Tíminn - 18.01.1987, Page 3

Tíminn - 18.01.1987, Page 3
Sunnudagur 18. janúar 1987 Listamaður svikinn í Hveragerði: Yegna vanskila kaupanda varð að hætta við verkið Sigurður Sólmundarson listamaður var að vinna að 120 metra langri veggmynd úr grjóti Tíminn 4 Sigurður Sólmundarson við þann hluta veggmyndarinnar sem hann kláraði áður en hann gafst upp vegna peningaleysis og vangoldinna greiðslna frá kaupanda. 6 Ein af myndum Sigurðar, sem gerð er úr grjóti fínt möluðu. Ekki er til pensilfar í myndum hans. 7 Heimilisbarinn. Sigurður er hagur á fleira en grjót. Barinn er smíðaður úr rekaviði sem hefur verið slípaður vel niður án þess þó að ganga á náttúrulega eiginleika hans. Fyrir framan barinn stendur rekaviðarstúlka sem er að fá sér vænlegan slurkaf mjólk. P eir gerast æ vandfundn- ari hinir náttúrulegu þúsund- þjalasmiðir sem allt leikur í höndunum á og einkennt hefur íslendinga í gegnum tíðina. Þó rákumst við á einn nú á dögun- um. Sá er myndlistarmaðurinn Sigurður Sólmundarson, borinn og gagnmenntaður í Hveragerði og dverghagur með afbrigðum. í höndum hans breytast hinar grófustu afurðir íslenskrar nátt- úru í fíngerð listaverk. Hráefni í myndir sínar og verk sækir Sólmundur í grjót og annan efnivið sem náttúran leggur til. í vikunni fjallaði Tíminn lítil- lega um stórt myndlistarverk sem Sigurður var fenginn til að gera og átti að verða 120 metrar á lengt fullbúið. Listaverkið átti að setja upp í fyrirhugaðri versl- unarmiðstöð í Hveragerði, sem reyndar bólar ekkert á. Ekki bólar heldur á þeim greiðslum er Sigurður átti að fá fyrir veiKiu, eu ^igurour neiur lagi mikla vinnu og peninga í undir- búning, leigt sér húsnæði, ráðið sér aðstoðarmann og sótt sérval- ið grjót í tonnatali, landshluta á milli. Tíminn kom við hjá Sigurði og leit á ýmis handverk hans sem öll eru unnin úr náttúruleg- um efnum, íslensku grjóti, rekavið, mosa o.þ.h. Ljósmyndari Tímans brá sér austur yfir fjall og munum við rekja hér sögu veggmyndarinnar í myndum. 5 Hlutar myndarinnar sem eiga að sýna vinnubrögð og aðstæður fyrr á öldum. Tíraamyndir Pjelur co ir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.