Tíminn - 09.11.1986, Page 2

Tíminn - 09.11.1986, Page 2
2 Tíminn. Sunnudagur 9. nóveníber 19Ó6' Núðlur Þaö er orðið mjög gott að fá margar tegundir af heilhveitinúðlum sem passa við öll möguleg tækifæri. Það er hægt að bera þær fram bæði heitar eða kaldar, sem forrétt, salat eða aðalrétt. Núðlur eru ödýr matur, sem drýgja aðrar dýrari matartegundir ogef þær eru úr heilhveiti eru þær líka hollar. Svo eru sjálfsagt flestir fjölskyldumeðlimirnir hrifnir af þeim. Makkarónur með paprikusósu 275 gr heilhveitimakkarónur 1 msk ólífuolía 450 gr zucchini í sneiðum 1 græn paprika í sneiðum 1 rauð paprika í sneiðum 1 gul paprika í sneiðum 2 stórir laukar, saxaðir 1 lítil dós tómatar I tsk blandaðar kryddjurtir (ítalskar) salt og pipar. Sjóðið makkarónurnar í 1 lítra af vatni, sem í hefurveriðbætt 1 tskafsaltiogögn afmatarolíu. Látið síðan renna vel af þeim. Á meðan makkarónurnar eru að sjóða er olían hituð á pönnu og zucchinið steikt við meðalhita þangað til það byrjar að brúnast. Bætið út í papriku og lauk og sjóðið með í um það bil 2 mínútur. Hrærið vel í á meðan. Látið út í tómatana og kryddjurtirnar og sjóðið í 20-30 mínútur eða þangað til grænmetið er soðið. Það er smekksatriði hvað hver ogeinn vill hafa grænmetið mikiðsoðið. Kryddið eftir smekk. Leggið makkarónurnar á heitt fat sem hefur verið núið með skornum hvítlauksbát. Hellið paprikusósunni yfir. Berið strax fram. Spaghetti með rjóma og lauk 350 gr spaghetti 50 gr smjör lmsk. hveiti llítill laukur, fínsaxaður 1 Vi dl rjómi /4 tsk söxuð steinselja salt og pipar rifinn ostur Sjóðið spaghettið í nógu söltuðu vatni. A meðan spaghettið sýður er helmingnum af smjörinu bætt í meðalstórum potti. Bætið út í hveiti og lauk ogsjóðið í 3 mínútur við meðalhita. Það þarf að hræra stöðugt í á meðan. Takið af hitanum og hrærið rjómanum saman við. Kryddið eftir smekk og látið steinseljuna út í. Látið pottinn aftur á hitann og látið suðuna koma upp og hrærið stöðugt í á meðan. Látið renna af spaghettinu og hrærið saman við afganginn af smjörinu. Hrærið rjórhasósunni út í og berið strax fram með rifnum osti í skál. S; aumnálin sf. Fataviðgerðir og breytingar Höfum opnað saumastofu. Tökum að okkur viðgerðir og breytingar á fatnaði. Gerum einnig við leður- og mokkafatnað Vesturgötu 53 b. — Sími 2-85-14 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00 Michael Simpson og Nick Abraham þykja flytja leikinn með miklum ágætum W0ZA ALBERT gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Efni leiksins: „Woza Albert fjallar um upp- risu Jesú í Suður-Afríku - og er þannig í mótsögn við fullyrðing- ar Búa um að aðskilnaðarstefn- an sé afleiðing af kristnum upp- runa þeirra. (Percy Mtwa, einn af þeld- ökkum höfundum WOZA ALBERT). í mörgum stuttum senum sést hvaða þýðingu koma Morena hefur fyrir 50 mismunandi manngerðir - allt frá forsætis- ráðherranum til aldraðrar konu sem leitar sér matar í rusla- tunnu. En þegar Morena fyllist viðbjóði á hryllingi aðskilnaðar- stefnunnar og hvetur svertingj- ana til að fleygja vegabréfunum og fara í verkfall, er hann hand- tekinn um leið og ásakaður um að vera kommúnisti og æs- ingamaður. En það er ekki auð- velt að halda Morena föngnum - hann flýr frá elleftu hæð fang- elsisins í fangið að Gabríel erki- engli, og þegar honum er komið í hið illræmda „Robben island“ fangelsi, þá gengur hann þvert yfir ísilagt Atlantshafið til Höfðaborgar. Ummæli gagnrýnenda: „Leiklist getur verið margs konar. En sjaldan eins bráð- nauðsynleg og í þessu tilfelli.“ (Mogens Garde, B.T.) „Skemmtilegt og hjartnæmt. Fullt af tónlist, lífskrafti og takt- fastri lipurð.“ (Ebbe Iversen, Berl. Tid.) „Smitandi fjör, kraftmikil túlkun og listræn nákvæmni.“ (Viggo Sörensen, Jyllands Posten) Café Theatret í Kaupmannahöfn flytur gestaleik á litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum á þriðjudag-, miðvikudags- og fímmtudagskvöld í næstu viku. Það er suður-afríska leikritið Woza Albert, sem leikararnir Michael Simpson og Nik Abraham flytja ásamt tónlistarmanninum Risenga Makondo. Þó að leikritið sé flutt á frummálinu, blöndu af ensku, Zulu og afríkönsku, hefur það verið óhemju vinsælt hjá gagnrýnendum sem áhorfendum; jafnt í Suður-Afríku, Lundúnum og New York. WOZA ALBERT er nú reyndar bannað í Suður-Afríku. „Elskuleg kímnigáfa... með áherslu á tilgangnum.“ (Michael Bonnesen, Politiken) „Sprenghlægileg túlkun á ljótu kerfi.“ (Land og folk) „Sterkt og grípandi...frábær leikstjóm." (Fred. Amts. avis) Þessar ívitnanir eru úr dönsk- um dagblöðum, þegar „WOZA ALBERT" var frumsýnt í Kaup- mannahöfn á sl. ári. Nú hafa önnur Norðurlönd fengið tæki- færi til að sjá þetta heimsfræga suður-afríska leikrit, sem er í þriggja mánaða leikför um Danmörk, Noreg, Svíþjóð, Finnland og ísland. Ferðina skipuleggja Cafe Theatret í Kaupmannahöfn og Terra Nova Produktion. Barny Simon, listrænn stjórn- andi The market theatre í Jó- hannesarborg sagði: „Leikrit eins og Woza Albert, Sizwe Banzi Is Dead, Poppy Nong- ema, The Island og Master Har- old And The Boys, sanna ótví- rætt að til að leikrit slái í gegn bæði hjá gagnrýnendum o_g fjár- hagslega, þurfa þau ekki að vera farsar frá West End eða amer- ískir söngleikir.“ Peter Bensteder er leikstjöri sýningarinnar. Um leikritið seg- ir hann: „Woza Albert er ekki einugis gott og skemmtilegt leikrit - heldur líka tímabært og nauðsynlegt. Leikritið mun skerpa afstöðu sumar, opna augu þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu og vonandi fá alla til að sjá heim svertingjanna á annan hátt en þann sem yfirleitt birtist í sjónvarpi og dagblöðum. Svo miklu getur leiklistin komið til leiðar.“ Michael Simpson, annar leikendanna í sýningunni, segir: „Ég er ótrúlega glaður yfir að fara í leikferð með Woza Albert. Það er spennandi og ögrandi leikur sem veitt hefur mér tæki- færi til að skilja og hjálpa baráttu svertingja í Suður-Afríku. Leikurinn gefur Norðurlanda- búum kost á að sjá að ekki er nauðsynlegt að „boðskapurinn" sé alvarlegur til að vera áhrifa- mikill.“ Frumsýning á Woza Albert verður í kjallara Þjóðleikhússins á þriðjudagskvöld og hefst kl. 20.30. Aðeins verða þrjár sýn- ingar á leiknum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.