Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Ný bók um Grænland eftir franska landkönnuðinn Louis Rey í þýðingu Sig- rúnar Laxdal. Grænland Kristalsheimur Út er komin bók um Grænland eftir franska landkönnuðinn Louis Rey sem marg sinnis hefur verið hér á landi, síðast í haust á ráðstefnu náttúrufræðinga. Var þá haft viðtal við hann í sjónvarpinu. Um bókina segir í káputexta: „ Grænland, eylandið mikla sem íslendingar bættu við heimsbyggðina, hefur reyndar ávallt síðan Eiríkur rauði leit það fyrst utan af hafi verið heimshluti leyndardómanna og er það enn. Það laðaði til sín sægarpa, trúboða, kaupmenn og hermenn, og margir þeirra áttu aldrei afturkvæmt. Og það hefur í aldaraðir verið óskaland hinna sérstæðu inúíta sem einir manna virðast ekki hafa bliknað andspænis hinni mikilúðlegu náttúru. Enn varðveitir hin grænlenska þjóð að einhverju marki menningu feðra sinna, en er um leið komin algerlega á vald hinnar vestrænu menningar. Hverju breytir það? Víðkunnur franskur landkönnuður, Louis Rey, fjallar um þetta kristalsríki norðurhjarans, sögu þess, náttúru og íbúa, sem hann hefur kynnt sér rækilega bæði af heimildum víðsvegar að, sumum óþekktum til þessa, og af athugunum sem hann hefur sjálfur gert á ferðum sínum um landið. Hann lýsir því hvernig þessi ásjóna norðursins brýst smám saman fram úr þoku goðsagnanna og hann lyftir hulunni af mörgum leyndardómi sem hvilt hefur yfir þessu landi." Bókin veitir geysimikinn fróðleik um grannann í vestri, bæði fyrr og nú. í henni eru margar myndir, bæði svart-hvítar og í lit. Prentvinnu og bókband hefur Prentsmiðjan Oddi annast. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Saman í hring eftir Guðrúnu Helgadóttir Komin er út ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur rithöfund og alþingismann. Guðrún er lesendum íslenskra barnabóka löngu góðkunn og er þetta tíunda bók hennar. Nefnist hún Saman í hring og er sjálfstætt framhald bókarinnar Sitji guðs englar, sem út kom fyrir þremur árum. Við endurnýjum hér kynnin af fjölskyldunni í þeirri sögu og fylgjumst með næstelstu systurinni, Lóu-Lóu, og öllum hinum krökkunum í amstri, gleði og sorg á umrótatímum, reynslu þeirra og upplifun af umhverfi sínu, lífsbaráttu og furðuheimi fullorðinna! Rík kímnigáfa og næmur skilningur höfundar á viðfangsefni sínu nýtur sín hér til fulls. Bókin er gefin út hjá Bókaútgáfunni Iðunni. Sigrún Eldjám gerði myndirnar. Bók um Sigurjón Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur gefið út árbók safnsins 1986. Þessi fyrsta árbók er helguð minningu listamannsins, og meðal efnis má nefna greinar eftir nokkra vini Sigurjóns erlendis, frumort kvæði eftir dönsku skáldin Hans Molbjerg og Susanne Lyngborg við nokkrar myndir Sigurjóns og annarra íslenskra listamanna og grein eftir danska listfræðinginn Peter Eriksen um hinar umdeildu myndir Sigurjóns á Ráðhústorginu í Vejle á Jótlandi. Enn fremur er skýrsla um byggingarframkvæmdir safnsins og starfsemi þess á árinu 1985 ásamt ársreikningum og nöfnum stuðningsmanna. Bókin, sem er 84 blaðsíður, er á íslensku og dönsku og hana prýðir fjöldi ljósmynda. Hún fæst hjá safninu á Laugarnesi og bókaforlagið Svart á hvítu annast dreifingu í bókabúðir. Ný ævintýrabók frá Namiu Sigling dagfara eftir C.S. Lewis Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja barna- og unglingabók eftir C.S. Lewis, þriðju bókina í ævintýraflokki hans frá Narníu. Þýðandi er Kristín R. Thorlacius og myndirnar eftir Pauline Baynes. Hér er Játvarði og Lúsíu enn á Tíminn 15 ný stefnt inn í töfralandið Narníu, í þetta sinn fara þau þangað í gegnum mynd af skipinu Dagfara. Með þeim er í för dálítið leiðinlegur frændi þeirra, Elfráður Skúti. Börnin hitta Kaspían konungsson á skipinu sem er ásamt fríðu föruneyti á siglingu austur á bóginn í leit að sjö vinum sínum sem hafa horfið. Þau finna og kanna ókunn lönd og lenda í ýmsum vanda, ekki síst Elfráður. Sú reynsla sem börnin verða fyrir hefur á þau mikil áhrif, og þegar þau sigla heim eftir að hafa komist austur undir heimsenda eru þau breytt fólk, að minnsta kosti Elfráður Skúti. Bókin er 259 bls. með mörgum myndum. Prentverk Akraness hefur annast prentvinnu og bókband. Sven Nordqvíst Hænsna- þjófurinn eftir Sven Nordqvist Hænsnaþjófurinn er bráðskemmtileg barnabók prýdd fjölda mynda eftir höfundinn Sven Nordqvist. Þetta er önnur bókin sem kemur út á íslensku eftir hann og segir frá þeim Pétri og Brandi kettinum hans. Dag nokkurn kemur nágranni þeirra í heimsókn og segist ætla á refaveiðar. Hvað finnst Pétri og Brandi um það? Hvernig fara þeir að því að bjarga bæði refnum og hænsnunum? Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Valli og snæálfarnir Út er komið íslenska söngævintýrið Valli og Snæálfarnir eftir Gylfa Ægisson. Ævintýrið gerist í Snæfellsjökli á Snæfellsnesi og gerast þar dularfullir atburðir sem Valli og hundurinn hans Kobbi, lenda í með vinum sínum Snæálfunum. Fjöldi ungra leikara kemur fram á plötunni ásamt hundinum Kobba, Gylfa Ægissyni, og síðast en ekki síst Hemma Gunn sem er sögumaður og auðvitað jökulhress að vanda. Allur hljóðfæraleikur er í höndum Gylfa Ægissonar sem einnig samdi lögin og textana og sá um upptöku og útsetningar auk þess sem hann myndskreytti albúmið að framan. Platan er í steríó og fór upptakan fram á þessu ári, í Stúdíó Stjörnu Grænukinn 7, Hafnarfirði. Útgefandi plötunnar er Stúdíó Stjaman, dreifing Fálkinn hf. PR OFKJOR ÁSTU RAGNHEÐI í Annað Sætið Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er landsþekkt fyrir farscel störf að fjölmiðlun og ferðamólum. Fylkjum okkur um Ástu Ragnheiði í 2. sœti í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjavík 29.-30. nóvember. Stuðningsmenn. FRAMSÓKNARFLOKKSINS Skoðanakönnun á Vestfjörðum Skoðanakönnun um röðun á framboðslista framsóknarmanna í Vestfjarðarkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar fer fram dagana 6. og 7. desember 1986. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í skoðanakönnunina: Ólafur Þ. Þórðarson, Pétur Bjarnason, Sigurður Viggósson, Sveinn Bernódusson, Þórunn Guðmundsdóttir. Egill H. Gíslason, Guðmundur Hagalínsson, Gunnlaugur Finnsson, Heiðar Guðbrandsson, Jón Gústi Jónsson, Magdalena Sigurðardóttir, Skoðanakönnunin er opin öllum heimilisföstum Vestfirðingum sem eru fæddir fyrir 1. janúar 1972 (það er verða 16 ára á kosningaári) og lýsa yfir því að þeir styðji stefnu Framsóknarflokksins og séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram frá 25. nóvember nk. hjá forsvarsmönnum Framsóknarfélaganna í hverju sveitarfélagi sem annast framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Einnig á skrifstofu flokks- ins að Rauðarárstíg 18 Reykjavík. Kjörstaðir verða opnir kjördagana í flestum sveitarfélögunum og auglýstir nánar á hverjum stað. Allar nánari upplýsingar gefur formaður kjörstjórnar Sigurgeir Magnússon Patreksfirði í símum 1113 og 1320. Kjörstjórn. PRÓFKJÖR í REYKJAVÍK UTANKJÖRFUNDARKOSNING Utankjörfundarkosning vegna prófkjörs Framsóknarflokksins í Reykjavík, vegna komandi alþingiskosninga fer fram dagana 21 .-28. nóvember á skrifstofu flokksins að Rauðarárstíg 18, kl. 13-15. Kjörstjórn. PRÓFKJÖR I REYKJAVÍK Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík, vegna komandi alþingis- kosninga fer fram á skrifstofu flokksins að Rauðarárstíg 18 laugardag 29. nóvember, kl. 11-21 og sunnudag 30. nóvember kl. 10-16. Kjörstjórn. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akranesi verður haldinn í Fram- sóknarhúsinu að Sunnubraut kl. 20.00 mánudaginn 1. des. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 28. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! aUMFERÐAR RÁD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.