Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn LEIÐARI ...og til hvers er að hafa „ábyrgð“ Nokkuð má segja að gengið hafi á, eftir að menntamálaráðherra vék fræðslustjóranum nyrðra frá og liggur við að lætin minni á það sem menn hafa lesið um brottvikningu gæslustjóra Landsbankans 1909. Þetta mál á sér margar hliðar og vekur upp hugleiðingar um stöðu opinberra embættismanna. Allir vita að í hinu svonefnda kerfi er fjöldi manna, svo sem bestu manna vitaskuld, en sem ekki sópar að í starfi og það þótt gegni talsvert virðulegum stöðum. Einn áratuginn af öðrum sitja þeir í sömu kompunni og það er ákaflega óljóst hvað þeir eru að gera. Þegar beðið er um starfslýsingu vantar auðvitað ekki að þeir eru kafnir önnum og ábyrgð á pappírnum. En sannleikurinn mun oft sá að á stólnum þeirra gæti rétt eins staðið pappírskarfa. Starfs- sviðið er ekki stærra en svo að margur lægra settur kontóristigæti annað því án þess að taka eftir að annir sínar ykjust að marki. En eitt og annað hafa þessir menn sér til ágætis. Þeir eru dagfarsprúðir og venjulega viðfelldnir og það sem best er - aldrei valda þeir yfirboðurum sínum neinum vanda. Það má alltaf vísa á þá og segja að þar bíði málin í góðum höndum. Og þau halda áfram að bíða. Líklega er fræðslustjórinn fyrrverandi ekki embættismaður af þessu tagi. Eitthvað hefur hann greinilega aðhafst, hvenær svo sem öll kurl koma til grafar varðandi hvað það er. Og þess fær hann nú að gjalda. Hann er flísin sem komist hefur í koppafeitina í kúlulegu kerfisins, þar sem allt á að snúast svo hljótt og lipurlega. Hann hefur farið ógætilega að og nú er hann kallaður til ÁBYRGÐAR. Það er fyrirbrigði sem emb- ættismaður má aldrei láta fyrir sig koma að reyni á. Hann hefði átt að vera minnugri dæmis sumra bankastjóra en svo að hann færi að brenna sig á því soðinu. Honum fórst raunar enn klaufalegar en þeim, því þeim tókst þó að reka illvættina (þ.e. ábyrgðina) af höndum sér, áður en hún gat læst í þá tönnunum. Sem betur fer hafa þó margar góðar vættir komið á vettvang sem reyna nú hvað af tekur að sveia ábyrgðinni burtu af öxlum fræðslustjórans og vonandi tekst það á endanum - eins og oftast. Sennilega væri rétt að nema alla ábyrgð úr gildi með lagasetningu. Hún er líka aðeins til óþæg- inda og leiðinda. Þannig hefur kirkjan samþykkt að það sé enginn Satan til - og því ekki að fara eins að? Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Þór Jónsson Reinhard Reynisson ERLEND Sunnudagur 25. janúar 1987 Þórarinn Þórarinsson skrifar um: MALEFNI, Lýðveldi múslima í Mið-Ásíu geta orðið Rússum áhyggjuefni Þeim er því nauðsynlegt að semja um Afganistan HEIMSÓKN þeirra Shevardna- dze utanríkisráðherra og Do- brynins til Kabúl, höfuðborgar Afganistan á dögunum, þykir ótvírætt merki þess, að ráða- menn Sovétríkjanna leggi orðið kapp á að koma á friði í landinu, sem tryggi hvort tveggja í senn, að Rússar geti flutt heim her sinn þaðan og við taki stjórn, sem sé vinsamleg Sovétríkjun- um, þótt hún sé ekki leppstjórn þeirra. Yfirleitt er litið á þessa heim- sókn sem staðfestingu þess, að Rússar styðji eindregið þá við- leitni stjórnar Afganistan að koma á vopnahléi í Afganistan óg santningum við skæruliða. Þetta vopnahlé hófst af hálfu stjórnarinnar og rússneska hers- ins 15. þ.m. og virðist hafa verið sæmilega tekið af þeim skærulið- um, sent hafa barist innan landa- mæra Afganistan. Öðru máli gegnir um þá hópa skæruliða, sem hafa bækistöðvar sínar í Pakistan, og studdir eru fjár- hagslega af Bandaríkjunum. Þeir ætla bersýnilega að halda skæruhernaðinum áfram. Óvíst er því hvernig tilraunin til vopnahlés í Afganistan tekst. Þar veltur mikið á afstöðu Bandaríkjanna. Sennilega er stjórn Pakistan heldur hlynnt því. Dvöl flóttamannanna frá Afganistan í Pakistan er stjórn Pakistan mikil byrði og veldur vaxandi andúð í landinu. Stjórn Pakistan á við nóg önnur vanda- mál að stríða, en hún má heldur ekki missa hinn mikla fjárstyrk frá Bandaríkjunum, en hann byggist m.a. á því að hún uni dvöl afgangskra skæruliða í landinu. ÞAÐ ER margt, sem rekur á eftir Rússum að komast úr þeirri klípu, sem hersetan í Afganistan veldur þeim. Hún er þeim dýr og veldur orðið óánægju og ugg heima fyrir, m.a. vegna mann- falls í liði þeirra. Hitt er þó vafalítið rússnesku valdhöfun- um ekki minna áhyggjuefni, að styrjöldin í Afganistan getur haft óheppileg áhrif í lýðveldum múslinta í Sovétríkjunum og ýtt undir vaxandi fylgi við heittrún- aðarstefnu Khomeinis þar. í kjölfarið gæti fylgt aukin þjóð- ernisstefna og kröfur um fullt sjálfstæði þessara lýðvelda. Lýðveldi múslima í Mið-Asíu, sem tilheyra Sovétríkjunum með vissri heimastjórn, eru fimm talsins. Stundum er Kaz- akhstan þó ekki talið með, en það liggur næst Rússlandi og er heimkynni margra þjóðflokka og trúflokka, þótt múslimar séu þar fjölmennastir. Rússar hófu að leggja Kazakhstan undir sig á 17. og 18. öld þótt þeir festu þar yfirráð sín ekki til fulls fyrr en á 19. öld. Önnur lýðveldi í Mið- Asíu, sent tilheyra Sovétríkjun- um, komust ekki undir stjórn Rússa fyrr en á árunum 1865- 1885. Þessi lýðveldi eru Uzbek- istan, Turkmenia, Tajikistan og Kirghizia. Kazakhstan er langstærst þessara lýðvelda að flatarmáli eða um 2.715 þúsundir ferkm. eða 27 sinnum stærra en ísland. Það nær alla leið frá Úralfjöllum til kínversku landamæranna langt í austri, norður að Síber- íuf Ibúar eru taldir um 19 millj- Lýðveldi múslima í Sovétríkjun- um ónir. Rússar eru ekki nema lítill ‘ hluti þeirra. Það var á hinum miklu óræktuðu sléttum Kazakhstans sem Krústjoff hugð- ist leysa vandamál rússneska landbúnaðarins og lét plægja þar um 42 milljónir hektara óræktaðs lands. Sú tilraun heppnaðist misjafnlega og átti þátt í falli Krustjoffs. Næst kemur Uzbekistan að mannfjölda. Uzbekistan er um 447 þús. ferkm. að flatarmáli og hefur urn 18 milljónir íbúa. Þar voru fyrr á öldum miklar menn- ingarstöðvar og er þar að finna nokkrar fornfrægustu borgir í Asíu. Uzbekistanar eru þar í yfirgnæfandi meirihluta, þótt þar sé að finna fleiri allfjöl- menna þjóðflokka. Turkmenia er 488 þús. ferkm. að flatarmáli og eru íbúar þar um 3,2 milljónir, en mikill hluti landsins er sólbrennd eyðimörk. Næst kemur Kirghizia, sem er 198 þús. ferkm. að flatarmáli og hefur um 4,5 milljónir íbúa. Þar er mikið hálendi og er helmingur landsins í meira en 3000 m hæð yfirsjávarmáli. Loks erTajikist- an, sem er 143 þús. ferkm. að flatarmáli og hefur nær 4 rnillj- ónir íbúa. Mikill hluti þess er hálendur. Þar hafa Rússar byggt eitt mesta orkuver í Sovétríkj- unum. Tajikistar eru í miklum meirihluta þar. Rússar hafa flutt til allra þess- ara landa, sem nú telja um 50 milljónir íbúa, en mannfjölgun hefur verið þar mjög ör síðustu áratugi, m.a. vegna bættrar heilsugæslu, sem dregið hefur úr barnadauða. Sumar heimildir telja, að um 1970 hafi fólk af slavneskum ættum, aðallega Rússar, verið um 21% íbúanna, en séu nú ekki nema 13%. Þessi þróun er talin valda Rússum ugg- Rússar hafa stefnt að því að sögn að færa aukin völd og ábyrgð í hendur heimamanna, en samt mun oftast fylgt helni- ingaskiptum þannig að Rússar' skipa um heíming allra helstu embætta. RÚSSUM hefur gengið mis- jafnlega að koma atvinnuháttum og stjórnarháttum í Mið-Asíu- lýðveldunum í nútímahorf. Þó hafa orðið þar verulegar fram- farir í landbúnaði og margvísleg- ur iðnaður risið á fót. Framfarir hafa orðið mestar á menningar- sviðinu, og er yfirleitt búið að útrýma ólæsi, sem var almennt áður. Framfarir hafa yfirleitt Shevardnadze og Dobrynin orðið minni í Mið-Asíulýðveld- um en í Síberíu, eða þeim hluta Asíu, sem tilheyrir beint rúss- neska lýðveldinu. Fullyrða má þó, að framfarir hafi orðið meiri í Mið-Asíulýð- veldunum en í landamærahéruð- um nágrannaríkja, t.d. Afgan- istan og Pakistan. Svo virðist sem sljóleiki í stjórnarháttum og ýmis konar spilling hafi aukist í Mið-Asíu- lýðveldunum í stjórnartíð Brésnjefs. Mikil hreinsun átti sér stað í Uzbekistan á síðast- liðnu ári og var hún hafin í stjórnartíð Andrópoffs, en framfylgt eftir að Gorbatsjov hófst til valda. Meðal annars kom í ljós að falsaðar hefðu verið skýrslur um framleiðslu- aukningu en það uppgötvaðist m.a. úr geimhnöttum, sem sýndu bómullarrækt ntiklu minni en hún var talin. Þetta leiddi til málaferla, sem, enduðu með því að ráðherra sá, sem hafði farið með stjórn bóntull- arframleiðslunnar, Usmanov, var dæmdur til dauða. Annar háttsettur maður, Sharof Rashi- dov, er talinn hafa fyrirfarið sér. Mikil mannaskipti hafa orðið í helstu trúnaðarstörfum í Uzbek- istan síðan Gorbatsjov kom til valda. Hreinsun í stjórnkerfinu virð- ist nú fara fram í Kazakhstan. Þar hefur framkvæmdastjóri Kommúnistaflokksins, sem var Kazhakstani, verið rekinn og Rússi látinn taka við starfinu, en venjan er sú, að heimamaður gegni þessu starfi. Þetta leiddi til mótmælafunda í höfuðborginni, Alma-Ata, en slíkt er óvenjulegt í Mið-Asíulýðveldunum. Valdhafarnir í Moskvu munu vafalítið líta á það sem viðvör- un. Sitthvað bendir til að Mið- Asíulýðveldin geti orðið veikasti hlekkurinn í Sovétríkjunum. Reagan virðist óttast, að áhrif frá sljórn kommúnista í Nicarag- ua kunni að flæða yfir Mið-Am- eríku, inn í Mexíkó og alla leið til landamæra Bandaríkjanna. Á svipaðan hátt geta Rússar óttast að áhrifin frá Khomeini eigi eftir að ná til Mið-Asíulýð- veldanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.