Tíminn - 18.01.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 18.01.1987, Qupperneq 7
Sunnudagur 18. janúar 1987 Tíminn 7 íslenska óperan sýnir Aida: Yiðamesta A M«LSTÆRSTA og viðamesta verkefni íslensku óp- erunnar til þessa, óperan Aida eftir Giuseppe Verdi, var frum- sýnd í Gamla bíói föstudaginn 16. janúar sl. Þessi viðburður tengist 5 ára sýningarafmæli óp- erunnar í Gamla bíói sem var fomlega tekið í notkun sem óperuhús 9. janúar 1982. Þessi dagur, markar því nokk- ur tímamót í sögu íslensks óp- eruflutnings. Þess má einnig geta til gamans að 9. janúar er brúðkaupsdagur þeirra Giu- seppe Verdi og Giuseppinu Strepponi en þau gengu í form- legt hjónaband 1859. Islenska óperan var stofnuð 1978 af bjartsýnum eldhugum úr hópi íslenskra söngvara undir forystu Garðars Cortes. Mark- miðið var að halda uppi reglu- legri óperustarfsemi í landinu. Við það markmið hefur verið staðið og vel það, því samtals hafa verið settar upp 13 óperur, þar af 11 í Gamla bíói og að auki haldið úti veglegu tónleikahaldi. Aida hefur að sönnu verið nefnd eitt mesta stórvirki óperu- bókmenntanna og uppsetning hennar þykir stórviðburður hjá öllunr óperuhúsum heims. Hún var samin sérstaklega fyrir vígslu óperuhússins í Kairó og frum- flutt þar í desember 1871. Var það viðamesta og veglegasta óp- erusýning sem fram hafði farið á þeim tíma og flykktust menn að úr öllum heimshornum til að vera viðstaddir frumsýninguna. í sýningu íslensku óperunnar nú taka þátt um 170 söngvarar, dansarar og tónlistarmenn. Þar af er 99 manna kór og 7 ein- söngvarar. Hljómsveitarstjórn er í höndum Gerhards Deckert úr Vínarborg og er þetta þriðja óperan sem hann stjórnar hér við mikinn orðstír. Bríet Héð- insdóttir leikstýrir nú sinni ann- arri óperu á sviði íslensku óper- unnar. Leikmyndin er unnin af Unu Collins. Hún hefur einnig haft hönd í bagga með gerð leikbúninga, en hönnun þeirra annast Hulda Kr. Magnúsdóttir með henni. Með hlutverk Aidu fer Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Ra- dames syngur Garðar Cortes. Sigríður Ella Magnúsdóttir er í hlutverki Amneris, Amonasro syngur Kristinn R. Sigmundsson og með hlutverk Ramfis fer Viðar Gunnarsson. Konunginn syngur Hjálmar Kjartansson, hlutverk sendiboða er í höndum Hákonar Oddgeirssonar og Katrín Sigurðardóttir fer með hlutverk hofgyðjunnar. Höfundur dansa í Aidu er Nanna Ólafsdóttir en sýningar- stjórn annast Kristín S. Krist- jánsdóttir. Stjórn æfinga er í höndum þeirra Peters Locke og Catherine Williams. í tilefni fimm ára sýningar- afmælisins verður einnig efnt til sérstakrar afmælisviku hjá ís- lensku óperunni. Þá verður boð- ið upp á sérstakar afmælissýn- ingar sem verða viðhafnarmeiri en hefðbundnar sýningar. M.a. verður þá sérstök kynning á óperunni Aidu þar sem fróð- leiksþyrstum óperuunnendum gefst kostur á að skyggnast inn í forsögu óperunnar, fræðast um uppbyggingu hennar og kynnast |því hvernig hún varð til. Aida (Ólöf K. Harðardóttir), Radames (Garðar Cortes), Amonasro, faðir Aidu og konungur Eþíópíu í böndum Radamesar (Kristinn Sig- mundsson), konungur Eg- ypta (Hjálmar Kjartansson) og Amneris (Sigríður Ella Magnúsdóttir). LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG 1. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á leikskólanum Lækja- borg v/Leirulæk. Upplýsingar gefur Ragnheiður Indriðadóttir sálfræðingur á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. 2. Staða forstöðumanns við dagheimilið Laufás- borg, Laufásvegi 53-55 er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar n.k. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. fml LAUSAR STÖÐUR HJÁ [W.] REYKJAVIKURBORG Starfsmenn óskast til sumarafleysinga á Slökkvi- stöðina í Reykjavík á sumri komandi. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára og hafa meirapróf til aksturs. Iðnmenntun eða sam- bærileg menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Slökkvistöðv- arinnar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Ólafsson skrifstof ustjóri. Leiðsöguskólinn Þar sem búist er við auknum fjölda erlendra ferðamanna til íslands á þessu ári hefur verið ákveðið að Leiðsöguskólinn taki til starfa í febrúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Kennslu mun Ijúka í apríl-maí 1987. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálaráðs Laugavegi 3, 4. hæð R. Umsóknarfrestur rennur út 26. janúar n.k. Pi Byggingarfulltrúinn '|r í Reykjavík, tilkynnir að skrifstofur embættisins, verða lokaðar 19.-21. janúar. Eftirlitsmenn verða til viðtals kl. 11-12 þessa 3 daga í Skúlatúni 2. Opnum fimmtudaginn 22. janúar að Borgartúni 3. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík Handmenntakennarar Hannyrðakennara vantar að barnaskóla Selfoss til vors. Um er að ræða fullt starf, hlutastarf kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 99-1500 og 99-1498. Skólanefnd Atvinna Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 91-29133 frá kl. 8-16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.