Tíminn - 25.01.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Sunnudagur 25. janúar 1987
ÁSKRIFTARSÍMI 686300
LA TTU
I l U
límami
EKKl FLJÚCjA FKÁ ÞFR
Bryndís Schram, húsmóöir meö meiru:
’Gerðu
húðiraiigott
Fáðu þérmjóllí!”
Fæöa hefur bein áhrif á útlit okkar og vellíðan. Húðin þarf t.d. stööuga næringu eins og aörir hlutar
likamans - og sú næring þarf að koma innan frá. Engin smyrsl geta bjargaö málinu ef réttrar fæðu er
ekki neytt. Bryndís Schram, húsmóöir, móöir, fyrrverandi feguröardrottning íslands og fjölmiölamaöur
meö meiru, vandar valið fyrir sig og sína þegar fæöan er annars vegar - og hún veit aö
í þeim efnum skiptir mjólkin miklu máli.
Tengsl mataræðis og útlits eru svo margslungin aö næstum öll næringarefni fæðunnar, yfir 40
talsins, komaþarviösögu. Mjólkerótrúlegaauöugaffjölbreyttum bætiefnum. Úrhennifáum viöm.a. kalk
og magníum fyrir tennur og bein, A-vítamín fyrir húðina og einnig mikið af B-vítamínum sem gera
húðinni gott og ekki síður hári og nöglum. SÍÖast en ekki síst erengum sykri blandaö í mjólk og hver
og einn getur ráðiö fituinnihaldinu meö því að velja um nýmjólk, léttmjólk eöa undanrennu.
MJÓLKURDAGSNEFND
Kolfinna Balvinsdottir hefur asamt
systkinum sínum neytt mjólkurmatar
ríkum mæli. Þannig leggur hún grunn
að heilbrigðu útliti, fallegri
beinabyggingu, góðum tönnum og
sterkum taugum.
Mjólk fyrir alla
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Börn og unglingar ættu aö nota allan
mjólkurmat eftir þvi sem smekkur þeirra
býöur.
Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig viö
fitumínni mjólkurmat, raunarvið magrafæðu
yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur
lágmarksskammtur ævilangt. Mundu að
hugtakið mjólk næryfir léttmjólk,
undanrennu og nýmjólk.
Jón úr Vör.
kvöldvaka
með Jóni
úrYör
N ORRÆNA félagiö í
Kópavogi efnir til kvöldvöku
meö Jóni úr Vör næstkomandi
sunnudagskvöld, 25. þ.m., í til-
efni af sjötugsafmæli skáldsins
nú fyrir skemmstu.
Á dagskrá verður erindi, upp-
lestur og söngur. Hjörtur Páls-
son talar um Jón úr Vör og
skáldskap hans, leikarar lesa úr
verkum Jóns og Margrét Bóas-
dóttir syngur lög eftir Þorkel
Sigurbjörnsson tónskáld við ljóð
skáldsins. Undirleikari verður
Margrét Gunnarsdóttir.
Kvöldvakan verður í Þing-
hóli, Hamraborg 11 í Kópavogi,
og hefst kl. 20.30. Kaffiveitingar
verða á staðnum og er öllum
heimill aðgangur.
Mjallhvít og
dvergarnir 27!
í skóla einum á Bretlandi er
verið að setja upp árlegt
jólaleikrit sem að þessu sinni er
Mjallhvít og dvergarnirsjö. Ein
stór breyting hefur þó verið gerð
á venjulegri uppsetningu,
nefnilega að dvergarnir eru ekki
siö heldur tuttugu og sjö.
Astæðan er sú að þetta var eina
ráðið sem stjórnendur
sýningarinnar fundu til að
tryggja öllum sem áhuga hefðu
á, hlutverk!
Tekinn af lífi fyrir
skartgripaþj ófnað!
Nú á dögunum var kínverskur
skartgripaþjófur tekinn af lífi.
Maðurinn, Zhang Weifu 24 ára,
hafði brotist inn í
skartgripaverksmiðju í Peking í
ágúst 1985 og stolið þaðan um
1500 gullhringjum. Áð sögn var
hér um að ræða alvarlegasta
glæp sem framinn hafði verið í
höfuðborginni í ein þrjátíu ár.
Verðmæti þýfisins var um 124
þús. dollarar. Auk Weifu voru
þrír samverkamanna hans
dæmdir. Einn hlaut
skilorðsbundinn dauðadóm,
annar lífstíðarfangelsi en sá
þriðji „aðeins" sjö ára fangelsi.