Tíminn - 09.11.1986, Page 12

Tíminn - 09.11.1986, Page 12
12 Tíminn Sunnudagur 9. nóvember 1986 Faðir minn Hermann Nafns Hermanns Göring, hægri hand- ar Hitlers og næst- valdamesta manns Nasistaflokks Þýska- lands, er ekki minnst með hlýju og ánægju. Þvert á móti! Hann var einn þeirra ráðamanna Þriðja ríkisins sem að lokinni síðari heimsstyrjöld, sem skildi Evrópu eftir í rúst, var dæmdur til dauða fyrir stríðs- glæpi. En áður en böðullinn gat komið snörunni um háls honum hafði Göring komist yfir eitur og séð sjálfur um að koma sér inn í eilífð- ma. Ein er þó sú manneskja sem á góðar og notalegar minningar um Hermann Göring. Það er dóttir hans, einkabarnið Edda, sem til þessa hefur ekki veriðfáanlegtil að tjá sig um sjálfa sig og föður sinn en brá út af venjunni í haust, en 15. okt. sl. voru 40 ár liðin síðan faðir hennar dó. Sjö ára tekin föst ^^rncríkanarnir komu um Z_^^scx-leytið og það var JL .^^.tekið að rökkva. Þeir stöðvuðu herjeppann fyrirfram- an gistihúsið í þorpinu Neuhaus við Pegnitz-ána og vísuðu fram handtökuskipun „samkvæmt fyrirskipun herstjórnarinnar". Handtökuskipunin varðaði smávaxna, hlédræga sjö ára stúlku sem starði á þessa ókunn- ugu hermenn með skelfingu. Hermennirnir buðu stúlku- barninu að stíga upp í jeppann og lögðu af stað út í þokufyllta nóvembernóttina. Sex stundum síðar var komið á áfangastað, að tukthúsinu Straubing í Nieder- Bayern. Peir leiddu barnið inn í óupphitaðan fangaklefa þar sem móðir hennar hafði þegar verið í haldi í 6 vikur. „Þegar ég sá móður mína var eins og ég vaknaði upp af martröð,“ segir stúlkubarnið, sem nú er orðin fulltíða kona. Litla stúlkan var handtekin vegna þess að hún bar nafn manns, sem var einn þeirra valdamestu í Þýskalandi á mekt- ardögum Priðja ríkisins og var meðal þeirra sem sigurvegararn- ir báru þyngstu sökum fyrir stríðsglæpi. Hún var einkadóttir Hermanns Göring ríkismar- skálks. Edda Göring er orðin 48 ára. Hún býr í Múnchen og starfar sem læknaritari. Hún hefurfram að þessu vérið ófáanleg til að tala um fortíðina þar sem hún sjálf var saklaus leiksoppur. I ársbyrjun 1986 lét hún þó tillcið- ast að svara spurningum sænskra sjónvarpsmanna sem hafa unnið að heimildamynd um föður hennar. Og eftir að ísinn var brotinn fcllst hún á að ræða við blaðamann þýska vikuritsins Quick. í þessum viðtölum kem- ur skýrt fram að hún sér Her- . ' . ■' • . . Þegar þessi mynd var tekin, árið 1942, var Edda ekki nema fjögurra ára. Hún kann greinilega vel við sig í fangi föður síns og lætur ekki einkennisbúninginn á sig fá. mann Göring með augum dóttur, ekki á sama hátt og sagnfræðingar, svo að ekki sé talað um hvaða augum fórnar- .lömb ógnarstjórnar nasista líta Hermann Göring. „Ég þakka foreldrum mínum yndislega æsku“ í viðtalinu viö sænsku sjón- varpsmennina sagði Edda Göring: „Enn í dag stend ég í mikilli þakkarskuld við foreldra mína fyrir þá ást og umhyggju sem þau sýndu mér alltaf.“ Og í Quick segir hún: „Ást og um- hyggju foreldra minna get ég þakkað yndislega bernsku. Fað- ir minn sýndi mér sérstakt ást- ríki. Ég á ekki aðrar en góðar minningar um liann.“ Hún minnist þess þegar Gör- ing var að taka upp póstinn í vinnuherbergi sínu á morgnana. „Pá lék ég mér við fætur hans. Hann sýndi mér blíðu og at- hygli.“ Og sunnudaganna minn- ist hún af sérstakri ánægju. „Þá fékk ég að sitja til borðs með fullorðna fólkinu. Púði var sett- ur á stólinn við hliðina á pabba og þar sat ég í fallegum kjól. Mér fannst ég afskaplega merki- leg persóna þá!“ Og jólin á Karinhall eru Eddu ógleyman- leg. „Pabbi valdi sjálfur allar jólagjafirnar, líka handa starfs- fólkinu," segir hún. Karinhall nefndi Hermann Göring glæsilega landsetrið, sem hann byggði rétt norðan við Berlín, eftir fyrri konu sinni, hinni sænsku Karin, sem lést úr hjartasjúkdómi 1931 og Göring elskaði út yfir gröf og dauða. Hann lét líka lystibátana sína tvo bera nafn hennar. Þá minnist Edda föður síns sem alltaf mætti í réttum ein- kennisbúningi sem hæfði tilefn- inu. Oft vakti klæðnaður hans háð og spott, en Edda segir bara: „Faðir minn var hrifinn af íburði. Kannski var hann bara á undan sinni samtíð í klæða- burði, ef litið er til unglinganna í dag!“ Hitler í hlutverki „góöa frændans“ Edda á líka minningar um Adolf Hitler, þó að þær séu heldur óljósari. Hann kom stundum í heimsókn og hún minnist þess að þá gekk svo mikið á að augljóst var að þetta væri ekki neinn hversdagslegur gestur, sem kominn var. „Hann gleymdi aldrei að færa mér lakkrís sem mér þótti sérstak- lega góður," segir hún. En þessi „góði frændi", sem kyssti börn og færði þeim sæl-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.