Tíminn - 11.01.1987, Síða 3

Tíminn - 11.01.1987, Síða 3
Sunnudagur 11.janúar1987 Tíminn 3 Það skiptast á skin og skúrir í sambúð Láru (Margrét) og Gunnars (Sigurður). Hér á myndinni er úrhellisrigning. félag Reykjavíkur, ein elsta menningarstofnun landsins, búið í 90 ár. En dagar vonar eru brátt á enda liðnir og óskin upp rætist þegar það flytur í nýtt Borgarleikhús, þar sem væntan- lega væsir ekki um leikendur eða áhorfendur. Þá verða á enda þeir dagar, þegar leikarar máttu allir nota sömu teskeiðina í kaffibollana og gólfkuldi og stundum raki upp á ökkla hefti þeirra för áfram veginn. Og þessi vonarglæta hefur haldið leikhúsinu á floti í öll þessi ár og aukið aðstandendum áræði og kraft. Hlutverk Láru, sem leikið er af Margréti Helgu Jóhannsdótt- ur, er sennilega eitt stærsta hlut- verk hennar frá upphafi. Kven- hlutverk í íslenskum leikritum gerast varla stærri en hlutverk hennar í þessu leikriti. Þær Sig- ríður Ha;galín, sem leikur Guð- nýju gömlu á loftinu, og Guðrún S. Gísladóttir, sem túlkar geð- sjúku telpuna, leika nú enn á ný saman, en samleikur þeirra hef- ur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Er þar fyrst að minnast leiks þeirra í Veginum til Mekka. í Degi vonar leika einnig tveir efnilegir, ungir karlleikarar sem miklar vonir eru bundnar við, þeir Valdimar Örn Flygenring og Þröstur Leó Gunnarsson, hverjum Helgarblaðið vandist er þeir bitu skjaldarrendur í Rauðhólum í sumar á Njálu- leikunum. Einnig ber að benda áhorf- endum á að fylgjast náið með sviðsmyndinni. Dæmi svo hver sem honum þykir á eftir. Þegar tjaldið féll þetta um- rædda kvöld, og Helgarblaðið farið að hafa áhyggjur af hvernig því tækist að laumast óséð út, hugleiddi það um leið óvæntan endi og ýmsa þræði sem leikhöf- undur hefur greinilega vísvit- andi skilið eftir lausa áhorfend- um til að hnýta í næði. „í vissum skilningi á ég einnig afmæli þennan frumsýningar- dag,“ sagði Birgir að lokum, áður en hann yfirgaf leikhúsið við Tjörnina. „Hinn 11. janúar, fyrir 15 árum, hlaut ég mín fyrstu verðlaun og samþykkt var að færa upp leik eftir mig hjá Leikfélagi Reykjavíkur.“ Og höfundur opnaði dyrnar og dreif sig út í nóttina og Helgarblaðið þaut með í trekkn- um svo lítið bar á. Þj „Og samt var stöðugt yfir okkur kvartað, og eflaust hefur námið gengið tregt. Við lögðum aðal áherslu á hjartað, því okkur þótti hitt of verald- legt.“ Fjölskyldan er þar öll saman- komin í húsi Guðnýjar, sem er sjötta og síðasttalda persóna leiksins. Hún var eitt sinn rík og fín frú, en á ekki lengur nein kristalsglös, en þekkir vel hljóm- inn er þeim er klingt. Nú leigir hún út íbúðina en býr sjálf uppi á lofti, og þar leyfir hún yngsta syninum, honum Reyni, að vera fyrir lítið fé. Þar kynnir hún fyrir hörkutólinu fagrar listir. Stutt er þessi kynning, en auðvitað mun ýtarlegri á sviðinu í Iðnó. Leikritið er mjög langt í mínútum talið og hefst því klukkan 20.00 að kveldi, ólíkt því sem tíðkast í þessu leikhúsi. En vissulega hleypur tíminn hratt og áhorfandinn veit ekki fyrr en leiknum er lokið. Dagur vonar er mjög mikið átaka- og tilfinningaverk, magn- aður fjölskylduharmleikur sem gerist í Reykjavík um 1955, segir í fréttatilkynningu. „Vissulega er það okkar sam- tími, þótt liðin séu þrjátíu ár frá sögutíma,“ heyrir Helgarblaðið Birgi Sigurðsson segja. „Ég hef skrifað um uppgjör innan ákveð- innar fjölskyldu, en í raun er efni leikritsins mun víðtækara. Þetta er uppgjör milli einstakl- inga sem standa sjálfstæðir.“ En nú er þetta fjölskylda, móðir og börn, og þriðja kyn- slóðin er auðvitað Guðný gamla á loftinu. Helgarblaðið hrökk upp úr þessum hugleiðingum við orð rithöfundarins: „Nei, þetta er ekki uppgjör milli kyn- slóða! Ég kann ekki að skrifa svoleiðis!“ Punktur og basta. 3. Og hér á sér vissulega stað mikið uppgjör. Ekki aðeins milli „Dagurvonar er andstaða við upphafsorðin í sálumessu Mozarts". Birgir Sigurðsson, höfundur leikritsins. (Tímamynd: Pjetur) einstaklinga, að því er Helgar- blaðið fékk séð úr fylgsni sínu í skjóli rökkursins, heldur einnig mikið uppgjör persónanna við sjálfar sig. Og fortíðin, sem aðeins Lára þekkir, verður eins konar spegill fyrir nútíðina og þá atburði sem gerast á leiksvið- inu. Faðirinn, sem genginn ertil feðra sinna, gaf tóninn, sem ómar í verki Birgis sem heil hljómkviða, - eða sálumessa, því að Dagur vonar er andsvarið við upphafstexta Requiem eftir Mozart, að sögn höfundar, Dies irae, eða dagur reiðinnar. Stíll leikritsins er meira í átt við impressíónisma en raunsæi, segir Birgir ennfremur og þegar hann er spurður hví hann skrifi svo alvöruþrungið leikrit á gleði- legum hátíðisdegi Leikfélags Reykjavíkur ansar hann því til, að leikritið hafi alls ekki verið skrifað fyrir afmælið eða með það endilega í huga. Stefán Baldursson segir hins- vegar, að þetta leikár hafi allt verið afmælisár og því hafi þeir sýnt leikrit Guðrúnar Asmunds- dóttur, Upp með teppið, Sól- mundur, sem er nokkurs konar annáll LR, frá því er það steig sín fyrstu spor á nýhefluðum fjölum gamla Iðnaðarmanna- hússins. Eins er að bíða spenn- andi ævintýris í vöruskemmu vestur í bæ, þar sem verið er að færa upp leikgerð eftir bók Ein- ars Kárasonar, þar sem Döfla- eyjan rís. En leikrit Birgis hefði verið valið til frumsýningar á afmælisdeginum sjálfum, því að þar færi gott leikrit og nýtt eftir íslenskan höfund. „Birgir er skáld og texti hans magnaður. í þessu verki, sem við erum nú að vinna að, er að finna sterkar persónulýsingar. Við leggjum okkur fram um að byggja raun- sæja mynd og forðumst alla tilgerð. Ég vona að okkur hafi heppnast það.“ „Eg verð að segja,“ bætti Birgir við, „að ég er mjög lukku- legur með fólkið sem hefur unn- ið að þessari sýningu, leikstjórn, leikmyndahönnun, leikinn og hvaðeina. Ég hef ekki alltaf verið ánægður með þessi atriði, en ég er það að þessu sinni.“ Nú er það í raun ný tíska, eftir að leikstjórar komu til og stýrðu verkum höfunda, að skáldið sjálft sé haft með í ráðum. Það er raunar nokkuð algengt núorð- ið. Er það til þess að þau geti breytt verki sínu þar sem þau þykjast sjá misfellur og galla eftir að orðin á blaðsíðunum öðlast líf í sviðsljósi? . „Ég skila fullkomnuðum verkum. Þegar ég skila þeim, vil ég hafa þau eins vel unnin af minni hendi og ég mögulega get. Hinsvegar verður leikrit aldrei fullklárað án og utan leikhúss- ins,“ telur höfundur. 4. Og leikstjóra finnst mikill akkur í að hafa haft rithöfundinn með í ráðum meðan á æfingum hefur staðið. Enda hefur Birgir Gunnar (Sigurður Karlsson) og Hörður (Þröstur Leó) gera upp sín í milli. nokkuð mikla reynslu af því að vinna í Iðnó. Dagur vonar er fjórða leikritið eftir hann sem Éeikfélag Reykjavíkur tekur til sýningar. Hin fyrri eru Pétur og Rúna, sem sýnt var árið 1973, en það hafi hlotið verðlaun í leik- ritasamkeppni leikfélagsins á ár- inu á undan, Selurinn hefur mannsaugu, 1974, og Skáld- Rósa, 1977. Einnig hefur Þjóð- leikhúsið haft til sýningar Grasmaðk árið 1983. „Það skiptir auðvitað máli að verkið sé íslenskt. Ávallt er verið að reyna að styðja við bakið á íslenskum leikritahöf- undum og við reynum að sýna verk sem höfða til íslensks áhorfendahóps,“ sagði Stefán Baldursson. „Að því tilskildu að sjálfsögðu að hið íslenska verk standist fyllilega samanburð við hin útlendu sem eru á boðstól- um. Dagur vonar hefur víðtæka skírskotun, er sammennskt, og á því erindi hvar á landi sem er. “ Við þröngan kost hefur Leik-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.