Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 1
ISTUTTU MÁU... JOAQUIM CHISSANO utanríkisráðherra Mósambik var í gær tilnefndur sem hinn nýi forseti landsins og tekur hann við embætti Samora Machels sem lést í flugslysi á dögun- um. Chissano er 47 ára gamall og kom útnefning hans ekki á óvart. Það var Marcelino Dos Santos, meðlimur æðsta ráðs hins ráðandi Frelimo- flokks, sem tilkynnti um útnefninguna í beinni útvarpsræðu í gær. SJOTIUOG FIMMáragam all spænskur eftirlaunamaður sem ætl- aði að skipta sparifé sínu milli ættingj- anna komst að því í gær að peningarn- ir voru verðlausir. Karl geymdi spariféð í plastpoka og treysti lítt á bankastofn- anir. Seðlarnir sem hann geymdi höfðu hinsvegar verið aflagðir fyrir allmörg- um árum. HILMAR Þ. Hilmarsson við- skiptafræðinemi úr Njarðvíkum hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboði framsóknarmanna á Reykjanesi. Hilm- ar á sæti í miðstjórn flokksins og einnig í kjördæmisráði á Reykjanesi. Þá hefur Gylfi Guðjónsson ökukenn- ari í Mosfellssveit gefið kost á sér, einnig í Reykjaneskjördæmi. Hann hyggst gefa kost á sér í þriðja sæti eins og Hilmar. KVENNALISTINN hefur tek- ið ákvörðun um að bjóða fram til Alþingis í Reykjaneskjördæmi. Var þetta ákveðið áfélagsfundi Kvennalist- ans í Reykjaneskjördæmi um helgina. Einnig var ákveðið á fundinum að fram færi könnun meðal félagskvenna um val á frambjóðendum. SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Austurlandskjördæmi, sem fram fór föstudag og laugardag sl. Sverrir fékk 447 í fyrsta sæti, en alls 678 atkvæði. Egill Jónsson alþingismaður varð í öðru sæti með 349 atkvæði í 1 .-2. sæti en alls 487 atkvæði. í þriðja sæti varð Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri Bakkafirði og fjórði Hrafnkell Jónsson frá Eskifirði. | TALNjNGU I lokuðu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi lauk um helgina. Ekki hafa enn verið gefnar upp tölur í prófkjörinu, og hefur einn þeirra sem varo í efstu sætunum, Víglundur Þorsteinsson far- ið þess á leit við kjörnefnd að tölurnar verðir gerðar opinberar. Kjörnefnd gerði það að tillögu sinni að listinn yrði skipaður eftirfarandi. »1. Matthías Á Mathiesen, 2. Ólafur G. Einarsson, 3. Salome Þorkelsdóttir, 4. Ellert Eiríks- son, 5. Gunnar G. Schram og 6. Víglundur Þorsteinsson. Talað hefur verið um að Víglundur hafi fengið 159 atkvæði á móti 156 atkvæðum Gunnars, en sá síðarnefndi færður til, í tillögu kjörnefndar. ARNI JOHNSEN alþingis- maður lenti í þriðja sæti lista sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi samkvæmt til- lögum kjörnefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Árni vill hinsvegar fá að sjá tölur og niðurstöður úr prófkjörinu áður en hann tjáir sig um niðurstöðurnar, en hann var í öoru sæti listans. Þar trónir nú Eggert Haukdal á eftir Þorsteini Pálssyni sem fékk flest atkvæði í fyrsta sæti. KRUMMI Krummi. „Ætli það séu fleiri atkvæði í Leiklistarskólanum en í Hótelskólanum? “ Reglugerðin fyrir árið 1987-1988 Fullvirðisréttur bænda skertur mest á Ströndum Á næstu dögum mun bændum berast fullvirðisréttur þeirra til framleiðslu sauðfjárafurða fyrir verðlagsárið 1987-1988 því byrjað var að póstleggja hann í gær frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Ljóst er að búmarkssvæðin koma nokkuð misjafnlega út vegna setningar reglugerðarinnar um full- virðisréttinn, þrátt fyrir að öll svæði hafi fengið 3% skerðingu. Til viðbótar þeirri skerðingu fær Strandasýsla mesta skerðingu en Svalbarðshreppur, Sauðanes- hreppur og Þórshafnarhreppur, Skeggjastaða- og Vopnafjarðar- hreppur sem er eitt búmarkssvæði fylgja þar á eftir. Síðan koma Mýrasýsla, nær allir hreppar á Austfjörðum, báðar Skaftafells- sýslur, hreppar í S-Múlasýslu og V-Húnavatnssýsla. Einu búmarkssvæði reiknaðist full- virðisréttur 2.756 ærgildisafurðir umfram framleiðslu sem nýtt verð- ur vegna riðuniðurskurðar þar árið 1984 og er það V-Barðastrandar- sýsla. 1000 af þeim eru teknar frá til þess að Framleiðsluráð geti ráðstafað til þeirra aðila sem kæra fullvirðisrétt sinn til Framleiðslu - ráðsog leiðrétta þarf í framhaldi af því. 1756 ærgildisafurðir eru hins vegar teknar og ráðstafað til þeirra svæða sem verst komu út. Mest af því fékk Skagafjörður, Sauðár- krókur og Siglufjörður og Stranda- sýsla en einnig fengu Þistilfjarðar- svæðið og Mýrasýsla hluta af því. Þau bú fá mesta skerðingu sem hafa framleitt sem næst búmarki árin 1984 eða’85 eða hafa dregið framleiðslu saman á árunum 1983- 1985 um 20% eða meira. í síðar- nefnda tilvikinu er hærra árið tekið sem hámarkstala og sú tala er lækkuð um eina ærgildisafurð fyrir hverja sauðkind, sem um hefur verið fækkað umfram áðurnefnd 20%. Aðgerðir þessar eru miðaðar við að sauðkindur hafi verið fleiri en 100 haustið 1983. Fullvirðisrétt- urinn verður skertur þar til réttur framleiðenda á svæðinu verður jafn fullvirðisrétti viðkomandi svæðis og eru þá notaðar skerðing- arreglur frá 1-10% eftir því hvað innleggið nemur háu hlutfalli af búntarkinu. ABS Virðisaukaskatturinn: MANNEKLA GÆTIORDID ERFIDUR ÞRÖSKULDUR „Ég hef miklar áhyggjur af því ef virðisaukaskatturinn verður tek- inn upp hve mannfrekur hann verður fyrir skattstofurnar og að því leyti erfiður í framkvæmd, þar sem við erum nú þegar undir- mannaðir. Jafnfraint held ég að tvöföldun á fjölda gjaldenda leiði til afar seinvirks kerfis, þar sem bókhald er þar að auki ekki allstað- ar í sérlega góðu lagi,“ sagði Gest- ur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík. Talað var við Gest vegna þess að nýlega kom fram í viðtali við hann í Tímanum að skattstofunum hefur á undanförnum árum reynst erfitt að manna þær stöðuheimildir sem þær hafa, sem hann sagði þó of fáar. Og var hann því spurður hvernig hann telji að takast muni að tvöfalda þann mannafla sem nú vinnur við framkvæmd söluskatts- kerfisins. Gestur telur það mikið áhyggjuefni, en á Skattstofu Reykjavíkur sagðist hann hafa 10 stöðuheimildir vegna daglegra framkvæmda við söluskattinn auk rannsóknarntanna. Samkvæmt því má ætla að aðeins skattstofan í Reykjavík þyrfti um 10-12 viðbótarmenn með tilkomu 'virðisaukaskattsins. „Og þarna veit ég þó ekki hvort jreir miða við stöðuna eins og hún er nú eða stöðuna eins og hún ætti að vera,“ sagði Gestur. í greinargerð með frumvarpi um virðisaukaskatt - sem nú hefur á ný verið ákveðið að leggja fyrir Al- þingi-erm.a. taliðaðframteljend- ur vegna virðisaukaskatts verði unt 25 þús. manns í stað u.þ.b. 10 þús. framteljenda vegna söluskattsins. En um 35 manns munu nú eingöngu vinna við framkvæmd söluskattsins á skattstofunum. Þá töldu frum- varpssmiðir að menn geri allt of mikið úr því sjálfseftirliti sem felist í virðisaukaskattskerfinu. Þörf á virku skatteftirliti verði síður en svo minni en með söluskattskerf- inu. En hvernig lýst skattstjóranum á virðisaukaskattinn sem slíkan? „Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það ætti að leggja niður söluskatt og taka upp sölu- skatt,“ sagði Gestur. Með því kvaðst hann eiga við að leggja eigi niður söluskattinn í núverandi mynd en taka í staðinn upp svipað kerfi og upphaflega var farið af stað með. Þ.e.a.s. hafa söluskatt, en fækka undanþágum frá honum gífurlega frá því sem nú er. Frá því söluskatturinn var tekinn upp um 1960 sagði Gcstur undan- þágunum stöðugt hafa verið fjölgað, sem valdi því að kerfið sé nú orðið injög erfitt í framkvæmd. Þar hafi Alþingi og fjármálaráð- lierrar undanfarinna ára hjálpast að. Eins og staðan sé nú orðin verði að gera eitthvert verulegt átak með söluskattinn - annað hvort að breyta honum eða taka upp virðisaukaskatt. Gestur taldi síður en svo að kasta eigi virðisaukaskattinum strax til hliðar, heldur eigi einmitt að skoða það kerfi mjög yandlega, þar sem það hafi ýmsa kosti fram yfir söluskattskerfið. Samkvæmt fruntvarpinu séu undanþágur t.d. ekki það miklar að ástæða sé til að óttast þær. „í ljósi reynslunnar hlýtur maður þó að vera logandi hræddur um að þar yrði lagt út á sörnu braut og átt hefur sér stað með söluskattinn - en sú braut hefur nú verið gcngin á enda í raun og veru,“ sagði skattstjórinn. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.