Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 20
FJÓRIR LEIKIR voru á dagskrá á íslandsmótinu í handknattleik, 1, deild karla í gærkvöld. Breiöablik tapaði sínu fyrsta stigi á mótinu í vetur er KA menn jöfnuöu met- in á síðustu sekúndunum í leik liöanna í Digranesi. Þrír leikir voru einnig í 1. deild kvenna og auk þess leikiö í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Námsmenn bíöa eftir viðbrögöum menntamálaráðherra varðandi lánasjóðinn: Útreikningum ber ekki saman Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna BÍSN, INSÍ, SHÍ og SÍNE bíður nú eftir viðbrögðum menntamálaráðherra við þeim til- lögum sem hún hefur skilað vegna draga að lögum um Lánasjóð fsl. námsmanna. Þau drög vann fjögurra manna nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra. í þessum tillögum námsmanna er gerð athugasemd við útreikninga „reiknimeistara nefndarinnar", Steingríms Ara Arasonar sem jafn- framt er fulltrúi fjármálaráðherra í stjórn LÍN. í þeim kemur fram að endurgreiðsluhlutfall námslána sé 83%. Námsmenn benda á að búið sé að skerða lánin um ca 15% auk þess hjá namsmonnum sem búið sé að taka fyrir að mestu fyrrihlutanám í enskumælandi lönd- um svo að með því að taka það inn í reikninginn sé endurgreiðsluhlut- fall námslánanna nær 90%. Námsmenn telja einnig að þeim hafi ekki verið tryggð námslán sem dugi að fullu fyrir framfærslu, en það sé grundvallaratriði til þess að tryggja jafna aðstöðu til náms. Því leggja þeir til að fundinn verði nýr grunnur sem námslánin miðist við og bundinn verði í lögum og í þeim verði einnig tekið fram við hvaða vísitölu á að miða lánin og hvaða útreikninguin eigi að beita vegna lána fyrir námsmenn erlendis. Námsmenn benda á ójöfnuð í og Steingrími Ara tillögum ráðherranefndarinnar. T.d. sé sama þak sett á lán námsmanna sem annars vegar búa í leiguhúsnæði og hins vegar námsmanna sem búa í foreldrahúsum, burtséð frá því hve öll lán séu lág og þakið því lágt. Þeir fyrrnefndu fá um 21.000 kr. á mán- uði en hinir síðarnefndu um 14.000 kr. Það sé því hlutfallslega lengri tími sem námsmenn sem búi í foreldrahúsum geti stundað nám án þess að fara upp úr þakinu heldur en námsmenn utan af landi, svo ekki sé talað um þá sem hafa barn á framfæri og hafa hlutfallslega hærri lán á mánuði af þeim sökum. Námsmenn sætta sig því engan veginn við 3-4% hækkun á endur- greiðsluhlutfalli nema því aðeins að tryggt verði að námslán dugi fyrir 100% reiknaðri fjárþörf. Greinilegt er að þeim er full alvara með það því þeir eru enn að íhuga málsókn á hendur fjármála- ráðherra og LÍN þar sem þeir telja að skerðingarnar á þessu ári stangist á við lögin. Slík málsókn hefur verið í biðstöðu nú um nokkurn tíma því beðið er eftir niðurstöðum á þeim viðræðum sem námsmenn hafa átt við menntamálaráðherra undan- farna tvo mánuði, þar sem þeir vonast til að skerðingarnar náist til baka í þeim. ABS Síldin lækkar um 27% frá því í fyrra: Skiptaverðið lækkar um 32% - miðað við sams konar vertíð, segir Örn Traustason veiðieftirlitsmaður Framsóknarflokkurinn ! í Reykjavík Fram- bjóðendur kynna sig Hinn formlegi endasprettur í prófkjöri framsóknarmanna í Keykjavík fór fram í llótel Hofi í Reykjavík í gærkvöld, en kjör- nefnd boöaði til framboösfundar þar sem frambjóðendurnir níu kynntu sig og hugmyndir sínar. Eftir að frambjóðendurnir höfðu haldið stuttar framboðsræður fóru fram pallborðsumræður þar sem frambjóðendurnir sátu fyrir svörum. Nokkrir síldarbátar eru nú búnir með kvóta sína, en hcimild er fyrir því að einn bátur geti veitt tvo kvóta. Kvótinn á hvern síldarbát er 700 tonn og hafa flestir síldarbát- anna verið að vciða tvo kvóta eða einn og hálfan. Á þessari vertíð hefur 51 bátur landað síld en 40 bátar hafa ekki farið á veiðar. Flestir þessara 40 báta hafa fram- selt kvóta sína, en samkvæmt viku- blaðinu Fiskifréttum hefur síldar- kvótinn verið seldur á um 700.000 kr., eða 1 kr. kílóið. Sjómenn og útgerðarmenn hafa kvartað yfir verðinu á síldinni og er þess skemmst að minnast að fulltrú sjómanna í Verðlagsráði bókaði mótmæli þegar verðið var ákveðið á sínum tíma í haust. Samkvæmt upplýsingum frá Erni Traustasyni veiðieftirlitsmanni hjá sjávarútvegráðuneytinu hefur orð- ið um 27% lækkun á meðalverði til síldarseljenda frá því í fyrra. Örn sagði í samtali við Tímann í gær að jafnaðarverðið, sem greitt var til útgerðarinnar í fyrra hafi verið 7,88 kr. þegar búið væri að taka inn í myndina allar sjóðagreiðslur og þá liði sem komu ofan á verðlags- ráðsverð og námu þegar upp var staðið 53%. „Miðað við sömu forsendur í ár - að síldin skiptist í sömu stærðarflokka og fari í sömu vinnslu - þá fer þetta jafnaðarverð sem greitt er til útgerðar niður í 5,78 kr. Hitt er jafnframt Ijóst að líkur benda til að veröið fari enn neðar vegna þess að stærri hluti aflans fer í bræðslu í ár en í fyrra,“ sagði Örn. Hann benti ennfremur á að skiptaverðið yrði enn lægra og lækkunin yrði meiri, vegna þess að einungis hluti þeirra greiðslna sem komu úr sjóðakerfinu í fyrra komu til skipta. Skiptaverðið í fyrra var að jafnaði 6,08 kr en fer miðað við sömu forsendur niður í 4,10 kr. sem er lækkun upp á 32%. Miðað við þá forsendu sem áður hcfur komið fram, að verðmæti fyrirframsamninganna í ár sé svip- að og í fyrra, hefur hlutur sjóm- anna í þessari 700 milljón króna síldarvertíðarköku rýrnað nokkuð, en saltendur ættu að rétta úr kútnum eftir tapreksturinn í fyrra. BG Fyrsta skóflustungan tekin að Frostafold 18-20 í Grafarvogi í gær, en þar byggir BÚSetÍ SÍnar fyrstu íbúðir. Tímamynd Svernr Búseti byggir: Skóflustunga tekin að fyrstu íbúðunum f gær var tekin fyrsta skóflustung- an að fyrstu íbúðum húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta. Þessar fyrstu íbúðir Búseta eru að Frostafold 18- 20 í Grafarvogi. í þessu fjölbýlishúsi sem verður 9 hæðir og byggt sem 3 turnar samtengdir með lyftuhúsi og sameiginlegu rými, verða 46 íbúðir 2ja-4ra herbergja. Á efstu hæðinni verður m.a. samkomusalur með út- sýni yfir höfuðborgina. Búseti er fyrsta húsnæðissam- vinnufélag sem stofnað er á íslandi en það varð 3 ára í gær. Félagið mun til að byrja með eignast 15 íbúðanna í þessu húsi, og verða þær ætlaðar félögum sem eru í hópi aldraðra, námsmanna og öryrkja. Félagið stefnir síðan að því að eignast sem flestar íbúðir í luísinu eftir því sem lánafyrirgreiðsla leyfir. Bandalag jafnaðarmanna: Alþingi skipi rannsókn- arnefnd Bandaiag jafnaðarmanna held- ur áfram að velgja fyrrverandi þingmönnum bandalagsins undir uggum. Nú hefur það farið þess bréf- lega á leit við forseta Alþingis, Þorvald Garðar Kristjánsson; að hann beiti sér fyrir að skipuð verði sérstök rannsóknarncfnd sem fjalli um og taki afstöðu til hvort þingmenn geti „sniðgengið vilja og helgan rétt fólks til að neyta atkvæöisréttar síns í lýð- frjálsu landi milli flokka". í þessu sambandi er í bréfinu vísað til vafasamra fordæma um siðferðis- legar skyldur þingmanna við kjósendur. Gefur BJ Þorvaldi Garðari tíu daga frest til að taka ákvörðun í málinu. Þá er í bréfinu ítrekuð sú afstaða BJ að fyrrverandi þing- menn bandalagsins eigi ekki rétt til þingsetu og jafnframt vakin athygli á að varaþingmenn BJ hafi ekki gengið til liðs við aðra flokka og muni því taka sæti á þingi fyrir bandalagið ef sú staða kemur upp. Loks er Bandalag jafnaðar- manna afar óhresst með að þing- flokkar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks fái auknar fjárveiting- ar vegna inngöngu fyrrverandi þingmanna í þá. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.