Tíminn - 14.02.1987, Page 4

Tíminn - 14.02.1987, Page 4
4 Tíminn Dcsirce Nosbusch hefur alla kosti til að bera sem eina kvikmyndastjörnu geta prýtt. Samt hefur stjörnudýrðin látið á sér standa. Hún kennir nafninu sínu um. Désirée er búin að taka sér nýtt nafn, - og bíður nú eftir heimsfrægðinni! Hvorki í hjónabandi sínu og Ro- berts Taylor né í seinna hjóna- bandi sínu með Frank Fay hefur leikkonunni orðið að þeirrí ósk sinni að eignast barn, - en hin fagra leikkona Linda Evans varð mikil vinkona hennar, þrátt fyrir mikinn aldursmun þeirra, og hún segir Barböru hafa veríð sér sem besta móðir frá fyrstu kynnum þeirra. Þær hafa nú upp á síðkast- ið leikið töluvert saman í fram- haldsþáttunum Dynasty og The Colbys. Barbara með eiginmanni sínum, Robert Taylor, sem þótti á sínum tíma með allra glæsilegustu kvik- myndaleikurum sem þá þckktust - en lítur út fyrir að vera 20 árum yngri! Barbara Stanwyck var áratugum saman ein af vinsælustu kvikmynda- leikkonum í heimi, en það eru varla aðrir en þeir sem komnir eru á miðjan aldur - og þaðan af eldri - sem muna eftir henni þegar hún var upp á sitt besta. Þó hafa verið endursýndar í sjónvarpi sumar af myndum hennar, t.d. „Skakkt númer“, sem var sýnt hér í sjónvarpinu fyrir nokkru. En sjónvarpsáhorfendur muna áreiðaníega eftir Barböru sem ríka búgarðseigandanum í Ástralíu í framhaldsmyndaflokknum „Þyrn- ifuglarnir". Barbara hafði dregið sig í hlé og hætt kvikmyndaleik að mestu, þeg- ar stjórnendur Dynasty-þáttanna fóru að prjóna við þá þætti með sjónvarpsþáttum um sömu persón- urnar í þáttum sem kallaðir voru „The Colbys" , en þá ieituðu þeir til Stanwyck og hún sló til og lék í nokkrum þáttum. Seinna sagði hún að hún nennti ekki að standa í þessu lengur. Það væri miklu skemmtilegra að dunda í garðinum heima hjá sér, og hún væri nú komin á þann aldur að hún vildi helst ekkert gera nema það sem hún hefði ánægju af. Barbara er fædd 1907 í Brook- lyn, New York og segist hafa átt erfiða æsku, og hún hafi orðið að spjara sig sjálf. Þess vegna hafi hún orðið sá „töffari“ sem hún alla tíð hefur verið. Vinir hennar segja, að hún hafi aðeins átt eina stóra ást í h'finu, en það var leikarinn Robert Taylor (f.1911 og d. 1969). Þau Barbara og Robert voru í hjónabandi í 12 ár, 1939-’51. Sagt er að Barbara hafi hætt lífi sínu við að reyna að bjarga gömlum bréfum frá honum þegar heimili hennar fyrir utan Hollywood varð skógareldi að bráð. Við afhendingu Oscars-verð- launanna 1982 fékk Barbara Stanwyck sérstakan Oscar fyrir „langan og glæsilegan leikferil í kvikmyndum og sem ein af vinsæl- ustu og fallegustu leikkonum hvíta tjaldsins". Barbara Stanwyck tekur við Osc- ars-verðlaunum sínum 1982. Það er ekki hægt að sjá að hún sé þarna 75 ára gömul kona BARBARA STANWYCK verður áttræð á þessu ári Désirée Nosbusch er ekki nema 21 árs gömul en er búin að vera eftir- læti þýskra sjónvarpsáhorfenda í mörg ár. Og reyndar hefur frægð hennar og vinsældir náð víðar. Hún er nefni- lega mikil málamanneskja og var ekki nema rétt fermd þegar hún var valin sem kynnir á söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu vegna málakunnáttunnar. En nú er svo komið að Désirée nægir ekki að hafa lagt Evrópu að fótum sér. Hún stefnir að heimsfrægð og leiðin að henni liggur auðvit- að gegnum Hollywood. Þangað er Désirée komin, en heimsfrægðin lætur eitthvað á sér standa þrátt fyrir fullkomna enskukunnáttu Désirées. Hún er nú komin að þeirri niðurstöðu að það sé nafn hennar sem komi í veg fyrir að hún fái að sýna hvað í henni býr. „Enginn Ameríkani getur sagt Nosbusch,” segir hún. Og þá er bara að skipta um nafn. „Becker" varð fyrir valinu. Einhver spurði hvort hún hefði nokkuð haft tennisleikarann Boris Becker í huga, en hann er enn frægari en hún. „Ef einhver spyr hvort ég sé systir hans neita ég því harðlega," segir Désirée - nú Becker! Laugardagur 14. febrúar 1987 SVEITARSTJÓRNARMÁL Grindavík Heilsugæslumál Mikil gróska hefur verið í heilsu- gæslumálum Grindvíkinga að undanförnu, en í byrjun þessa kjör- tímabils var stofnuð heilsugæslu- nefnd bæjarins. Málefni heilsugæslu og sjúkrahúss hefur verið mjög í umræðunni í Grindavík, eins og reyndar annars staðar á Suðurnesj- um. Áætlað er að Grindavíkurbær þurfi að greiða 3.3 milljónir af kostn- aði við Heilsugæslu Suðurnesja og eru raddir um að Grindvíkingar ættu að segja skilið við Heilsugæsluna og standa alfarið á eigin fótum. Á núverandi fjárlögum er gert ráð fyrir fjárveitingu til byggingar heilsu- gæslustöðvar í Grindavík. Mál þetta er þó enn á umræðustigi, en Heilsu- gæslunefnd vinnur af fullum krafti að málinu og fór m.a. í skoðunarferð sl. haust. Þá voru skoðaðar fjórar heilsugæslustöðvar. Eitt af síðustu verkum bæjar- stjórnar Grindavíkur á síðasta ári var að ákveða að útbúa aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og verður henni líklega komið fyrir í nýja íþróttahús- inu. Sjúkraþjálfari er þegar fluttur til Grindavíkur og er reiknað með að hann hefji fullt starf með vorinu. Rýrnandi fasteigna* tekjur bæjarsjóðs Tekjur bæjarsjóðs af fasteignum munu rýrna um 1.5 - 2 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir vegna lækkunar á fasteignamati í Grinda- vík. Fasteignamat ríkisins lækkaði fasteignamatsstuðulinn í Grindavík um 10%. Fasteignamatið er því nú 64.5% af fasteignamati í Reykjavík, en var á árinu 1985 71.4% af Reykjavíkurmatinu. Slitlag og gangstéttagerð Til að vega upp á móti tekjumissi vegna lækkaðs fasteignamat mun bæjarstjórn leggja 25% álag á fast- eignaskattana næstu 10 árin eins og heimilt er samkvæmt lögum. Sjóðurinn sem þannig myndast mun verða nýttur til að hraða fram- kvæmdum við lagningu bundins slit- lags á götum Grindavíkur og til gangstéttagerðar. Góð innheimta bæjarsjóðs Innheimta bæjarsjóðs Grindavík- ur var á síðasta ári betri en nokkru sinni síðan 1981. Alls voru innheimt 76.17% af gjöldum síðasta kjör- tímabils, en hefur verið mun minna undanfarin ár. ( nokkrum tilvikum tók bæjarsjóður hlutabréf upp í skuldir, en þau auka ekki fram- kvæmdagetu bæjarsjóðs nema þeim sé komið í verð. Undanfarin ár hefur bæjarsjóður neyðst til að taka meiri lán en æskilegt væri, vegna skorts á fé til framkvæmda og greiðslna. Kemur það til vegna lélegra skila á gjöldum til bæjarsjóðs. Kostnaður við akstur fatlaðra Bæjarráð Grindavíkur samþykKti í haust að óska eftir því við Sam- band Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) að kostnaði af akstri fatlaðra verði skipt á milli sveitarfélaganna í hlutfalli við íbúafjölda. Á fundi SSS þegar bréf bæjarstjóra Grindavíkur um þetta efni var tekið fyrir, var samþykkt að leggja til við sveitar- stjórnir að kostnaðarskipting vegna aksturs fatlaðra skólabarna verði skipt í hlutfalli við íbúafjölda. Brunavarnir Fyrir nokkru var Slökkviliði Grindavíkur sagt upp því húsnæði sem það hefur haft til afnota. Á fundi SSS fyrir nokkru var hins vegar tekið fyrir erindi frá Brunavörnum Suður- nesja þar sem farið er fram á að SSS hefji viðræður við hreppsnefnd Miðneshrepps og bæjarstjórn Grindavíkur um fulla aðild þeirra að Brunavörnum Suðurnesja. Stjórn SSS samþykkti að beita sér fyrir að viðræður milli viðkomandi aðila fari fram. -HM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.