Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 3
Firrímtuöagur 27. nóvember1986 Tíminn 3 T » Ibúðaverð á Suðumesjum hækkar meira en í Reykjavík Síldarvertíðin: Sumar stöðvar eru búnar með kvótann - búið að salta í tæplega 224 þúsund tunnur verðmunurinn minnkað úr 28% í 18% á tveim árum Söluverð á fermetra íbúðarhús- næðis hefur annað árið í röð hækkað hlutfallslega mun meira en verð í Reykjavík og á Akureyri. Fyrri hluta ársins 1984 var íbúðaverð í Reykjavík 28% hærra en á Suður- nesjum, fyrri hluta árs 1985 var munurinn um 25% og fyrri hluta þessa árs var hann kominn niður í 18%, samkvæmt Markaðsfréttum Fasteignamatsins. Á engum þessara staða hefur þó verið haldið í við hækkun bygg- ingarvísitölu. Vantar þar rúm 7% upp á á Suðurnesjum, tæp 16% á Akureyri og rúmlega 18% í Reykja- vík. Um töluverða verðlækkun hefur því verið að ræða á íbúðarhúsnæði á þessum þrem landssvæðum nú ann- að árið í röð - meira þó milli áranna 1985 og 1986. Framreiknað eftir byggingarvísitölu frá 1984 hefði fermetraverð í Reykjavík fyrri helm- ing þessa árs átt að verða um 31.640 krónur. í raun var það um 25.860 krónur, eða rúmlega 18% lægra sent fyrr segir. Það samsvarar um hálfrar milljóna króna verðlækkun á meðal- íbúð. Fyrri hluta árs 1984 var meðalverð á fermetra íbúðarhúsnæðis aðeins um 700 kr. hærra á Suðurnesjum en á Akureyri, sá munur var kominn í um 1.350 kr. ári síðar og í rúmlega 2.930 krónur að meðaltali fyrri helm- ing þessa árs. Meðalsöluverð íbúða á Akureyri (106,6 ferm.) var um 1,9 millj. króna á fyrri helmingi þessa árs og þar af var útborgun um 67% eða 1.270 þús. krónur. Söluverð á fermetra var um 18.100-18.700 á 4ra herbergja íbúðum og minni, en tæp- lega 17 þús. að meðaltali á stærri íbúðum, hverra meðalstærð var um 172 fermetrar. Söluverð á fermetra hafði hækkað um tæp 19% frá því árinu áður á sama tíma og 31,6% hækkun varð á byggingarvísitölunni. Meðalverðið var tæplega 30% lægra en í Reykjavík. Meðalíbúðarverð á Suðurnesjum reyndist á sama tíma 2.140 þús. (103 ferm.), þar af um 66% útborgun. Söluverð á fermetra var að meðaltali um 21.130 kr., en mjög mismunandi eftir stærð íbúða. Þannig var það rúmlega 24 þús. kr. á minnstu íbúð- unum, en um 19.500-19.700 á 4ra herbergja íbúðum og stærri. Hækk- un á fermetra milli ára reyndist tæplega 27% á Suðurnesjum. Meðalverð á fermetra fyrri helm- ing ársins var 25.860 kr. í Reykja- vík, þar af rúmlega 71% útborgun. Hækkun á fermetra milli ára var að meðaltali aðeins um 15,6%, eða mun minni en á báðum hinum stöðunum. - HEI Söltun er nú lokið á nokkrum söltunarstöðvum og aðrar eru í þann veginn að klára söltunarkvóta sinn. í fyrrakvöld var búið að salta í 223.934 tunnur af um 260.000 sem búið er að semja um fyrirfram- sölu á. Síldarsaltendafélögin sömdu í haust um að söltuninni upp í síðustu 25% af sölusamning- unum við Sovétmenn yrði skipt milli söltunarstöðvanna í hlutfalli við hversu mikið þær hafa saltað síðustu átta árin. Það verða þvf 50.000 tunnur sem skipt verður samkvæmt þessum kvóta milli 42 aðila sem eru að salta síld. Eins og fram hefur komið hefur tunnuskortur nokkuð tafið fyrir söltun en f gær voru tvö skip að losa tunnur á Austfjörðum og það þriðja var væntanlegt á Hornafjörð í dag, en tunnulaust er orðið á Höfn. Fjórða skipið er nú að lesta tunnur í Noregi og kemur það með síðasta skammtinn af tunnum á þessari vertíð á næstunni. Að sögn Kristjáns Jóhannesson- ar hjá Síldarútvegsnefnd eiga sum- ar stöðvarnar eftir mestan hluta síns kvóta og ekki við því að búast að söltun verði lokið fyrr en í næstu viku. Mest hefur verið saltað á Eskifirði það sem af er vcrtíðinni eða 38.603 tunnur, en þar á enn eftir að salta eitthvað. Veiðin á þessari vertíð er orðin um 44.000 tonn og mikil veiði var í fyrrakvöld og í fyrri nótt. Síidin veiðist fyrst og fremst á Seyðisfirði, Mjóafirði og Reyðarfirði og er síldin átulaus og talsvert af stórsíld með. Að sögn ArnarTraustasonar veiðieftirlitsmanns hjá sjávarút- vegsráðuneytinu höfðu í fyrradag farið 38.200 tonn af síld í vinnslu, þ.c. annað en bræðslu, en unt 4.200 tonn farið í bræðslu. Sagði hann að nú þegar kvóti væri kom- inn á söltunarstöðvarnar mætti reikna mcð að hlutfall þess magns sem færi í bræðslu hækkaði. - BG BUNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMULA3 REYKJAVlK SlMI 38900 $ SA.MBA.NDIÐ Á SÝNINGU í nýja Bílaborgarhúsinu við Fossháls dagana 27.-30. nóvember SÝNUM: YÉLSLEÐA-FJÓRHJÓL-SNJÓBLÁSARA -RAFSTÖÐYAR Verðum með þessar ''orur á kynningarverði meðan á sýningu stendur asamt ymsum varahlutum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.