Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 16
Framsóknarmenn í Reykjavík Veljið Helga 5. Guðmundsson STUÐNINGSMENN Fundur um stjórnmálaástandiö og stööu Framsóknarflokksins veröur haldinn aö Hamraborg 5, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Gesturfundarins verður Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra. Fulltrúaraöiö í Kópavogi Aðalfundur Framsóknarfélags Skagfiröinga verður haldinn í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki, sunnudaginn 30. nóv. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Stjórnin Rangæingar Spilakvöld veröur í Hvolnum 30. nóvember kl. 21.00. Góð verðlaun. Framsóknarfélagið. BFÖ-BLAÐIÐ Felagsrft Hhullndlsfélags ókumanna a TÓLVUML '7; Tölvumál Tölvumál heitir fréttabréf Skýrslutæknifélags islands Stefán Ingólfsson ritar fyrstu grein blaðsins „Upp með fleiri hliðar" og segir þar m.a.: „Undirritaður telur að það sé tímabært fyrir íslenska tölvumenn, rekstrarráðgjafa og stjórnendur að staldra við og átta sig á því hvernig þessi mál standa hér á landi." Þá er grein um félagsmál: Er ekki kominn tími til að tengjast? Stefán Ingólfsson skrifar um „Athyglisverð fyrirtæki" og um „Bestu fyrirtæki í Bandaríkjunum “ og fleiri greinar á hann í blaðinu. Heílsuskokk Ábyrgðar Ávana- og ffkniefni - skemmtun eða skaði? BFÓ ■ BLAÐID FélagsrH Bindindisfélags ökumanna Jóhann E. Björnsson, forstjóri Ábyrgðar hf., tryggingarfélags bindindismanna skrifar fyrstu grein blaðsins: Sértu akandi vertu vakandi ! Þá er sagt frá Umferðar- könnun 1986, greinin er skrifuð af Sigurði Tómasi Björgvinssyni, sem er þjóðfé- lagsfræðingur og starfar sem fulltrúi hjá Umferðarráði. Þá er sagt frá keppni í ökuleikni og nefnist frásögnin: Viðburða- ríkt sumar í Ökuleikninni. Heilsuskokk Ábyrgðar, létt skokk undir leiðsögn þjálf- ara, Ábyrgð hf. stóð í sumar fyrir „heilsu- skokki" við Laugardalslaug. Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður skrifar: á- vana- og fíkniefni - skemmtun eða skaði ? Ýmsar smáfréttir eru í blaðinu, en ritstjóri þess er Sigurður Rúnar Jón- mundsson. .16 Tíminn Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Fyrsti kirkjudagur í Seltjarnarneskirkju Seltjarnarnessöfnuður heldur kirkjudag sinn hátíðlegan í fyrsta sinn í kjallara nýju kirkjunnar á Valhúsahæð fyrsta sunnudag á jólaföstu 30. nóvember n.k. Hátíðahöldin hefjast með barnaguðs- þjónustu kl. 11.00 og verður þá kveikt fyrsta Ijósið á aðventukransinum. Guðsþjönusta verður síðan kl. 14.00 með sérstakri þátttöku fermingarbarna, en þau bera inn logandi kerti í upphafi guðsþjónustunnar. Kvenfélagið Seltjörn hefur í vetur selt bæjarbúum kort til að gefa söfnuðinum fermingarkyrtla. Formaður kvenfélags- ins, Erna Kolbeins, mun afhenda kyrtlana formlega að lokinni guðsþjónustu. Kl. 20.30 hefst aðventukvöld og verður þar fjölbreytt dagskrá. Aðalræðumaður kvöldsins verður dr. Sigurbjörn Einars- son biskup, Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir spila saman nokkur lög á flautu og gítar og Svala Nielsen óperu- söngkona syngur við undirleik Reynis Jónasonar. Kristín Friðbjarnardóttir, for- maður sóknarnefndar mun setja samkom- una. Eftir dagskrá kvöldsins og er kertaljós hafa verið tendruð mun sóknarprestur- inn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir lesa ritningarlestur og biðja bænar. Eftir samkomuna býður sóknarnefnd upp á veislukaffi í hliðarsal kjallarans, sem tekinn verður í notkun þennan dag. Kirkjudagurinn er dagur alls safnaðar- ins og því er búist við góðri þátttöku allan daginn, enda eru allir hjartanlega vel- komnir. íslenski dansflokkurínn í Ögurstund cftir Nönnu Ólafsdóttur íslenski dansflokkurinn - síðustu sýningar I kvöld, fimmtud. 27. nóv. er allra síðasta sýning íslenska dansflokksins á þremur nýjum íslenskum listdönsum eftir Nönnu Ólafsdóttur og Hlíf Svavarsdóttur. Það eru Ögurstund eftir Nönnu og Amalgan og Duende eftir Hlíf. f danssýningunni taka þátt allir meðl- imir íslenska dansflokksins auk gest- adansarans Patrick Dadey, en það eru dansararnir:Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir, Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Örn Guðm- undsson. Burknar og Garðar. Ný hljómsveit: Burknar og Garðar Hljómsveitin Burknar og Garðar leikur í Röst á Hellissandi laugardaginn 29. nóvember. „Hljómsveitin tekur að sér að leika fyrir árshátíðir - þorrablót og aðra mannfagnaði og leika gömlu dansana, gamla rokkið og gamla góða smelli, og- eru á eigin bíl til að koma sér á staðinn," segja þeir í kynningu á sjálfum sér. Allar upplýsingar um hljómsveitina fást í síma . 37526. Sýning í Vín í Eyjafirði Rósa Eggertsdóttir opnar sýningu á hand- ofnum ullarteppum og mottum laugar- daginn 29. nóv. í Vín, Eyjafirði. Rósa hefur tekið þátt í þremur samsýn- ingum á Akureyri á vegum Nytjalistar. Sýningin stendur til 7. desember og verður opin daglega kl. 12.00-23.30. Jólakaffi Hringsins Hið árlega jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins verður haldið í veitingahúsinu Broadway laugardaginn 29. nóvember nk. kl. 13.00-17.00. Að vanda verða skemmtiatriði á dagskrá m.a. tískusýning á barnafötum, jassballettsýning o.fl. Einnig verður hið margrómaða skyndihappdrætti á staðnum þar sem vinningar eru m.a. utanlands- ferð, skartgripir, heimilistæki ásamt mörgum góðum vinningum. Einnigverða basarmunir og jólakort seld. Félagskonur vænta þess að velunnarar félagsins láti sig ekki vanta nú sem endranær þótt á laugardegi sé. Allur ágóði af fjáröflunum Hringsins svo sem basar, jólakaffi, happdrætti og jólakortasölu rennur til líknarmála. Á þessu ári hefur félagið gefið lækn- ingatæki á tvær deildir Barnaspítalans að andvirði 950 þúsund á Vökudeild og 200 þúsund á almenna deild. Ennfremur tók félagið þátt í íbúðarkaupum ásamt Krabbameinsfélagi Islands og Rauða krossinum, sú íbúð er ætluð foreldrum barna utan af landi sem haldin eru illkynja sjúkdómum. Alls hafa gjafir félagsins á þessu ári numið einni og hálfri milljón króna. Kökubasar Kársnessóknar Kökubasar Kársnessóknar verður í safnaðarheimilinu Borgum sunnudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Tekið á móti kökum í safnaðarheimilinu laugardags- kvöld frá kl. 19.00 til 22.00 og á sunnu- dagsmorgun milli kl. 10.00 og 11.00. Minningarkort Samtaka sykursjúkra Minningarkortin fást á eftirtöldum stöðum: I Reykjavík - Bókabúð Braga, Reykjavíkur apótek, Háaleitis apótek, Lyfjabúð Breiðholts, Bókabúðin Veda, Bókabúðin Gríma. í Hafnarfirði - Bóka- búð Olivers Steins, Akureyrí - hjá Gunn- Iaugi P. Kristinssyni og Bókabúðinni Bókval. Selfoss - Eygló Liba Gránz, Grashaga 12. Félagsfundur Torfusamtakanna Fimmtudaginn 27. nóvember 1986 halda Torfusamtökin almennan félagsfund að Litlu Brekku (í veitingahúsinu Lækjar- brekku) um hið nýja deiliskipulag Mið- bæjarkvosarinnar í Reykjavík. Skipulags- tillögur þeirra Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar verða kynntar og um- ræður verða á eftir. Fundarstjóri er Sigurður Líndal prófessor. Fundurinn hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Núverandi stjórn Torfusamtakanna skipa Hjörleifur Stefánsson akritekt, for- maður, Hörður Ágústsson listmálari, Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, Jó- hannes S. Kjarval arkitekt og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Félagsvist Breið- firðingafélagsins Breiðfirðingafélagið verður með félags- vist í Risinu Hverfisgötu 105 4. hæð, sunnudaginn 30. nóvember kl. 14.00. Vonum að sem flestir mæti. Skemmtinefndin. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugard. 29. nóvember í félags- heimilinu Skeifunni 17 III. hæð. Þriggja daga keppni að byrja. Allir velkomnir. Kór Langholtskirkju syngur “Misa Criolla" Kór Langholtskirkju heldur tónleika á laugardaginn 29. nóv. í Langholtskirkju kl. 14.00. Kórinn flytur þá argentínsku messuna „Misa Criolla" eftir Ariel Ram- írez, auk nokkurra negrasálma. Kórinn flutti þessa messu síðast í desember 1977 í Fossvegskirkju, og síðan vorið 1978 á Kórtónleikum Landssambands blandaðra kóra í Laugardalshöll, og var sjónvarpað frá tónleikunum. Misa Criolla var samin 1963. Hún er sambland suðuramerískrar þjóðlagatón- listar og hefðbundinnar kirkjutónljstar eins og hún verist í Argentínu. Hljóðfæra- skipanin hlýtur að teljast harla óvenjuleg \ í messu, því þar er notast við fjölda ásláttarhljóðfæra auk gítars, bassa og sembals. Einsöngvarar eru þeir Sverrir Guðjóns- son og Rúnar Matthíasson. Negrasálm- arnir eru flestir í útsetningu Michaels Tippets og eru úr verkinu „Child of Our Time“. Þar syngja 7 einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Forsala aðgöngumiða er í ístón Freyjugötu 1 og í Langholtskirkju. HAFNARFJARÐAR-APÓTEK er opið alla virka daga frá kl. 9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. APÓTEK NORÐURBÆJAR er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til 18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugar- dögum frá kl. 10 til 14. Apótekin eru opin til skiptis annan hvern sunnudag frá kl. 10 til 14. Upplýsingar um opnunartíma og vaktþjónustu apóteka eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðar Apóteks sími 51600. 26. nóvember1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ...40,450 40,570 Sterlingspund ...57,763 57,9340 Kanadadollar ...29,198 29,285 Dönsk króna ... 5,3915 5,4075 Norsk króna ... 5,3601 5,3760 Sænsk króna ... 5Í8670 5,8844 Finnskt mark ... 8Í2484 8Í2728 Franskur franki ... 6,2164 6,2348 Belgískur franki BEC .. 0,9794 0,9823 Svissneskur franki .... „24,4633 24,5358 Hollensk gyllini „18,0218 18,0753 Vestur-þýskt mark „20,3701 20,4306 Itölsk líra ... 0,02940 0,02949 Austurrískur sch .. 2,8931 2,9017 Portúg. escudo .. 0,2738 0,2746 Spánskur peseti .. 0,3017 0,3025 Japanskt yen .. 0,24895 0,24969 írskt pund „55,394 55,559 SDR (Sérstök dráttarr. „48,7208 48,8648 Evrópumynt „42,3592 42,4849 Belgískurfr. FINBEL „0,9727 0,9756

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.