Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18. janúar 1987 Tíminn 9 Pegar Rússar tala um Gzhel geta þeir átt við fleira en eitt: Þorpið Gzhel skammt frá Moskvu, sérstaka leirtegund, sem finnst í jörðu í nágrenni þorpsins og hefur verið unnin í meira en sex aldir, eða gamal- gróna alþýðulistiðn sem þar hef- ur verið stunduð. Frá sjónarmiði neytenda merkir gzhel fjöl- breyttar postulínsvörur - tesett, blómavasa, mjólkur- og bjór- könnur. Frá sjónarmiði safnara eru þessir hvítu og bláu vasar, bollar og könnur einstæð lista- verk. Glerjuð blá grös og blóm á hvítum grunni eru alltaf fmmgerð, enda þótt þau séu mál- uð af sama listamanninum. Munurinn á þeim er alltaf sýni- legur, hve lítill sem hann er. Það er regla hjá Rússum í dag að frumgera innan marka hefð- arinnar. Gzhel-postulínsverk- smiðjan er stórt iðnfyrirtæki þar sem starfa 300 manns, þar af er þriðjungurinn listamenn og myndhöggvarar. Framleiðslan vex vegna þess að eftirspurnin er mikil. Gzhelvörur eiga vax- andi vinsældum að fagna í Sovét- ríkjunum í dag, og pöntunum erlendis frá á postulíni fer einnig fjölgandi. Þar sem líklegt var að fjöldaframleiðsla á postulíni kæmi niður á gæðunum var ákveðið að koma á fót tilrauna- verkstæði til þess að varðveita þjóðlegar hefðir í þessari iðn- grein, sem mótuð hefur verið af mörgum kynslóðum listamanna. í hópi þerra eru þeir sem nú tilheyra eldri kynslóðinni hjá okkur, en feður þeirra og afar voru fæddir og uppaldir, í Gzhel og þeir sem nú lifa hafa erft hæfileika þeirra og leikni og fágað hana. Til eru heilu fjöl- skyldur listiðnaðarmanna í Gzhel. Eldri kynslóðin er smám sam- an að þoka fyrir ungu fólki, útskrifuðu úr Stroganov-listiðn- aðarháskólanum í Moskvu og Abramtsevo-skreytilistar- skólanum. Unga kynslóðin met- ur hefðirnar mikils og vill óðfús varðveita þær. Það er orðið langt síðan Gzhelleirinn var uppgötvaður. Hans er fyrst getið í annálum fyrir um 650 árum. Á 19. öld vitnuðu sérfræðingar til Gzhel- postulíns sem hins rússneska Staffordshire-postulíns (aðal- postulínshérað Bretlands). Samt hélt rússneskt postulín allt- af sérkennum sínum, óvenju- legri lögun og frumlegri máln- ingu. Handiðnaðarmennirnir sem voru flestir ólæsir en mjög hæfileikaríkir höfðu næman skilning á málverkinu. Þeir mál- uðu frábærlega fegurð landslags- ins, blóm og fugla. Þetta svæði er oft kallað Gzhelþríhyrningurinn (það er þríhyrnt að lögun) en ekki vegna þess að þar leynist óþekktar hættur heldur fyrir ráðgátur þess. Það sem gerir það dular- fullt er hin síunga list handiðn- aðarmanna sem þarna eru upp- vaxnir, hinn ósvikni andi sveita- fólksins, einfaldur og kunnáttu- samlegur, vingjarnlegur og GZHEL Gæðapostulín Valentin Rosanov, 30 ára, er listamaður við Gzhel- postulínsverksmiðjuna, sem unnið hefur til verðlauna. Sjúkraflutninganámskeið Borgarspítalinn og Rauði Kross íslands efna til sjúkraflutn- inganámskeiðs dagana 30. mars-10. apríl n.k. Kennsla fer fram að mestu í Borgarspítalanum frá kl. 8-17 daglega en eftir það gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgarspítalans og Slökkvistöðvar Reykjavíkur. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 21, R. s: 91-26722 (Ásgerður). Umsóknarfrestur er til 10. mars. Fjölskyldan nefnist þessi stytturöð sem Júrí Jermakov gerði. Bersýnilega hefur listamaðurinn hér mótað persónur sem hann þekkir mjög vel og ann. Styttur hans „Konan með alifuglana“, „Listamaðurinn“, „Saumakonan" og „Lesarinn“ voru ásamt fleiri styttum hans settar á sýningu á verkum ungra rússneskra listamanna. traustur. Raunveruleg alþýðu- list er alltaf ráðgáta: Þótt full- komnustu tækni skorti hefur hver gripur eitthvað óskilgreint við sig. Líklega er það lista- manninum meðfætt. Það er raunar sama hvert listamennirn-' ir flyttust, þeir myndu líklega snúa aftur til Gzhel fyrr eða síðar. Júrí Jermakov, Katja Ostajkova og Sergei Simonov eru ungir listamenn f rá Gzhel. Sameiginlegt verk þeirra Íshokkíbikarinn, vann 1. verðlaun í samkeppni, og kom hann í hlut sovéska landsliðsins í íshokkí, sem vann hann fyrir sigur í alþjóðlegu móti árið 1986.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.