Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 11. janúar 1987 • G varð 75 ára þann 19. september sl. og þá fannst mér kominn tími til að fara að hætta, segir Andrés Finn- bogason, skipstjóri, sem í 15 ár hefur verið aðalstarfsmaður Loönunefndar, eða allt frá stofn- un hennar sem var um áramót 1973-74. Petta hefur verið mikið og erilsamt starf, eins og þeir mörgu skipstjórar sem samskipti hafa átt við Andrés á þessum árum geta vottað og Andrés hef- ur rækt það af samviskusemi og dugnaði, sem honum var launað með fagurri gjöf frá loðnuskip- stjórum nú er hann lét af störfum. í tilefni af þessum tíma- mótum áttum við viðtal við Andrés, sem vissulega kann frá mörgu að segja, þar sem hann hefur hrærst í miðri hringiðu sjómennsku og útgerðar allt frá 16 ára aldri. „Já, ég var ekki nema sextán ára þegar ég fyrst gerðist for- maður, en það var á mínum fyrsta bát, Svani, tveggja og hálfs tonna trillu á Bíldudal. Manni finnst eftir á að hyggja að maður hafi axlað ansi mikla ábyrgð með þessu, strákhvolpur- inn, að vera í formennsku á báti með fjölskyldumönnum innan borðs. En allt gekk þetta þó á - fallaiaust sem betur fór. Ekki urðu eftirtekjurnar þó alltaf þær sem maður vonaði og ég man að árið 1932 áttum við hundrað tonn af verkuðum saltfiski, sem ætla mætti að hefði ekki verið svo lít- Þennan kjörgrip, loðnu úr skírasilfri, færðu skipstjórar Andrési, þegar hann lét af störfum. Tímamynd Sverrir Rætt við Andrés Finnbogason sem hættir nú hjá Loðnunefnd eftir fimmtán ára feril

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.