Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. janúar 1987 Tíminn 15 BÓKMENNTIR VAR ODINN KARLREMBUSVÍN? Úr heimi kvennabókmennta Það er býsna fróðlegt viðtalið við Helgu Kress sem kom í desember- hefti Veru, biaðs Kvennaframboðs- ins í Reykjavík og Samtaka um kvennalista. Raunar kemur hún þar víða við, en meginefni viðtalsins fjallar um skoðanir hennar á því sem hún nefnir annars vegar kvennabók- menntir og hins vegar kvennarann- sóknir í bókmenntum. Með orðinu kvennabókmenntir á Helga við allar bókmenntir eftir konur. Þegar hún talar um kvenna- rannsóknir á hún við það þegar sjónarhornum kvenna er beitt, innan hvaða fræðigreinar sem er, til þess að spyrja spurninga og til þess að draga í efa það sem hún nefnir „gervalla rannsóknarsöguna, for- sendur hennar, gildismat og meðferð á heimildum." Síðan geta kvenna- rannsóknir í bókmenntum beinst bæði að verkum eftir karla og konur, og er þá málið kannski orðið dálítið flókið, en ætti þó ekki að vera neinum óskiljanlegt. Róttækar skoðanir Hér eru því töluvert róttækar skoðanir og byltingarkennd viðhorf á ferðinni, og þarf raunar engum að koma á óvart. Helga Kress hefur verið einn helsti frumkvöðull að kvennarannsóknum í bókmenntum, og raunar unnið þar töluvert merki- legt brautryðjendastarf. Á sínum tíma varð hún fyrst til þess að taka fyrir ímyndir kvenna í nokkrum nýjum og nýlegum íslensk- um skáldsögum. Þá vakti hún á því athygli að konunum var þar óhæfi- lega oft lýst ýmist sem einum saman kynverum eða þá nánast sem þrælum karlanna. Þetta hafði vafalaust sín áhrif. Og má mikið vera ef skrif hennar um efnið hafa ekki haft bara töluverð áhrif á skáldsagnagerðina hér á árunum eftir kvennaárið 1975, þótt vafalaust hafi þar komið fleira til. Það er nefnilega þannig að í skáldsagnagerð má oft greina ýmsar sveiflur í efnisvali. sem nefna má tískusveiflur ef mönnum sýnist svo. Ég held að frá og með árinu 1975 hafi komið hér upp viss tíska í skáldsagnagerð sem fólst í því að fjallað var um sérviðhorf kvenna, meðal annars þeirra sem fundu sig einangraðar í blindgötu þess að vera orðnar að einum saman stöðutákn- um og verkfærum eiginmanna sinna. Á næstu árum fylgdi hver skáld- sagan um slík efni eftir aðra, og flestir bestu höfundar okkar tóku á einn eða annan hátt þátt í þessu með verkum sem út frá einhverjum sjón- arhóli tókust á við málefni kvenna. Og gott ef ekki má meira að segja halda því fram að þetta sé enn í gangi, því að það væri alls ekki fjarri lagi að setja fram þá skoðun að Tímaþjófurinn hennar Steinunnar Sigurðardóttur frá því núna í vetur sé enn eitt verkið af þessari ætt. Konur tískuefni Það væri vissulegá ofrausn að þakka Helgu Kress það að allar þessar bækur skuli hafa verið skrifaðar, en hitt verður að hafa í huga að hér hefur verið tískuefni á ferðinni sem rannsóknir hennar mega vel hafa ýtt undir. Það hefur í rauninni verið hliðstætt öðru yngra, sem hún bendir á í viðtalinu, og er að á síðustu árum hefur borið nokk- uð á því að ungir karlrithöfundar hafi verið „að skrifa um sjálfa sig sem smápolla í ákveðnum borgar- hverfum í Reykjavík," eins og hún orðar það. Og þannig ganga bók- menntirnar alltaf í sveiflum fram og aftur, einn áratuginn er áherslan og áhugi lesenda á þessu en í annan tíma á hinu. Á hinn bóginn má ekki láta annað villa sér sýn, sem er að nú hefur farið Helga Kress bókmenntafræðingur saman í rúman áratug áhugi á kvennarannsóknum í bókmenntum og almennur áhugi á skáldverkum um konur. Og líka er á það að líta að á þessum tíma hafa konur verið að vakna mikið til vitundar um þjóðfélagslega stöðu sfna, og jafn- réttiskröfur hafa sótt mikið á, bæði meðal karla og kvenna og kannski ekki síst að því er varðar verkaskipt- ingu á heimilum. Framtíð kvenna- rannsóknanna Þess vegna vekur þetta viðtal óhjákvæmilega til nokkurrar um- hugsunar um það hvort kvennarann- sóknir í bókmenntum eigi raunveru- lega framtíð fyrir sér, eða hvort þær séu stundarfyrirbæri, sprottið upp af tímabundinni þörf sem yfirstandandi umræða um stöðu kvenna og núver- andi áhugi þjóðfélagsins á þeim málum kalli fram. Með öðrum orð- um er spurningin um það hvort reynsluheimur karla og kvenna sé í grundvallaratriðum svo ólíkur að rétt sé að skilja á milli kynjanna til frambúðar í umfjöllun um bók- menntir. Og ef svo er, leiðir þá ekki af sjálfu sér að sams konar þörf hljóti að vera fyrir sérstakar karlarann- sóknir í bókmenntum? Ef jafnrétti á að ríkja, þá hljóta karlarnir að fá að eiga sinn rétt eins og konurnar. Nema þá að þeir hafi einokað bók- menntirnar og bókmenntaum- ræðuna svo rækilega til þessa að konurnar þurfi að gera þar innrás til að tryggja rétt sinn. En þá þarf líka að gæta þess að bakslag þeirra verði ekki of þungt og karlarnir fái að halda sínum helmingi. Og svo er það Völuspá Þessar hugleiðingar eru raunar sprottnar af því sem Helga segir í þessu viðtali um Völuspá, „það stór- kostlega kvæði, sem auðvitað er komið frá konum,“ eins og hún orðar það. Sanngirninnar vegna er líklega réttast að taka hér upp orð- rétt það sem hún segir um Völuspá ogÓðin. Ummæli hennareruþessi: „Eins og flest önnur Eddukvæði hefur Völuspá varðveist í mjög af- bökuðu formi og erfitt að fá á það heillega mynd. Hin hefðbundna túlkun er sú að það fjalli um heims- endi sem átti að verða árið 1000. Ég sé hins vegar í því lýsingu á útrým- ingu og endalokum fornrar kvenna- menningar. Pessi menning fólst í skáldskap, lækningum og spádóms- list, eða seið, sem allt tilheyrði einu og sama sviðinu. Pað má sjá greini- legar leifar af -þcssari menningu í ýmsum goðsögnum fornbókmennt- anna. í Islendingasögum úiroggrúir af frásögnum af því hvernig völvum og fjölkunnugum konum er útrýmt og hvernig þaggað er niður í konum. Völuspá fjallar um það hvernig karl- veldið náði undirtökunum. Pað er kona sem talar, völvan, ýmist í 1. persónu sem gerandi eða 3. persónu sem þolandi. Kvæðið byrjar á því að hún kemur upp, situr hátt eins og seiðkvenna ersiður. Átökin í kvæð- inu fara síðan fram á milli hennar og Óðins sem hefur náð valdi á henni með því að horfa í augun á henni. Hann spyr hana í þaula og aflar sér allrar þeirrar þekkingar frá henni sem honum sýnist. Að því loknu sekkur hún, hverfur undir yfirborð jarðar. Hrapar af seiðhjalli niður í ystu þögn og myrkur. Óðinn er tákn karlveldisins, og goðafræðin fjallar mikið um það hvernig hann sölsar undir sig hvert valdsviðið á fætur öðru. Petta gerir hann með svikum, drápum ognauð- gunum. Pað merkilega er að fræði- menn, sem margir eru mjög upp- teknir af siðfræði, virðast alls ekki hafa tekið eftir þessu. Peir dá Óðin og gera hann jafnvel að fyrirmynd sinni í stað þess að fyllast ofboði yfir hegðun hans!“ Mannorð Óðins Svo mörg voru þau orð og þarfnast ekki skýringar. Hins vegar er hér að því að gæta að í bókmenntafræðinni er til vel þekkt hugtak sem heitir oftúlkun. Það er notað um það þegar menn lesa meira út úr bók- menntatexta en hann raunverulega heimilar. Það verður ekki betur séð en hér sé á ferðinni skólabókardæmi um oftúlkun. Kannski er hér að upphefj- ast deila um innri mann eða karakter Óðins, svona í líkingu við það þegar Kínverjar deildu hvað mest um Kon- fúsíus sáluga hér um árið. En hitt fer ekki á milli mála að Óðinn var hetja á síns tíma mæli- kvarða. Og hetjuskapur þessa tíma fólst einmitt í því að sýna sem mest af því sem í dag er kalíað ofbeldi og yfirgangur. Það sem þá þótti vera karlmannsprýði er nú mannorðs- skemmandi. Þannig breytast tímarn- ir og karlmennskuímyndin með. Líka er að því að gæta að ein- hverra hluta vegna virðast menn hér á miðöldum, eða a.m.k. fyrstu rit- höfundar íslenskir, hafa haft heldur illan bifur á seið, sem eins og Helga bendir á var víst mestpart framinn af konum. Ef það er rétt að Óðinn sé í Völuspá að beita völvuna ofbeldi - sem liggur raunar hreint ekki á borðinu - er hann þá að því vegna þess að hún er kona? Rök fyrir slíku eru satt að segja ekki sjáanleg, og raunar verður ekki betur séð en að persónan, sem segir frá í Völuspá, gæti alveg eins verið karlmaður án þess að það þyrfti að breyta nokkru. Átökin í verkinu snúast fyrst og fremst um það að Óðinn er þar að afla sér vitneskju um framtíðina og örlög þeirra ás- anna. Og hverju myndi það breyta þótt í stað völvunnar kæmi karlmað- ur og í stað Óðins til dæmis einhver ásynjan? Ef einhver kúgar einhvern í verkinu, hvað hefur það þá m eð kynferði hlutaðeigandai að gera? Kvennarannsóknir í bókmenntum eiga fullan rétt á sér og hafa raunar þegar gert töluvert betur en að sanna tilverurétt sinn. Það er fyrir löngu orðið ljóst að með slíkum aðferðum má leiða ýmislegt það í ljós sem aðferðir okkar karlanna ná ekki til. En sá sem hér ritar telur þó fulla ástæðu til að feta sig áfram með gát á þessu sviði eins og öðrum. Og þessari túlkun á Völuspá er hann alfarið ósammála. Það verður þá að hafa það þótt hann verði kallaður tákn karlveldisins eða karlrembu- svín fyrir vikið. Harin ætti þá altént að vera í sæmilegum félagsskap í því efni - með Óðni sáluga. -esig. Kjördæmisþing Framsóknarfélags Norðurlandskjördæmi vesfra verður haldið í félagsheimilinu Blönduósi dagana 17-18.janúar. Þingið hefst kl. 10.00 laugardaginn 17. jan. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra mætir á fundinn. Stjórn kjördæmissambandsins Fundur B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi: Föstudaginn 16. janúar: Grenivík kl. 20.30 í gamla skólahúsinu. Laugardaginn 17. janúar: Dalvík kl. 16.00 í Víkurröst. Sunnudaginn 18. janúar: Ólafsfirði kl. 21.00 í Tjarnarborg. Fundarefni alþingiskosningarnar. Frambjóðendur flokksins mæta á fundina, halda framsöguræður og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn - Framtíðarafl Framsóknarmenn Akureyri og nágrenni í tilefni af opnun skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 90 verður þar opið hús sunnudaginn 18. janúar kl. 15.00 til 18.00. Frambjóðendur B-listans verða á staðnum. Framsóknarmenn fjölmennið. Skrifstofa Framsóknarfiokksins, Hafnarstræti 90, sími 21180. Opin virka daga frá kl. 9.00 til 17.00 Vestfirðingar Aukakjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Hótel ísafirði föstudaginn 16. janúar n.k. kl. 17.00. Dagskrá: 1. Uppstilling á framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. 2. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Ólafur Þ. Þórðar- son alþingismaður ræða stjórnmálaviðhorfin. 3. Önnur mál. Formenn félaganna eru hvattir til að kjósa fulltrúa á þingið sem fyrst. Stjórn kjördæmasambandsins. Akranes - Akranes Almennur fundur verður haldinn 20. janúar kl. 20.30 í Framsóknarhús- inu Sunnubraut 21. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra mætir á fundinn. Framsóknarfélag Akranes Rangæingar Féiagsvist verður að Hvoii sunnudaginn - — W 18. janúar kl. 21. Guðni Ágústsson mætir á staðinn. Fjölmennum. ., ^ :ýV. Pf; Framsóknarfélag Rangæinga Reykjanes Fulltrúaráð framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi er boðað til fundar mánudaginn 19. janúar n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5 Kópavogi. Uppstillingarnefnd leggur fram til samþykktar framboðslista flokksins vegna alþingiskosninga 1987. Stjórnin Borgnesingar - nærsveitir Spiluð verður félagsvist í samkomuhúsinu föstudaginn 16. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.