Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. janúar 1987 Tíminn 7 IIIIIH... I'ITIÓND Áætlun Norths var gerð þann 24 janúar á síðasta ári og sagði blaðið hana hafa fundist í skjalaskrá undir- ofurstans. North gerði ráð fyrir að í fyrstu yrðu bandarísk vopn seld ti! hófsam- ari afla í íran en síðan kæmu trúar- leiðtogar á borð við Jóhannes Pál páfa og John O'Connor kardinála í New York inn í myndina. Blaðið sagði North einnig hafa skipulagt fund háttsettra embættis- manna og aukna vopnasölu til Irans í því skyni að fá alla gísla í Líbanon lausa og koma Khomeini frá völdum. Stórblaðið skýrði ekki frá ná- kvæmlega hvernig North hafði hugs- að sér að hófsamari öfl næðu völdum í íran eða hvaða hlutverki kirkju- leiðtogarnir áttu að gegna. Reagan Bandaríkjaforseti rak North úr starfi sínu hjá Þjóðarörygg- isráðinu á síðasta ári. Washington Post: Páfi í áætlunum Norths um að koma Khomeini f rá völdum Blaðið sagði helstu markmið ráða- gerðar Norths hafa verið þær að fá alla erlenda gísla lausa frá Líbanon og binda enda á valdaferil Ayatollah Khomeinis. Washington-Reuter Stórblaðið Washington Post skýrði frá því í gær að Oliver North, fyrrum starfsmaður bandaríska Pjóðaröryggisráðsins, hefði gert ráð fyrir að koma Jóhannesi Páli páfa inn í ráðagerð sína um að koma Khom- eini trúarleiðtoga í íran frá völdum. Khomeini trúarleiðtogi í fran: Áætlun Norths beindist að því að koma honum frá völdum Kína: Lyfjasvik kosta lífstíðarfangelsi Pekíng-Reuter Kínverskur læknir hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að svíkja fé út úr fólki vegna lyfja- rannsókna sem enginn fótur var fyrir. Það var fréttastofan Nýja Kína sem skýrði frá þessu í gær. Fréttastofan sagði hinn fertuga Feng Shuyuan hafa náð peningum af „fólki og vinnueiningum" fyrir að þykjast ætla að koma á fót lyfjarannsóknarstofnun. Feng náði meira að segja að sannfæra hið opinbera tækni- og efnahagsráð landsins um gildi- stofnunar sinnar og hélt mikla veislu í Pekíng til að fagna góðum árangri. Yerðbólga var ekkert vandamál í iðnaðarríkjunum á síðasta ári, sérstaklega á síðari hluta þess: Myndin sýnir franska iðnaðarmenn að störfum Verðbólgan ekkert vandamál í ríkjum OCED á síðasta ári París-Reuter Verðbólga í þeim 24 iðnaðarríkj- um sem mynda Samtök um efna- hagslega þróun og samvinnu (OECD) var að meðaltali aðeins 2,2% í nóvembermánuði á síðasta ári og hefur verðbólga í þessum ríkjum ekki verið lægri síðan í apríl árið 1964. f októbermánuði var verðbólgan líka lág eða 2,3%. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá OECD þar sem fólk var sagt hafa borgað mjög lítið fyrir orku í nóvem- ber, sérstaklega í Bandaríkjunum, Japan og Vestur-Þýskalandi, en hinsvegar matarreikningar verið nokkuð venjulegir. Af helstu iðnaðarríkjunum var verðbólga mest í Kanada eða 4,5%, í Bretlandi var hún 3,5%, 2,1% verðbólga var í Frakklandi og 1,3% í Bandaríkjunum. Verðbólga í Jap- an og Vestur-Þýskalandi var hins- vegar engin og tölur þar reyndar í mínus, 0,3% í Japan og 1,2% í Vestur-Þýskalandi. Svíi einn á við áfengisvandamál að stríða: Dæmdur í 58unda sinn fyrir að vera fullur undir stýri Stokkhólmur-Rcuter Sænskur dómstóll hefur dæmt 52 ára gamlan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Það er sosum ekki merkilegt utan þess að þetta mun vera í 58unda skipti sem maðurinn er dæmdur fyrir áðurnefnt afbrot. Lögmenn í Alingsas í Mið-Sví- þjóð sögðu mann þennan þegar hafa setið inni í samtals fjögur og hálft ár fyrir að keyra drukkinn. Maðurinn sagði fyrir rétti í fyrra- dag að hann vonaðist til að geta leitað sér aðstoðar til að vinna á drykkjusýki sinni. Hún kom honum fyrst í vandræði árið 1957. Viðurlög við því að aka undir áhrifum áfengis eru mjög ströng í Svíþjóð og þar nægir mönnum yfir- leitt eitt glas af víni eða bjór til að fara yfir leyfileg mörk. Þeir sem mælast með mjög hátt alkóhólmagn í blóðinu eru nær ávallt dæmdir til fangelsisvistar. Eskihlíð Mjóuhlíð Skerjafjörð Armúla Suðurlandsbraut Afleysing Vfe mán. Einimelur Melhagi Neshagi TÍMINN Síðumúla 15 PJOÐVIUINN •S. 686300 S. 681866 S.681333 Blaðburður er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.