Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 10. desember 1986
NAIRÓBI — Lögregla skaut
viðvörunarskotum og dreifði
táraaasi til að hafa stjórn á
óeirðum í borginni Kitwe í
Zambíu sem er helsti bærinn á
koparbeltissvæði landsins.
ibúar staðarins, sem haft var
símasamband við frá Nairóbi,
sögðu ólætin vera að aukast í
Kitwe og nærliggjandi bæjum.
Þau hófust á mánudaginn og
fylgdu í kjölfar gífurlegra
hækkana á matvörum.
TUNIS — Frelsissamtök Pal-
estínumanna (PLO) reyndu að
trycjgja vopnahléið í „búða-
stnðinu" í Líbanon. Bardagar
brutust engu að síður út í gær
í Suður-Líbanon og þar fauk
því út í sandinn þriðja vopn-
ahléið sem gert hefur verið á
síðustu fjórum dögum.
PARÍS — Jacques Chirac
forsætisráðherra Frakklands
reyndi að styrkja hina hægri-
sinnuðu samsteypustjórn sina
í sessi en óeining var innan
hennar eftir að Chirac dró til
baka áform um breytingar á
háskólanámi í landinu. Stú-
dentar skipulögðu hinsvegar
mótmælagöngur sem fram
fara í dag undir slagorðinu
„Aldrei aftur".
LUNDÚNIR — Innanríkis-
ráðherrar Evrópubandalags-
ríkjanna hittust í þriðja sinn á
þremur mánuðum og fóru fram
á við Bandaríkjastjórn að hún
ynni nánar með evrópskum
stjórnvöldum í baráttunni gegn
eiturlyfjum og hryðjuverkum.
VARSJÁ — Pólsk stjórnvöld
útilokuðu að bandaríski öld-
ungadeildarþingmaðurinn
Edward Kennedy kæmi til
landsins yfir jólin. Kennedy
hafði hugsað sér að fara til
Póllands til að veita helstu
stjórnarandstæðingum lands-
ins mannréttindaverðlaun og
hitta Lech Walesa leiðtoga
Samstöðu að máli.
STOKKHÓLMUR
Verðandi handhafar Nóbels-
verðlaunanna komu til Oslóar
og Stokkhólms til að verða
viðstaddir afhendingu þeirra í
dag.
JERÚSALEM — ísraelskir
hermenn skutu á og særðu
sextán ára gamlan Palestínu-
mann á hinu hertekna Gaza-
svæði. Mikil mótmæli gegn ís-
raelskum yfirráðum hafa farið
fram á þessu svæði síðustu
vikuna.
Spánn:
RETTLÆTIÐ
EKKITIL AÐ
GRÍNAST MED
Nokkur ókyrrð hefur verið í ísrael að undanförnu. Óeirðir
brutust fyrst út í Jerúsalem í lok nóvember og mátti rekja þær
til þess að ungur gyðingastúdent var stunginn til bana í gamla
borgarhlutanum í Jerúsalem. Heittrúaðir gyðingar svöruðu
með því að eyðileggja eignir araba og í sumum tilfellum ráðast
á þá. Þurfti að kalla út aukalið lögreglu til að hafa hemil á
látunum sem voru mikil eins og sést á meðfylgjandi mynd. Nú
undanfarna daga hafa svo uppþot verið tíð á hinum hertekna
Vesturbakka og á Gazasvæðinu. Þar hafa Palestínumenn látið
í Ijós langvarandi óánægju sína með ísraelsk yfirráð með því
að efna til óeirða.
Jerez, Spánn-Keuter
Bæjarstjórinn í Jerez, höfuðborg
sherrý vínhéraðanna í suðurhluta
Spánar, hefur verið dæmdur í
tveggja mánaða fangelsi og fær ekki
að taka að sér embættisstörf næstu
sex árin. Þennan dóm fékk bæjar-
stjórinn fyrir að hafa óvirt réttlætið.
Pedro Pacheco Herrera heitir
maðurinn sem málið snýst um. Hann
lét opinberlega hafa eftir sér í janúar
árið 1985 að „réttlæti væri grín".
Pacheco lét þetta út úr sér eftir að
héraðsdómstóll hafði dæmt ákvörð-
un bæjarstjórnarinnar í Jerez um að
láta rífa niður hús poppsöngvara
ógilda. Pacheco og samstarfsmenn
hans vildu meina að poppsöngvarinn
Bertin Osborne hefði verið að brjóta
ákveðin svæðislög með húsbygging-
unni.
Dómstólar töldu þó ekki að hér
hefði verið um grín að ræða né að
orð bæjarstjórans hefðu verið eitt-
hvað grín. Pacheco þurfti nefnilega
einnig að greiða sem samsvarar um
tólf þúsund krónur í sekt svo og
allan dómskostnað.
Sameinuðu þjóðirnar:
MENNING í
MIÐPUNKTI
Mubarak Egyptalandsforseti heldur upp í Evrópuför í dag
Sameinuðu þjóðirnar-Keuter
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna lýsti í vikunni tímabilið frá
árinu 1988 til ársins 1997 sem alþjóð-
legum áratug menningarþróunar.
Það er mennta-, vísinda- og menn-
ingarmálastofnun SÞ(UNESCO)
sem sjá á um framkvæmdir í sam-
bandi við þennan áratug.
Alls greiddu 146 þjóðir atkvæði
með þessari tillögu SÞ en Bandaríkin
greiddu atkvæði gegn henni og Bret-
ar og ísraelsmenn sátu hjá.
Bandaríkin hættu að starfa innan
UNESCO fyrir tvcimur árum og
héldu fulltrúar stórveldisins því fram
að samtökin væru andsnúin vestræn-
um hagsmunum auk þess sem spill-
ing væri í stjórnun þeirra.
Bretar fylgdu svo í kjölfar Banda-
ríkjamanna í fyrra og sögðu sig úr
samtökunum sem aðsetur hafa í
París.
Vestur-Þýskaland:
Njósnarar kommúnista
eiga í vök að verjast
Bonn-Keuter
Vestur-Þjóðverjar hafa veitt 32
njósnara frá ríkjum Austur-Evrópu
í net sitt á þessu ári og hafa ekki fleiri
verið handsamaðir við iðju sína
síðan árið 1980. Það var forseti
leyniþjónustu landsins sem sagði
þetta í viðtali er birtist í gær.
Holger Pfahls sagði í viðtali við
tímaritið Quick að leyniþjónusta
hans hefði ver'ulega lagað aðferðir
sínar eftir að háttsettur “njósnara-
veiðari", Hans-Joachim Tiedge flúði
yfir til Austur-Berlínar sumarið
1985.
„Við gerðum ráð fyrir í byrjun að
Tiedge hefði ljóstrað öllu upp svo
við undirbjuggum okkur undir allar
hugsanlegar aðferðir sem hinir aðil-
amir gætu notað til að safna upplýs-
ingum".
Egyptalandsforseti
í Evrópuheimsókn
- Mubarak hyggst enn styrkja sambandiö viö Frakklandsstjórn
Kairó-Reuter
Hosni Mubarak forseti Egypta-
lands heldur til Frakklands í dag í
opinbera heimsókn. Stjórnmála-
skýrendur telja að heimsókn forset-
ans muni enn tryggja samband
Frakklandsstjórnar við Egypta en
frönsk stjórnvöld hafa lengi verið
talin hliðhollust Egyptum af öllum
stjórnum í Evrópu.
Mubarak mun þó ekki láta staðar
numið í Frakklandi heldur fer hann
til Stuttgart í Vestur-Þýskalandi um
næstu hclgi og ræðir þar við Helmut
Kohl kanslara landsins. í lok Evr-
ópuheimsóknar sinnar fer svo forset-
inn til Rúmeníu og mun þar eiga
viðræður við Nicolae Ceausescu
leiðtoga kommúnistaríkisins. Það
verður einn af fáum fundum sem
forseti Egyptalands hefur átt við
leiðtoga Austur-Evrópuríkis.
Mubarak mun meðal annars ræða
við Francois Mitterrand forseta í
París og verður ástandið í Mið-Aust-
urlöndum og önnur heimsmál þar til
umræðu. Einnig munu efnahags-
vandræði Egypta verða á dagskrá og
er búist við að Mitterrand muni
endurtaka stuöning franskra stjórn-
valda við beiðni egypsku stjórnar-
innar um að Alþjóða gjaldeyrissjóð-
urinn leggi til stuðning við endur-
greiðslur af erlendum lánum Egypta.
Ekki er þó búist við að neinar
meiriháttar ákvarðanir verði teknar
í þessum viðræðum forsetanna held-
ur verði þessi fyrsta ríkisheimsókn
egypsks leiðtoga til Frakklands, eftir
að keisaranum var steypt af stóli árið
1952, fyrst og fremst notuð til að
staðfesta góð samskipti ríkjanna
tveggja.
Mitterrand og Mubarak, sem
komst til valda fyrir fimm árum
síðan eftir að Anwar Sadat þáver-
andi forseti var myrtur, eru góðir
vinir og verður þetta í fimmtánda
sinn sem þeir hittast.