Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Tíminn 13 LESENDUR SKRIFA llllllllllil llllllllllllllllllllllllllllllll llilllilllllll Aflsvæði illsku og ástar i. Aflsvæði illskunnar teygir arma sína um allieim. Hinir mörgu vítis- staðir í alheimi eru í samhándi hver við annan og magna hver annan með illsku sinni. Og armar illskunnar teygja sig langt út fyrir hin eiginlegu víti, og hafa óheillaáhrif, jal'nvel hjá mannkynjum, scm ekki eru á vítis- Iciö. en sem óvitandi eru um tilvist vítis og þær hættur, sem þaðan stafa. „Til þess eru vítin að varast þau," en til þess að varast þau. vcrður samt að vita um tilvist þeirra, og um þau áhrif, er þaðan berast. II. Aflsvæöi hinnar æöstu veru eru öflug mjög og áhrif þaðan streyma um alheim, lífgandi. bætandi. rríágn- andi. Ást hinnar æðstu veru þrengir sér inn í hugskot hverrar lífveru um allan alheim og leitast við aö beina þróuninni í átt til sín, og uppræta illskúna og verðimegund hennar. Hér er við ákaflega ramman reip að draga. Hvor stcfnan mun að lokum sigra. hin illa eða hin góða? Baráttan cr tvísýn. Svo erfitt er hinni æðstu veru að hafa úrslitaáhrif á útfjörðum vitheims og lífheims. Undirtektir tnannkynja á frumlífsjörðum gætu hér markað steínuna og breytt fram- vindunni. Á okkar jörð hafa nú þegar verið uppgötvuö þau sannindi, sem leitt gætu til stefnubreytingar, ef þegin væru og skilin. Ingvar Agnarsson Löqgjöf í Danaveldi Fréttir eru það, sem samlandar vorir hlusta mest á, og fréttaþráð á ég, sem fræðir mig hvaðanæva, og sumt fæ ég betur að vita en þeir, sem mest hlusta og lesa. „Huginn og Muninn fljúga hverjan dag jörm- ungrund yfir“, segir í fornkvæðinu - en séra Snorri sagði, að þeir hrafnar væru hvítir, enda hefði hann séð þá. Einn af fréttariturum mínum segir í pistli nokkuð frá gangi mála í Dan- mörku, og er fyrst stuttur kafli um óeirðirnar í Ryesgötu: „Hægri menn kröfðust þess, að lögreglan fjarlægði óróaseggina, því halda yrði uppi lögum og reglu í landinu. Hættuna á blóðsúthelling- um (sem vissulega var fyrir hendi) leiddu þeir hinsvegar hjá sér. Vinstri menn sögðu, að forðast yrði meið- ingar og manndráp, en spurningum um, hvort þeim þætti sjálfsagt, að fólk hertæki hús, sem aðrir ættu, létu þeir ósvarað. En allir urðu fegnir, er hernámsliðið (besættere) yfirgaf húsið fyrirvaralaust að kveldi 22. september. Þeir voru víst búnir að fá nóg, og farnir að rífast innbyrð- is.“ Fréttaskýring mín hlýtur að verða á þá leið, að þarna hafi meðal Dana átt sér stað merkilegt samspil milli hægri og vinstri, sem f þetta sinn fór betur en virtist vera hægt að vona. Ekkert gat betra gerst, úr því sem komið var, en einmitt þetta, að „hernámsliði" þessu lenti saman í eigin illindum. Þeir eignuðust þá ekki píslarvottana sína í þetta sinn. En það virðist hafa verið danski lögreglustjórinn, sem það var mest að þakka, að ekki var lagt til atlögu. Næsti kafli úr fréttaþræðinum er að nokkru annars eðlis en þessi og þó af líkum rótum runnin atburða- rásin. „Athyglisvert mun (sumum) þykja, að í húsinu við hlið hins hertekna, nr. 60 er hluti af skrifstof- um Rauða krossins danska. En Rauði krossinn hafði einmitt verið í fréttum stuttu áður, vegna úrsagna þúsunda styrktarmeðlima (Mun þeim hafa fækkað úr 110-120 þúsund í 80 þúsund). Flestir gáfu þá ástæðu fyrir úrsögn sinni, að þeim virtist Rauði krossinn ekki sinna öðru en flótta- mönnum þeim, sem til landsins hafa komið í stríðum straumum síðastlið- in þrjú ár. Og nú gerðist nokkuð, sem nánast setti allt á annan endann um mánaða skeið. Prestur nokkur á Jótlandi, Sören Krarup að nafni, setur 21. sept. auglýsingu í dagblað, þar sem hann hvetur landa sína til að hunsa vænt- anlega flóttamannafjársöfnun 5. okt., og lýsa þannig yfir andúð sinni á stofnuninni Dansk Flygtninge- hjælp. „Sú stofnun", segir hann, „er nánast ríki í ríkinu, og fær að ráðskast að vild í krafti löggjafar frá 1983. Verði löggjöfinni ekki breytt, blasir við útrýming dönsku þjóðar- innar.“ Varla er hægt að lýsa látunum, sem hér urðu út af auglýsingunni. Dagblöð, útvarp og sjónvarp fóru bókstaflega hamförum gegn prestin- um, og jusu hann auri og lygum sem mest þau máttu. En hann lét það ekki á sig fá, og í sjónvarpsþætti nokkrum dögum síð- ar mætti hann stjórnanda flótta- mannahjálparinnar og kvað hann gersamlega í kútinn, og spyrjanda sjónvarpsins einnig. Og nú stóð ekki á stuðningi við hann: dagblöðin fylltust af lesendabréfum frá fólki, sem lýsti áhyggjum sínum af framtíð lands og þjóðar, ef svo héldi sem horfði. Andstæðingarnir létu ekki heldur sitt eftir liggja og varð af þessu hörð hríð. Svo fór, að pólitíkusar sáu sitt óvænna, og samþykktu nýja löggjöf um flóttamenn, skömmu eftir að þing kom saman. Hefur straumurinn til landsins nú að heita má alveg stöðvast.“ Þetta sagði mér fréttaþráður minn, kenndur við tvo hrafna. Hvort þeir voru hvítir eða svartir, er mér sagt að skipti ekki máli nú á þessum tímum. En vitað er, að ekki voru aðrir hrafnar á flugi þarna um þetta leyti, og því hefur ekkert af þessu frést fyrr en nú. Þorsteinn Guðjónsson Hver einn smádepill þessarar myndar sýnir eina sólstjörnu, sein hver ein er álíka björt og okkar sól eða jafnvcl margfalt bjartari. Gert er ráð fyrir að flestum sóluin fylgi reikistjörnur og ýmsar þeirra munu þá vera byggðar vitverum á mismunandi þroskastigi. IVIjög er áríðandi að lífssambönd okkar jarðarbúa séu við mannkyn þar sem vit og góövild eru á réttri leið. Nokkur orð um þáttinn Geisla Ég tel mig knúinn til að fjalla örlítið um þáttinn Geisla þann 9/11 þar sem heimspekingurinn Hannes H. Gissurarson var enn á ný að viðra sínar heimspekilegu skoðanir fyrir framan alþjóð. En því miður er það nú þannig að aldrei hef ég lesið neitt gáfulegt eftir þann ágæta mann né heyrt hann segja neitt af viti. Það hvarflaði að mér þegar ég Um breyttan útsendingar- tíma Útvarps og Sjónvarps fylgdist með þættinum að Hannes H. Gissurarson hefði staðnað, senni- lega á sínum menntaskólaárum,- málaflutningsmunstri sínu um þessa svokölluðu listamenn sem vaða með lúkurnar ofan í vasa skattgrciðenda til þess cins að viðhalda menningu þjóðarinnar og heyrðist manni helst á Hannesi að hann vildi leggja þá niður. Það hvarflar að mér að heim- spekingurinn Hannes H. Gissurar- son sé nú ekki mikill listamaður í sér og þar af leiðandi vilji hann ekkert listakjaftæöi, kannski á sama hátt og sumir segja að bændur séu óþarfir ien samt borða þeir hið íslenska fjallalamb í aðra eða þriðju hverja máltíð. Persónulega fannst mér Hannes ræða um þetta mál eins og önnur mál á vægast sagt mjög öfga- kenndan hátt og virðist hann sleikja yfirborðið og vega og meta svo hlutina eftir því. Sveinn Hauksson Sú breyting og ruglingur, sem gerð var á útsendingartíma Útvarps og Sjónvarps á s.l. hausti, hefur mælst illa fyrir og jafnvel valdið stórri óánægju margra þeirra sem vilja fylgjast með því sem þar fer fram og almennt hefur verið hlustað á. Þær breytingar hafa orðið til þess að margt af því efni sem flestir hafa lagt sig eftir að sjá og heyra fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Þar til má nefna þáttinn Um daginn og veginn, sem hefur verið fastur liður í Útvarpinu frá upphafi að loknum fréttum á mánudögum og hefur notið almennra vinsælda svo að vart mun hafa verið almennari hlustun á annað efni, ef frá eru skildar fréttir. Nú er útilokað að hlusta á þann þátt nema fella niður að horfa á sjónvarpsfréttir kl. 19.30. Af þeim vilja fáir missa. Sama gildir með þættina íslenskt mál og Daglegt mál, sem margir hlustuðu á sér til gagns og gamans. Þeir þættir hafa verið færðir á þá tíma dagskrárinnar, að hending ein ræður hvort á þá hittist eða ekki. f því sambandi verður manni á að spyrja hvort þetta samrýmist þeim málfarsáhuga, sem Sverrir Her- mannsson hefur látið uppi eða hvort þetta er gert til að ögra honum, þó það sé ólíklegt. En svo virðist sem hann hafi ekki veitt því athygli hverjar hornrekur þessir þættir hafa orðið hjá forráðamönnum ríkis- útvarpsins. Fleira mætti telja sem veldur hlustendum erfiðleikum við að fylgj- ast með efni þessara fjölmiðla, eftir þennan tímarugling. Enginn sér heldur hverju þessi ruglingur og tilfærsla á að þjóna. Það þjónar ekki til hagræðis fyrir hlustendur og notendur, almennt, mikið fremur það gagnstæða. Að færa fréttatíma Útvarps og Sjónvarps svo fast hvorn að öðrum sem gert er, er einnig til vandræða. Oft er það svo að útvarpsfréttum er varla lokið þegar sjónvarpsfréttir byrja. Mönnum gefst ekki tími til að færa sig milli herbergja, þar sem útvarp og sjónvarp eru ekki f sama herbergi, svo sem víðast mun vera. Yfirleitt hafa menn hlustað á út- varpsfréttir kl. 19.00 meðan setið er við kvöldmatarborð, en tekið sér smáhvíld milli frétta til kl. 20. Kon- um hefur þá gefist tími til að koma frá matarílátum og þess háttar áður en sest er í rólegheitum við að horfa á fréttir sjónvarps. Að demba útvarps- og sjónvarps- fréttum á menn í belg og biðu, eins og nú er gert, er mjög vanhugsað, enda flestum eða öllum til ama og óþæginda. Þó ráðamenn þessara stofnana væru mjög roggnir af þessum breyt- ingum sínum, þá er það síður en svo að það sé vel séð af hlustendum, eða þeir skilji þá nauðsyn sem talin var á þessu, af ráðamönnum. Ég held það affarasælast fyrir þessar stofnanir að raska sem minnst þeim venjum sem komnar voru á í þessum efnum. Fólk lagar venjur sínar, matmáls- og kaffitíma að þeim tímum sem fastir liðir eru á dagskrá. Að rugla þeim eins og nú hefur verið gert, er aðeins til óþæg- inda og vandræða, og leiðir til þess| að ekki er hægt að njóta þeirra dagskrárliða, sem fullorðið og eldra fólk helst vill fylgjast með. Forráðamenn Útvarps og Sjón- varps ættu þvt' að sjá sóma sinn í að breyta dagskrárliðum í sama horf og áður og hafa þá á sama tíma. Ég efast um að nokkur hafi látið í ljósi við þá að aðrir tímar hentuðu betur fyrir flesta hina daglegu og föstu liði en þeir sem voru fyrir þessa breyt- ingu. Ef þetta hefur átt að gerast til að hliðra fyrir nýjum fjölmiðlum, þá er það eklki að almennum vilja gert. Ríkisútvarpið og Sjónvarpið eru fjöl- skyldufeðurnir í fjölmiðlahópnum, sem enginn sér fyrir endann á hve stór eða umfangsmikill verður. Þann rétt sinn þarf það að verja, en ekki láta hrekja sig úr þeim sessi sem þeim ber með því að rokka með dagskrá sína eftir duttlungum og hentisemi hinna, sem síðar koma. Það ber forráðamönnum þessara stofnana að sjá um ef þeir ætla ekki að láta troða sig undir í þeim fjöl- miðlaslag, sem þegar er hafinn, en enginn sér fyrir endann á. Þær hugmyndir sem komið hafa fram um að selja vissa þætti starfsemi þessara ríkisreknu fjölmiðla geta bent til óþarfrar undanlátssemi við hina nýju keppendur. Þeim hug- myndum hefur verið mótmælt og því þarf að mótmæla enn kröfuglegar en gert hefur verið, því hér er um þær stofnanir að ræða sem alls ekki mega ofurselja sig peninga- og gróðasjónar- miðum þeim, sem uppi vaða í fjöl- miðlaslagnum og á öðrum sviðum. Kjörorðið á að vera: Stöndum vörð um Ríkisútvarpið og Sjónvarpið. Látið ekki hrekja þær stofnanir með dagskrárþætti sína af þeim tíma og vettvangi, sem hingað til hafa hentað best, fyrir hlustendur. Guðmundur P. Valgeirsson (hcf það tómstundagaman að gefa út hljómplötur) dáwUisseyFerguson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.