Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 16. janúar 1987 FRÉTTAYFIRLIT v‘:’ öá&aiöi 11;, s I ■STrsÆí. MANILA — Skæruliðarmús- lima á Mindanaoeyju á Filipps- eyjum drápu sex manns, skáru á rafmagnslínur í tveimur hér- uðum og héldu uppi skothríð á þorp eitt þar sem kristnir menn búa. Ríkisstjórnin sagði samt sem áður að embættismenn hennar hefði fulla stjórn á svæðinu og lofaði að láta ekki undan ofbeldisþvingunum múslima. BAHREIN — Hersveitir ír- ana og íraka börðust á tvenn- um vígstöðvum. (gær var vika liðin frá því íranar hófu stór- sókn sína á suðurvígstöðvun- um og hefur fjöldi almennra borgara látið lífið í loftárásum og flugskeytaárásum á borgir beggja vegna landamæranna. GENF — Bandaríkin og So- vétríkin hófu að nýju í gær viðræður um takmörkun kjarn- orkuvopna og geimvopna í Genf. Þetta var fyrsta tækifær- ið fyrir Max Kampleman, aðal- samningamann Bandaríkja- stiórnar, til að hitta hinn nýja aoalsamningamann Sovéts- tjórnarinnar, Yuly Vorontsov aðstoðarutanríkisráðherra. BEIRUT — Þrír sérstakir sendimenn Amins Gemayel forseta Líbanons héldu til við- ræðna í Damascus til að reyna að jafna árslangan ágreining Líbanonstjórnar við Hafez Al- Assad Sýrlandsforseta og stjórn hans. JAKARTA — Jawad Mans- uri aðstoðarutanríkisráðherra írans sagði stjórn sína kaupa bandarísk vopn á svörtum markaði og nota þau í stríðinu gegn írak. Hann neitaði hin- svegar alfarið fréttum um að íranar hefðu keypt vopn af ísraelsmönnum og sagði enga möguleika vera á því að bæta samskiptin við Bandaríkja- stjórn á meðan hún héldi uppi óhróðri og árásarstefnu gegn stjórninni í Teheran. VjN — Jafnaðarmannaflokk- urinn í Austurríki og hinn íhaldssami Þjóðarflokkur kom- ust loks að samkomulagi um samsteypustjórn, sem verður fyrsta samstjórn þessara flokka síðan árið 1966. VIKTORÍUFOSSAR, Zimbabwe - Robert Mugabe forsætisráðherra Zimbabwe og Joaquim Chissano forseti Mósambik hittust til að ræða borgarstyrjöldina í landi Chiss- anos. ÚTLÖND Afganstjórn hefur boðað vopnahlé. Sovétmenn vilja fara heim. Ekki er þó líklegt talið að það dugi til að slá vopnin úr höndum skæruliða. Afganistan: Sovétmenn vilja heim verði vopnahlé virt - Ólíklegt er þó taliö aö skæruliðar fari aö tilmælum Kabúlstjórnar- innar og viröi sex mánaöa vopnhlé Reuter- Sovétstjórnin sagði í gær að ákvörðun um að kalla alla sovéska heri heim frá Afganistan væri háð viðbrögðum andstæðra afla við sátt- artilraunum Najibullah leiðtoga Af- ganistan. Najibullah sagði í Kabúl í gærm- orgun að Sovétstjórnin og ríkisstjórn sín hefðu komist að samkomulagi um brottför allra sovéskra herja frá landinu. Ekki gaf hann þó nánari skýringar á þessum orðum sínum. Gennady Gerasimov talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði á fréttamannafundi í Moskvu að bíða yrði með nánari útlistanir á brottför sovéska hersins þar til Ijóst yrði hver viðbrögðin yrðu við vopn- ahléinu í landinu. Afganistanstjórn boðaði sex mán- aða vopnahlé í baráttu sinni við skæruliða fyrr í þessum mánuði og gekk það í gildi í fyrrinótt. Hingað til hafa þó mörg skæruliðasamtök landsins afneitað vopnahléstilboð- inu og telja það einungis hafa verið lagt fram til að riðla liði þeirra. Najibullah Afganistanleiðtogi hefur einnig, í tilraunum sínum til að ná „þjóðarsátt", boðist til að mynda þjóðstjórn með þátttöku Afgana sem nú búa erlendis og þá hefur hann lofað að veita sumum pólitískum föngum og liðhlaupum frelsi. Stjórnir Sovétríkjanna og Afgan- istan hafa hingað til ítrekað að Pakistanar og Bandaríkjamenn verði að hætta að „skipta sér af“ málefnum Afganistan eigi að koma til brottfarar sovéskra hermanna frá landinu. í októbermánuði á síðasta ári kallaði Moskvustjórnin átta þúsund hermenn heim frá landinu en betur má ef duga skal því vestrænir sér- fræðingar álíta að um 115 þúsund sovéskir hermenn séu enn í Afgan- istan. Gerasimov sagði- á fréttamanna- fundinum að viðbrögð við vopnahléi Afganistanstjórnarinnar hefðu verið nokkuð mismunandi í gær en hann hélt þó fram að sumir skæruliðahóp- UTLOND ar í landinu hefðu þegar orðið við tilboði stjórnarinnar í Kabúl. Ekki er samt talið líklegt að helstu skæru- liðasamtökin samþykki vopnahléið jafnvel þótt lofað sé brottför sov- éskra herja. Reyndar byrjaði ekki vopnahléið j byrlega í gær því þá bárust fréttir frá ! Islamabad að afganskir skæruliðar hefðu drepið þrjá stjórnarhermenn í árás nálægt landamærum Afganistan og Pakistan. Háttsettur embættismaö- ur í Moskvudeild kommúnistaflokksins: Rekinn fyrir slaka stjórnun Moskva-Rcuter Háttsettur embættismaður í einu hverfisráða kommúnista- flokksins í Moskvu hefur verið rekinn úr starfi fyrir slælega fram- mistöðu við baráttu gegn áfeng- issýki og lyfjaofneyslu. Það var hið opinbera dagblað Moskov- skaya Pravda sem frá þessu skýrði í gær. Blaðið sagði að Yuri Grafov, fyrsti aðalritari flokksdeildarinn- ar í Timiryazwvsky hverfinu í Moskvu, væri einnig sakaður um lélega stjórnunarhæfileika og sýna ekki nógan vilja að vinna að þeirri endurskipulagningu þjóð- félagsins sem nú stendur yfir. Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi hefur opinberlega hvatt til baráttu gegn óhóflegri áfengis- drykkju og kemur brottrekstur- inn heim og saman við það ákall. Alexander Vlasov innanríkis- ráðherra viðurkenndi nýlega að vitað væri um 46 þúsund skráða eiturlyfjasjúklinga í landinu og Boris Yeltsin, leiðtogi kommún- istaflokksins í Moskvu, sagði ný- lega að 3700 skráðir eiturlyfjasj- úklingar væru í höfuðborginni. Shevardnadze boðið að heimsækja Noreg Osló-Reuter Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna hefur verið formlega boðið að heimsækja Noreg á þessu ári. Það var talsmaður norska utanríkisráðuneytisins sem frá þessu skýrði. Samkvæmt heimild- um innan norsku ríkisstjórnarinnar er líklegt að Shevardnadze komi til landsins í vor. „Shevardnadze hefur verið boðið til Osló og við treystum á að af heimsókn hans geti orðið á þessu ári. Engar dagsetningar hafa þó verið ákveðnar“, sagði Per Paust talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins í samtali við Reuters frétta- stofuna. Samkvæmt heimildum Reuters er líklegt talið að sovéski utanríkisráð- herrann heimsæki Atlantshafsband- alagsríkið í vor og myndi þetta verða fyrsta heimsókn háttsetts sovésks embættismanns til Noregs í nokkur Líklegt er talið að viðræður She- vardnadze og norskra ráðamanna muni meðal annars snúast um við- vörunarkerfi er færi í gang er kjarn- orkuslys ættu sér stað. Samningar um slíka upplýsingamiðlun náðust einmitt milli Sovétmanna og Finna í síðustu viku er Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra Sovétríkjanna kom í heimsókn til Helsinki. Gro Harlem Brundtland hefur einnig boðið Ryzhkov að heimsækja Noreg og sovéskir embættismenn töldu í gær líklegt að hann myndi heimsækja landið á næsta ári. Eduard Shevardnadze utanríkisráð herra Sovétríkjanna: Boðið til Nor- egs Lundúnaborg: Herferð gegn hatri Lundúnir-Reuter Yfirmaður lögreglunar í Lundúnum beitti sér fyrir herferð gegn kynþáttaandúð og hófust að- gerðir í gær, en minnihlutahópar í höfuðborg Bretlands hafa löngum kvartað yfir auknum líkamsárásum og öðru ofbeldi er tengist kynþátta- hatri. Sir Kenneth Newman sagði kyn- áttaofbeldi vera komið „af hinu illa bæði siðferðilega og þjóðfélagslega séð“. Hann viðurkenndi að auka þyrfti samstarf lögreglu og minn- ihlutahópa í borginni og hvatti báða aðila til að vinna að því. Herferð Scotland Yard, þar sem höfuðstöðvar lögreglunnar eru til húsa, mun í fyrstu verða beint að hverfunum Ealing og Newham en þar eru tíðar árásir á einstaklinga er tilheyra minnihlutahópum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.