Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. janúar 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ™ll!iilll“ I íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla: Öruggur Víkingssigur - unnu Ármenninga með níu marka mun Víkingar unnu öruggan sigur á i neðsta liði 1. deildar karla á íslands- mótinu í handknattleik, Ármenning- um í gærkvöld. Lokatölur urðu 30-21 eftir að Víkingar höfðu skoraði helmingi fleiri mörk en mótherjarnir í fyrri hálfleik, 16 mörk gegn 8. Eftir þennan leik eru Víkingar efstir í deildinni og eiga þó leik til góða en Ármenningar eru svo gott sem búnir að missa af lestinni. Markahæstir Víkinga voru þeir Guðmundur Guðmundsson, Siggeir Magnússon og Karl Þráinsson allir með 6 mörk, Karl þar af 4 úr vítum. Flest mörk Ármenninga skoruðu Einar Naabye og Egill Steinþórsson, fjögur hvor. ÍÞRÓTS (blaðamaður Guðmundur Guðmundsson línumaður KA-manna faðmar nafna sinn Pálmason í KR-liðinu að sér. Hann virðist lítt hrifínn af uppátækinu en myndina tók Pjetur þegar leikur KR og KA stóð sem hæst í gærkvöld. íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla: Jafntefli hjá KR og KA - KR-ingar náðu tvisvar afgerandi forystu en KA-menn jöfnuðu jafn harðan Leikur KR og KA í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöld var nokkuð skrítinn svo ekki sé meira sagt, kannski verður honum best lýst þannig að hann hafi verið eins röndóttur og búningar félaganna sem í honum kepptu! KR-ingar virkuðu mun ákveðnari í byrjun og leit helst út fyrir að þeir ætluðu að kafsigla KA-menn. Stað- an var orðin 7-3 þeim í hag og rúmar ellefu mínútur eftir fram að leikhléi. Þá var eins og allt væri stopp og KA-menn skoruðu næstu fimm mörk, staðan í hálfleik allt í einu 8-7 fyrir KA. Aftur léku KR-ingar sama leikinn, voru komnir í 12 mörk áður en KA-menn komust á blað átta mínút- um eftir leikhlé. Þar með urðu aftur kaflaskipti og KA-menn jöfnuðu 12-12! Eftir þetta minnkuðu svifting- amar þó liðin skiptust raunar enn á um að hafa forystuna. Jafnt var 15- 15, 16-16, 17-17 og loks 18-18 þegar flautað var til leiksloka og verða það að teljast sanngjörn úrslit. Leikurinn var þokkalega leikinn en varla mikið meira, mikið um mistök á báða bóga. Bestu menn beggja liða voru markmennirnir, þeir Gísli Felix Bjarnason hjá KR og Brynjar Kvaran hjá KA sem báðir vörðu vel, einkum og sér í lagi í fyrri hálfleik. Af öðrum leikmönnum má nefna þá Konráð Olavsson hjá KR sem er stórhættulegur í horninu og Sverri Sverrisson sem lék ágætlega fyrir utan. KA menn létu hinsvegar Brynjar þjálfara sinn einan um að skera sig úr. Mörkin gerðu þessir, KR: Konráð Olavsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Guðmundur Pálmason, Jóhannes Stefánsson og Ólafur Lárusson 2 hver, Jóhannes Stefánsson og Guð- mundur Albertsson 1 hvor. KA: Pétur Bjarnason 4, Axel Bjarnason, Guðmundur Guðmundsson og Jón Kristjánsson 3 hver, Eggert Tryggvason 3(3), Friðjón Jónsson 1. íslandsmótiö í handknattleik - 1. deild kvenna: Jafnt í Höllinni Hvort lið skoraði 18 mörk í leik KR og Víkinga Lcikur KR og Víkinga í 1. deild kvenna í handknattleik í Laugar- dalshöll í gærkvöld var mjög jafn allan tímann. Víkingar höfðu yfir- höndina lengst af, voru yfir 8-7 í leikhléi og leiddu síðast 17-16. Þá komust KR-ingar yfir í fyrsta skipti, 18-17 en Víkingar áttu síð- asta orðið úr vítakasti hálfri ann- arri mínútu fyrir leikslok. Ekki munaði þó miklu að KR-ingum tækist að ná í sigurinn á síðustu sekúndunni er Karólína Jónsdóttir átti lúmskt skot að marki Víkinga en Sigrún Ólafsdóttir varði. Mörkin skoruðu, KR: Sigur- björg Sigþórsdóttir 8(2), Elsa Ævarsdóttir 4, Arna Garðarsdóttir og Karólína Jónsdóttir 2 hvor, Annetta Scheving, Aldís Arthúrs- dóttir og Snjóiaug Benjamínsdóttir 1 hver. Vt'kingur: Inga L. Þóris- dóttir 7(4), Eiríka Ásgrímsdóttir og Vilborg Baldursdóttir 4 hvor, Sigurrós Björnsdóttir 2 oþ Jóna H. Bjarnadóttir 1. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Kef Ivíkingar sterkari I lokin og sigruðu KR-inga - lokatölur 92-54 eftir að jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik Keflvíkingar sigruðu KR-inga með 92 stigum gegn 54 í leik liðanna Körfuknattleikur: Endurtekið efni! - Þór og Tindastóll skoruðu aftur yfir 210 stig í einum leik Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri: í tveimur leikjum Þórs ogTinda- stóls í körfubolta nú á fáum dögum hafa verið skoruð alls 421 stig. Fyrri leiknum sem var í 1. deild um síðustu helgi lauk með sigri Þórs 110 gegn 100 og nú í vikunni er liðin mættust í bikarkeppni KKÍ sigraði Þór aftur, nú með 110 stigum gegn 101. Þórsarar eru því komnir í 8 liða úrslit í bikarkeppninni ásamt liðun- um úr úrvalsdeildinni og annað- hvort ÍR eða Grindavík. Þar verða Þórsarar að gera mun betur en gegn Tindastól því þrátt fyrir ör- uggan sigur í þeim leik lék liðið illa. Leikur liðanna var jafn allan fyrri hálfleikinn en Þór leiddi að honum loknum með 55 stigum gegn 43. í upphafi síðari hálfleiks jókst þessi munur enn og eftirþað var sigur Þórs ekki í hættu þrátt ' fyrir stórleik Kára Maríssonar, hins gamla landsliðsmanns og þjálfara Tindastóls sem fór á kostum. Kári var besti maður vall- arins og skoraði 40 stig. Fyjólfur Sverrisson skoraði 23 stig óg Björn Sigtryggsson 22. Þessir þrír merin bera lið Tindastóls uppi. Hjá Þór var ívar Webster langbestur og liðið væri ekki burðugt án hans þessa dagana. Webster skoraði 38 stig, Eiríkur Sigurðsson 19 og Konráð Óskarsson 17. ívar Webster Staðan Staðan í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik eftir leikina i gær- kvöldi: Vikingur 11 9 1 1 263-230 19 Breiðablik .... 12 8 2 2 279-263 18 FH 12 8 1 3 300-269 17 Valur 11 6 2 3 278-244 14 Stjarnan 12 5 2 5 306-285 12 KA 12 5 2 5 273-277 12 Fram 12 5 0 7 283-279 10 KR 12 4 1 7 237-263 9 Haukar 12 2 2 8 252-292 6 Ármann 12 0 1 11 235-304 1 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöld. Leikurinn var mjög jafn framanaf og um miðjan fyrri hálfleik voru KR-ingar yfir, 18-15. Þá kom góður kafli Keflvík- inga sem tóku forystuna. KR-ingar slepptu þeim þó aldrei langt og staðan í leikhléi var 36-27 íBK í hag. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 59-41 Keflvíkingum í hag en þá kom aftur stórgóður kafli þar sem allt gekk upp og á 7 mínútna kafla breyttist staðan í 84-46. Lokatölur urðu svo eins og fyrr sagði 92-54. Sérstaklega voru þeir Guðjón Skúla- son og Jón Kr. Gíslason sterkir í leiknum en það var þó breidd Kefla- víkurliðsins sem skóp þennan sigur. KR-ingar notuðu aðeins sex leik- menn og þeir hreinlega sprungu á limminu og gáfust upp er á móti blés. Guðjón Skúlason fékk blóm fyrir leikinn, fyrir 100 leiki með meistara- flokki. Hann launaði fyrir sig með stórgóðum leik eins og fyrr sagði, skoraði m.a. 3 þriggja stiga körfur og 17 stig í síðari hálfleik. Guðni Guðnason var bestur í KR-liðinu en Guðmundur Jóhann- esson og Ástþór Ingason áttu góðan fyrri hálfleik. Stigin, ÍBK: Guðjón 24, Jón Kr. 20, Sigurður 16, Ólafur og Matti 10, Gylfi, Hreinn og Ingólfur 4 KR: Guðni 25 Ástþór 10, Guðmundur 9, Matthías og Garðar 4 og Þorsteinn 2. Dómarar voru þeir Jón Bender og Jóhann Dagur Björnsson. Héráösmót UMSS í frjálsum íþróttum: Bræðurnir unnu Frá Erni Þórarinssyni í Skagafirði: Héraðsmót Ungmennasambands Skagafjarðar í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir skömmu. Um tutt- ugu keppendur tóku þátt í mótinu, þar á meðal flest sterkasta frjáls- íþróttafólk héraðsins. Keppni var jöfn og spennandi í flestum greinum. Berglind Bjarnadóttir var mjög sigursæl í kvennaflokki, sigraði í öllum greinum nema kúluvarpi þar sem hún lenti í öðru sæti. í karla- flokki var Gunnar Sigurðsson sigur- sæll eins og oft áður á mótum hjá UMSS. f hástökki án atrennu röð- uðu þrír bræður sér í efstu sætin, auk Gunnars þeir Helgi og Björn Sig- urðssynir. Þess má geta til gamans að þeir eru bræður Gísla Sigurðsson- ar frjálsíþróttamanns. Fimm félög sendu keppendur á mótið. Þau voru Glóðafeykir, Grettir, Fram, Hjalti og Tindastóll. Sigurvegarar f einstökum greinum urðu: Langstökk án atr.: Gunnar Sigurðsson G1........... 2,99 m Berglind Bjarnadóttir T........ 2,47 m Þristökk án atr.: Helgi Sigurðsson G1............ 8,85 m Berglind Bjarnadóttir T............ 7,00 m Hástökk með atr.: Sigfús Jónsson Gr................ 1.90 m Berglind Bjarnadóttir T.......... 1,50 m Hástökk án atr.: Gunnar Sigurðsson G1............. 1,55 m Berglind Bjarnadóttir T.......... 1,20 m Kúluvarp: Gunnar Sigurðsson G1............ 11,52 m Herdís Sigurðardóttir G1........... 8,91 m 1 Heimsmet Þrjú heimsmet voru sett á fyrsta innanhússmóti vetrarins í frjálsum íþróttum sem fram fór í Osaka í Japan í gær. Ben Johnson Kanada hljóp 50 m á 6,44 sek, bætti eigið met um 6/100 sek., Sergei Bubka Sovétríkjunum stökk 5,96 m á stönginni og bætti sig um 1 cm og Oleg Protsenko Sovétríkjunum stökk 17,67 m í þrístökki. Gamla metið þar var 17,54 m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.