Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. desember 1986 Tíminn 5 Könnun Félagsvísindastofnunar: Tæp 70% kjósenda andvíg einkavæddu heilbrigðiskerfi TAFLA2 Viðhorf til nokkurra þátta opinberrar þjónustu á Noröurlöndum. ísland Danmörk Finnland Noregur Sviþjóö % % % % % Heilbrigðisþjónusta: Ánægö(ur) 46.0 56.0 62.0 15.0 56.0 Efla 46.0- 35.0 28.0 75.0 37.0 Samgöngumál/ vegagerð: Ánægð(ur) 24.0 50.0 43.0 35.0 39.0 Efla 73.0 25.0 30.0 40.0 30.0 Dagvistun barna: Ánægð(ur) 21.0 36.0 39.0 23.0 24.0 Efla 60.0 36.0 39:0 23.0 24.0 Þjónusta við aldraða: Ánægö(ur) 16.0 26.0 26.0 9.0 27.0 Efla 80.0 63.0 60.0 80.0 48.0 Skólakerfið Ánægð(ur) 38.0 37.0 43.0 45.0 29.0 Efla 45.0 28.0 22.0 30.0 31.0 Almannatrygginga- kerflð: Ánægð(ur) 35.00 _ Efla 42.0 — — Heimildir: Félagsvisirtdasiofnun þjóómálakOnnun nóvember 1986; S.Pöntinen og H. Uusitalo 1986. Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar á viðhorfum íslend- inga til ýmissa þátta velferðarkerf- isins, er birtist í Vinnunni, blaði Alþýðusambands íslands, kemur í ljós að þjóðin er almennt hlynnt því að opinber þjónusta sé efld eða þá að fólk er ánægt með hana eins og hún er. I greinargerð Stefáns Ólafssonar lektors í Vinnunni segir m.a. um samanburð á viðhorfum íslendinga og annara Norðurlanda- búa: “í samantekt má segja, að mjög lítill minnihluti íslendinga segist styðja samdrátt í megin þáttum velferðarþjónustunnar. Frá þrem- ur af hverjum fjórum upp í níu af hverjum tíu segjast annað hvort vilja efla einstaka þætti opinberrar þjónustu eða vera ánægðir með hana eins og nú er. f mörgum tilvikum leggja íslendingar meiri áherslu á velferðarþjónustu en íbúar hinna Norðurlandanna.“ Rétt er að benda á að Stefán undirstrikar að þetta merki ekki að menn séu tilbúnir til að greiða hærri skatta til að auka opinbera þjónustu, þar sem ekki er um það spurt. Stefán heldur síðan áfram í greinargerð sinni: „Það kemur einnig á daginn, að þegar fólk er spurt hvort það vilji að einkarekstur leysi hið opinbera af hólmi í rekstri heilbrigðisþjón- ustu og skóla er aðeins lítill minni- hluti sem styður það, eða 12 og 16% kjósenda. En hver er afstaða íslendinga til þess að fá meira valfrelsi í ráðstöf- un eigin útgjalda til heilbrigðismála og skólamála og þar með t.d. að velja sér að skipta við einkaaðila á þessu sviði, gegn því að fá lækkun skatta sinna?... .í Ijós kemur að 69% kjósenda eru því ósammála að sjúklingar greiði sjálfir meira af kostnaði við heilbrigðisþjónustu, jafnvel þó almennar skattalækkan- ir kæmu á móti. Um 24% eru því hlynnt. Þegar kemur að skólamál- um er andstaðan hins vegar ekki eins mikil, en þó eru 56% kjósenda andvíg þessu og um 37% eru því hlynnt." Stefán Ólafsson dregur af þessu þá ályktun að þetta bendi ekki til þess að „íslendingum sé mjög um- hugað enn sem komið er að losna undan opinberri forsjá í heilbrigð- ismálum og skólamálum." - BG TAFLA 3 Ertu sammála eða ósammála þvi að sjúklingar greiði sjálfir meira af kostnaði við heilbrigðisþjónustu, ef almennar skattalækkanir kæmu á móti? Alveg sammála Frekar sammála Óákveóin(n)/veit ekki Frekar ósammála Algjörl. ósammála Neitar að svara ALLS FJÖLDI ALLIR KARLAR KONUR % % % 9.3 9.8 8.8 14.4 13.3 15.7 6.5 5.9 7.1 19.8 18.4 21.4 49.4 51.8 46.7 0.6 0.8 0.4 100 100 100 1116 593 523 Heimild: Fólagsvlsindastofnun, þjóðmálakönnun mal 1986. TAFLA 4 Ertu sammála eöa ósammála því aö foreldrar taki beinan þátt í skólakostnaði meö greiðslu skólagjalda, ef almennar skattalækkanir kæmu á móti? ALLIR KARLAR KONUR % % % Alveg sammála 16.3 16.4 16.3 Frekar sammála 20.3 17.9 22.9 Óákveöin(n)/veit ekki 6.5 5.6 7.5 Frekar ósammála 16.3 16.0 16.6 Algjörl. ósammála 39.7 43.5 35.4 Neitar aó svara 1.0 0.7 1.3 ALLS 100 100 100 FJÖLDI 1116 593 523 Heimild: Fólagsvlsindastofnun, þjóómálakönnun mal 1986. Skipulagsmál: Nýtt frumvarp felur í sér aukna valddreif ingu - auk heimildar til að gera landsskipulag fyrir ísland Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra hefur lagt fram frumvarp til skipulagslaga, sem felur í sér verulegar breytingar á gildandi skipulagslögum frá árinu 1964. Eitt meginnýmælið í frumvarpinu er heimildarákvæði til handa félags- málaráðherra um að hafa forgöngu um gerð landsáætlunar eða lands- skipulags til nokkurra ára í senn. Er slíku skipulagi ætlað að skapa grund- völl fyrir aðrar skipulagsáætlanir og byggðaáætlanir. Landsskipulag tek- ur til landsins alls, þróunar atvinnu- vega, opinberrar þjónustu, sam- gangna og byggðar í meginatriðum. Aðrar gerðir skipulagsáætlana í lögunum eru svæðisskipulag, aðal- skipulag og deiliskipulag. Þá er í frumvarpinu lögð áhersla á aukið frumkvæði og ábyrgð sveitar- stjórna. Þar segir að sveitarstjórnir skuli láta gera skipulagsáætlanir, þ.e. aðalskipulag og deiliskipulag, og geta þær falið Skipulagsstofu ríkisins og útibúum hennar eða einkaaðilum það verkefni. Gildandi lög hafa hins vegar þá meginreglu að skipulagsstjóri annast gerð skipulagsáætlana. Frumvarpið felur einnig í sér ákvæði um frekari þátttöku almenn- ings í ákvarðanatöku um skipu- lagsmál en núverandi lög gera ráð fyrir. Afðalskipulagstillögu skal t.d. kynna á almennum borgarafundi áður en sveitarstjórn tekur endan- lega afstöðu til hennar. Þá skal ávallt auglýsa deiliskipulag og kynna það íbúum í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Talsverðar breytingar verða á starfsemi Skipulags ríkisins ef frum- varpið verður samþykkt. í fyrsta lagi verður nafni þess breytt í Skipulags- stofu ríkisins. í öðru lagi verður sveitarstjórnum og skipulagsstjóra heimilt að fela hinum ýmsu sér- fræðingum á sviði skipulagsmála ákveðin skipulagsverkefni eftir því sem hentugt þykir og ástæða er til hverju sinni. En slíkt hefur ekki verið leyfilegt. Þá er að finna nýmæli varðandi verksvið Skipulagsstofu ríkisins, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli beita sér fyrir rannsóknum og annast ráðgjöf á sviði skipulagsmála. Lagafrumvarpið felur einnig í sér heimildarákvæði til handa ráðherra um að stofna útibú Skipulagsstofu ríkisins er starfi í tengslum við þjónustustöðvar í einstökum kjör- dæmum í því augnmiði að færa þjónustuna nær sveitarfélögunum. Loks má geta að engin breyting hefur verið gerð á núverandi bráða- birgðaákvæði um skipulagsmál á varnarsvæðum. Samkvæmt því heyra skipulagsmál svæðanna undir utanríkisráðherra. ÞÆÓ UtförEmils Jónssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Alþýðuflokksins var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í gær. Kistu Emils báru landskunnir atþýðuflokksmenn, ungir og aidnir, eins og myndin sýnir. Tímamynd: Pjelur. Stjórnarandstaöan óþolinmóö: Ráðherrar krafðir um svör Þingmenn vilja umræðu um Borgarspítalamálið og stefnu Ragnhildar Helgadóttur í því Ekkert þeirra nítján mála, sem voru á dagskrá tveggja funda Sam- einaðs þings í gær, voru tekin fyrir. Engu að síður urðu harðar umræð- ur um afköst ráðherra Sjálfstæðis- flokksins í að svara fyrirspurnum þingmanna um hin ýmsu málefni. Svavar Gestsson (Abl.Rvk.) kvaddi sér hljóðs um þingsköp og gagnrýndi harðlega fjarveru meg- inhluta ráðherrasveitarinnar. Sér- staklega harmaði þingmaðurinn þó fjarveru Ragnhildar Helgadóttur heilbrigisráðherra þar sem Svavar hafði beint til ráðherrans fyrir- spurn um sölu Borgarspítalans og stefnu stjórnvalda í því máli. Sagði hann það vera slæmt mál að ekki lægi fyrir viðhorf heilbrigð- ismálaráðherra til sölu Borgar- spítalans og fór fram á að spítala- mál yrðu rædd á Alþingi eigi síðar en á n.k. þriðjudag, áðurenendan- leg afgreiðsla fjárlaga færi fram. Karvel Pálmason (A.Vf.) og Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.Rvk.) tóku í sama streng og sagði Guðrún að hér væri um stefnubreytingu ráðherra í heilbrigðismálum að ræða, því verið væri að færa aukin verkefni til ríkisins og það hafi varla verið yfirlýst stefna heilbrigð- ismálaráðherra og hans flokks til þessa. Þá sagði Guðrún Agnarsdóttir að hér væri um svo mikil útgjöld að ræða að Alþingi yrði að fá að fjalla um þetta mál. Önnur Iota hófst þegar Hjörleif- ur Guttormsson (Abl.Au) kvaddi sér hljóðs á sömu forsendum, þ.e. um þingsköp, og sagðist hafa beint þremur fyrirspurnum til Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra fyrir tveimur mánuðum og ekkert bólaði á svörum við þeim. í svari Þorvaldar Garðars Krist- jánssonar forseta Sameinaðs þings kom fram að eitt svar kæmi í næstu viku, en svörin við tveimur fyrir- spurnum væru enn á vinnslustigi í menntamálaráðuneytinu. Þá upplýsti Þorvaldur Garðar að að öllu jöfnu væri gert ráð fyrir að ráðherrar svöruðu fyrirspurnum eigi síðar en 6 dögum eftir fram- lagningu fyrirspurnarinnar á Al- þingi. Þó væri það svo með sum mál að lengri tíma tæki að vinna svörin, en hann myíidi engu að síður gera sitt til að ganga eftir svörum. Þess má geta að Matthías Bjarnason samgönguráðherra mætti á þing til að svara fyrirspurn en þá brá svo við að fyrirspyrjandi var fjarverandi. Á síðari fundi Sameinaðs þings varsami vandræðagangurinn. Ekki reyndist unnt að taka fyrir neitt af þeim níu máium sem þar voru á dagskrá vegna fjarveru flutnings- manna eða viðkomandi ráðherra. En, eins og Páll Pétursson (F.N.v.) benti á þá kann megin- skýringin að vera sú, að margir ráðherrar og þingmenn fóru til að vera viðstaddir jarðarför Emils Jónssonar fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, sem fram fór síðdegis í gær. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.