Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 25. janúar 1987 MR átti nauman sigur, MH „sigraði“ „Mig dreymir um eina alveldissál Ekki varð kerlu statt á þessari staðhæfingu, heldur „sigruðu" MH-ingar með lægri stigatöiu. TIPO AS/85 _________5__ fimmtudaginn keppti ræðulið skól- ans í II. umferð MORFÍS við lið Menntaskólans við Sund. í fyrstu umferð höfðu þeir lagt að velli Fjölbrautaskólann við Ármúla og ræðulið MS sigrað Menntaskólann í Kópavogi. Keppni Ármýlinga og nemenda í menntasetrinu „við Bók- hlöðustíginn", svo notuð séu orð frummælanda MS í umræddri keppni, lyktaði með miklum sigri MR sem var mikill ofjarl. Hann fékk þó verðugri andstæðinga að þessu sinni. MR hélt því fram að guð hefði skapað himin og jörð, en MS-ingar töldu að gagnrýnin hugsun og skyn- semi kollvarpaði slíkri skoðun. Varð ekki séð eftir keppnina hvort liðið hefði staðið sig betur, en eftir drykk- langa stund sem tók dómara að reikna út stig varð upplýst, að MR hefði farið með enn einn sigurinn af hólmi. Menntaskólinn í Reykjavík hefur ekki tapað keppni fjórtán sinnum í röð. Illuga Gunnarssyni, stuðningsmað- ur í liði MR, tókst enn sem áður að krækja í flest stig ræðumanna og var kjörinn ræðumaður kvöldsins með 458 stigum. Liðin skildu 38 stig, þar með talin 11 refsistig, sem MS hlaut þegar meðmælandi þeirra, Guð- mundur Birgisson, ármaður nem- endafélagsins, talaði of lengi. Má segja að bæði lið hefðu verið þess verðug að keppa í undanúrslitunum í byrjun febrúar n.k. og það er súrt epli, sem þarf að bíta í, í slíkri útsláttarkeppni sem hér um ræðir. Sú hin svarta regla Önnur viðureign var háð þetta hið sama kvöld. Menntaskólinn í Hamrahlíð mætti liði Verslunar- skóla íslands, sem átti heimaleik. MH hefur áður sigrað Kvennaskól- ann með heppni, því að refsistig settu strik í reikninginn. Ræðumaður MH, Benedikt Erl- ingsson, var kjörinn ræðumaður kvöldsins gegn VÍ með flest heildar- stig ræðumanna, þótt hann hafi horf- ið um stundarsakir í felur á bak við ræðustól svo örgrannt var um, hvort hann kæmi nokkuð aftur. Benedikt og hans lið hlutu „sigur“ í keppni þeirra og VÍ á umdeildustu reglu MORFÍS laganna, 2:1 reglunni svokallaðri. Þá bíður ósigur það lið sem hlýtur fleiri heildarstig, en ræðu- liðið sem fær fleiri stig á tveimur dómblöðum af þremur, „sigrar". Of langt mál yrði að lýsa ágreiningnum Benedikt Erlingsson, MH, var kjörinn mælskasti maðurinn í keppni MH og VÍ. Hann sat og í sigurliðinu og hlaut farseði! í undanúrslit MORFÍS. um þessa reglu hér í speglinum, svo hann lýsir sig einfaldlega hlutlausan í bili. Svo illa vill til, að einn gallharðasti andstæðingur 2:1 reglunnar í skólun- um, Helgi nokkur Hjörvar, var liðs- stjóri „sigurliðsins". Hann bryddaði einnig upp á nýjung í þessari keppni, þegar fundarstjóri bauð honum í ræðustól að kynna lið sitt. Hann breytti því ræðuefni, sem hafði verið dregið í löglegum drætti í beinni útvarpsútsendingu viku áður, og lið Verslunarskólans hafði miðað undir- búning sinn við. Ræðuefnið var á þá leið, að hér á landi skyldu stofnuð samtök, hliðstæð Sea Shepherd sam- tökunum. Hjörvari þótti það ekki verra, „að hnika orðalagi í þá átt, að hér á landi skyldu stofnuð samtök í líkingu við Sea Shepherd samtökin." Petta þótti þeim sem sáu nýbreytni og harla þægilegt liði, sem leggur ræðuefni til og á fyrsta ræðumann. Seinni helmingur umferðarinnar Síðari helmingur umferðarinnar fór fram á föstudaginn, en þá Helg- arblað Tímans fór í prentun, voru úrslit hans ekki enn ljós. Vestur á ísafirði tókust Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ og Menntaskólinn á ísafirði á um hvort íslensku ætti að tala inn á allt erlent sjónvarpsefni. MÍ lagði málefnið til og það kom í hlut FG að andmæla. MÍ hafði áður unnið mjög nauman sigur á Menntaskólanum á Akur- eyri, en FG keppti gegn framhalds- deild Samvinnuskólans og fór með stóran sigur af hólmi. Einnig keppa í Keflavík Fjöl- brautaskóli Suðurnesja og Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki. Flens- borg hafði beðið lægri hlut fyrir 2:1 reglunni í fyrstu umferð, þegar hún og FS kepptu. Samvinnuskólinn á Bifröst tapaði fyrir FáS. Tíminn mun birta niðurstöður þessara viðureigna við fyrsta hentug- leik. ORKUTÆ KNI V Hyrjarhöfða 3. 110 Reykjavík Sími: 91-83065 eða 667366 lllugi Gunnarsson, ræöumaður kvöldsins, Sveinn III Valfells, liðsstjóri, Auðunn Atlason og Birgir Ármannsson sátu í sigurliði MR. Hér er sigurinn greinilega f höfn. Ræðuliðin tvö úr MR og MS tóku lagið í mesta bróðerni, meðan beðið var úrskurðar dómara. ... um anda, sem gjörir steina að brauði,“ var ósk Einars Benedikts- sonar, og sama draum hefur ræðu- mönnum Menntaskólans í Reykja- vík dreymt undanfarna viku. Á • BOXJET turbo 8-80 háþrýstidœla einfasa 220 V. 8.2. A • Vinnuþrýstingur. 0-70 bar, vatnsmagn 8 l/mín, þyngd 18,5 kg. stillanlegur spíss, sjálfvirk sápublöndun, hitaþol 60°C, 8 m h áþrýstislanga, þolir öll helstu hreinsiefni • Mjög hentug til aö þrífa vélar, gripahús, fiskkassa, mjólkurhús, bíla, báta • Einnig til aö úöa sótthreinsiefnum og skordýraeitri • Sand- blástursspíss fáanlegur • Verö aöeins 19.900,- • Viögeröar- og varahlutaþfónusta til staðar. ' OMC rafknúin heyhnífur. > Skuröarbreidd 50 cm. > Skuröardýpt 60 cm. > Einfasa 220V. 4.3 A. i Skuröarblöö úr hertu há- gœöastáli, fíntent meö mikiö slitþol. > Þyngd 14.5 kg. i Sérlega sterkbyggöur, ein- faldur og lipur í notkun. Verð kr. 48.000.- MF Massey Ferguson STERKARI • ORUGGARI • OD BÚNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.