Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 12
IÐNSKÓUNN i REYKJAVÍK
Námsráðgjafi
Við leitum að námsráðgjafa fyrir skólann. Við
viljum efla ráðgjafar- og leiðbeiningarstarf fyrir
nemendur og auglýsum eftir karlmanni eða konu
til að hafa umsjón með því.
Tilvalið starf fyrir duglegan og hugmyndaríkan
kennara, félagsfræðing eða sálfræðing.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri og námsráð-
gjafi.
Iðnskólinn í Reykjavík.
undra-
sápan
Ótrúlegt en satt, tekur burt óhreinindi og bletti sem hvers kyns
þvottaefni og sápur eða blettaeyðar ráða ekki við. Fáein dæmi:
Olíu-, blóð-, gras-, fitu-, lím-, gosdrykkja-, kaffi-, vín-, te-,
eggjabletti, snyrtivörubletti, bírópenna-, tússpennablek og fjöl-
margt fleira. Nothæft alls staðar t.d. á fatnað, gólfteppi, málaða
veggi, gler, bólstruð húsgögn, bílinn utan sem innan o.fl. Úrvals
handsápa, algjörlega óskaðleg hörundinu. Notið einungis kalt
eða volgt vatn. Nú einnig í fljótandi formi. Fæst í flestum
matvöruverslunum um land allt. Fáið undrið inn á heimilið.
Heildsölubirgðir.
Logaland, heildverslun,
sími 91-12802.
Verkakvennafélagið
Framsókn
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11.
desember kl. 20.30 í Sóknarsalnum Skipholti 50A.
Fundarefni:
1. Samningarnir, Þórir Daníelsson útskýrir.
Félagskonur fjölmennið. Vinsamlegast sýnið skírt-
eini við innganginn.
Stjórnin
Tilkynning til sölu-
skattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi
söluskatts fyrir nóvember mánuð er 15. desember. Ber þá
að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Bókavörður
Óskum að ráða bókavörð í hálft starf, góð almenn
menntun áskilin.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsreynslu sendist bæjarbókaverði fyrir 20.
desember.
Bókasafn Kópavogs
Fannborg 3-5 sími 45077.
Félag starfsfólks í veitingahúsum
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju mið-
vikudaginn 10. des. kl. 16.
Fundarefni: Samningar.
Stjórnin.
Framkvæmdastjóri auglýsingastjóri
Þjóðólfur auglýsir:
Störf framkvæmdastjóra og auglýsingastjóra laus til umsóknar. Hægt
er að sækja um störfin hvort fyrir sig eða sameiginlega. Upplýsíngar
veitir Lísa Thomsen, formaður blaðstjórnar í síma 99-2670. Umsókn-
um skal skilað til Lísu Thomsen, Búrfelli III, Grímsnesi, 801 Selfoss
fyrir 20. desember.
Massey Ferguson
Fyrir
börnin
Fótstignir
traktorar
BÚN ABARDEILD
BAMBANDBINS
ARMULA3 REYKJAVfK SfMI 38800
l’j I ^ Mass«/ Ferauson
íRfrs
Fáðu þér sæti.
Dráttarvélasæti
Hagstætt verð
BUNABARDEILO
^ BAMBANDBINB
ARMULA3 REYKJAVtK SfMI 38900
BILALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVIK:.. 91-31815/686915
AKUREYRI:.. 96-21715/23515
BORGARNES:.......... 93-7618
BLÖNDUÓS:.... 95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489
HÚSAVÍK:..... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ..... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303
interRent
Vertu 1 takt við
Tímann
AUGLÝSINGAR 1 83 00
Ertu hættuleeur
I UMFERÐINNI
án þess að vita það?
Mórg lyf hafa svipuó áhrif
riyt og áfengi
' Kynntu pér vel lyfiö
^em þú notar.
12 Tíminn Miðvikudagur 10. desember 1986
Athugið
Þeir aðilar sem ætla sér að setja inn tilkynningar
undir liðnum Flokksstarf, verða framvegis að
skila þeim inn til blaðsins í síðasta lagi á hádegi,
daginn fyrir birtingu þeirra.
Borgnesingar - Nærsveitir
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn 12.
des. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness
Rangæingar
Spilakvöld verður í Hvolnum sunnudaginn 14. des. kl. 21.00. Guðni
Ágústsson flytur ávarp. Góð kvöldverðlaun.
Framsóknarfélag Rangæinga
Hörpukonur Hafnarfirði
Garðabæ og Bessastaðahreppi
Jólafundur Hörpu verður haldinn í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði
þriðjudaginn 16. des. kl. 20.30.
Dagskrá: Jólahugvekja, séra Einar Eyjólfsson.
Kór Flensborgarskóla syngur.
Upplestur Sigurveig Hanna Eiríksdóttir.
Jólaveitingar.
Freyjukonur í Kópavogi eru boðnar á fundinn.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Suðurland-happdrætti
Dregið hefur verið í skyndihappadrætti KSFS. Vinningurinn, Opel
Corsa bifreið kom á miða nr. 1612. Upplýsingar í síma 99-1247 og
99-6388.
ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerö
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIÐJAN
<:já
Cl HF-
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 450Q0
llllllllllllllllllllll PLÖTUR
Hljómplata
með söng
Þuríðar
Pálsdóttur
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér hljómplötu með söng
Þuríðar Pálsdóttur. Á plötunni eru
íslensk einsöngslög sem Þuríður
hefur flutt á tónlistarferli sínum,
þar á meðal sönglög eftir frænku
hennar og fyrsta kventónskáld á
Islandi, Jórunni Viðar. Einnig eru
á plötunni sönglög eftir Karl O.
Runólfsson, Þórarin Jónsson,
Árna Thorsteinsson, Sigurð
Þórðarson, Pál ísólfsson og ísólf
Pálsson.
Þuríður Pálsdóttir er komin af
einni merkustu tónlistarfjölskyldu
á Islandi og hefur komið meira við
sögu tónhstar hér á landi en flestir
aðrir síðastliðin fjörutíu ár. Hún
stundaði söngnám á Ítalíu, m.a.
hjá einni mestu óperusöngkonu
sinnar tíðar, Línu Pagliughi, og er
einn af brautryðjendum á
óperusviði íslendinga. Með söng
sínum hefur Þuríður átt ómældan
þátt í að kynna þjóðinni tónlist
erlendra og innlendra meistara.
Hún er nú yfirkennari við
Söngskólann í Reykjavík og hefur
með kennslu sinni mótað
fjölmenna kynslóð ungra
einsöngvara.
Upptökur eru gerðar af
Ríkisútvarpinu, PRT Studios í
London sá um skurð plötunnar, en
Alfa annaðist pressun hennar.
Auglýsingastofan Krass/Guðrún
Ragnarsdóttir hannaði
plötuumslagið.