Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminnt Föstudagur 16. janúar 1987 DRÁTTARVÉLAR TIL SÖLU Zetor 5718,60 ha, ’74 með moksturstækjum. IHC 685 XL, 72 ha, aldrif ’85. CASE 1394, 77 ha, ’84 með moksturstækjum. DEUTZ 6507 C, 62 ha, aldrif, ’84. FENDT 306, 70 ha, aldrif, ’85 m/framaflúrtaki og frambeisli. Einnig fleiri búvél- ar í góðu ástandi. ÍY búvélar sf. Sigtúni 7, sími 91-687050 Atvinna - Atvinna Okkur vantar starfsfólk í allar deildir fiskvinnslu strax eftir verkfallslok. Við höfum ágætis mötuneyti og verbúðir. Hvernig væri nú að slá til og skella sér á vertíð til Hornafjarðar. Upplýsingar í síma 97-81200. KASK fiskiðjuver Höfn Hornafirði Laus staða Sjúkrasamlag Reykjavíkur auglýsir stöðu fram- kvæmdastjóra lausatil umsóknar. Lögfræðimennt- un áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, Tryggvagötu 28 fyrir 5. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. ATHUGASEMD FRÁ RUSTJÓRA Þann 9. janúar s.l. birtist í Tírnan- um grein eftir Bjarna Hannesson, sem nefndist „Minnisvarðinn.“ Þar fjallar höfundur um prófkjör, reglur þeirra og framkvæmd. í niðurlagi greinarinnar eru framboðsmál í ákveðnu kjördæmi tekin til um- fjöllunar og má sjá að þar er átt við framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðurlandi vestra. Höfundur greinarinnar ræðst þar ómaklega að frambjóðendum með orðbragði sem ekki samrýmist því sem eðlilegt getur talist að birta í dagblaði. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum mínum. Vegna þessa þykir rétt að birta í heild sinni prófkjörsreglur og úrslit prófkjörs framsóknarmanna í Norðurlandi vestra. Níels Árni Lund, ritstjóri. Úrslit úr prófkjörinu urðu eftirfarandi Páll Pétursson fékk 1132 atkvæði í 1. sæti og 502 í 2. sæti eða alls 1332 stig. Stefán Guðmundsson fékk 987 atkvæði í 1. sæti og 344 í 2. sæti eða 1124 stig. Sverrir Sveinsson fékk 121 at- kvæði í 1. sæti og 486 í 2. sæti eða 121 stig. Elín R. Líndal fékk 114 atkvæði í 1. sæti og 650 í 2. sæti eða 114 stig. Guðrún Hjörleifsdóttir fékk 16 atkvæði í 1. sæti og 386 atkvæði í 2. sæti. Þrjú síðast nefndu náðu ekki 40% atkvæða af heildaratkvæðum þannig að öll atkvæði greidd í 2. sætið falla dauð og eru ekki talin með. Framkvæmd prófkjörsins skal vera samkvæmt neðanskráðu: 1. Kjördæmisstjórn samþykkir að kjörstjórnir sem störfuðu við framkvæmd skoðanakönnunar starfi áfram við framkvæmd prófkjörs á viðkomandi svæðum. Kjördæmisstjórnarmenn skipi yfirkjörstjórn með aðsetur á Sauðárkróki og fer talning þar fram strax að kosningu lokinni. 2. Þeir sem ekki mæta á kjörstað en fá send kjörgögn, skulu skrá nafn sitt og heimilisfang á ytra umslag sem síðan verður borið saman við fyrirliggjandi þátttökuskrá úr skoðanakönnuninni. Aldrei skulu færri en tveir fara með kjörgögn til kjósanda. Þeir kjósendur sem ekki tóku þátt í skoðanakönnuninni geta tekið þátt í prófkjörinu með því að undirrita þar til gerða stuðningsyfirlýsingu við flokkinn og þannig öðlast þátttöku- rétt. 3. Kjósandi skal merkja númer 1 við þann frambjóðanda sem hann vill hafa númer 1 og númer 2 við þann sem hann vill hafa númer 2. Hvorki má merkja við fleiri eða færri nöfn á kjörseðlinum. 4. Úrslit prófkjörsins eru bindandi hvað varðar 3 efstu sæti listans. 5. Kjörstöðum skal loka eigi síðar en kl. 21:00, sunnudaginn 23. nóvember. Illlllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Lucy Winston Hannesson /------------\ Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. ÁRNAÐ HEILLA ililíllllillilll ii[iiiiiiii[[«i»iiiin[iiiii»niiiiiiBi»iii Afmæliskveðja Petrína Pálsdóttir Miðvikudaginn 14. janúar varð sextug gæðakonan Petrína Pálsdótt- ir, Grundargötu 16, Grundarfirði. Petrína er borinn og barnfæddur Grundfirðingur, dóttir Þórkötlu Bjarnadóttur, sem heima á í Grund- arfirði og Páls Runólfssonar en hann lést þegar hún var í frumbernsku. Petrfna ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Jónasi Ólafssyni, fyrst á Kvíabryggju og síðan í Grafarnesi. Hún eignaðist 8 hálfsystkini og eru sjö þeirra á lífi. Það má nærri geta að snemma þurfti hún að byrja að vinna fyrir sér, því ekki voru efnin mikil en hópurinn stór og var hún vinnukona eins og þá tíðkaðist. Hún gekk í Húsmæðraskólann á Staðar- felli og lauk þaðan prófi. Petrína giftist Elíasi Finnbogasyni frá Bol-: ungarvík og eignuðust þau átta börn sem öll eru á lífi. Steinbjörg og Guðný búa í Grindavík, Páll, Mar- grét og Elín Katla búa á Reykjavík- ursvæðinu og Finnbogi, Sigmundur ; og Kjartan búa í Grundarfirði. Þau' hjónin eiga átta barnabörn. Það má nærri geta að hjá sjómannskonu hefur verið ærið nóg að starfa, ekki síst þegar veikindi herjuðu á. En þau hjónin hafa aldrei látið deigan síga, heldur horft fram á veginn staðráðin í því að sigra. Þau Elías og. Petrína geta nú á þessum tímamót- um litið um öxl og verið ánægð með það hvernig til hefur tekist og horft til rólegri og betri tíma. Ég kynntist þessum gæðahjónum árið 1951 þegar ég giftist hálfsystur Petu, Sigríði Jónasdóttur, og hafa ávallt verið sterk vináttubönd á milli okkar síðan og alltaf er gott að koma í Grundar- fjörðinn og heilsa upp á þau ágætu hjón. Ég vil að endingu óska Petrínu til hamingju með þessi merku tímamót og henni og Elíasi óska ég alls hins besta á komandi árum með bestu kveðjum frá mér og minni fjöl- skyldu. Ámi Markússon. f dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Lucy Winston Hannesson. Lucy Winston Hill fæddist 23. júní 1920 í Richmond í Virginíuríki í Bandaríkjunum þar sem faðir hennarvarlögfræðinguren móðirin sölustjóri hjá bókaforlagi. Hún lagði stund á ensku og heim- speki við Kaliforníuháskóla, lauk þaðan Associate of Arts-prófi árið 1940 en hélt áfram námi um sinn. Hausið 1941 kom þangað ungur íslenskur námsmaður, Jóhann S. Hannesson. Með þeim Winston tók- ust brátt kynni og í janúar 1942 gengu þau í hjónaband. Árið 1947 fluttust þau til íslands, þar sem Jóhann sinnti stopulli vinnu við kennslu. Leiðin lá að nýju til Banda- ríkjanna árið 1950 og Jóhann réðst bókavörður við Fiskesafnið í Com- ellháskóla í íþöku í New-York ríki. Árið 1959 fluttist fjölskyldan aftur til íslands og Jóhann tók við starfi skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni. Þar kenndi Winston ensku á árunum 1961-67. Þau Jó- hann fluttust svo til Reykjavíkur, og skömmu síðar, árið 1981, réðst Win- ston sem enskukennari að Mennta- BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 nu i v ir\ AKUREYRI: JI JIUI JIUUUJ 1 .. 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: .... 96-71489 HÚSAVÍK: .. 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 | HÖFN HORNAFIRÐI: 97-8303 | interl L^ui skólanum við Hamrahlíð, þar sem Jóhann var einnig kennari. Dóttir þeirra, Wincie, kom einnig að skólanum sem enskukennari og starfar þar enn. Mörgum hefur reynst erfitt að flytjast með maka til framandi lands, temja sér nýja tungu og aðlagast nýjum háttum, en allt frá því ég kynntist Winston Hannesson hef ég nánast litið á hana sem íslending, þótt henni væri vissulega tamt að grípa til móðurmáls síns í löngum orðræðum. Það duldist engum, sem kynntist þeim Winston og Jóhanni, hve náið og innilegt samband þeirra var. Frá- fall hans 9. nóvember 1983 var henni mikið áfall. Winston Hannesson var kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð til dauðadags. Hún var afbragðs- kennari og að sama skapi góður skipuleggjandi. Skólinn mun lengi búa að starfi hennar. Henni var s.l. haust veitt eins árs orlof til framhaldsnáms, en entist ekki heilsa til að nýta orlofið. Baráttu við erfið- an sjúkdóm lauk að morgni mánu- dagsins 12. janúar. Að leiðarlokum votta ég börnum Winston, Wincie og Sigurði, barna- börnum og öðrum ástvinum innilega samúð mína, og ég veit að ég má flytja þær kveðjur frá nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Menntaskólans við Hamrahlíð. Omólfur Thorlacius.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.