Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 9
"""'i'iminm
.'i’Xí? W>'
MW
c
Sunnudagur 25. janúar 1987
Tíminn 9
sem Hannes, safnari konungs
var með á skipinu, heldur sigldi
hann vorið 1683 með Hollend-
ingum, sem þó var harðbannað
að sigla með í þann tíð. En Jón
hætti nú á þetta, þar sem hann
var þannig þokkaður af íslensk-
um yfirvöldum að ferðapassa
hefði hann aldrei fengið, svo
hann gæti siglt með Dönum. Er
til Hollands kom fór Jón þaðan
til Helsingjaeyrar og tókst að
koma bókunum heilu og höldnu
til Stokkhólms. Varð þetta
stærsta sending íslenskra hand-
rita sem Svíar fengu og þótt
eitthvað af þeim hafi týnst, eru
þær enn í dag kjarninn í hand-
ritasafni þeirra frá íslandi.
Fornfræðingur Danakonungs,
Thomas Bartholin, varð æfur er
hann frétti um þetta og fékk
konung til að herða enn bannið
við útflutningi íslenskra hand-
rita til annarra en Dana og varð
Kristján kóngur fimmti þegar
við þeirri áskorun.
Yfirumboðsmaður
íslands
íslenskir valdsmenn hugsuðu
margt, eftir að Jón hafði verið
hér á ferð og afréðu nú allir
landsins bestu menn að skrifa
konungi og segja honum hvílík-
an mann Jón hefði að geyma.
Jón sat nú úti í Kaupmanna-
höfn og gleymdi svo sem ekki
heldur misgjörðum við sig og.
hélt áfram að hnykkja á um
kærur sínargegn íslenskum, sem
hann bar upp á allar mögulegar
vammir og skammir og kunni
vel að leiða konungi fyrir sjónir
hvernig umboðsmenn hans
hefðu stórfé af krúnunni með
illri ráðsmennsku. Skiptist kæru-
skjalið í 21 lið undir nafninu
„Jóns Eggertssonar viðleitni".
Erfðafjandmanni sínum,
Birni Magnússyni, sýslumanni,
bregður hann um það að hann
hafi verslað mikið við útlend-
inga, en Magnús lögmaður Jóns-
son ekki fengist til að skoða
málið vegna frændsemi við
Björn. Þar hafi konungur misst
stórfé, því Björn sé mjög ríkur.
Öðrum valdsmönnum ber Jón
skírlífisbrot á brýn og telur
dönsk lög mjög fyrir borð borin
í því efni.
En þá kemur að lengstu grein-
inni. Hún fjallar um nauðsyn
þess að skipaður sé yfirumboðs-
maður konungs, „oberprocur-
ateur“, á íslandi, sem sjái um að
hafa eftirlit með réttarfarinu og
gæta hagsmuna konungs. Skuli í
embættið valinn duglegur ís-
lendingur, góður í dönsku og
dönskum lögum. Jón rekur nú
ýmislegt sem þetta embætti skuli
hafa með höndum. Hann telur
að engar áhyggjur þurfi að hafa
af launum til embættismannsins,
því hann gæti látið sér nægja 2
ríkisdali af hverjum þingstað,
sem yrðu um 300 rd. á ári. Þá
telur hann að lausamenn megi
að skaðlausu taka í þjónustu
konungs sem soldáta. Skatt-
leggja vill hann lausamenn sem
stundi sjóróðra eða fari um með
kaupskap og loks telur hann að
brúðkaupsveislur á íslandi séu
mjög óhóflegar(!). Væri eðlilegt
að hafa þær óbrotnari og greiddu
embættismenn og fyrirmenn
konungi ákveðna peningaupp-
hæð, þegar þeir festu ráð sitt.
Hann telur óþarft að halda skól-
ann á Hólum, vill leggja hann
niður en veita hluta skólapen-
inganna til fátækra presta, en
láta hitt renna til konungsfjár-
hirslu. Hann kvartar um smá-
peningaskort í landinu, sem tor-
veldi viðskipti og vill að aflagt
verði að þeir sem vilja sigla
verði að fá til þess sérstakt
vegabréf á Bessastöðum. Loks
vill hann láta rannsaka ýmsa
verðmæta málma og steina, sem
hann segir á íslandi finnast.
Ekki þarf að taka fram að Jón
jhafði í huga einn mann sem
sérlega vel væri til yfirumboðs-
mannsstarfans fallinn, nefnilega
J sig sjálfan.
I
Guð forði þessu fátæka
landi frá slíkum manni.
Mektarmenn á íslandi fengu
veður af þessu skjali og leist
ekki á blikuna. Jón hafði á
| sínum tíma hitt Kristján konung
! að máli og ekki farið illa á með
; þeim og nú óttuðust menn ákaf-
lega að orðum Jóns yrði trúað í
j Danmörku. Best lýsa orð Þórðar
| biskups Þorlákssonar afstöðu
i manna, en Þórður sagði um Jón:
Sendimaðurinn týndi bæði
hesti sínum og höfuðfati -
og „bók Snorra
Sturlusonar“.
„Guð hindri það að sá maður
komi til stórra yfirráða hér í
þessu fátæka landi, svo hann
geri ei góðum mönnum meiri
skaða en hann allareiða hefur
gert. Væri hann bekenndur í
Kaupmannahöfn sem hann er
hér og hefur til gert og verkað,
þá máske honum væri minna
hlýtt.“
Nú tóku menn sig því til og
sömdu langt og ítarlegt ákæru-
skjal á hendur Jóni, þar sem
ferill hans er rakinn og hvergi
dregið úr. Rifjuðust nú upp hin
gömlu galdramál hans. Einnig
bentu menn á hvílík bölvun
mundi af því stafa að fara að
skattleggja sjávarafla fátækra
manna á íslandi og hörðum
orðum fara þeir um þá tillögu að
leggja niður hinn fátæka en
ómissandi skóla á Hólum. Um
tillögu Jóns um niðurfellingu
passaskyldunnar minna þeir á
hvernig hann sjálfur hafi brotið
lög og tekið sér far með Hollend-
ingum og af verðmætum steinum
eða málmum segja þeir löngu
sannað að ekkert sé að finna á
‘ ................................................................... .
SMyriL~L1Ne
NORRONA
iMd
mmm
. að láta gamla drauniinn rætast, sigla á góðu sjóskipi um fjarlæg höf,
kynnast söguslóðum fornra menningarþjóða, njóta sólarinnar og skemmta sér
áhyggjulaust með frændum okkar Færeyingum. 1
Næstkomandi páska fer færeyska far-
þegaskipið Norræna í mánaðarlanga
skemmtisiglingu til Landsins helga,
ísraels, þar sem menn minnast árlega upp-
risu Krists. í ísrael verður dvalist í átta
daga og gefst fólki kostur á margvíslegum
ferðum um landið til helstu sögustaða
Biblíunnar.
Aleðan á siglingunni með Norrænu
stendur bjóðast farþegum margvíslegar
skemmtanir, auk þeirrar sem notaleg sólin
sér fyrir á þessum árstíma. Til þess að
sem best fari um farþega gista aðeins tveir
í hverjum klefa, tveggja eða fjögurra
manna. Fjölskyldur eða þeir sem ferðast
saman geta þó fengið fjögurra manna klefa
til afnota, og veitir skipafélagið þá nokk-
urn afslátt. Sömuleiðis geta einstaklingar,
sem það kjósa, dvalist einir í klefa, en þá
greiða þeir tvöfalt gjald.
SMYRIL LINE
Á siglingunni til ísraels verður höfð eins
dags viðdvöl í Lissabon í Portúgal og
Valettu á Möltu, og á heimsiglingunni
verður dvalist í tvo daga í Rómaborg og
einn dag á eynni Mön í írlandshafi. Á
öllum þessum stöðum gefst tækifæri til að
fara í land og taka þátt í skoðunarferðum
um nágrennið.
Fyrir einstakling kostar ferðin frá 86.000
kr. og er allur matur um borð innifalinn.
Hver og einn greiðir hins vegar kostnað af
skoðunarferðum í landi.
Norræna leggur í haf frá Þórshöfn í Fær-
eyjum 3. apríl og þangað kemur hún aftur
4. maí. íslenskum farþegum verður flogið
til og frá Færeyjum, og eru flugfarseðlar
og tveggja nátta gisting í Færeyjum inni-
falin í heildarverðinu.
Látið ekki stórkostlegt ævintýri ganga
ykkur úr greipum. Tryggið ykkur far í
tíma. Skilyrði fyrir því að ferðin verði farin
eru þau að a.m.k. 400 manns taki þátt í
henni. Skráningu lýkur 5. febrúar. Hafið
samband við Ferðaskrifstofu ríkisins eða
söluumboðið Austfar s. 97-2111.
FRI
Ferðaskrifstofa Ríkisins
s;25855