Tíminn - 09.11.1986, Page 15

Tíminn - 09.11.1986, Page 15
Sunnudagur 9. nóvember 1986 Tíminn 15 Of náin umgengni við ketti og hamstra er varhugaverð Hundaeigendur ættu nú aö geta andað léttar, því seppi gamli virðist ekki vera liklegur til þess að valda smitnæmum sjúkdóm- um á heimili sínu miðað við ýmis önnur smádýr á heimilum. Svo segir í grein sem við rákumst á nýlega og segir frá rannsókn- um á þessum atriðum í Hollandi. Sé hundurinn hreinsaður reglu- lega, matarílátum hans haldið hreinum og yfirleitt gætt snyrti- mennsku við hundahald, þá er lítið að óttast. Sama máli gegnir ekki um ýmis ðnnur dýr, ketti, hamstra, kanínur, skjaldbökur og fugla. Þegar upp koma smitnæmar sveppasýkingar, þá er nær alltaf um að ræða sýkingu af einhverju heimilsdýri, samkvæmt þessum rannsóknum. Sérstaklega oft eiga þó kettir í hlut. Þannig eru árlega all mörg tilfelli páfa- gaukaveikinnar svonefndu, sem er mjög hættuleg, í Evrópu. Stundum getur hún verið banvæn. Hún smitast nær alltaf með húsdýrum. Það er ástæða til að sýna mikla gætni, þegar fólk kaupir hamstra. Þeir geta borið með sér vírusa sem valda heilahimnu- bólgu. Ekki ætti að kaupa hamstra, fyrr en þeir eru orðnir minnst þriggja mánaða gamlir. Sjúkdómarnir berast með þvagi og saur dýranna og bakteríurnar geta líka leynst á feldinum, en þangað berast þær frá slímhúð skepnunar. Því er ástæða til þess að fara varlega og láta vera að kyssa og handfjatla dýrin mjög mikið. Verði vart við að dýr sé veikt, ætti þegar að kalla til dýralækni. En annars gildir auð- vitað sama reglan um ketti hamstra og fugla og hundana, eigandinn ætti að gera sér það að skyldu að halda umhverfi dýrsins sem hreinustu og að- stöðu þeirri sem það hefur á heimilinu. Kattasandkassann ætti að þrífa reglulega og spara ekki aðþvomatarílátin með sér- stökum bursta reglulega. KROSSGATAN Nr. 515 SEaoasiin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.