Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 1
ISTUTTU MALL. MJÖG HARÐORÐ ályktun var samþykkt á fundi í Verkamannafé- laginu Hlíf með verkamönnum starf- andi í fiskvinnslu. Segir í ályktuninni að fundurinn telji að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafi um lang- an tima ekki virt sérstöðu verkafólks sem skyldi og þannig brugðist hlutverki sínu í málefnum þess, sérstaklega með tilliti til atvinnuöryggis. „Þrátt fyrir loforð ýmissra forystu- manna um úrbætur og jafnvel fullyrð- ingar um að búið sé að ganga þannig frá málum, að umsaminn uppsagnar- frestur verði virtur, þá er fiskvinnslu- fólki aftur og aftur vikið úr starfi fyrir- varalaust," segir í ályktuninni. Enn- fremur segir að engu líkara sé en að þetta áherslumál hafi hreinlega týnst í argaþrasi samningaviðræðnanna svo orðalag ályktunarinnar sé notað. Að lokum skorar fundurinn á stjórn Verkamannafélagsins Hlífar að hefja nú þegar undirbúning að gerð sérstaks samnings um kjaramál fiskvinnslufólks og það eitt fái að greiða atkvæði um hann. LOGREGLAN I Reykjavík lagði í fyrrakvöld hald á 3000 mynd- bandsspólur frá 5 myndbandaleigum í borginni. Samtals hefur því lögreglan lagt hald á um 15 þúsund myndbönd á tæpum mánuði. Langflest þeirra myndbanda sem lagt hefur verið hald á eru myndbönd sem Samtök rétthafa myndbanda telja að óheimilt sé að leigja út og vísa til höfundarréttalaga þar um. BYKO HF. hefur ráðið nýjan framkvæmda- stjóra. Það er Árni Árnason semtekur við starfi-fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs fyrir- tækisins og mun hann hafa yfirum- sjón með öllum fjármálum þess. Arni hefur um nokkurt skeið gegnt starfi framkvæmdastjóra Verslunar- ráðs íslands. SKAK Jóhanns Hjartarsonar og Jóns L. Árnasonar fór í bið á svæða- mótinu í Gausdal í gær. Tefld var sjöunda umferð skákmótsins. Ernst frá Svíþjóð sigraði Simen Agdestein óvænt og hefur Ernst skotist einn upp í fyrsta sæti með 5,5 vinninga. Aðeins tvær umferðir eru nú eftir af mótinu, en alls eru tefldar níu umferðir. ELDUR KOM upp á svæði BYKO í Kópavogi í gærkvöldi. Slökkvi- lið var kallað út eftir að fjöldamargar hringingar frá borgurum höfðu borist. Reyndist vera um eld að ræða í sílói inni á svæði fyrirtækisins en ekki varð nein hætta af þeim sökum og tókst auðveldlega að ráða niðurlögum eldsins. SOS A DV, eða íþróttafréttaritar- inn Sigmundur Ó. Steinarsson hefur tekið við ritstjórn blaðsins Reykjanes sem gefið er út í Keflavík og er málgagn Sjálfstæðisflokksins. IKRUMMI 1 s O S, Suðurnes!!! 1 Karl Steinar Guðnason alþingismaður um ástandið á Suðurnesjum: Stöndum á rústum sjávarútvegsins Þriðjungur flotans „fór“ á þremur árum: Togaralaust í árslok í Keflavík, Njarðvík og Garði? „Við erum auðvitað skjálfandi bæði af illsku og hræðslu -það sem blasir er staðfesting á hruni sjávar- útvegsins á Suðurnesjum," sagði Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður. Hann ásamt öðrum Suður- nesjamönnum stendur frammi fyrir því að svo gæti farið að enginn togari yrði eftir í Keflavík, Njarð- vík og Garðinum áður en þetta ár er liðið - en þeir voru 7 fyrir aðeins 3 árum. Tíminn hefur þegar sagt frá ótta manna um að síðasti togar- inn af þrem úr Garðinum - Gautur - verði seldur burt. Uppboð á eignum Sjöstjörnunnar stendur fyrir dyrum í mars nk. og staðan er svo slæm hjá Hraðfrystihúsi Kefla- víkur að ef ekki kemur til sérstakra aðgerða er talið blasa við að selja verði togarana til að forðast gjaldþrot. „Hér á Suðurnesjum var áður vaxtarbroddur útgerðar og fisk- vinnslu, en nú stöndum við á rústum sjávarútvegsins á staðnum. Skýringin er sú að allir nema Suðurnesjamenn virðast geta boð- ið hærra verð í skipin, sem veldur því að bæði skip og bátar streyma héðan. Mest hefur þó verið um það síðustu 3 árin, sem best er staðfest í skýrslu sjávarútvegsráðherra frá sl. vori," sagði Karl Steinar. Samanlagður fiskiskipastóll í Garði, Keflavík og Njarðvík minnkaði úr 73 skipuni niður í 49 á árunum 1983-1985, eða um þriðjung. Á árunum 1984-85 minnkaði og þorskaflamark skipa frá þessum stöðum um 3.700 tonn. Karl Steinar sagði afleiðingarnar koma í Ijós þegar stórframkvæmd- um Ijúki á Keflavíkurvelli innan tíðar, í atvinnuleysi hundruða fólks. En um 400 ntanns starfi við þá fiskvinnslu sem enn er eftir þar syðra. Hvort togurum Hraðfrystihúss- ins verði haldið á staðnum sagði hann fara eftir því hvort ntenn vilji stuðla að því að leysa dæmið. Talið 'sé að um 110 millj. mundu nægja til að fyrirtækið og togararnir gætu staðið styrkum stoðum. Og menn gieymdu því ekki að Fiskvciðasjóði hafi ekki þótt 100 millj. stór biti til iað afskrifa þegar t.d. Kolbeinsey var seld til Húsavíkur aftur. -HEI Sjómannadeilan leyst: Verkfalli lýkur formlega í dag - Eftir að lokið verður allsherjartalningu í Reykjavík. Samningar voru undirritaðir í húsi sáttasemjara um þrjúleytið í gær milli sjómanna og útgerðarm- anna. Alls voru 6 samningar undir- ritaðir, en það voru samningar yfir- og undirmanna á Vestfjörð- um, samningar yfirmanna og samn- ingar undirmanna annars staðar á landinu, og samningar yfirmanna og undirmanna á stóru togurunum, togurum yfir 500 tonnum. Samningarnir tókust rétt fyrir kl 8:00 í gærmorgun en það tók nokkurn tíma að setja þá upp og koma á undirskriftarhæft form. Félagsfundir víðsvegar um land- ið voru haldnir í gærkvöldi og morgun þar sem samningarnir voru bornir undir félagsmenn. Heildar- atkvæðafjöldinn verður talinn í dag, úr einum potti eftir að atkvæði hafa verið flutt til Reykjavíkur. Formlega lýkur verkfalli ekki fyrr en sú talning hefur farið fram. Búist er við því að flotinn fari að tínast úr höfn fljótlega upp úr því. Viðtöl við forvígismenn samn- inganefndanna eru á blaðsíðu þrjú ásamt frétt um innihald samning- anna. -BG/ES Undirritaðir voru samningar milli sjómanna og útvegsmanna í gærdag í Karphúsinu. Var þar með settur lokapunkturínn aftan við sviptingasama viku sem m.a. hefur faríð inn á þing sem frægt varð. Timumynd Sverrir Banaslys í Stardalshnjúki: Maður hrapaði 15 metra og lést „Hneta“ gaf sig Maður hrapaði til bana í Star- dalshnjúk í grennd við Mosfells- heiði í gærkveldi. Haföi hann ásamt öðrum manni verið að klífa bjargið þegar öryggisfesting gaf sig með fyrrgreindunt af- leiðingum. Féll maðurinn um fimmtán metra. Félagi mannsins gerði vart viö og var björgunar- sveitin Kyndill í Mosfcllssvcit kölluó út. Voru mennirnir mjög vel útbúnir til klifurs. Stardals- hnjúkur cr vinsæll æfingarstaður fjallagarpa. Þyrla Landhclgisgæslunnar fór á staðinn og var læknir úm borð. Þegar hann kom á staðinn var annar læknir mættur á slysstað. Öryggisfestingin (kölluð hneta meðal fjallamanna) sem gaf sig var færð til skoðunar hjá rann- sóknarlögreglu ríkisins og er ekki Ijóst með hvaða hætti hún hefur bilað. Getur allt eins verið um að ræða að hún hafi skroppið úr sprungu. Ekki er liægt að greina fránafni mannsinsaðsvostöddu. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.