Tíminn - 18.01.1987, Síða 4

Tíminn - 18.01.1987, Síða 4
4 Tíminn tílÐARI Tekst Jóni Baldvin að semja nýjan „Gleðibanka“? Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum bendir allt til þess að draga taki úr þeirri uppsveiflu sem Alþýðuflokkurinn virtist njóta um hríð og má mikið vera ef sú þróun heldur ekki áfram. Það er þekkt fyrirbæri úr sögu þess flokks að hann hefur átt til að bólgna út skamma hríð, til þess eins að hjaðna niður í næstum ekkert að stuttum tíma liðnum. Oftar en einu sinni hefur það blasað við að flokkurinn þurrkaðist út sem slíkur, enda eru þær forsendur sem hann á hverjum tíma hefur byggt fylgi sitt á oft mestmegnis orðareykur, sem lítil sannfæring hefur svo reynst vera á bak við eða að minnsta kosti ekki vit eða vilji til að standa á þeim. Flokkurinn hefur í stjórnarsamstarfi reynst reikull og fylgt einskonar „haltu mér slepptu mér“ stefnu, reynst ófús að axla raun- verulega ábyrgð og loks skilið við allt í uppnámi og ringulreið og hlaupist frá. Uppsveifla hans að undanförnu hefur verið að þakka tilþrifum hins unga formanns hans, Jóns Baldvins, sem óneitanlega er djarfmæltur og oft áheyrilegur ræðumaður og ekki óeðlilegt að höfði til margra í krafti þess eiginleika. En þótt orð séu til alls fyrst, eins og máltækið segir, þá bendir sitthvað til þess að Jóni muni ekki takast fimlegar að halda sér við jörðina en mörgum fyrirrennara hans, er að brýnum pólitískum úrlausnarefnum kemur og kjósa sömu leið og þeir hafa svo oft gert - að troða marvaðann í skýjum uppi, stökkva frá vandanum óleystum og eigna ábyrgari öflum ringulreiðina sem eftir mun liggja. Gömul reynsla ætti þó að hafa kennt Alþýðuflokknum að kjósendur hafa ekki kunnað að meta þessi vinnubrögð, næst þegar til kosninga hefur komið - og hann hefur mátt bíða drjúgan tíma eftir næstu „uppsveiflu“. Skynsamlegast væri hins vegar af kjósendum nú við næstu kosningar að spara Alþýðuflokknum þau axar- sköft sem reynslan sýnir að hann er vís til að smíða sér, komist hann í valdaaðstöðu, og halda honum utan hrings enn um sinn. Annars sannar dvínandi fylgi flokksins í nýj- ustu skoðanakönnunum enn frekar það sem fyrr er sagt hér í leiðaranum um þátt Jóns Baldvins í hve vel hann kom út úr fyrri könnunum. Meðan Jón Baldvin náði „senunni“ í kring um og eftir' flokksþing kratanna var hann líkt og hver önnur dægurlagastjarna, sem nýtur stundarhylli, uns menn fara að þreytast á rauli hans og hann er ekki pantaður í óskalagaþættinum meir. Menn fara á ný að leggja eyru við betri tónlist, sem staðist hefur prófraun tímans. En um leið segir þetta sitt um það hve skoðanakannanir löngu áður en að kosningum kemur eru í raun marklitl- ar. Vafi er á að Jóni Baldvin takist að semja nýjan „Gleðibanka“ handa kjósendum fyrir vorið og setja upp nýtt „ ljósasjów.“ Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Þór Jónsson Reinhard Reynisson Þórarinn Þórarinsson skrifar um: ERLEND^M I MALEFNI Sunnudagur 18. janúar 1987 A Reagan eftir að leika eftir- minnilegasta hlutverk sitt? Hann virðist nú eiga um þrjá kosti að velja FRÁ BANDARÍKJUNUM berast þær fréttir, að hver skoðanakönnunin á fætur ann- arri beri þess merki, að aldrei áður hafi forseti Bandaríkj- anna glatað vinsældum á eins örskömmum tíma og Reagan seinustu vikurnar eftir að hafa notið meiri vinsælda en nokkur annar forseti að lokinni sex ára setu í forsetastólnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna virðist trúa því, að Reagan segi ósatt vísvitandi eða óvitandi um hlutdeild sína í íransmál- inu. Báðar deildir þingsins hafa kosið rannsóknarnefndir, sem eiga að hafa það hlutverk að upplýsa íransmálið til fulls og þó fyrst og fremst þátt forset- ans í því. Búist er við, að þetta starf taki nokkra mánuði, þar sem slíkar nefndir taka sér yfirleitt rúman tíma, því að þær eru skipaðar þingmönn- um, sem hafa mörgum öðrum störfum að sinna, m.a. í hinum hefðbundnu þingnefndum. Allan þann tíma verður írans- málið og aðild forsetans eitt höfuðefni fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar eða demókratar verða ekki einir um það að gera sitt besta til að draga fram hlutdeild forsetans. Margir flokksbræður hans á þingi munu ganga fram fyrir skjöldu til að sýna að þeir vilji ekki hylma yfir neitt í málinu. Þetta mun ekki síst gilda um þá, sem hugsa sér til hreyfings í sambandi við forsetakosning- arnar 1988, en prófkjörin hefj- ast í febrúar og mars á næsta ári, en sjálf kosningabaráttan vegna þeirra hefst strax í haust. Það er ekki Reagan einn, sem hefur tapað vinsældum vegna Iransmálsins. Þetta virð- ist ekki síður gilda um Bush varaforseta. Þangað til írans- málið kom til sögunnar sýndu skoðanakannanir,aðBushhafði meira fylgi en hver einstakur hinna, sem ætluðu að keppa um forsetatignina. Nú segir Bush sjálfur, að hann hafi ekki lengur forustuna, heldur Dole öldungadeildarmaður, sem er formaður flokks repúblikana í deildinni og var varaforseta- efni í framboði með Ford 1976. Dole segir líka, að hann vilji upplýsa íransmálið til fulls. Bush lýsir yfir því, að hann sé ekkert við það riðinn, en jafn- framt reynir hann að verja Reagan. Þess vegna hafa vin-i sældir hans minnkað. ÍRANSMÁLIÐ hefur mjög orðið til að draga athygli og umræður að aldri forsetans, en hann verður 76 ára í næsta mánuði. Enginn fyrirrennari hans hefur orðið svo aldraður í forsetaembættinu. Margt þykir orðið benda til, að forset- inn sé að verða minnislítill, heyrn hans lakari en áður, þrek hans minna og önnur ellimerki séu að koma til sög- unnar. Aldurinn er einnig far- inn að setja svip á andlitsdrætti hans. Reagan er þó enn furðu frísklegur í framkomu og hreyfingum miðað við aldur- inn. Andstæðingar hans segja, að það stafi af því, að hann sé alltaf að leika. Það er spurning margra Gorbatsjov og Bush fréttaskýrenda og óbreyttra kjósenda, hvort maður, sem er í vaxandi mæli að verða elli- hrumur geti gegnt hinu erfiða og ábyrgðarmikla embætti forsetans í tvö ár enn, án þess að það verði ekki aðeins honum, heldur þjóðinni allri til meira og minna tjóns. Völd- in munu færast í sívaxandi mæli í hendur embættismanna og ráðunauta hans, en hingað til hefur val Reagans á þeim tekist misjafnlega og allir geta þeir skákað meira og minna í því skjóli, að ábyrgðin sé for- setans. James Reston, sem er einn þekktasti fréttaskýrandi Bandaríkjanna og nálgast Re- agan að aldri, lét nýlega svo ummælt, að vandamál Banda- ríkjamanna væri nú mest það, hvernig þeir gætu hjálpað Re- agan til að komast klakklaust yfir þau tvö ár, sem hann á eftir að vera forseti. Það er ekki fjarri lagi að segja, að Reagan hafi nú um þrjá kosti að velja. Fyrst má nefna þann, að vera áfram í forsetastólnum á svipaðan hátt og verið hefur um skeið, láta embættismenn og ráðgjafa ráða mestu og vera áfram í sífelldum deilum við þingið og búa við vantrú og vantraust þjóðarinnar. Slíkt þykir yfir- ieitt ekki góður kostur að mati Bandaríkjamanna. Annar kosturinn er sá, að Reagan fari að ráðum Nixons og leiti samninga við Gorbat- sjov á grundvelli Reykjavíkur- viðræðnanna, en að ýmsu leyti verði þó gengið skemmra til að auðvelda Reagan samkomu- lag. Ýmsir telja, að Rússar séu ekki fjarri þessu, því að valda- menn þeirra trúi á að betra geti verið að semja við Reagan en eftirmann hans, því að Reagan vilji ná árangri í afvopnunar- málum áður en hann lætur af stjórn. Það gæti styrkt þá kenningu, að Reagan hafi þessi ráð Nix- ons í huga, að hann hefur gert haukunum ýmislegt til geðs eftir Reykjavíkurfundinn. Nix- on hefur nefnilega lýst því sem heppilegri starfsaðferð, að ætli menn að stíga eitt spor fram, verði fyrst að stíga eitt spor til baka, en síðan tvö fram. ÞRIÐJI kosturinn er sá, að innan tíðar segi Reagan af sér og segist gera það fyrir ellisakir og láti Bush taka við. Vissulega væri það gild afsökun fyrir afsögninni, að hann teldi sig aldurs og heilsu vegna ekki færan um að gegna erfiðasta og ábyrgðarmesta embætti í heim- inum. Enginn forseti hefur gert þetta áður. Afsögn Reagans, sem byggðist á þessum rök- semdum, væri einstæður at- burður í sögu Bandaríkjanna. Vafalítið myndi þetta auka vinsældir hans að nýju, því að ótvírætt bæri þetta jafnt vott um ábyrgðartilfinningu og fórnarhug. Reagan myndi jafn- framt sem snjall leikari geta gert þetta með slíkum glæsi- brag, að þetta yrði eftirminni- legur atburður í sögu Banda- ríkjanna. Ef hann veldi þennan kost, gæti hann átt eftir að leika sögulegasta hlutverk sitt. Reagan gæti ef til vill með þessu tryggt repúblikönum sig- ur í næstu forsetakosningum. Þetta er hægt að hugsa sér á þann hátt, að Bush gæti náð viðunanlegum afvopnunar- samningum við Rússa, sem myndu mælast svo vel fyrir, að hann ætti auðvelda kosningu, líkt og Nixon 1972. Að öðrum kosti er líklegt, að mikil átök verði meðal rep- úblikana um val á forsetaefni og forsetakosningarnar eigi eftir að ganga demókrötum í vil.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.