Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir Bjarnason Sverrisdóttir Sigurgeirsson Norðurlandskjördæmi eystra Frambjóðendur Framsóknarflokksins halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Föstudaginn 16. janúar: Grenivík kl. 20.30 í gamla skólahúsinu. Laugardginn 17. janúar: Dalvík kl. 16.00 i Víkurröst. Sunnudaginn 18. janúar: Ólafsfirði kl. 21.00 í Tjarnarborg. Fundarefni alþingiskosningarnar. Frambjóðendur flokksins halda framsöguræður og svara fyrirspurn- um. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn - Framtíðarafl. Þorrablót Akranesi Þorrablót verður haldið í Stillholti 24. jan. n.k. Húsið opnar kl. 19. Veislustjóri: ísólfur Gylfi Pálmason. Heiðursgestur: Vilhjálmur Hjálmars- son. Skemmtiatriði: Ásdís Kristmundsdóttir, söng- kona. Miðasala í Framsóknarhúsinu kl. 17-19 fimmtu- daginn 22. jan. n.k. Framsóknarfélögin Akranesi. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: a) 11 kW rafbúnaður fyrir aðveitustöð 2. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. febrúar n.k. kl. 11. b) 2000 stk. einfasa kWh mælum. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 25. febrúar n.k. kl. 11. c) 132 kW rafbúnaður fyrir aðveitustöð 2. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 26. febrúar n.k. kl. 11. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað á ofangreindum tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. INNKAUPASTOFNUN reykjavíxurborgar Frfkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Útboð Kaup á gangstéttarhellum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í gangstéttarhellur, alls um 25000 stk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. janúar n.k. kl 11. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frfkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 Atvinna Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 91-29133 frá kl. 8-16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar Charlotte RAMPLIMG Mannlíf Mannlíf er nýkomið út. Það er 8. tbl. 3. árgangs. Af efni tímaritsins má nefna: Frásögn af mannlífi í Nicaragua, en Stefán Jón Hafstein fór þangað sem úHendari Mannlífs á 25 ára afmæli FSLN. Frásögn hans ber fyrirsögnina: Fólkið sem englarnir elska og Contrarnir drepa. Stefán Jón hefur einnig tekið myndirnar. Gunnar örn Gunnarsson myndlistar- maður hefur flust með fjölskyldu sína austur í sveit á bóndabæ og birt er viðtal við hann um listina og lífið, og hina miklu breytingu sem verður er flutt er úr borg í sveit. Að hrökkva eða stökkva nefnist viðtal sem Salvör Nordal hefur tekið við Jón Sigurðsson forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem nú býður sig fram í næstu kosningum fyrir Alþýðuflokkinn Grein er í blaðinu um afbrigðilega kynhneigð, helstu afbrigði hennar og hvernig helst er hægt að lækna hana. Arthur Björgvin Bollason hefur tckið viðtal við Willy Brandt fyrrv. kanslara, sem birtist í þessu blaði. Éinnig er þarna viðtal sem Árni Þórarinsson tók við bresku leikkonuna Charlotte Rampling. Greinar eru um fclagsmál og ferðamál, tónlist, tísku og leiklist og fjöldi fallegra mynda eru í ritinu, sem er um 190 bls. Útgefandi er Fjölnir hf. en Ritstjóri er Árni Þórarinsson. Á forsíðu er mynd af Pétri Péturssyni fótboltakappa, og hann segir frá ferli sínum og frama í fótboltanum í þessu blaði. Hin svarta list 2. tbl. 1. árgangs af blaðinu „Hin svarta list“ er nýkomið út. Útgefandi er Félag íslenska prentiðnaðarins. Ritstjóri blaðs- ins er Guðrún Jónsson. Hún segir í leiðara m.a. :...Mikil þróun hefur átt sér stað í prcntformagerð þar sem flókin tölvutækni er að breyta hefðbundnum vinnsluaðferðum „. í þessu blaði er m.a. fjallað um prentun á tölvuöld og stjórnun í framtíðinni. Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður á þarna grein: Listgrafískar aðferðir og er þar upphafi tréristunnar lýst, ásamt skyld- Íeika hennar við prentlistina. Þá er rakin þróunarsaga Prentverks Akra- ness frá upphafi og fylgja margar myndir greininni. Viðtöl eru við prcntsmiðjustjórann Sig- urjón Sæmundsson á Siglufirði, Ólaf Stephensen, formann Sambands ísl. aug- lýsingastofa og myndlistarmanninn Jens Kristleifsson. í kynningarbréfi með blaðinu er sagt m.a. : „Blaðinu er ætlað að varpa Ijósi á tæknilegar nýjungar og verða vettvangur fyrir þá sem vilja efla framfarir og menn- ingu grafíska iðnaðarins á íslandi.-' Það er Félag íslenska prentiðnaðarins sem gefur blaðið út. Opið er allan sólarhringinn, síminn er 21205. Húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahú#um eða orðiö fyrir nauðgun. Gallerí Langbrók -Textíl Gallerí Langbrók -Textíl, eina textílgall- eríið á landinu. Vefnaður - tauþrykk - myndverk - fatnaður og ýmiss konar listmunir. Opið er þriðjudaga til föstud. kl. 12.00-18.00, laugardaga 11.00-14.00. DAGBÓK Föstudagur 16. janúar 1987 MARKVISS SKYNDIHJALP VIÐ MEÐVITUNDARLAUSA AtMugiö hvorl hinn slas- aöi er meðvitundarlaus - talið við hann - ytiö við nonum Athjgið hvon nmn með- vitundarlausi andar með þvi að hlusta eltir andar- drættmum eða leggia aðra hondma a brjost- kassann og finna hvort hendurnar hreyfast tyrir ahrif andardrattarins ef hann andar ekki Opnið ondun/eg Ondunarvegurinn er opnaður með þvi að taka annjrri hendi um enmð og hmni um hokuna Hokunm er siðan ytt fram og hofuðið sve gt ems langt aftur og ur.nt er Við það lyftist tungan fram og ondunarvegjr- innopnast Hlustiðsiðan með eyrað íast við ne' cg munn hins meðvitunda'- lausa beitið biastursaðferðmm Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 20. jan. að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Leiðbeinandi verður Guð- laugur Leósson. Öllum heimil þátttaka. Á námskeiðinu verður leitast við að veita sem almennasta þekkingu um skyndihjálp. Meðal annars verða kennd viðbrög við öndunarstoppi, beinbrotum. bruna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar. Nú er gott tækifæri fyrir fólk að læra fyrstu viðbrögð við slysum eða endurbæta fyrri þekkingu. Talið er nauðsynlegt að fólk fari í gegnum allt námskeiðið á 3 ára fresti til að halda þekkingunni við. En fari á 2 kvölda upprifjunamámskeið einu sinni á ári. Boðið verður uppá slík námskeið á næstunni ef þátttaka fæst. Námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. í Hallgrímskirkju verða sunnudaginn 18. janúar Eins og margir vita þá eru íslenskir orgelleikarar að flytja öll orgelverk J.S. Bachs. Flutningur verkanna hófst á af- mælisári meistarans árið 1985. Tón- leikarnir í Hallgrímskrikju eru þeir tólftu í röðinni, enJrað er orgelleikari kirkjunn- ar, Hörður Askelsson, sem sér um þá. Mjög hefur verið rætt um hljómburðinn í Hallgrimskirkju og mun nú koma í Ijós hvernig orgeltónleikar sem þessir hljóma í kirkjunni. Á mörgum af hinum undan- förnu tónleikum hefur sá háttur verið hafður á, að nokkrir orgellcikarar sam- einast um hverja tónleika fyrir sig. Það hefur víða tíðkast erlendis að flytja öll orgelverk Bachs í sambandi við 300 ára afmæli hans, sem var 1985. Á síðastliðnu ári fluttu margir orgel- leikarar í Hamborg öll Bach-verkin með mjög sérstæðum hætti. Orgelleikararnir spiluðu í um það bil hálftíma hver og byrjuðu kl. 9 að morgni og Iéku síðan hver á fætur öðrum og var tónleikunum ekki lokið fyrr en háfleitt um nóttina. Hjá okkur hér höfum við tekið þann kost að halda tónleikana með vissu millibili og mun flutningnum ljúka í júní á þessu ári. Verða þá tónleikarnir alls fimmtán. Á efnisskrá tónleikarina verða m.a.: Prelúdía og Fúga - G -dúr. Konserto nr. 2 í a-moll. Pastorale í F-dúr. Fantasía í G-dúr og 10 sálmforleikir. Allir þessir orgeltónleikar eru ókeypis. Tónleikarnir hefjast sunnud. 18. jan. kl. 20.30. Spiladagar Breiðfirðinga- félagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík heldur „spiladaga" í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Þar verður þriggja daga keppni, sem hefst kl. 14.30 sunnudaginn 18. janúar. Góð verðlaun verða að venju, félagar sjá um kaffiveitingar. Bent er á breyttan stað og tíma. Allir eru velkomn- ir. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 17. janúar kl. 14.00 í Félagsheimilinu Skeifunni 17. Föstud. 16. jan. kl. 20.00 tunglskinsganga og fjörubál. Létt ganga frá Ástjörn um ströndina vestan Hvaleyrar og Hvaleyri. Rúnasteinn skoðaður. Miðar við bíl (300 kr-) Sunnudagur 18. jan. kl. 13.00: Ný fjöru- ferð á stórstraumsfjöru. Létt ganga frá Hofsvík á Kjalarnesi um Brimnes að Saltvík. Á stórstraumsfjöru kemur margt forvitnilegt í ljós. Miðar við bíl (450 kr.) Sunnud. kl. 13.00: Esjuhlíðar og Þverfell. Ganga í suðurhlíðum Esju. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Miðar við bíl (450 kr.) en frítt fyrir börn m. fullorðnum. Gullfossferð er frestað til 1. febr. Útivist, sími og símsvari: 14606. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 17. janúar. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Takmark göngunnar er: Samvera, súr- efni, hreyfing. Hefjum helgina með jressu einfalda tómstundagamni. Allir velkomn- ir. Heitt molakaffi. Bjargarkaffi Kvenféiags Óháða safnaðarins Eftir messu sunnud. 18. jan. verður Kvenfélag Óháða safnaðarins með Bjarg- arkaffi í Kirkjubæ kl. 15.00. Sr. Emil Björnsson les upp úr bók sinni „Á misjöfnu þrífast börnin best“. Neskirkja: -félagsstarf aldraðra Á morgun, laugardaginn 17. jan. verð- ur farið í hcimsókn í menningarmiðstöð- ina Gerðubergi. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 15.15. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í dag milli kl. 11.00 og 12.00 í síma 16783. Eggerf Pétursson. Eggert opnar sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg f dag, föstud. 16. jan. kl. 20.00 opnar Eggert Pétursson sýningu í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Að loknu námi við Nýlistadeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands stundaði Eggert nám við Jan van Eyck Academie í Maastricht í Hollandi. Frá 1981 hefur hann verið búsettur hér á landi og auk myndlistar starfað við myndskreytingar, einkum tengdar náttúrufræði. Hann hefur einig kennt við Myndlista- og handíða- skólann. Eggert hclt síðustu cinkasýningu sína í Nýlistasafninu 1984. Hann hefur tekið þátt í samsýningum erlendis og mun taka þátt í sýningunni KEX, sem fer af stað í Stokkhólmi í lok mánaðarins. Á sýningunni í Nýlistasafninu eru um 30 verk sem mynda ákveðna heild. Einnig fylgir bók, sem er tengd verkunum. Sýningin er opin kl. 16.00-20.00 virka daga og kl. 14.00-20.00 um helgar. Henni lýkur sunnud. 25. janúar. 15. janúar 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar „40.000 40.120 Sterlingspund .60,160 60,340 Kanadadollar .29,3630 29,451 Dönsk króna ,. 5,7492 5,7664 Norskkróna ,. 5,6279 5,6447 Sænsk króna . 6,0962 6,1145 Finnskt mark . 8,7184 8,7446 Franskur franki . 6,5386 6,5582 Belgískur franki BEC , ,. 1,0561 1,0593 Svissneskur franki .26,0374 26,1155 Hollensk gyllini .19,3752 19,4333 Vestur-þýskt mark .21,8400 21,9055 ítölsk líra „ 0,03070 0,03079 Austurrískur sch ,. 3,0888 3,0981 Portúg. escudo ,. 0,2772 0,2780 Spánskur peseti .. 0,3113 0,3122 Japanskt yen .. 0,26204 0,26282 írskt pund „57,540 57,713 SDRþann 13.01 „49,9345 50,0843 Evrópumynt ..44.9060 45,0407 Belgískur fr. fin .. 1,0375 1,0406

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.