Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. janúar 1987
Tíminn 11
S
\
JL ÆL* síðustu 10-15 árum
hefur Síbería gegnt æ stærra
hlutverki í efnahagslífi Sovét-
ríkjanna. Þriðjungur alls vaxtar
í þjóðarframleiðslunni kemur
frá Síberíu.
Þessi stórfellda þróun hefur
leitt til uppbyggingar margra
borga og hundraða smærri þétt-
býlisstaða. Þannig að þrátt fyrir
hið óblíða loftslag býr nú 12.
hver Sovétborgari í Síberíu og
meirihluti íbúanna er ungur að
árum.
Ein af þeim borgum sem risið
hafa á seinni árum er Nojabrsk,
byggð af fólk sem vinnur við
olíuiðnaðinn austur þar. Lofts-
lagið er ákaflega hart. Á sumrin
fer hitinn í allt að 30° en á
veturna allt niður í —50°C. Á
þeim þremur árum sem
Nojabrsk hefur verið á kortinu,
ef svo má segja, hefur íbúatalan
nærfellt þrefaldast og er nú um
80 þús. Meðalaldur íbúanna er
27 ár.
E
m á N hvað er það sem
freistar hinna ungu íbúa? Hvers
vegna yfirgefa þeir heimabyggð-
ir sínar til að flytja norður á
hjara veraldar? „Fyrst og fremst
vegna þess að það býður upp á
möguleika á skjótum starfs-
frama og vinnan sem í boði er er
laus við ýmsa þá annmarka sem
vinna í „venjulegu“ umhverfi
hefur. Fólkið hér ræður sér
miklu meira og finnst það vera
frjálsara. Þar að auki kemur
fólk hingað til að prófa sjálft sig
- sjá hvers megnugt það er,“
segir borgarstjórinn í Nojabrsk,
Alexander Spirin.
„Ásóknin í að koma hingað er
slík að við höfum ekki við að
taka á móti öllum sem koma
vilja. Við veljum þá úr sem við
höfum mesta þörf fyrir. Há laun
eru ekki aðal ástæðan fyrir þessu
heldur hinar miklu framkvæmd-
ir við olíuvinnsluna og bygging-
arframkvæmdir sem freista
manna. Hér geta menn komist í
góð störf tiltölulega fljótt, nokk-
uð sem oft tekur mörg ár við
aðrar aðstæður. Nojabrsk er
einnig vinsæll staður vegna þess
að félagsmálin eru leyst hér með
heildstæðari hætti en víðast
hvar.“
N
JL ^ OJABRSK er byggð á
freðmýrum sem gerir hefð-
bundnar byggingaraðferðir
næsta úreltar. Þar sem erfitt er
að búa við bráðabirðgahúsnæði
um lengri tíma var hafist handa
við að reisa nýtískulegar bygg-
ingar úr áli. Þær hafa þann kost
að vera miklu léttari en hefð-
bundnar byggingar og henta því
betur í þessum jarðvegi. Það er
talsvert af fimm hæða húsum í
borginni og mörg eru í áberandi
litum til mótvægis við hinn ein-
hæfa lit snævarins. Þægilegar
tveggja og þriggja herbergja
íbúðirnar eru búnar öllum nú-
tímaþægindum.
Milli húsanna eru leikvellir og
letlir íþróttavellir sem eru not-
aðir sem íshokkivellir eða skaut-
asvell á vetrum. Það er lögð
mikil áhersla á íþróttir í No-
jabrsk því líkamlega hraustir
einstaklingar eru líklegri til að
þola erfitt loftslagið. Þar að auki
vinna þeir svo betur. Stór hluti
útgjalda borgarinnar fer því til
íþróttamála. í borginni er
sundhöll, nokkur íþróttahús,
íþróttaleikvangur en einnig
skemmtistaðir, klúbbar og lista-
gallerí.
N
^ OJABRSK er iðagræn
á sumrin, nokkuð sem er
óvenjulegt á freðmýrarsvæðinu.
Jarðvegur til gróðursetningar er
sóttur til suðlægra svæða og á
hverju ári eru gróðursett 10 þús.
tré.
Það gefur augaleið að það eru
mörg börn í borg þar sem svo
mikið er af ungu fólki. í viku
hverri fæðast tíu börn í
Nojabrsk. Mjög vel er séð fyrir
þörfum barnanna og eru dag-
Börnin vaxa hraust úr grasi
þrátt fyrir kuldann. Íshokkí er
ein vinsælasta íþróttin meðal
þeirra.
heimilin vel búin og ekki er
annað að sjá en börnin vaxi
hraust úr grasi þrátt fyrir hinn
kalda og langa Síberíuvetur.
Mest allt bensín sem notað er
í Sovétríkjunum kemur frá Sí-
beríu og meira en helmingur alls
gass sem notað er kemur frá
bænum Tjumen. Ýmsir vísinda-
menn eru hræddir um að lindirn-
ar við Tjumen séu að tæmast og
óttast að bærinn verði að
draugaborg.
Þó að 70% vinnufærra rnanna
í Síberíu vinni við olíuiðnaðinn
koma 'stórir hópar aðkomu-
manna til að vinna við olíuna
tímabundið. Þessir hópar eru
oft í einn mánuð eða tvo í einu.
Helmingur vinnuaflsins í olíu-
iðnaðinum eru þessir hópar en
hinn helmingurinn eru heima-
menn. Það tekur tíma að venjast
loftslagi og náttúru norður þar
en enga að síður sest fólk að
þarna, sumt fyrir lífstíð.
Heiður en jökulkaldur vetrarmorgunn við eina af olíulindunum
utan við borgina.
Ein af mörgum olíulindum utan við borgina, en 70% íbúanna
vinna við olíuiðnaðinn.
Þvtt RR
Perkins
Viðurkenndir varahlutir
Hagstætt verð
(Oi
Á 0' > !>-
ws
- J
€5.
jfl $ 55
S§Perkins o
POWERPART
BUNADARDEILD
MP
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900
ÞJÓNUSTA FYRIR PERKINS RH
OG MASSEY FERGUSON
POWERPART
VARAHLUTIR FRÁ
MASSEY FERGUSON OG PERKINS
• STBRKARI ..
• ORUGGARI
ODYRARI
ÍIGURÐUR SKARPHEÐINSSON
Graenumýri 5, Mosfellssveit,
270 Varmá. Simi 91-667217