Tíminn - 18.01.1987, Page 10

Tíminn - 18.01.1987, Page 10
10 Tíminn Sunnudagur 18. janúar 1987 Himinninn bítur frá sér Yfir Suðurskautslandinu hefur óson - verndarhjúpur jarðar rofnað allt að strönd Argentínu. Röskun á hitastigi jarðar, stórfjölgun sjúkdóma og dauði plantna og lífvera í sjó og á landi gæti vofað yfir Rannsóknamönn- um var ekki til setu boðið. Þegar í ágúst hættu bandarískir vís- indamenn á að fljúga til suður- skautsins, þótt heimskautanótt- in mikla væri enn ekki á enda. Þessi fimmtán manna hópur átti að komast að því svo skjótt sem auðið væri hvað hæft væri í uggvænlegum uppgötvunum breskra vísindamanna, en þær bentu til að hægt og hægt væri að ljúkast upp gat í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu, en óson- lagið myndar hjúp um jörðina í 40 km. hæð. Það gegnir því hlutverki fyrir líf á jörðinni að það bægir frá útfjólubláu Ijósi sólar. Nemur við suðurodda Argentínu Bandarísku vísindamennirnir staðfestu niðurstöður Bretanna. Líkt og gerst hafði á vorin á Suðurskautslandinu í mörg ár, þá rofnaði nú ósonlagið í nokkr- ar vikur. Gatið hafði líka farið stækkandi, eins og áður hafði verið að gerast árlega. Útjaðar þess nam nú við suðurodda Arg- entínu. Vísindamennirnir sendu það álit sitt í skeyti um gervihnött að engar sannanir væru fyrir þeirri tilgátu að gatið í ósonlaginu mundi fyllast aftur fyrir áhrif veðrabreytinga og hverfa þannig eins og ilíur andi. Að áliti Susan Solomon, leiðangursstjóra, virt- ist svo sem mengunaráhrif frá jörðu væru skaðvaldurinn. Þar með væri sú hætta fyrir hendi að gatið héldi enn áfram að stækka. Ef til vill kynni sams konar gat að opnast yfir norðurpólnum innan tíðar. „Það getur enginn útilokað,“ segir Michael McEnr- oy, prófessor við Harwardhá- skóla. Þessar upplýsingar hafa nú á ný vakið upp ótta sem fyrst kviknaði á árunum eftir 1970 í þessa veru. Þá vöruðu tveir ungir vísindamenn í Kaliforníu við því að klórflúorkolefni úr spraybrúsum ógnuðu ósonlagi jarðar. Þar sem þessi efni hafa sannast að vera mjög stöðug gagnvart efnabreytingum, sbr. athuganir Sherwood Roland og Mario Molina, þá stíga þau til himins án þess að brotna niður. Er það fyrst þegar efnin eru komin 35^40 kílómetra upp Yfir iðnaðarsvæðum hvelfist nú og plöntulífi. loftið eða þangað sem útfjólu- bláu geislarnir bylja á lofthjúpn- um, að hið „harða“ ljós fær brotið klóratómið úr mólekúl- unum. En klór er mjög skeinu- hættur ósoni. Efnafræðingar telja að eitt klóratóm geti eyði- lagt um tíu þúsund ósonmólek- úl. Aukning sjúkdóma Hverfi ósonlagið, þá hefur það geigvænlegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni. Aðeins eitt prósent rýrnun þess hefði í för með sér feiknalega aukningu húðkrabbatilfella meðal hvítra manna. Svifinu í sjónum væri líka stefnt í hættu. Útfjólubláu hjálmur úr ósoni, sem getur orðið mjög skaðlegur heilsu manna Barði Þorkelsson geislarnir sem yrðu nú miklu sterkari, mundu hægja á vexti þessa lífsnausynlega viðurværis fiskanna. Sama á við um nytja- jurtir. Líffræðingar telja að um þriðjungur þeirra sé afar við- kvæmur fyrir útfjólubláu ljósi. Hagsmunaaðilar í iðnaði hafa þó stöðugt vísað þessu öllu á bug og vísað til talna sem segja að ósonmagnið sé stöðugt. Samt hafa lönd eins og Bandaríkin og Svíþjóð bannað notkun klór- flúorkolefna í iðnaði. Heims- framleiðslan eykst samt sem áður stöðugt. Notkun klór- flúorkolefna hefur farið vaxandi við gerð kælitækja, ísskápa og loftkælikerfa. Ætla má að um 700 þúsund tonn af efninu, sem er lofttegund, stigi til himins árlega. Aður en vart varð við gatið yfir suðurskautinu voru vísindamenn þegar farnir að hugleiða hvort ekki væri tími til kominn að senda út aðvaranir. Því ollu framfarir á sviði veður- fræði og meiri vitneskja um efnabreytingar í andrúmsloft- inu, þar sem margt hættulegt virtist vera að gerast. „Óson verður stærsta umhverfisvanda- mál næstu áratuganna,“ segir prófessor Dieter Kley við „Rannsóknastofu fyrir mengun í andrúmsloftinu,“ við kjarn- orkurannsóknastöðina í Julich í V-Þýskalandi. Nýtt ósonlag Samt er það staðreynd að ósonmagnið í lofthjúpi jarðar er sífellt stöðugt, - en með nýjuni formerkjum. Ósonlagið í efri loftlögunum minnkar, en eykst í loftlögum nær jörðu. sonmælingar hafa fariö fram hér á landi um árabil og eru þær hluti alþjóölegrar keðju mælistöðva um heim allan. Veðurstofan hefur annast þessar mælingar og umsjónarmaður með þeim er Barði Þorkelsson starfsmaður jarðeðlisfræðideildar Veðurstofunnar. Við spurðum Barða um þessar mælingar. þess að sólin er notuð sem Ijósgjafi og hún þarf að vera í ákveðinni lágmarkshæð til að hægt sé aðmæla.“ Það kom fram hjá Barða að tækið hér er einn hlekkur al- þjóðlegrar keðju mælistöðva og núna eru í gangi eitthvað á milli 60 til 80 tæki á jörðinni, en mælingar hafa verið gerðar á u.þ.b. 200 stöðum með svona tækjum eða svipuðum. - En hvað með niðurstöður mælinga, er unnið úr þeim hér? „Það hefur nú ekki verið unnið úr þeim sérstaklega, þó vinnum við úr þessu ákveðnar tölfræðilegar niðurstöður. Frekari úrvinnsla og samræm- ing gagna fer svo fram í Kan- ada þar sem sá aðili hefur aðsetur sem safnar saman niðurstöðum þessara mælinga um heim allan.“ Eins og sést á töflunni hér þá gefa niðurstöður mælinga hér ekki til kynna neinar meirihátt- ar sveiflur umfram það sem eðlilegt er milli árstíða, auk þess sem mæliskekkjur eru allt- af einhverjar. „Hins vegar er það svo á okkar slóðum svona 60-70 °Nbr. og svo 60-70 ° Sbr., - Hve lengi hafa ósonmælingar farið fram hér á landi? „Ósonmælingar byrja hér 1952 og standa samfellt til 1955, en þá verður hlé á þeim um tveggja ára skeið og það er svo frá 1957 sem þær hafa verið stundaðar óslitið. Þá hófst notkun þess tækis sem enn er notað.“ - Er þá mælt á hverjum degi? „Já, það er mælt einu sinni á dag en það er ekki hægt að koma við mælingum allt árið. Frá miðjum nóvember og fram í miðjan febrúar er erfitt að fá marktækar niðurstöður, vegna Kortið sýnir mismunandi þykkt ósonlagsins í þúsundustu hlutum úr cm (10“3 cm STP) miðað við 0°C og 1013 mb loftþrýsting. Punktarnir tákna þær stöðvar þar sem ósonmælingar fara fram.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.