Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur 16. janúar 1987 llllllllllllllBlllllllll- HELGIN FRAMUNDAN jllllllllllllllllllllllllllllllllllll Örn Árnason og Aðalsteinn Bergdalí hinumnýjagamanleik „Hallæristenór" Þjóðleikhúsið: Nýr gamanleikur HALLÆRISTENÓR Gamanleikurinn Hallæristenór (Lend Me a Tenor) eftir bandaríska leikskáldið og lögfræðinginn Ken Ludwig verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardagskvöld kl. 20.00. Leikurinn var frumfluttur í Bandaríkjunum í ágúst 1985, í London í mars 1986 og hefur verið einn vinsælasti gamanleikurinn á fjölunum þar síðan. Nú er Hallæristenórinn leikinn víða, en Þjóðleikhúsið er fyrst leikhúsa á Norðurlöndum til að frumsýna hann. Benedikt Árnason leikstýrir, þýðandi er Flosi Ólafsson, leikmyndarhönnuður er Karl Aspelund, æfingastjóri tónlistar Agnes Löve og ljósahönnuður Sveinn Benediktsson. Leikurinn gerist á hótelsvítu í Ohiofylki í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld, þar sem ítalskur hetjutenór á að syngja hlutverk Othellos á hátíðarsýningu Cleveland-óperunnar. En þessi kvenholli og duttlungafulli tenórsöngvari veldur óperustjórninni ótrúlegustu erfiðleikum fyrir sýninguna. Þó tekst að bjarga sýningunni á ævintýralegan hátt, ekki síst fyrir tilstilli allsherjarreddarans Max, sem býr yfir leyndum hæfileikum. Átta leikarar eru í eldlínunni í þessum gamanleik: Örn Árnason leikur Max, aðstoðarmann Saunders, Tinna Gunnlaugsdóttir erMaggie, kærastaMax, Erlingur Gíslason leikur Saunders, aðalforstjóra Cleveland- óperunnar, Aðalsteinn Bergdal er í hlutverki Titos Merelli, heimstenór, þekktur undir nafninu II Bíánó, Helga Jónsdóttir leikur eiginkonu tenórsins, Árni Tryggvason er Frank, vikapiltur á hótelinu, Lilja Þórisdóttir leikur Díönu, sópran og Herdís Þorvaldsdóttir er Julia, formaður óperuráðsins. Fyrstu sýningar á HALLÆRISTENÓRNUM verða á laugardag kl. 20.00, þriðjudag og fimmtudag á sama tíma. I SMASJA - á Litla sviðinu Á laugardags- og sunnudagskvöldkl. 20.30 verður leikritið í SMÁSJÁ eftir Þórunni Sigurðardóttur sýnt á Litla sviðinu, Lindargötu 7. Leikendur eru: Arnar Jónsson, Kristín Anna Arngrímsdóttir, Sigurður Skúlason og Ragnheiður Steindórsdóttir. Leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson, leikmyndarhönnuður Gerla, ljósahönnuður Björn Bergsteinn Guðmundsson og höfundur tónlistar og leikhljóða Arni Harðarson. AURASÁLIN Hinn sígildi gamanleikur Moliere um aurasálina Harpagon virðist ekki síður eiga erindi til íslendinga í dag en Frakka fyrir 300 árum, því leikurinn hefur fengið frábærar móttökur og verið uppselt á allar sýningar til þessa. Bessi Bjarnason þykir fara á kostum í hlutverki aurasálarinnar Harpagon, aðrir leikar eru Pálmi Gestsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson. Leikstjóri var Sveinn Einarsson. Sýningar á Aurasálinni eru á sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 20.00. Ih fefelHlaH IHHHítl Norræna húsið: “Andlitsmyndir af Ingrid Bergman" eftir Andy Warhol Álaugardagkl. 16.00 verður opnuð sýning á grafíkverkum eftir hinn þekkta bandaríska listamann Andy Warhol í anddyri Norræna hússins. Sýningin nefnist „Andlitsmyndir af Ingrid Bergman" og eru þetta, eins og nafnið bendir til, þrjár andlitsmyndir af kvikmyndaleikkonunni Ingrid Bergman, gerðar í minningu hennar 1982, og eru þær í sama stíl og hin fræga mynd Warhols af Marilyn Monroe. Á sýningunni eru 30 myndir, þrjár áritaðar grafíkmyndir, sem eru til sölu á 3 þúsund dollara stykkið og 27 „prufuþrykk" listamannsins. Sýningin i Norræna húsinu verður opin á venjulegum sýningartíma hússins til 15. febr. Við sýninguna, kl. 16.00 á laugard. flytur ávarp bandaríski sendiherrann á íslandi, Nicholas Ruwe. Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í „Vegurinn til Mekka“ Leikfélag Reykjavíkur: Vegurinn til Mekka Vegurinn til Mekka er sýndur áföstud. 16. jan. kl. 20.30. Nú eru aðeins nokkrar sýningar eftir á þessu áhrifamikla leikrit Atholds Fugard, en þetta er fyrsta leikrit sem sýnt er eftir þenna virta og vinsæla leikritahöfund hér á landi. Leikendur eru Jón Sigurbjörnsson, Guðrún S. Gísladóttir og Sigríður Hagalín, sem leikur aðalhlutverkið og heldur upp á 40 ára leikafmæli sitt með þessu verki. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leikmynd og búninga hannaði Karl Aspelund og þýðandi verksins er Árni Ibsen. Dagur vonar Dagur vonar, leikrit Birgis Sigurðssonar, sem frumsýnt var á 90 ára afmælisdegi Leikfélagsins, verður sýnt á laugard. 17. jan. kl. 20.30. í kynningu frá L.R. segir: „Þetta er stórbrotið átakaverk - magnþrunginn fjölskylduharmleikur í bestu merkingu orðsins. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur." Leikendur: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Valdimar Örn Flygenring, Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Karlsson og Sigríður Hagalín. Leikstjóri er Stefán Baldursson og leikmynd og búninga hannaði Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Land míns föður Norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund - leikur í Norræna húsinu Norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund heldur tónleika í Norræna húsinu, sunnud. 18. jan. kl. 17.00 Á efnisskrá eru eingöngu verk eftir norræn tónskáld: Edv. Grieg, Niels Viggo Bentzon, Erik Bergman, Finn Mortensen og Lars Erik Larsson. Kjell Bækkelund hefur sagt, að þessir tónleikar verði þeir síðustu sem hann heldur á Norðurlöndunum. Hann hefur margoft komið til íslands og haldið tónleika, einnig um allan heim, og Kjell Bækkelund var fyrsti píanóleikarinn frá Vesturlöndum, sem var boðið til Kína í tónleikaferð eftir menningarbyltinguna. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. Gullverðlaun Harriet Cohen, Paderewskiverðlaunin og verðlaun norska menningarráðsins. Land míns föður verður sýnt á sunnud. 18. jan. kl. 20.30 í Iðnó. Nú fer sýningum fækkandi á þessum gríðarlega vinsæla stríðsárasöngleik Kjartans Ragnarssonar. Þetta verk er komið í hóp vinsælustu stykkja L.R. frá upphafi. Ný verk eru komin á dagskrá og þvíverður „Landið" sennaðvíkja af fjölunum þótt aðsókn sé enn mjög mikil. Úr brúðuleiknum „Risinn draumlyndi". Helga Steffensen ásamt brúðunum sinum úr leiknum. Brúðudagar í Gerðubergi Leikbrúðusýningu Helgu Steffensen í Gerðubergi, lýkur á sunnudgskvöldið 18. janúar. Leikhús „Brúðubílsins" er með sýningar laugardag 17. janúar og sunnudag 18. janúar kl. 15.00 báða dagana. Einnig eru til sýnis í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi gamlar dúkkur úr ýmsum áttum. Mikill fjöldi fólks hefur komið í Gerðuberg síðastliðna viku á „Brúðudagana". Tónleikar á Akranesi Tónlistarfélag Akraness heldur tónleika á morgun laugardaginn 17. janúarkl. 16.00 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Flytjendur eru: Nora Kornblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarinettuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru einleiks- og kammerverk eftir Lutoslawski, Webern, Schumann, Stravinsky og Beethoven. Auk þess flytur Snorri Sigfús nokkur lög á tónleikunum úr barnalagaflokki, sem hann samdi haustið 1984. Snorri kynnir þessi lög kl. 13.00 þennan sama laugardag í Tónlistarskóla Akraness. Óskar Ingólfsson klarinettuleikari, Snorri Sigfús Birgisson pianóleikari og Nora Kornblueh sellóleikari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.