Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.11.1986, Blaðsíða 1
0 STOFNAÐUR1917 11 ni 111 n SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum staö SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ISÍUTTU MALI... | SJÁVARÚTVEGS- RÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð um bann við togveiðum suður af FSeykjanesskaga. Samkvæmt | reglugerð þessari eru togveiðar bann- aðar á tímabilinu 22. nóvember til 31. desember 1986 að báðum dögum meðtöldum á svæði sem að austan markast af línu, sem dregin er frá Selvogsvita í punkt 63° 30’0 N 21° 39’0 V. Að sunnan markast svæðið af línu, sem dregin er frá punkti 63° 30’0 N 21° 39’0 V í punkt 63° 40’0 N 22° 32’0 V. Að vestan markast svæðið af línu, sem dregin er frá punkti 63°40’0 N 22°32’0 V réttvísandi norður að Stað- ; arbergi. Reglugerð þessi er sett samkvæmt beiðni Útvegsmannafélags Suður- nesja og að fenginni umsögn Fiskifé- lags íslands. Á undanförnum árum hefur sókn togbáta stóraukist á þessu svæði og geta þeir nú togað á harðari botni en áður tíðkaðist. Á sama tíma hefur línuútgerð aukist verulega. Af þessum sökum hefur komið til árekstra milli báta sem stunda togveiðar og línuveiðar á svæðinu á undanförnum árum og er þessi reglu- gerð sett í því skyni að koma í veg fyrir það. OPNUNARTIMI verslana breytist þannia i desember að heimilt er að hafa opið til kl. 18.00 laugardag- inn 13. desember, til kl. 22.00 laugar- daginn 20. desember, til kl. 23.00 á Þorláksmessu og til kl. 12.00 á aðfangadag og gamlársdag. Heimilað- ur opnunartími aðra daga, samkvæmt kjarasamningi V.R. og Kaupmanna- samtakanna er eftirfarandi: Frá mánu- dögum til fimmtudags til kl. 18.30, á föstudögum til kl. 21.00 og á laugar- dögum til kl. 16.00. Fyrsta vinnudag eftir jól skulu verslanir ekki opna fyrr en kl. 10.00. Söluturna er heimilt að hafa opna til kl. 13.00 á aðfangadag oa gamlársdag, en á jóladag eiga þeir að vera lokaðir. 1.DESEMBER hátíðahöld stúdenta við Háskóla íslands verða nú með talsvert breyttu sniði frá þvi sem verið hefur undanfarin ár. Listakosn- ingar til hátiðahaldanna hafa nú verið aflagðar og í staðinn annast deildarfé- lög innan skólans skipulagninguna. Á þriggja ára fresti er dregið um það hvaða þrjú deildarfélög sjái um hátiða- höldin og í ár eru það heimspeki- laga- og viðskiptadeildir sem skipuleggja hátíðahöldin. Umræða dagsins mun mun að þessu sinni snúast um innra starf háskólans. FORELDRAFÉLAG dag heimilisins Sunnuborgar í Reykjavík samþykkti á almennum félagsfundi fyrir skömmu áskorun til borgarstjórnar um að gera nú þegar ráðstafanir til að bæta kjör fóstra og starfsmanna á dagheimilum og leikskólum og tryggja þeim mannsæmandi iaun. Jafnframt er lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu þessara stétta og bent á að uppsagnir þeirra séu afleiðing afleitra kjara. SÖLUFYRIRTÆKI sam bandsins og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hækkuðu í gær verð á freðfiski á Bretlandsmarkaði í annað sinn á þessu hausti. Fryst þorskflök hafa þá hækkað um ein 30% á þessu ári og er verðið nú komið í 117 kr. kg. Eftirspurnin eftir freðfiski í Bretlandi hafa verið að aukast og hefa verið flutt út um 22 þúsund tonn fyrstu 10 mánuði ársins. KRUMMI „Það var einhver < tala um að fresta samningum fram yfir forval. “ Stjórnarsamþykkt Dagsbrúnar: 0113 taugatitringi meðal samningamanna Mismunandi áherslur, segir Guömundur J. Guðmundsson Litlu virtist mega muna í gær að slitnaði upp úr samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins, eftir að stjórnarsamþykkt Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar barst fund- armönnum í hendur. Þar ítrekaði stjórn félagsins fyrri samþykktir sínar og tók fram að hvorki VMSÍ né ASI hafi umboð til að gera samninga fyrir hönd Dagsbrúnar. í samþykktinni segir síðan:" Stjórn félagsins mun leiða samn- ingaviðræður fyrir hönd félagsins í samráði við hina ýmsu starfshópa þess. Stjórnin telur nauðsynlegt að algjör uppstokkun á taxtakerfinu sé forsenda þess að hægt sé að hækka lægstu taxta verulega, svo „Þessi samþykkt þýðir að það þarf að semja um uppstokkun á launakerfinu núna, hækka lægstu launin en heildarsamningar bíði fram yfir nýja ríkisstjórn, sagði Þröstur Ólafsson, frkvst. Dags- brúnar þegar hann kynnti stjórnar- samþykkt félagsins fyrir blaða- mönnum um kl. 18 í gær. „Ég á von á því að Guðmundur J. Guðmundssson muni sem for- maður Dagsbrúnar ekki taka þátt í þessu, en hvort hann verður áfram á fundi sem fulltrúi Verkamanna- sambandsins skal ég ekki segja, en hann verður ekki sem fulltrúi Dagsbrúnar. Ég á von á því að strax í næstu viku, þegar hugsan- lega liggur fyrir niðurstaða af þess- um samningaviðræöum, munum við fara fram á sérviðræður," sagði Þröstur. Þessi ummæli vekja nokkra at- full eining skapist um niðurstöður og heitir á alla félagsmenn að fylkja sér fast urn félagið.“ Við þessa óvissu bættust ummæli Þrast- ar Ólafssonar, frkvstj. Dagsbrún- ar, sem birtast hér á síðunni og virtust taka af allan vafa að Dags- brún ætlaði að hætta samningavið- ræðum undir forystu ASÍ. Eftir að fundur hafði síðan stað- ið í nokkra tíma komu þeir Ás- mundur Stefánsson og Guðmund- ur J. Guðmundsson fram og boð- uðu til skyndiblaðamannafundar. Ásmundur las fyrst úr samþykkt formannafundar ASí og sagði síð- an að samþykkt Dagsbrúnar árétt- aði markmið sem væru í góðu hygli þar sem þau virðast ekki í samræmi við þá stefnu sem Guð- mundur J. Guðmundsson lýsti yfir við blaðamenn í gær og birtast hér í frétt á síðunni. Ekki gekk Guð- mundur af fundi, og hann Iýsti því yfir í gær, að hann sæti samninga- fundi sem fulltrúi Dagsbrúnar. Auk þess segir hann að ekki verði sprenging þó ekki verði samið til skamms tíma. Virðist því vera þarna á ferð nokkur skoðanamun- ur hjá þessum forystumönnum Dagsbrúnar. Þröstur neitaði að þessi afstaða Dagsbrúnar mótaðist af próf- kjörsslag milli hans og Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, heldur væri verið að fylgja samþykktum félagsins frá í haust. Þærsamþykkt- ir hafi ekki verið á neinn hátt teknar til greina í afgreiðslum samræmi við santþykktir ASÍ. Einn og sami tónn væri í efnisáherslu. Það væri niðurstaða Dagbrúnar að láta frekar á það reyna hvort hægt væri að komast áfram í þessum samningaviðræðum. Ásmundur vék sér undan að túlka ummæli Þrastar Ólafssonar þar sem hann hefði ekki heyrt þau. „Það er ekki skollin á nein styrjöld milli Dagsbrúnar og Al- þýðusambandsins, hcldur eru áherslur aðeins mismunandi," sagði Guðmundur. „Við erum sammála um að lægri launin hafi forgang, en við viljum fara í gegn- um taxtakerfið og leggja þyngri áherslu á það. Það er mikið sein- formannafunda VMSÍ og VSf „og ef við ætlum að halda áfram á þeim nótum sem að ASf lagði upp, þá þyrftum við að fá breytt félagsfund- arsamþykktinni. Þannig að við erum aðeins að ítrekum hana,“ sagði Þröstur. „Þó að lægstu laununum verði lyft eitthvað upp fyrir tuttugu þúsundin þá er það ekki fullnægjandi lausn fyrir okkur. Við getum alveg hugsað okkur að hækka lægstu launin og það væri byrjun á aðgerð sem gildi til vors, og við notuðum tímann til að stokka launaflokkakerfið upp, en að bíða með þetta allt út heilt , árið, við getum ekki eins og mál standa núna sætt okkur við það“. Þröstur minnti á að Dagsbrún stæði ekki eitt, heldur hefði Trésmiðafé- lag Reykjavíkur tekið sömu stefnu. -phh virkari leið. Við hömrum ekki hér á þeirri leið okkar að gera skamm- tímasammning, við erum ekki að kýla á það. Heldur að töxtum verði fækkað og að santkomulag um niðurstöður náist og hafa Alþýðu- sambandið og þessi samninganefnd ekkert aftekið það,“ sagði Guð- mundur. Ásmundur sagði að ef ekki næð- ust samningar fljótlcga, þá væri Ijóst að mál frestuðust fram yfir áramót og þá væri líklegt að þyrfti að fylgja málunum eftir með meiri þunga. Ekki vildi Ásmundur meina að þó uppstokkun taxtakerfisins yrði á dagskrá núna, sem tæki þá lengri tíma, að það þýddi lok samningaviðræðna. Það væri hægt að finna málum ýmsa farvegi, t.d. væri hægt að semja um bráðabirgðahækkun lægstu launa meðan unnið væri að öðrum mál- um frekar, og lengd samninga færi aðeins eftir því sem næðist fram. Guðntundur sagði að Dagsbrún teldi skammtímasamning eðlilegri, en þeir ntuni ekki gera sprengingu út af því. Það væri fleira scm sameinaði en sundraði Dagsbrún og ASl í þessu ntáli. Þórarinn V. Þórarinsson frkvstj. VSÍ sagði að sér sýndist að stjórn- arsamþykkt Dagsbrúnar ásamt af- stöðu byggingariðnaðarmanna væru vísbending urn að innan ASÍ væri ekki full samstaða um stefnumörk- un formannaráðstefnu ASÍ. „Ég lít á það sem vandamál vcrkalýðs- hreyfingarinnar ef þar er þverbresti að finna, varðandi kröfugcrðina. En ég ætla verkalýðshreyfingunni þann kraft að hún nái santan um eigin markmið, og geng út frá því að við getum haldið áfram hér samningaviðræðum á morgun," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. - phh Banaslys við Hrífunes Fullorðinn niaður lést og fullorðin kona er í mikilli lífs- hættu, eftir harðan árekstur sem varð í grennd viö bæinn Hrífunes við Hrífncsheiöi í V-Skaftafcllssýslu unt miðjan dag í gær. Harður árekstur varð í beygju rétt austan við bæinn. Fulloröin hjón voru í öðrum bílnum en aðeins ökumaður í hinum. Hann slapp lítt meidd- ur frá slysinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluö út í sjúkraflug skömmu eftir hádegi í gær. Ekki var taliö óhætt að færa hiríli slösuðu til og var því óskað eftir. þyrlunni. Hún flutti hina slösuðu á Borgarspítalann en þá var maðurinn þegar látinn. - ES Þeir voru brosmiidir samningamennirnir í Garðastrætinu í gær, þó bak við brosið hafi um tíma búið sú áleitna spurning hvort allt væri að fara út um þúf'ur. F.v. Gunnar Friðriksson, Ásmundur Stefánsson. Þórarinn V. Þórarinsson, Ólafur B. Ólafsson og Árni Benediktsson. (Iímamynd Sverrir) Verkamannafélagiö Dagsbrún: Forystan ósamstíga - Þröstur Ólafsson og Guömundur J. gefa ósamhljóða yfirlýsingar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.