinberra aðila um aðstoð. Opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög hafa lagt hundruð milljóna í að rétta við hag þessara húsa og halda rekstri þeirra gangandi. Nú virðist sem orðið sé erfiðara að fá slíka aðstoð. Þegar Reykjavíkurborg bjargaði ísbirninum Ví yfir í Bæjarútgerðina fylgdi það með að nýja fyrirtækið yrði héðan í frá að bjarga sér sjálft. Fjölmörg önnur fyrirtæki hafa orðið að draga saman seglin og jafnvel að hætta alveg rekstri. Fjárhirslur hins opinbera virðast vera lokaðar. Við öllum vanda verður að bregðast. Og það hefur verið brugðist við þessum vanda. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur ákveðið að skattleggja alla félagsmenn til þess að mynda sjóð, sem geti hlaupið undir bagga þegar þörf krefur. í þann sjóð eiga að renna nokkrir tugir milljóna á hverju ári. Það fé dugar vonandi til þess að mæta brýnustu þörfinni. Éegar Sambandshús hafa lent í erfiðleikum hefur ekki verið hægt að leita til sömu aðila og Sölumiðstöðvarhús- in hafa haft stuðning af. Þeirra úrræði hefur fyrst og fremst verið að leita til Sambandsins og dótturfyrirtækja þess. Stundum hefur verið óskað eftir óendurkræfu fé í formi hlutafjár. Þannig hefur Sambandið sjálft orðið hluthafi í sjö frystihúsum og hefur hlutur þess og dótturfyrirtækjanna farið vaxandi í erfiðleikum síðustu ára. Á tímabili mikillar verðbólgu og óverðtryggs fjár- magns var auðvelt að fjárfesta. Síðar hefur svo oft verið óeðlilega óhagstætt að fjárfesta. Á síðasta áratug þurfti að endurbyggja flest frystihús landsins. Ekki gátu þau öll gert það á sama tíma. Þau sem fyrst voru á ferðinni nutu góðra lánskjara, en þau sem ekki luku sinni endurbyggingu fyrr en um eða upp úr 1980 urðu að búa við lánskjör sem ekki varð risið undir. Það er þessi vandi sem við er að glíma. Fleiri frystihús lentu í þessum vanda. Að undanförnu hefur verið unnið að því að leysa þann vanda sem húsbyggjendur lentu í af þessum sökum. Það er gert með því að lengja lánstímann og jafna greiðslukjörin þannig að fært sé að standa undir lánum. Lokið er við að endurskipulegggja fjárhag útgerðarinnar á sama hátt. Það hlýtur að vera eðlileg krafa fiskvinnslunnar að fá svipaða fyrirgreiðslu, lánalengingu, sem dugi til þess að hún geti staðið í skilum á eðlilegan hátt. Það er ekki verið að biðja um neina gjöf, aðeins leiðréttingu sem nauðsynleg er vegna þess jafnvægisleysis sem efnahags- málin hafa verið í. Leiðréttingu sem geri fyrirtækjunum fært að standa við skuldbindingar sínar án þess að nokkur minnsti afsláttur sé gerður. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandsfrysti- húsin standa sameiginlega að því að óska eftir leiðrétt- ingu á því efnahagslega misvægi sem orðið hefur. Á afstöðu þeirra er enginn munurr enda er þörf allra þeirra, sem orðið hafa fyrir barðinu á misvægi síðustu ára jafnbrýn, hvar í fylkingu sem þau standa. GARRI Afmæli á Þjóðviljanum Þjóðviljinn átti afmæli á dögun- um og hélt upp á það mcð pomp og prakt. Þeir eru vcisluglaðir allaballar þegar sá gállinn er á þeim, og vissulcga var tilefnið ærið að þessu sinni. Það verður hcldur ekki dregið í cfa hér að Þjóðviljinn hcfur í áranna rás gegnt þýðingarmiklu hlutverki í íslcnska blaðaheimin- um, og gcrir cnn. Þar væri ólíkt fátæklegra um að litast ef ekki væri til blað sem reyndi að myndast við að halda uppi róttækri vinstri stcfnu, þótt misjafnlcga gangi á stundum. En á afmæli er ekki viðeigandi að vera með skens eða skæting. Þó að Garri sé framsóknarmaður og ekki nema svona miðlungi hrifinn af Þjóðviljanum svona hversdags, þá heldur hann því ekki á lofti á afmæli. Líka á Tíminn sjálfur af- mæli á næsta ári. Þess vcgna sendir hann þeim Þjóðviljamönnum bestu heillaóskir, og meinar það í fullri alvöru. Mbl. og Þjóðviljinn Annars var fróðlegt að lesa það sem ritstjóri Morgunblaðsins lét hafa eftir sér umbeðinn í afmælis- blaði Þjóðviljans á föstudaginn. Hann bendir þar á að blaðið hafi tekið miklum framförum seinustu árin í afstöðu til pólitískra and- stæðinga sinna. Þetta útskýrir hann þannig að áöur hafi menn aldrei upplifað annað en kalt stríð og djöfulskap, en núna sé allt annað andrúm á blaöinu og það oft vinalegt ■ af- stöðu til þeirra sem ekki séu endi- lcga á sömu pólitísku línu. Líka gefur ritstjórinn þeim starfsbræðrum sínum á Þjóðviljan- um það ráð að þeir eigi bara ekkert að láta forystu Alþýðubandalags- ins vera að minna sig á hver sé útgcfandi blaðsins. Hann segir að sér finnist það langverst við Þjóð- viljann þegar hann sé skrifaður út úr cndalausum kröfum Alþýðu- bandalagsins um rétta línu. Rétta línan Það var nú það, og nú verður forvitnilegt að sjá hvort Þjóðvilja- menn fara að ráðum Morgunblaös- manns og fara að skrifa blað sitt í anda andstæðinganna. En annars segir Morgunblaðsmaðurinn ann- að þarna, sem er: „Þjóðviljinn er nauðsynlegur cldur fyrir okkur Morgunblaðs- menn og er áhrifameiri en hann var áður að mínu mati vcgna þess að mönnum leiðist að sjá alltaf eitt- hvert pólitískt brý'ni á lofti. Þjóð- viljinn hefur alltaf átt innan um góða blaðamenn og ég lít bara á þá eins og kollega mína. Þjóðviljinn er í framför og ég vona bara að hann haldi þrátt fyrir allt áfram að sjá um efnið í Stak- steinum, það er handhægasta efni sem til er!“ Garra er satt að segja meinilla við að þurfa að vera sammála rítstjóra Morgunblaösins, en kemst þó ekki hjá því núna. Það er nefnilega þannig að blöðin leggja hvert öðru stöðugt til rifrildis- og deiluefni. Slíkt er af hinu góða. Þótt menn tali stundum háðslega um deilur hlaðanna er hitt samt óumdeilanlcgt að með þeim er haldið uppi þeirri þjóðfélagsum- ræðu sem hjálpar fólki tii að átta sig á því hvað sé þjóðinni allri fyrir bestu hverju sinni. Og af þeirri ástæðu verðum að vænta þess að „blaðarifrildið“ leiði kannski oftar en hitt til þess að góð mál nái fram að ganga. Garri. VÍTT OG BREITT Lýðræðið er bæði fallvalt og ófullkomið og það er varla á annarra færi en alræðissinna að skilgreina lýðræði svo að gagn sé að. En óhætt mun að taka undir með stjórnmálaskörungnum sem sagði eitthvað á þá leið, að lýðræði sé slæmt stjórnarfyrirkomulag, en samt sem áður hið skásta sem við þekkjum. Víst er um það að margt má að lýðræðinu finna og fulltrúalýðræð- ið tekur stundum á sig hinar furðu- legustu myndir sem lítið eiga skylt við jafnan atkvæðisrétt þegnanna. Og fáir ráða þótt svo eigi að heita auðvaldið sé í höndum lýðsins. En þær þjóðir sem kynnst hafa fulltrúalýðræði og búa við það afsala sér því ekki af frjálsum vilja. Þrátt fyrir allt hafa mennirnir ekki fundið sér betra stjórnarform. Ný aðferð og úrelt Prófkjörstjómmálaflokkannaer hluti af því fulltrúalýðræði sem (slendingar búa við. Það er tiltölu- lega stutt síðan sú aðfcrð var tekin upp til að ákvarða hvernig skipa eigi lista til alþingis- og sveitar- stjórnakosninga. Þegar prófkjörin voru að ryðja sér til rúms var því haldið fram að þau væru hin eina og sanna leið lýðræðisins til að færa „valdið til fólksins". En á skömmum tíma virðast þau hafa gengið sér til húðar. Bræður berjast og stjórnmálabaráttan hef- ur að miklu leyti færst inn í sjálfa stjórnmálaflokkana fremur en á milli þeirra. Enda eru mörg kjör- dæntasambönd stjórnmálaflokk- anna að leggja aðferðina niður og velja á listana eftir öðrum aðferð- um og gamalkunnari. Hentistefna Prófkjörin hafa aldrei náð því að verða hluti af fulltrúalýðræðinu. Ástæðan er einfaldlega sú að flokk- arnir hafa aldrei gert tilraun til að samræma prófkjörin, eða setja ein- hvers konar rammareglur um til- högun þeirra. Sami flokkurinn við- hefur ólíkar prófkjörsreglur frá kosningum til kosninga og innan sama flokks er ekkert samrænti í prófkjörum frá einu kjördæmi til annars. Þegar svo er í pottinn búið er ekki von að stjórnmálaflokkarnir komi sér santan um neina allsherj- arreglu við framkvæmd prófkjara. Það er ekki einu sinni gerð tilraun til að þau fari fram á neinum tilteknum tíma og þvi síður að einhverjar grundvallarreglur séu viðhafðar. Dæmi eru um að prófkjörsregl- um sé breytt aðeins til þess að fá fyrirfram gefna útkontu en ekki tekist björgulegar til en svo að þeir hafa verið höggnir sem hlífa skyldi og öfugt. Opið og lokað lýðræði Prófkjörsraunir eru ærnar þessa dagana. Allir stjórnmálaflokkarnir eru meira og minna í sárum vegna afstaðinna prófkjara eða væntan- legrar röðunar á lista til alþingis - kosninga.Ágreiningsefnin eru ótelj- andi. Mismunandi aðferðir við lista- röðun gerir málin flóknari en þau þyrftu að vera og undirmálin ill- skeyttari. Sums staðar heita þetta prófkjör, annars staðar skoðana- kannanir og eitthvað allt annað í enn öðrum flokkum og kjördæm- um. Víða eru prófkjörin opin að kallað er og sömu kjósendur velja á lista hjá mörgum flokkum. Þann- ig getur fólk sem ekki kýs tiltekinn stjórnmálaflokk í kosningum haft úrslitaáhrif á hverjir fara á þing eða í sveitarstjórn fyrir flokkinn. Annars staðar fá aðeins flokks- bundnir að velja á listana og sums staðar þröngur hópur fulltrúaráðs eða kjörstjórnar. Þetta lýðræðis- fornt er sem sagt teygt og togað á alla kanta eftir geðþóttaákvörðun- um fárra manna og árangurinn er eftir því. Ef prófkjör eiga að halda velli hljóta stjórnmálaflokkarnir sam- eiginlega að setja sér eitthvað hegðunarmynstur sem farið verður eftir hvort sem þau henta skamm- tímasjónarmiðum einhverra klíka hverju sinni eða ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.