Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Sunnudagur 11.janúar1987
Á síðasta ári tókst
tveimur norskum
strákum að svíkja út
jafnvirði rúmlega 20
milljóna íslenskra
króna úr norskum
bönkum og af krítar-
kortafyrirtækjum.
Þegar upp komst
þóttu svik þessi með
hreinum ólíkindum.
Hér fer frásögn
annars
höfuðpaursins af
þessu ótrúlega
ævintýri þeirra
félaga, frásögn sem
fyrst og fremst sýnir
hve ótrúlega auðvelt
er að svindla ef þú
bara kannt að brosa
rétt og koma vel
fyrir...
r
S apríl 1986 voru tveir flunku-
nýir BMW bílar á leiðinni til
Gautaborgar. Geir Langseth
keyrði annan, svartan BMW
325i, en félagi hans hvítan 320i.
Þeir félagar töluðu saman í bíla-
símann og höfðu meðferðis tæp-
ar 700 þús. kr. - peninga sem
tveir elskulegir bankar í Osló
höfðu útvegað síðdegis á föstu-
dag. Nú voru þeir félagar á leið
til Gautaborgar að njóta lífsins.
Þeir höfðu tekið ákvörðun: Nú
skyldu ekki vera takmörk fyrir
neinu. Þetta var upphafið að
ævintýrinu sem gengið hefur
undir nafninu „Stóraslemma
1986“ í Noregi.
Geir situr í íbúðinni sinni við
Majorstuen í Osló. Eins og er er
hann frjáls maður en dómurinn
fellur á nýja árinu. Hann ætlar
að taka því sem að höndum ber
- tveggja til þriggja ára fangelsi
kannski. Hann segir frá vegna
þess að hann langar til þess: Það
er erfitt að geyma svona ótrúlegt
ævintýri með sjálfum sér - nú
þegar því er lokið. Geir er
aðeins 24 ára og væri orðinn
rafvirki ef hann hefði farið
vcnjulegar leiðir. En nú verður
hann að koma skikk á sín mál og
það getur tekið nokkur ár.
Byrjunin var einföld.
Hann starfaði hjá fjármögn-
unarfyrirtæki sem einkum lánaði
til bílaviðskipta. Þetta var ágætt
starf sem vinir hans kunnu að
meta. Geir sá nefnilega um að
útvega þeim lán, 500-900 þús. á
mann. Hann vissi ósköp vel að
vinirnir gátu ekki staðið í skilum
- en það var jú ekki hans mál.
Sjálfur fékk hann lánaðar
1200 þús. kr. og keypti sér
Mercedes Bens 190. Enginn
þeirra félaga borgaði af lánun-
um, ekki Geir heldur, og þarf-
irnar jukust sífellt og hugmynd-
irnar urðu villtari.
|_|
■ ANN seldi Bensinn með
dúndrandi tapi á 400 þús. og
keypti sér Chevy og tókst að fá
lánaðar 500 þús. í Den Norske
Creditbank sem er stærsti banki
Noregs, en þar hafði hann haft
viðskipti í nokkurn tíma.
Þar með var allt til reiðu. Geir
og einn félaga hans skelltu sér til
Kanarí þar sem þeir urðu brátt
þekktir undir nafninu „Les
grand noruega loco banditos" -
klikkuðu stórþjófarnir frá Nor-
egi. Þeir leigðu sér bát í heila
viku sem kostaði 8 þús. á dag. Á
hótelinu var ekki sparað og
kampavín var eins og hver annar
svaladrykkur. Þeir félagarnir
urðu brúnir og hraustlegir -
ungir menn á leiðinni að takast
á við lífið.
- En hvað kostaði þessi hálfi
mánuður?
„Rúmlega 500 þús.“ segir
Geir og lækkaði í stereogræjun-
um með fjarstýringunni. Hann
segir frá í rólegheitunum og
sýnir myndir frá Kanari', en
hann hefur reyndar fæstar þeirra
því lögreglan tók þær - þær
verða notaðar sem sönnunar-
gögn í réttinum.
^^^FTUR til Noregs þar sem
ljúfa lífinu er lifað. En það er
vetur og kalt og Geir langar í
sumar og sól. Aftur eru það
peningar frá Den Norske Credit-
bank og hann fer til Kanarí 19.
mars. Til baka eftir viku og aftur
er búið að eyða um 200 þús.
„Loco bandito" kemur heim
brúnn og sællegur.
Á veitingastaðnum þar sem
hann er fastagestur hittir hann
annan svindlara, aðeins 22 ára,
þeir finna hver annan. Þeir hafa
svipaða sýn í fjármálaheiminum
og sömu sýn á lífið - því skal
lifað!
■ ^Að var haldið til á fínum
hótelum og fæðið í fínna lagi
ásamt kampavíni og freyðiböð-
um. M.a. var rússneskur kavíar
mikilvægur hluti fæðisins, þó
svo að Geir væri eiginlega aldrei
hrifinn af honum.
„Ég varð leiður á Chevanum
og seldi hann, en þá gerðist það
stórkostlega. Einn félaga minna
hafði misst ökuskírteinið en
hafði bráðabirgðaleyfi. Ég fékk
hann til að skrá nýjan BMW
fyrir mig á sitt nafn. Sjálfur
hafði ég ekki ökuskírteini og
varð því að fá lánað leyfisbréfið
hans. Með það fór ég til bifreiða-
eftirlitsins. Ég var auðvitað
brúnn og sællegur, því máttu
trúa. Ég segist verða að fá
, ökuskírteinið mitt í hvelli. Fyrst
segir stelpan í afgreiðslunni að
það sé ekki hægt, en þegar ég er
búinn að tala við hana smástund
er það skyndilega í lagi. Ég fer
og læt taka af mér passamyndir
og aftur til baka. Að fimm
mínútum liðnum er ég kominn
með ökuskírteini með mynd af
mér en öðru nafni upp á vasann.
Þetta er auðvitað algert rugl en
það opnast möguleikar fyrir að
láta nýja draumóra rætast."
Hann er nú ákveðnari í tali.
Kannski saknar hann spennunn-
ar. Hann segir nei, en um leið
jánkar hann líka. „Það var jú
helvíti gaman...“