Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Einfaldar grænmetissúpur
Pað er hægt að hafa einfaldar grænmetissúpur á undan
aðalréttinum í hverri máltíð. Það er hægt að fá keyptan
grænmetiskraft en ef búið er til gott soð þá er það miklu
bragðbetra.
Grænmetissoð
1 stór laukur, skorinn í 4 hluta
2 selleristilkar
2 gulrætur, skornar í bita
1 stór kartafla, afhýdd, í bitum
ytri blöð af hvítkáli
kryddvöndur
1 tsk. svört piparkorn
1 tsk. grænmetiskraftur
3,5 lítrar vatn
Látið allt í stóran pott. Látið suðuna koma upp. Látið malla
án loks í 1 klukkustund.
Kælið soðið og síið það síðan. Látið í ílát með loki og geymið
í ísskáp. Þetta soð geymist í uppundir viku í ísskáp.
Gulrótarsúpa
450 gr. gulrætur
25 gr. smjör
1 stór laukur, fínsaxaður
1 hvítlauksbátur, fínsaxaður
1/2 tsk. malað kúmen
1/2 tsk. malað kóríander
1 líter grænmetissoð
kryddvöndur
1 1/2 dl jógúrt
Rífið gulræturnar gróft. Bræðið smjörið í potti við lítinn hita.
Látið út í gulræturnar, laukinn, hvítlaukinn og kryddið. Látið lok
á pottinn og sjóðið í smjörinu við lítinn hita í um það bil 10
mínútur. Hellið soðinu yfir og látið suðuna koma upp. Bætið út
í kryddvendinum og látið malla undir loki í 20 mínútur.
Takið pottinn af hitanum og fjarlægið kryddvöndinn. Hrærið
jógúrtinu saman við rétt áður en súpan er borin fram.
Einföld blómkálssúpa með osti
1 stórt blómkálshöfuð
1 stór laukur
9 dl grænmetissoð
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
kryddvöndur
1 dl rjómi
100 gr. rifinn ostur
Saxið blómkálið smátt ásamt lauknum. Látið hvort tveggja í
pott ásamt grænmetissoðinu. Kryddið og bætið út í kryddvendin-
um. Látið suðuna koma upp, þekið og látið malla í 20 mínútur.
Fjarlægið kryddvöndinn og látið súpuna í blandara. Merjið
þangað til hún er jöfn.
Látið súpuna aftur í pottinn og hitið upp aftur. Blandið
rjómanum út í en látið súpuna ekki sjóða eftir það. Látið skammt
af osti í botninn á hverri súpuskál. Hellið súpunni yfir og hrærið
í þangað til osturinn byrjar að bráðna.
Púrru, gulróta og kartöflusúpa
225 gr. púrra
225 gr. gulrætur
225 gr. kartöflur
25 gr. smjör
9 dl grænmetissoð
kryddvöndur
nýmalaður pipar
sjávarsalt
salvía
1 dl rjómi
2 msk. ristaðar möndluflögur
Skerið púrruna og gulræturnar í þunnar sneiðar. Skerið
kartöfluna smátt. Bræðið smjörið í potti við lítinn hita. Látið
grænmetið út í og sjóðið í feitinni við lítinn hita í um það bil 10
mínútur.
Hellið soðinu yfir og látið suðuna koma upp. Látið út í
kryddvöndinn og saltið og piparinn. Látið lok á pottinn og látið
malla í 20 mínútur.
Takið pottinn af hitanum. Fjarlægið kryddvöndinn. Merjið
súpuna í blandara. Látið hana aftur í pottinn og bætið út í
salvíunni og rjómanum. Hitið upp að suðu. Ausið í súpuskálar
og stráið ristuðum möndlum yfir hverja skál.
Sunnudagur 18. janúar 1987
I
1
Á þessari ióð er
fyrirhugað að reisa
verslunar- og
þjónustu miðstöðina
sem veggmyndin átti
að fara á. Verður hún
ekki reist?
2
Það var ekkert
smáræði af grjóti sem
Sigurður hafði með
sér frá Borgarfirði
eystri og átti að nota
við gerð myndarinnar.
Hér sést hann við
hluta þess efnis.
Sigurður tók á leigu
efri hæðina í þessu
húsi og hafði þar
vinnu aðstöðu sína.
Leigan var dýr en
miklum greiðslum
hafði verið lofað fyrir
verkið.
s ;