Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Hlllilll! ÍÞRÓTTIR Gerir Maradona Napoli að meisturum? Eftir stórsigur Napoli á Empoli í ítölsku 1. deildinni um sfðustu helgi lét fyrirliði þeirra, Diego Maradona, hafa eftir sér að þetta væri Napoliliðið sem hann hefði alltaf látið sig dreyma um, lið sem hefði gaman af því að lcika knattspyrnu og lið sent honum líkaði við. Maradona hefur ástæðu til að gleðjast, Napoli hefur undanfarnar vikur verið í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skipti í 11 ár. Þeir sigruðu Juventus á heimavelli fyrir skömmu og ekkert bendir til að þeir láti forystuna af hendi um þessa helgi, að minnsta kosti. Mótherjar Napoli um þessa helgi verða Verona, á heima- velli Napoli en Juventus á erfiðan útileik gegn Ronta sem varð í öðru sæti í fyrra. Napoli hefur tekið þátt í deildakeppninni í 60 ár en aldrei tekist að bera sigur úr býtum. Þeim hefur gengið illa í Evrópukeppnum en orðið tvisvar ítalskir bikarmeistarar, í fyrra skiptið þegar þeir léku í 2. deild árið 1962. Seinni bikarinn fengu þeir árið 1976 svo 10 ár eru liðin síðan liðið fékk verðlaun. Það er ekki skrítið þó áhangendur liðsins haldi í sér andanum allir sem einn þessa dagana í von um að lukkan verði liðinu hliðholl fram í maí en þá lýkur deildakeppninni. Þeir sem best þekkja til segja liðið ekki vant því stressi sem fylgir efsta sætinu og þá hefur liðið oft dalað þegar líður á vorið eða eins og einn forráðamanna Napoli orðaði það svo skemmtilega „bráðnað eins og snjórinn þegar sól hækkar á lofti.“ Bianchi þjálfari segir góðan árangur liðsins núna vera árangur stöðugrar uppbyggingar frá því hann tók við í fyrra, byggt sé á sömu grundvallarhugmyndum og þá en auk þess hafi bæst við þrír góðir leikmenn, Femando De Napoli á miðjunni og þeir Andrea Carnevale og Francesco Romano sem kom frá annarrar- deildarliðinu Triestina styðja Maradona í sókninni. Þessir þrír hafa unnið mjög vel saman og reynst andstæðingunum skeinuhætt- ir. Mótherjar Napoli sem hingað til hafa fyrst og fremst litið á Maradona sem aðal hættuna í liðinu viðurkenna nú að Iiðið sé orðið hættuleg- ur mótherji sem heild. Þjálfari Roma segir: „Napoli hefur um helmings líkur á að standa uppi sem sigurvegarar. Það eru engir veikir punktar í liðinu og þeim gengur vel á útivelli. Nú og svo hafa þeir líka Maradona..." Maradona lét sig dreyma um heimsmeistaratit- il og hér er hann á fullri ferð í átt að honum. Nú er hann í höfn og næsti draumur er að verða ítalskur mcistari. Hafið samband í sima 24790 eða 24966 Stuðningsmenn Kristín, Finnur, Fanný og Ingl Þór. ábyráö reynsla Finnur ingólfsson hefur meö störfum sínum áunniö sér mikiö traust. Því hafa honum verið falin mörg trúnaðarstörf: • Formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. 1 Stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta. • Formaður Samb. ungra framsóknarmanna. • í stjórn Framsóknarflokksins. • Aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Styðjum ungan mann með dýrmæta reynslu í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík 29. og 30. nóv. n.k. atorka Evrópukeppnin í knattspyrnu: Uerdingen tapaði fyrir Barcelona Þriðja umferð í Evrópukeppni féiagsliða (UEFA) í knattspyrnu var leikin í gærkvöld og voru það fyrri leikir liðanna scm voru á dagskrá. Baycr Uerdingen tapaði á heimavelli fyrir Barcelona og skoruðu þcir spænsku mörk sín tvö scint í ieiknum, á76. og79. mín. Þar voru á ferðinni Roberto Fernandez í fyrra skiptið og Mark Hughcs í það síðara. Þrátt fyrir að lcikmcnn Uerdingen hafi vcrið mcira með knöttinn í lciknum áttu þeir fá færi, raunar ekki eitt einasta í fyrri hálfleik og var sigur Spánverjanna fyllilega verðskuldaður. Sókn Uerdingen þyngdist verulega er leiö á leikinn en síðustu 15 mínúturnar ætluðu þeir sér um of og Spánverjar náðu að skora. Ekki var jetið um frammistöðu Atla Eðvaldssonar í fréttaskeyti Reuters en hann lék allan leikinn. Internazionale frá Ítalíu vann nauman sigur á Tékkunum í Dukla Prag, Alessandro Altobelli skoraði sigurmark þeirra snemma í fyrri hálfleik en síðan bökkuðu ítalirnir í vörn og héldu fengnum hlut. Teljast verðu líkiegt að þeim takist að komast áfram í 4. umfcrð því síðari lcikurinn verður á Ítalíu. Úrslit í Evrópuleikjunum x' gærkvöld urðu þessi: Uerdingen(V-Þ) - Barcelona(Spáni) .... Dundee Utd.(Sk.) - Hxxdjuk Split(Jug.) . . Ghcnt(Belgíu) - Gautaborg(Svíþj.). Groningen(Holl.) - Guimares(Port.) .... Dukla Prag(Tékk.) - Intcrnazionale(ít) . . Spartak Moskva(Sovét) - Tyrol(Austurr) . Torino(ítalíu) - Beveren(Belgíu) . Rangers(SkotL) - Gladbach(V-Þ).... íslandsmótiö í handknattleik - 1. deild: KR'ingar lögðu slaka Ármenninga Lokatölur 22-19 í döprum handknattleiksleik Ekki tókst Ármenningum að vinna sér inn sín fyrstu stig í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gær- kvöldi þrátt fyrir ágæta tilraun. Þeir urðu fórnarlömb KR-inga sem unnu þá 22-19 í slökum leik. Þegar aðeins um ein mínúta var eftir af leiknum í gærkvöldi í Höllinni varstaðan 20-19 fyrir KR og Ármenningar með boltann. Þeir fengu dauðafæri á línunni en Gtsli Felix varði af stakri snilld eins og hann gerði svo oft í leiknum. KR-ingar brunuðu upp og skoruðu og þar með var leikurinn úti. KR-ingar hafa nú híft sig af botnin- um en Ármenningar eru á leið þaðan sem þeir komu. Leikurinn var slakur handknatt- leikslega séð. Oft á tíðum var algert ráðleysi í sóknarleik liðanna og sumar sóknir drógust ansi á langinn, allt að 3-4 mínútur. KR-ingar voru þó betri aðilinn og áttu sigurinn skilið þó ekki væri nema fyrir að flagga nokkr- um ungum og bráðefnilegum leik- mönnum eins og Konráð Ólafssyni og Þorsteini Guðjónssyni. Hjá Ár- menningum var það helst Einar Naaby sem eitthvað gerði og gat. Nú leikurinn þróaðist þannig að KR-ingar ná forystu snemma í leikn- um. Ármenningar jafna 5-5 en lenda síðan 10-12 undir í leikhléi. í sx'ðari hálfleik halda KR-ingar öruggri for- ystu sem þeir síðan virðast ætla að missa niður er Ármenningar komast rétt í rass þeirra skömmu fyrir leiks- lok eins og áður er lýst. Sigurinn var þó sanngjarn 22-19. Konráð gerði 6 mörk KR-inga en Guðmundur Albertsson 5. Einar skoraði 6 fyrir Ármann. Dómarar leiksins voru ekki einu mennirnir sem voru sofandi í Höllinni í gær. GuðmundurTorfason fer til Beveren Guðmundur Torfason hefur gert samning við belgíska 1. deildarlið- ið Beveren og gildir hann í 2 1/2 ár. Guðnxundur Torfason hefur ákveðið að gerast atvinnunxaður í knattspyrnu, hann hcfur gert 2 1/2 árs samning við belgíska 1. dcildar- liðið Beveren og hélt til Belgíu í gær. Beveren cr í 4. sæti í Belgíu, 4 stigum á eftir Anderlecht. Jón Þórir Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Breiðablik og hér er eitt þeirra í uppsiglingu án þess að Brynjar Kvaran eða Pétur Bjarnason komi vörnum við. Tímamynd Svcirir íslandsmótið í handknattleik - 1. deild: KA jafnaði gegn Breiðabliki á síðustu sekúndunum eftir að hvorugt lið hafði skorað í 6 mínútur FINM I FYRSTA SÆTI Staðan Víkingur Breiðablik FH XCA Fram Valur Stjarnan KI! Haukar Armann í 1. deild karla á lslandsmótinu í hand- knattleik eftir leikina í gærkvöld: Breiðablik-KA 24-24 FH-Valur 23-21 Haukar-Víkingur 23-24 Ármann-KR 19-22 6 5 0 1 139-126 10 6 4 1 0 118-104 9 6 4 0 2 156-131 8 6 3 1 2 136-142 7 5 3 0 2 120-97 6 6 3 0 3 156-143 6 4 2 0 2 106-105 4 6 2 0 4 115-137 4 6 1 0 5 126-162 2 6 0 0 6 128-149 0 Lokamínúturnar í leik Breiðabliks og KA í Digranesi í gærkvöld voru sögulegar. Þegar rúmar 6 mínútur voru til leiksloka var staðan 24-23 Blikunum í hag en þá tók við markalaus kafli beggja liða, skref, ruðningur, knötturinn útaf, skot í stöng, allt þetta sýndu liðin á þessum kafla auk þess sem Brynjar Kvaran varði 2 skot og Guðmundur Hrafnkelsson 1. Það var síðan 15 sekúndum fyrir leikslok sem KA mönn- um tókst að jafna leikinn en þeir höfðu hangið nxjög lengi á boltanum og Blikarnir varist mjög vel. Blikarnir fóru í sókn en KA menn brutu á þeim, dæmt aukakast og tíminn ekki stöðvaður og Birni Jónssyni tókst ekki að skora úr aukakastinu framhjá varnarmúr KA. Lokatölur urðu 24-24 og Blikarnir töpuðu þar með sínu fyrsta stigi í íslandsmótinu í vetur. Breiðablik skoraði fyrstu mörkin í leikn- um, komst f 3-0 og 4-1 og var forskot þeirra fyrst og fremst góðri markvörslu Guðmund- ar Hrafnkelssonar að þakka. KA menn sóttu á og þegar 14 mínútur voru fram að leikhléi tókst þeim að jafna 6-6. Eftir það var jafnt á öllum tölum upp í 11-11 og hafði Breiðablik ævinlega frumkvæðið. Blikarnir skoruðu síðan 3 síðustu mörk hálfleiksins þrátt fyrir að vera tveimur færri og staðan í leikhléi var 14-11. Enn bættu Blikarnir við í upphafi síðari hálfleiks og varð munurinn tvívegis 5 mörk. Eftir því sem leið á síðari hálfleikinn drógu KA menn þó á aftur og síðustu 10 mínút- urnar var lengst af eins marks munur. KA menn gerðu mikið af klaufalegum mistökum í leiknum, sendu oft beint útaf og annað í þeim dúr en vörn Breiðabliks hefur oft verið sterkari þó hún færi upp á við eftir því sem leið á leikinn. Besti maður KA í leiknum var Jón Kristjánsson og Brynjar Kvaran varði vel í síðari hálfleik. Hjá Breiðabliki varði Guð- mundur Hrafnkelsson mjög vel framanaf og Jón Þórir Jónsson, Þórður Davfðsson og bræðurnir Aðalsteinn og Björn Jónssynir voru einnig góðir. Mörkin skoruðu, Breiðablik: Jón Þórir Jónsson 6(3), Kristján Halldórsson 5, Aðal- steinn Jónsson 4, Þórður Davíðsson 3, Björn Jónsson 2, Svavar Magnússon 2, Magnús Magnússon 1, Sigþór Jóhannsson 1. KA: Jón Kristjánsson 6, Friðjón Jónsson 5, Pétur Bjarnason 4, Eggert Tryggvason 3(1), Guðmundur Guðmundsson 2, Jó- hannes Bjarnason 2. íslandsmótið í handknattleik, l.deild: Heimasigur í hörðum leik í Hafnarfirði - FH sigraði Val með 23 mörkum gegn 21 í hröðum og spennandi leik Þær voru æsispcnnandi lokamín- úturnar í leik FH og Vals í Hafnar- fifðinum í gærkvöldi. FH-ingar höfðu leitt nær allan leikinn nokkuð örugglega en þegar sex mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins tvö mörk, 21-19. Valsmenn gerðu nær allt sem þeir gátu til að jafna, nema breyta um leikaðferð ■' lokin sem þeir hefðu líklega átt að gera, en allt kom fyrir ekki. FH sigraði 23-21 og fögnuður hinna fjölmörgu aðdáenda þeirra var innilegur í lokin. Sigur hins unga liðs FH var annars sanngjarn. Leikmenn þess börðust vel, léku ágæta vörn í fyrri hálfleik og stórskyttan Héðinn Gilsson var stöðug ógn allan tímann. Á bak við varnarvegg FH-inga stóð svo einn besti leikmaður gærkvöldsins, mark- vörðurinn Magnús Árnason sem varði ein fimmtán skot í lciknum og þar af tvö vítaskot. Aðrir ónefndir en ágætir í liði FH voru Guðjón Árnason, Óskar Helgason og Stefán Kristjánsson stóð sig einnig vel þann stutta tíma sem hann lék. Valsliðið gerði mörg mistök í þessum leik en bætti sig verulega þegar á leið. Júlíus Jónasson skoraði grimmt, Þórður Sigurðsson er í mikilli framför og Geir Sveinsson og Jakob Sigurðsson eru máttarstólpar. Markahæstir í liði Vals voru Július með 7 mörk(3 víti) og Þórður með 4. Hjá FH. skoraði Héðinn 7 mörk. hb íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna: FHenn efst Þrír leikir voru í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöld, FH sigraði KR mcð 15 mörkum gegn 13, Fram vann Val með 22 mörkum gegn 20 og Stjarnan vann stórsigur á Ármanni 35-17. Staða efstu liða er óbreylt, FH er efst með 10 stig, Fram fylgir fast á eftir, einnig með 10 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 8 stig. íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla: Víkingar á toppinn Víkingar endurhcimtu toppsæt- ið í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld er þeir sigruðu Hauka með 24 mörkum gegn 23 í Hafnar- firði. Staðan í leikhléi var 13-10 Víkingum í hag. Flest mörk Víkinga skoraði Hilmar Sigurgíslason, 5 en Karl Þráinsson, Bjarki Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Árni Friðleifsson skoruðu 4 mörk hvcr. Flest mörk Hauka skoraði Sigurjón Sigurðsson, 7 en Ágúst Sindri Karlsson kom næstur með 5 mörk. I Það er milljón fyrsta vinning Þetta er minni vandi en margir halda! Fimm einfölö ráð: 1. Fáðu þér Lottómiða á viðurkenndum sölurstað. 2. Fylltu út samkvæmt leiðbeiningum á bakhlið. 3. Skilaðu inn á næst sölustað og fáðu kvittun um leið og þú borgar. 4. Berðu saman kvittunina og valtölurnar. 5. Fylgstu með beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu næsta laugardag. Happatölurnar eru komnar á kreik. Láttu þær ekki framhjá þér fara!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.