Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Jíminn 9 VETTVANGUR lllllllillll! Athugasemd við svar Guðmundar Bjarnasonar í Degi 20. nóv. sl. I Degi 20. nóv. sl. birtist alllöng grein eftir þig sem þú segir vera svar við bréfkorni því sem ég sendi þér fyrr í þessum mánuði. Fyrir flest það sem að mér snýr í svari þínu vil ég í upphafi þakka en við annað gera lítilsháttar at- hugasemdir, þó í ljós komi við lestur svarsins að við erum sam- mála um býsna margt. Þú ferð nokkuð vítt yfir í svari þínu og stundar þar m.a. einskonar fræðslustarfsemi um mál, sem ég hef ekki fært í tal við þig en eru sjálfsagt ágæt fyrir því. Auk þess sendir þú Gunnari Hilmarssyni einskonar „hliðar- grein“ sem ég leiði að sjálfsögðu hjá mér, enda hygg ég að Gunnar sé fyllilega fær um að svara fyrir sig, telji hann ástæðu til þess. Fréttina í hádegis útvarpinu sunnudaginn 2. nóv. sl. heyrði ég ekki en þú fræddir mig um hana er við sátum og röbbuðum saman í lok aukakjördæmisþingsins. Því miður get ég ekki liðsinnt þér neitt í því leiðinda máli, þar verður þú að leita annars staðar fanga. Kolbeinseyjarmálinu reyndi ég að fylgjast nokkuð með á sínum tíma, en mikið er samt ánægjulegt að sjá það svart á hvítu, að þið þingmennimir hafið þar staðið sam- an sem einn maður. Slík samstaða er kjördæminu afar dýrmæt auk þess sem mér sýnist svona fljótt á litið, að hún dragi mjög úr hættunni á hörðum og persónulegum deilum í komandi kosningabaráttu, þó svo að sérframboð komi fram,' sem ekki er vitað á þessari stundu. Vík ég þá að því sem mér finnst vera beint til mín í svari þínu. Þú segir að það sé viðtal en ekki grein sem birtist í Degi 6. nóv. sl. Alltaf finnast mér það sniðug viðtöl þar sem engin einasta bein spurn- ing kemur fram frá fréttamanni, en ætíð skal hafa það sem sannara reynist og hafðu því þökk fyrir leiðréttinguna. Þá vil ég þakka hlýleg orð um skoðanaskipti okkar á liðnum árum og vænti þess að framhald geti þar á orðið, þó smávegis úfar haf risið rétt f augnablikinu. Þegar grein eða viðtal birtist á prenti kemur sá samsetningur fyrir augu tugþúsunda fólks. Eigi að gera athugasemdir við slíkt verður það að gerast á svipuðum vettvangi svo jafnræði sé. Þar hefur samtal tveggja einstaklinga lítið að segja sama hvort það fer fram í gegnum síma eða þegar leiðir liggja saman. Það er aðeins tveggja manna tal en berst ekki eyrum fjöldans seni hins vegar les hið prentaða orð. Þessi er ástæðan', fyrir því að ég valdi skoðanaskiptum okkar annan far- veg en venjulega. „Valið í 1. sæti listans gat ekki gerst átaklaust, miðað við að annarhvor okkar Stefáns hlaut að víkja, svo sem þú bendir á“ segir þú í svarinu. 1 bréfkorninu stóð hinsvegar. Til þess að hún (það er að segja Valgerður) gæti hlotið það sæti (annað sætið) varð annar hvor ykkar Stefáns að víkja o.s.frv. Þarna er ofurlítill munur á og enn skulum við hafa það sem sannara reynist. Enn fjallar þú nokkuð um lýð- ræði og segist vonast til að við séum sammála um „að lýðræði getur aldrei tryggt rétt minnihlut- ans yfir meirihlutanum." Látum svo vera. En ég hafna því hins vegar að meirihluti og hann jafnvel naumur, geti sagt minnihlutanum að sitja hljóðum úti í horni og hafast ekki að. Viðbrögð minnihlutans hljóta mótast af samvisku og sannfæringu þeirra einstaklinga, sem hann mynda. Eða hvernig er það, er ekki í stjórnarskrá okkar ákvæði um það að alþingismaður sé éinungis bund- inn af sannfæringu sinni. Það er eins og mig rámi í að eitthvað hafi verið minnst á þetta eigi fyrir löngu. Þá kem ég að því atriði í svarinu sem ég tel dálítið alvarlegt og tek nú upp orðrétta tilvitnun úr því og gef þér orðið. „Þú telur að erfitt verði að sannfæra fólk um ágæti þeirra einstaklinga sem skipa með mér efstu sæti listans. Þar er ég þér ekki sammála, auk þess sem mér finnst þessar meiningar ekkert yfirmáta smekklegar, svo notuð séu þín eigin orð.“ Tilvitnun lýkur. Let- urbreyting mín. Ég mótmæli því alfarið að ég hafi á nokkurn hátt sveigt að viðkomandi einstaklingum eða verið með meiningar í þeirra garð í bréfkorninu. Að gera mönnum upp hugsanir eða meiningar er ljótt og ég trúi slíku ekki upp á þig sem ég met sem góðan dreng. Held ég að þarna hljóti að vera um einhverskonar fljótræði eða pennaglöp að ræða. En til að taka af allan vafa um meiningarnar fyrir þá sem þetta kunna að lesa tek ég upp úr bréfkorninu það sem þar er sagt um listann. Það hljóðar þannig: „Án þess að ég ætli mér á nokkurn hátt að kasta hnútum að fólkinu sem skipar sjö efstu sæti framboðslistans held ég að þér muni reynast erfitt að sannfæra kjósendur um ágæti hans. Að minnsta kosti finnst mér upplausn- in og glundroðinn sem ríkti á kjördæmisþinginu hreint ekki vera traustsyfírlýsing á listann né merki um að hann geti talist sigurstrang- legur. Það kemur í ljós í næstu kosningum." Þarna er lögð áhersla á að kasta ekki hnútum að einstökum persón- um en síðar vitnað til glundroðans á kjördæmisþinginu sem raka fyrir því að þú munir eiga erfitt verk fyrir höndum. En nú vil ég leggja spurningar fyrir þig góði kunningi. 1. Leistu á það sem merki um samstöðu um listann, sem var í mótun, þegar um eða yfir 10% þingfulltrúa höfðu yfirgefið þingstað að lokinni kosningu í tvö efstu sætin? 2. Telur þú það merki um að listinn sé sigurstranglegur að þingið var smámsaman að leys- ast upp og áhuginn fyrir röðun á hann var ekki meiri en það að aðeins tæpur helmingur upphaf- legs fulltrúafjölda tók þátt í kosningum um síðustu sætin? 3. Eru þeir sem nú skora á Stefán Valgeirsson að fara í sérfram- boð, í leiðinni að lýsa trausti á framboðslistann að þínu mati? Þar sem ég reikna ekki með að þú svarir þessum greinar stúf bendi ég þér á að hægt er að láta svör við þessurn spurningum fljóta með ef þú þarft að svara einhverjum öðrum, ekki síst vegna þess að þeim er öllum hægt að svara með eins atkvæðisorði. Ég hélt að ég hefði í bréfkorninu sett sæmilega skýrt fram hvernig ég og margir fleiri teljum að helst sé unnt að sameina flokkinn okkar að nýju. Ætla ég því engu þar við að bæta að sinni. Én ef til vill geri ég það síðar t.d. næstu kosninganótt en þá er ég búinn að lofa að hringja til þtn eins og venjulega. Góði kunningi. Þetta mun verða síðasta skrif sem ég sendi þér um sinn nema eitthvert alveg sérstakt tilefni gefist til. Því vil ég ljúka með að segja þér að þeir sem að undirskriftasöfnun- inni starfa munu reyna að standa þannig að henni að hún verði sem trúverðugust og best unnin í alla staði. Hvort þessi lokaorð létta af þér einhverjum áhyggjum veit ég ekki, en mér býður í grun að af þeim hafir þú nóg þessa dagana. Með bestu kveðju Akureyri, 22. nóv. 1986 Ari Friðfínnsson. Bolli Héðinsson: EKKIMEIR, EKKIMEIR! Prófkjörin gerð að skrípaleik Prófkjör það sem í hönd fer um næstu helgi, hefur nú þegar fært okkur, framsóknarmönnum í Reykjavík, heim sanninn um það, að okkur er ekki treystandi fyrir opnum prófkjörum. Hér á ég við það, að auðvitað er ekki nokkur hemja eins og nú er útlit fyrir, að „fólk utan úr bæ“ sem mjög óljóst er um hvort styður flokkinn að öllu jöfnu, skuli hafa afgerandi áhrif á hvernig framboðslistinn við næstu. alþingiskosningar verður skipaður. Það er í alla staði mjög sann- gjarnt og eðlilegt að á meðan kjósendum flokksins gefst ekki færi á að raða sjálfir á lista þegar í kjörklefann er komið, sem væri hið allra ákjósanlegasta fyrirkomu- lag þá sé það rökrétt að skoðun meirihluta þess fólks sem starfar mest og best í flokknum ráði skipan frambjóðenda á listann. Prófkjör sem hafa farið fram með þeim hætti að aðal- og varamenn í fulltrúaráði flokksins velji fram- bjóðendur, hafa dugað flokknum í Reykjavík best. Um þau hefur orðið mest eining og því ástæða til að beita ekki öðrum aðferðum við val á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík eftirleiðis, en þeirri sem reynst hefur heilla- drýgst. Hvaða eiginleikar? Við val frambjóðanda til að verða fulltrúi framsóknarfólks í Reykjavík á Alþingi næstu árin, þá sakar ekki að hver maður staldri við og hugi að því hvað best megi prýða þann frambjóðanda sem val- inn verður til forystu. Þ.á m. því hvaða eiginleikar það eru sem framsóknarmenn í Reykjavík þurfa öðrum fremur að hafa f hug að prýði frambjóðanda þeirra um- fram það sem prýða má góða frambjóðendur yfirleitt. í því litla samfélagi sem flokks- félög Framsóknarflokksins í Reykjavík eru, er svo komið að „þingmaðurinn" er pcrsónugerv- ingur framsóknarinnar, sá sem mænt er til f flokksstarfinu og þaðan vænst umtalsverðrar forystu og frumkvæðis. Ágreiningsefnin í flokksstarfinu, persónuleg og mál- efnaleg, gera það líka að verkum að frambjóðandinn þarf einnig að vera líklegur til að ná fram heilurm sáttum. Þetta eru óneitanlega atriði, sem brýna þörf ber til að hafa efst í huga þá er valinn er frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík til næstu alþingiskosninga. Við að- stæður líkt og í Reykjavík þar sem Framsóknarflokkurinn hefur um langa hríð átt undir högg að sækja, meira en víða annarsstaðar úti unt landið, þá skyldi þetta lykilhlut- verk sent „þingmaðurinn" hefur að gegna ekki vanmetið. í stjórnmál- unum skiptast á skin og skúrir en mest varðar að missa ekki móðinn; hvetja til baráttu þcgar lítt miðar og gleðjast mcð glöðum þá er því er að heilsa. Allt eru þetta mikils- verð atriði sem taka verður mið af. Veljum Finn Ingólfsson Til hinna eiginlegu starfa á lög- gjafarsamkomunni eru þeir mann- kostir sem framsóknarmenn gera kröfu um til sinna þingmanna sjálf- sagt ekki um margt frábrugðnir því sem menn í öðrum stjórnmála- flokkum gera til sinna frambjóð- enda. Hljóta þar að varða mestu þeir eiginleikar sem fólk sér besta í sjálfu sér og endurspeglun þeirra í frambjóðendum. Ég fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um hvern ég tel hæf- astan til að mæta þeim kröfutn sem við eigum að gera til frambjóð- enda. Af því mannvali sem nú er í framboði tel ég það vera Finn Ingólfsson. Af kynnum mínum af honuin treysti ég mér að hvetja sem flesta framsóknarmcnn í Reykjavík til að setja Finn í fyrsta sæti listans, þegar gengið verður að kjörborðinu um næstu helgi. Bolli Héðinsson Þorsteinn Ólafsson: Vandi fylgir vegsemd hverri Um næstu helgi veljum við fram- sóknarmenn fólk í efstu sæti á fram- boðslista flokksins við næstu alþing- iskosningar. Mikið vald er okkur fengið í hendur og því valdi fylgir mikil ábyrgð. Þetta er engin.Ieikur. Við þurfum að vanda valið því mikið er í húfi fyrir flokk okkar og þjóð. Eg ætla aðeins í þessum fáu línum að ræða um 1. sæti listans. Um það sæti keppa þrír góðir menn, þeir eru: Finnur Ingólfsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Haraldur Ólafs- son. Góður stigbreytist góður-betri- bestur. Auðvitað veljum við þann besta í fyrsta sætið. í mínum huga er Haraldur Ólafsson alþingismaður bestur, að hinum ólöstuðum. Haraldur hefur verið þingmaður Reykvíkinga síðan okkar ástsæli stjórnmálaskörungur, Ólafur heit- inn Jóhannesson, andaðist. Harald- ur hefur gegnt þingmannsstarfi sínu við vaxandi álit og traust. Hann er slíkur mannkostamaður að allirsem honum kynnast ljúka upp einum munni um hans velvilja og réttsýni. Ég hef orðið var við, að andstæðing- ar okkar öfunda framsóknarmenn af, að hann skuli vera í forustusveit flokksins. Því miður virðist mér það fara vaxandi í okkar þjóðfélagi, að þeir sem eru með mesta auglýsinga- mennsku og bægslagang komist j lengst, en hinn hógværi en staðfasti ' verði undir. Ég spyr. Er þetta heppi- leg þróun? Haraldur Ólafsson minnir mig oft á hinn prúða en farsæla stjórnmála- mann Éinar heitinn Ágústsson. Það var mikil gæfa okkar Islendinga að hafa slíkan öðling til að tala máli okkar í þrengingum þorskastríð- Ef Framsóknarflokkurinn ætti , kost á að taka þátt í næstu ríkisstjórn og fengi í sinn hlut mennta- og menningarmál, þá sé ég ekki annan hæfari til að gegna því embætti en Harald Ólafsson. Hann myndi einn- , ig sóma sér vel sem félags- og heilbrigðismálaráðherra, en í verka- hring þess ráðherra koma máléfni þcirra sem fyrir áföllum vcrða í lífinu. Haraldur er þannig maður að hann hefur alls staðar mannbætandi áhrif á umhverfi sitt og er óumdeild- ur. Mér finnst of mikið í okkar þjóð- félagi snúast um efnahagsmál í víð- ustu merkingu þess orðs, þau mál sem mölur og ryð granda. Gleymum því ekki, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Framsóknarmenn vöndum val okkar og veljum Harald Ólafsson í 1. sæti á framboðslista okkar í Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson kennari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.