Tíminn - 18.01.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 18.01.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn Sunnudagur 18. janúar 1987 Hún hefur náö góðum árangri sem Ijós- myndari. Hér er hún meðal samstarfs- manna. ENNÍ FULLU FJORI - en nu sem óopinber viðskiptafulltrúi ftalíu VWIÐ erum stödd í New í York. í gegn um glugga listaverkasölu sjáum við hvar leikkonan heimsfræga Gina Lollo- brigida situr innan um mergð postulínsstytta, brúða í rokoko- fötum og annars slíks og er að ræða við lítið barn. Það er eins og strax sé hægt að byrja að kvikmynda. En hér er annað í bígerð. Gina, sem hvarf frá kvikmynda- leik árið 1972 með myndinni „Kóngurinn, strákurinn og hefð- arfrúin," er hér í nýju hlutverki á endalausum frægðarferli sínum. Nú er postulínsverksmiðjan „Capo di monte,“ sem staðsett er í grennd við Neapal að þreifa fyrir sér handan við hafið. Og hver skyldi vera betur fallin til ' þess að kynna þetta ítalska vöru- merki en „Auglýsingaspjald ít- alíu númer eitt,“ - Gina Lollo- brigida. Þótt hún sé orðin 59 ára er hún samt öllum betur til þess fallin, vegna meðfæddrar bjart- sýni og persónutöfra að tala máli lands síns, sem þjakað er af viðskiptakreppum, verðbólgu og spillingu. ítalir hafa gefið henni nafnið „Gina Nazionale" sem henni fellur ærið vel: „Ég er alsæl, þegar ég get orðið minni elskuðu Italíu að liði,“ segir hún. Því situr hún fúslega fyrir hjá loðskinnafyrirtækjum og skart- gripasölum og lét nýlega gera sig, að forseta snyrtivörufyrirtækis. Jafnframt hrærði hún ósmeyk í pottunum hjá spaghettifram- leiðendum í sjónvarpsauglýs- ingu. I vaxandi mæli hefur hún líka komið fram sem opinber full- trúi, eins og þegar hún mætti' fyrir skömmu í Lausanne, þegar verið var að velja stað fyrir næstu vetrar-ólympíuleika. Þar var hún talsmaður ítalska skíða- staðarins Cortina d’Ampezzo og barði auglýsingabuntbuna óspart. Meðal þess sem hún hefur tekið sér fyrir hend- ur er að auglýsa ítölsku postulínsverksmiðjuna „Capo di Það var ekki hennar sök þótt franski bærinn Albertsville yrði fyrir valinu. Hún er heldur ekki úr leik þegar að kvikmyndunum kemur, því þeir sem undirbúa hinar stóru kvikmyndahátíðir leggja mikla áherslu á að hún sé viðstödd. til þess að varpa ljóma frægðar sinnar á viðburðinn með sínum frægu möndlulaga augum og kirsiberjarauðu vörum. Hún hefur sömu áhrif á gesti hátíðanna og væri hún segull. Um leið og hún birtist þyrpast um hana ljósmyndarar, safnarar rithanda frægs fólks og slíkir. Slík var einmitt raunin á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum og á „Berlinale“ kvikmyndahátíð- inni, þar sem hún var forseti dómnefndar. Það skipti engu þótt hún for- dæmdi eina myndina og talaði um fáránlegan úrskurð með- dómenda sinna. Þvert á móti. Sú athygli sem þetta vakti þótti margborga sig. Lollobrigidu leyfist nefnilega að segja fleira en öðrum leyfist. Til dæmis starfssystrum hennar, Sophiu Loren og Ornellu Muti, sem ýmist hafa brotið gegn skattalögunum eða orðið berar að léttúðugu líferni, sem hinum „siðlátu“ ítölum fellur ekki. Slíkt hefur Gina Nazionale aldrei látið henda sig. Er það gerðist nýlega að ít- alska slúðurblaðið „Novella 2000“ ætlaði sér að birta mynd, sem átti að sýna Ginu á yngri árum, sitjandi allsnakta á trjábút, fannst henni gamanið tekið að kárna. „Allir vita að mér hefur ætíð verið lítið um það gefið að fækka föturn," sagði hún. “Þar að auki ætla ég ekki á láta eyðileggja þá ímynd sem ég hef skapað mér á Ítalíu og erlendis með súrum sveita.“ Hún sá til þess að allt upplagið af blaðinu, 36o þúsund eintök, var gert upptækt með lagaboði. Þar var engin miskunn. Sú frægð sem hún hefur skap- að sér eftir að hafa leikið í 59 kvikmyndum opnaði henni ýmsa möguleika og eftir að hún hafði hvílt sig í nokkur ár afréð hún að gerast ljósmyndari. Hún átti 16o þúsund negatív í kjallaran- um í húsi sínu við Via Appia Antica. Myndir hennar hafa birst í virtum amerískum tíma- ritum, eins og Life, og þær hafa verið sendar sem sérstök sýning til Parísar og til Tokyo. Hún fékk meira að segja ríkisstyrk til þess að gera myndbandið „Italia mia“, sem er ástaróður til föður- lands hennar. Filippseyingar fengu hana til að gera kynning- armyndir um land sitt af svipaðri gerð. I starfi sínu sem ljósmyndari knýr Gina ekki dyra nema hjá þeim stóru, svo sem Fidel Castro og Henry Kissinger. Þá er að nefna Tito heitinn, listamanninn Salvadore Dali og Paul Newman. En nýjan lífsförunaut hefur hún ekki fundið sér, eftir að hún skildi við dr. Milko Scofic árið 1968 og það þótt hún gæti valið úrþeint eftirsóttustu. „Auðvitað þarfnast ég ástar og umhyggju,“ segir hún, „en bara tilhugsunin um að hafa sama manninn yfir sér frá morgni til kvölds gerir mig hrædda. Ég þarf meiri tíma til minnar eigin vinnu en svo.“ Hún er ekki á því að leggja vinnuna á hilluna í bráð. „Ég er svo starfsglöð, að ég verð áreið- anlega í fullu starfi enn um áttrætt. Ég væri meira að segja til í að leika í einni mynd til, fengi ég verulega gott hlutverk. “ Hún yrði þá að hætta sendi- fulltrúastörfunum fyrir land sitt í bili. En þess í stað kæmi Gina kvikmyndatjaldsins til á ný og væri kannske ekki verri fulltrúi sem slík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.