Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 10. desember 1986
Um 67% fjölgun utanlandsferða í nóvember:
Hafa kaupmenn misst af
200 millj. til útlanda
- vegna fjölgunar innkaupaferða í nóvember?
Nær 9 þús. íslendingar komu til
landsins nú í nóvembermánuði, sem
er um 3.600 manna fjölgun miðað
við sama mánuð s.l. tvö ár, eða um
67%. Meiri hluti þessarar fjölgunar
milli ára mun vera vegna „innkaupa-
ferðanna“ margumræddu til
Glasgow, Amsterdam, London og
víðar. Ef við gæfum okkur að um
tveir þriðju fjölgunarinnar væru inn-
kaupaferðamenn, sem versluðu fyrir
um 40 þús. kr. erlendis að meðaltali,
vörur sem mundu kosta tvöfalt meira
hér heima (samanber sjónvarpsvið-
talið fræga) hefði þessi aukning inn-
kaupaferða haft um 190 milljóna
króna viðskipti af íslenskum kaup-
mönnum nú í nóvembermánuði.
íslendingar sem komu til landsins
í mánuðinum voru nú um 8.850. í
nóvembermánuði s.l. tvö ár voru
þeir um 5.290 og aðeins 3.480 í nóv
1983. Fjölgun ferðalanga í nóvem-
bererþví um 154% ás.l. þrem árum.
Þótt mjög hafi verið rætt um
stórfjölgun erlendra ferðamanna til
landsins hefur íslenskum ferða-
mönnum til útlanda fjölgað mun
meira á þessu ári. í lok nóvember
voru þeir orðnir um 102.900 á árinu,
sem er fjölgun um 15.500 milli ára.
Virðist ljóst að talan muni fara í
a.m.k. um 110 þús. á árinu í heild.
Útlendingar hingað til lands í
nóvember voru um 5.150, sem er um
900 fleiri en í nóvember í fyrra.
Komur útlendinga hingað voru
orðnar 104.450 í nóvemberlok, sem
er um 10.600 manns fleira en á sama
tíma í fyrra.
- HEI
Siguröur E. Guðmundsson:
Lánsloforð í vikunni
til þeirra sem sóttu um eftir l.september og eru í lífeyrissjóði sem undirritað
hefur samning við Húsnæðisstofnun
„Við erum komin á flugstig með
afgreiðslu á fyrstu lánsloforðunum
og ég treysti því að það verði í
þessari viku að það verði unnt að
gefa þau út. Þá er um að ræða loforð
til þeirra sem lögðu inn lánsumsókn-
ir frá og með 1. september sl.,“ sagði
Sigurður E. Guðmundsson forstöðu-
ntaður Húsnæðisstofnunar í viðtali
við Tímann í gær.
„Það eru ekki komnar neinar
dagsetningar á það hvenær lán skv.
loforðum verða greidd út. Við göng-
um frá því um leið og þessi lánslof-
orð fara í prentun í tölvunni. Það
verður auðvitað á næsta ári. Loforð-
in verða dagsett þannig að það
verður alveg hægt að treysta því að
við þau verður staðið.“
- Hafa allir lífeyrissjóðirnir gert
samninga við stofnunina ?
„ Lífeyrissjóðirnir liafa næstum
allir gert samninga um skuldabréfa-
kaup á árinu 1986 og langsamlega
flestir þeirra hafa gert samninga um
55% kaup. Núna standa yfir undir-
ritanir af þeirra hálfu um samninga
fyrir 1987 og 1988 og við höfum
fengið inn santninga frá ríflega þriðj-
ungi þeirra, eða 27 sjóðum af 86.
Auðvitað hefði maður kosið að
þessar undirritanir hefðu gengið
hraðar fyrir sig og ég vona að þær
gangi hratt fyrir sig úr þessu, því á
þeim byggist náttúrlega útgáfa lán-
sloforðanna til greiðslu 1987 og
1988. Ég þykist alveg viss um að um
áramótin næstu, hafi helmingur
sjóðanna gengið frá samningum við
okkur. En þegar afgreiðsla láns-
loforða hefst nú í vikunni þá verða
teknar fyrir til afgreiðslu lánsum-
sóknir þess fólks sem er í lífeyris-
sjóðum sem þegar hafa undirritað
samningana. Hinum verður ekki
hægt að sinna fyrr en lífeyrissjóðir
þeirra hafa gert samninga við Hús-
næðisstofnun," sagði Sigurður E.
Guðmundsson. - phh
Dr. Kristján Eldjám vinnur að uppgreftri í gmnni Skálholtsdómkirkju.
Væntanleg útgáfa
Skálholtsrannsókna
Á komandi vordögum mun
koma út rit er fjallar um þær
fornleifarannsóknir sem fram fóru
á grunni Skálholtsdómkirkju á ár-
unum 1954-1958. Yfirumsjón með
rannsóknunum hafði dr. Kristján
Eldjárn fyrrverandi forseti íslands.
Eftir að hann lét af forsetaembætt-
inu árið 1980 hafði hann lokið
sínum hluta af fyrirhuguðu verki er
fjallaði um Skálholtsrannsóknir og
var þegar farinn að leggja á ráðin
um útgáfu þess, er hann féll frá.
Nú hefur starfi hans verið fram
haldið og mun útgáfa verksins vera
helguð dr. Kristjáni Eldjárn, en
hann hefði orðið sjötugur þann
ó.desember sl.
Ðorgarspítalinn:
Ganga meinatæknar
út um áramótin?
Enn hefur ekki verið viö þá samið
Á kjaramálafundi Mcinatækna-
félags íslands sem haldinn var
3.desembersl. voru málefni meina-
tækna á Borgarspítalanum til uni-
ræðu. í ályktun frá fundinum er
minnt á það neyðarástand sem
skapast á spítalanum um áramótin,
ef ekki verður komist að samkomu-
lagi við þá meinatækna scm þar
vinna fyrir þann tíma. llafa allir
meinatæknar utan yfirmeinatækn-
ir, sagt upp störfum vegna óánægju
mcð kjör sín og rennur cndaniegur
uppsagnarfrestur þeirra út um ára-
mót.
Lýsti fundurinn yfir eindregnum
stuðningi við meinatækna Borgar-
spítalans og hvatti til þess að
gengið yrði að kröfum þeirra hið
allra fyrsta.
- phh
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ aug-
lýsti stöðu forstjóra Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins lausa til umsóknar hinn 21.
október sl. Að fenginni umsögn stjórnar
stofnunarinnar hefur sjávarútvegsráð-
herra skipað dr. Grím Valdimarsson til að
gegna stöðu forstjóra Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins frá og með 1. desember
1986 að telja.
Menningarmál:
Hrynur
Þjóðleik
húsið?
Ályktun stjórnar
Rithöfundasambandsins
Stjórn Rithöfundasambands
íslands hefur sent frá sér ályktun
þar sem segir að vandamál Þjóð-
ieikhússins séu alvarlegri en svo
að stjórnvöld geti setið aðgerðar-
laus og horft á þessa miðstöð
íslenskra og erlendra leikbók-
mennta og leiklistar hrynja vegna
viðhaldsleysis.
Stjórnin bendir á að aðgerðir
séu löngu brýnar og framlög hafi
verið skert þannig að reksturinn
sé sömuleiðis kominn langt af
leið.
Rithöfundasamband íslands
heitir á stjórnvöld að sinna þessu
strax og ennfremur á listamenn
að fylgjast með þessu máli og
taka því ekki með þögninni.
Þátttakendur á þriðja námskeiði Samvinnuferða-Landsýn í farseðla-
útgáfu og fargjaldaútreikningi, sem haldið var í nóvember.
Samvinnuferðir-Landsýn:
Vinsæl námskeið
í farseðlaútgáfu
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-
Landsýn gekkst í fyrra fyrir tveim
námskeiðum í fargjaldaútreikningi
og farseðlaútgáfu. Um 300 manns
sóttu um inngöngu á námskeiðin en
aðeins 30 komust að og luku þeim.
Stór hluti af því fólki er þegar
kominn í störf hjá Samvinnuferðum-
Landsýn svo og öðrum ferðaskrif-
stofum og flugfélögum.
Mikill skortur hefur verið á fólki
sem kann til verka í fargjaldafrurn-
skóginum. Engin námskeið eða
skóli hefur þó verið haldinn í slíku
fyrr en Samvinnuferðir-Landsýn
reið á vaðið.
í síðasta mánuði gekkst ferða-
skrifstofan fyrir þriðja námskeiðinu
vegna margítrekaðra óska. Sem fyrr
sóttu margir um inngöngu, eða hátt
á annað hundrað manns. Aðeins 16
komust að og luku þau námskeiðinu
í endaðan nóvember.
“Einlyndi og
marglyndi“
Nýtt fræðirit eftir Sigurð Nordal
íslenska bókmenntafélag verður að velja um í lífi sínu.
Hið
hefur gefið út ritverkið „Einlyndi
og marglyndi" eftir Sigurð Nordal.
Hér er um að ræða tuttugu Hannes-
ar Árnasonar fyrirlestra, sem flutt-
ir voru veturinn 1918 til 1919 við
mikla athygli, en þessir heimspeki-
fyrirlestrar hafa aldrei birst á prenti
fyrr.
Einlyndi og marglyndi er alþýð-
legt fræðirit um heimspekilega sál-
arfræði. Það fjallar, ýmist beint
eða óbeint, um þroska og þroska-
leiðir: bókin er tilraun til að svara
því hvað er þroski, og hvernig
niegi keppa eftir honum í lífinu.
Sigurður fer margar ólíkar leiðir
að efninu. Ein hin helzta er sú að
hyggja að ólíkum manngildishug-
sjónum - leysingjans og vandræða-
mannsins, skáldsins og fram-
kvæmdamannsins - eða lífsviðhorf-
unt - draumhyggju, leikhyggju og
vafahyggju meðal annarra - og
bera saman.
Við samanburðinn verða ævin-
lega andstæður fyrir Sigurði, önd-
verðir kostir sem hvert mannsbarn
Hinar mismunandi andstæður
reynir hann svo að sundurgreina í
Ijósi þeirrar höfuðandstæðu sem
bókin dregur nafn sitt af, andstæðu
einlyndis og marglyndis.
„Einlyndi og marglyndi" er bæði
alþýðlegt og frumlegt verk, því
Sigurður er ekki að endursegja
kenningar annarra fræðimanna
heldur að skapa sínar eigin kenn-
ingar.
í bókinni birtast öll handrit hans
af Hannesar Árnasonar fyrir-
lestrunum, á stöku stað ekki sam-
fellt mál heldur minnisgreinar eða
ágrip. Af sumum lestrunum eru
tvær gerðir til, uppkast og hrein-
skrift, og er þá hvorutveggja
prentað. Þá eru einnig birt fjögur
sendibréf Sigurðar um lestrana.
Þorsteinn Gylfason og Gunnar
Harðarson sáu um útgáfuna og
skrifar Þorsteinn inngang að ritinu,
þar sent fjallað er m.a. um sögu
þeirra fræða sem þar eru iðkuð á
síðustu tímum, eftir að fyrir-
lestrarnir voru santdir og fluttir.