Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 20
VALSMENN töpuöu sínum fyrsta leik í úrvalsdeild- inni í vetur á sunnudagskvöldið en þeir hafa samt tveggja stiga forystu í úrvalsdeildinni. Aö lokinni einni umferö er Pálmar Sigurðsson stigahæsti leikmaöurinn í úrvalsdeildinni. Sjá íþróttir bls. 10-11. Mðjudagur 4. nóvonber 1986 Hjálparstofnun vinnur gott starf: Of mikil áhrif ytri umgjarðar - segir í skýrslu nefndar skipaðri af kirkjumálaráðherra „Nefndarmenn vilja taka það fram, að þrátt fyrir þá gagnrýni, sem fram kemur í skýrslu þessari á ýmsa framkvæmdaþætti í starfsemi Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, þá er það skoðun þeirra að stofnunin hafi unnið mjög gott starf. - Helst er þar til að nefna störf í sambandi við Pólland og Eþíópíu." Á þessum orðum endar skýrsla þriggja manna nefndar sem dóms- málaráðherra skipaði að beiðni Hjálparstofnunar kirkjunnar í byrj- un október sl. til þess að „upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnunar- innar.“ í skýrslunni kemur fram að nefndin átti grciðan aðgang aö nauð- synlegum upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar og naut aðstoðar starfsfólks stofnunarinnar, fram- kvæmdastjóra og endurskoðenda. í lokaorðum skýrslunnar eru dregnar saman niðurstööur nefndar- innar en þar segir m.a. „Nefndarmenn eru sammála um að þeir hal'i fengið þá tilfinningu að stjórnendur og starfsmenn hafi ein- lægan vilja til þess að sinna vel vcrkum sínum. Samt teljum við að stofnunin hafi lent á villigötum... Þeim tilgangi verður því aðeins náð (að hjálpin komi þiggjendum beint til góða) að ýtrustu ráðdeildar og hagsýni sé gætt í rekstri stofnunar- innar. Því verður tæplega haldið fram að svo hafi verið. Hvað sem líður launakjörum starfsmanna, sem eru umdeilanleg, þá eru húsakaupin, ferðalög til Vesturlanda, fjármála- viðskipti við Stokkfisk hf., Skál- holtsútgáfuna o.fl. aðila, svo og ósamkvæmni í bókfærslu varðandi mat á gjöfum, ófullkomið bókhald verslunarviðskipta svo sem að fram- an greinir, o.fl. merki þess annars vegar, að ytri umgjörð sé farin að hafa of mikil áhrif á stjórnendur og starfsmenn oghins vegargæti ístöðu- leysis gagnvart sumum viðsemjend- um og aðhaldsleysi stjórnenda, bæði inn á við og út á við.“ í skýrslunni er farið nánar út í öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd og er þar meðal annars kornist að þeirri niðurstöðu að sumt í starfi stofnunarinnar hafi verið ámælis- vert, s.s. viðskiptin við Skálholtsút- gáfuna en hcnni voru greiddir pen- ingar upp í óunnin verk og skuldar Hjálparstofnuninni peninga. Þá seg- ir nefndin að bílaviðskipti stofnunar- innar séu henni ekki hagstæð þrátt fyrir að af þeim hafi verið reiknings- legur hagnaður. Par hafi ekki verið tekið. tillit til viðhalds, sölukostnað- Frá blaðamannafundi Hjálparstofn- unarinnar í gær. ar, fjármagnskostnaðar o.fl. Þá dregur nefndin í efa nauðsyn stofnunarinnar á að kaupa húsið að Engihlíð 9 í Reykjavík og bendir jafnframt á að ekki verði séð að fyrirliggjandi sé fé í sjóði til að borga greiðslur samkvæmt kaupsamningi nema af söfnunarfé til hjálparstarfs. Um bókhald stofnunarinnar hefur nefndin ýmislegt að athuga. „Er þar ekki einungis um að ræða meining- armun um hvernig færa skuli (og meta) aðrar gjafir en peninga og „framlög" frá stofnunum erlendis, heldur telur hún að halda beri sér- greindum ýmsum þeim viðskiptum, sem stofnunin stendur í, þannig að sjá megi afkomu hvers þáttar fyrir sig.“ Telur nefndin að bókhaldið eins og það er nú gegni því ekki því hlutverki stjórntækis sem því er ætlað að vera og nýtist ekki gagnrýn- um gefendum. Um þá gagnrýni sem fram hefur komið varðandi stefnumörkun stofnunarinnar og ráðstöfun fjár er- lendis, þ.e. að einbeita sér fyrst og fremst að neyðarhjálp, sé ekki á rökum reist. Á blaðamannafundi sem Hjálpar- stofnunin boðaði til í gær til að kynna skýrsluna fyrir fjölmiðlum kom fram að stjórn stofnunarinnar hefur fundað um niðurstöður hennar og sagði Erling Aspelund stjórnar- formaður að sú gagnrýni sem skýrsl- an kæmi fram með yrði tekin til athugunar, þó þar væri eitt og annað sem stofnunin gæti ekki fallist á sem réttmæta gagnrýni eins og t.d. hús- næðiskaupin. Las hann upp sam- þykkt stjórnarinnar þar sem gagn- rýni er fagnað og þeirri von lýst að opinská umræða af því tagi sem Hjálparstofnunin hefur stuðlað að með því að óska eftir skýrslu þessari og síðan með birtingu hennar verði til þess að auka traust almennings á hjálparstarfi því sem hún vinnur. Jafnframt höfðu þeir Hjálparstofn- unarmenn tekið saman tölur sem byggðar eru á sömu gögnum og skýrsla nefndarinnar þar sem fram kemur að rekstrarkostnaður árið 1985 hafi numið 11,59% af því fé sem stofnunin hefur safnað. Sam- bærileg tala fyrir árið 1984 var að rekstrarkostnaður nam 12,74 % af hverri safnaðri krónu. Segir stjórnin síðan í ályktun sinni að hún vonist til að Hjáíparstofnunin megi í fram- tíðinni njóta málefnalegrar gagn- rýni, sem veiti aðhald um hjálpar- starfið og rekstur þess. -BG • t • Gullin bráð í moigunsárið... sm)öi,:ai^uðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.