Tíminn - 14.02.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 14.02.1987, Qupperneq 7
Tíminn 7 Laugardagur 14. febrúar 1987 Fitzgerald forsætisráðherra frlands og Thatcher forsætisráðherra Bretlands undirrita ensk-írska sáttmálann. Um hann er nú deilt í kosningabaráttunni á írlandi írland: Styttist í kosningar Byggð og atvinnulíf 1985 Ritið Byggð og atvinnulíf 1985 er komið út. í ritinu eru upplýsingar um byggð og atvinnulíf á íslandi einkum fyrir árið 1985. Ritið kemur að nokkru leyti í stað ritraðarinnar Vinnumarkaðurinn sem gefin var út fyrir árin 1980-1984. Fjallað er um stöðu landsbyggðarinnar, birtar upplýsingar um breyt- ingar á fólksfjölda 1970-1985, ársverk og meðal- laun 1985 og aflaverðmæti 1979-1985 fyrir stærri þéttbýlisstaðina og framreikningur mannfjöldans eftir héruðum þar sem hliðsjón er tekin af innan- landsflutningum síðustu árin. Skýrslan Byggð og atvinnuiíf er nú til dreifingar hjá Bóksölu stúdenta, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Máls og menningar og Byggðastofnun. Byggðastofnun RAUDARÁRSTlG 25 • SlMI 25133» PÓSTHÖLF 5110 • 125 REYKJAVlK - Fitzgerald forsætisráðherra og Haughey leiðtogi helsta stjórnar- andstöðuflokksins rifust í sjónvarpi í vikunni Dyflinni-Reuter Norður-írland var tilefni mikilla deilna í fyrrakvöld milli Garret Fitzgeralds forsætisráðherra frlands og Charles Haughey, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, í eina sjón- varpseinvígi þeirra fyrir kosningarn- ar sem fara fram á þriðjudaginn. Stjórnmálakapparnir tveir deildu hart um ensk-írska sáttmálann sem Fitzgerald skrifaði undir ásamt Mar- gréti Thatcher árið 1985. Sáttmálinn veitir írsku stjórninni nokkur áhrif í málefnum Norður-ír- lands þó völd hennar séu að vísu aðeins bundin við ráðgefandi tillög- ur. Haughey, sem samkvæmt skoð- anakönnunum þykir líklegur til að leiða flokk sinn Fianna Fail til sigurs í kosningunum í næstu viku, gagn- rýndi sáttmálann mjög og taldi að með honum hefði írska stjórnin í raun fallist á að breska stjórnin hefði rétt til að ráða yfir hluta af landinu. Báðir stjórnmálaforingjarnir lof- uðu í byrjun kosningabaráttunar að gera málefni Norður-írlands, þar sem 2500 manns hafa látist í átökum kaþólikka og mótmælenda síðan árið 1969, ekki að kosningamáli og reyndar stóð hin harða deila þeirra í sjónvarpseinvíginu um ensk-írska sáttmálann aðeins í sex mínútur. Rökræður Fitzgeralds og Haug- hey stóðu yfir í alls 80 mínútur og slæmt efnahagsástand landsins var aðalumræðuefnið. Haughey, sem nú reynir að komast í forsætisráðherra- stólinn í þriðja skiptið, sakaði Fitz- gerald um að hafa látið erlendar skuldir landsins tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Fitzgerald sagði hins- Enska biskupakirkjan: Sumir karlar út fái konur að koma inn Lundúnir - Rcuter Einn af æðstu mönnum innan ensku biskupakirkjunnar hótaði í vikunni að yfirgefa söfnuð sinn yrði svo að kirkjan samþykkti að konur gætu fengið að vígjast til embætta innan kirkjunnar. Graham Leonard, biskup í Lundúnum sem er harður andstæð- ingur kvenpresta, sagðist frekar myndi starfa innan grísk-kaþólsku eða rómversk- kaþólsku kirkjunnar heldur en með konum innan ensku biskupakirkjunnar. Leonard er þriðji æðsti biskupinn innan kirkju- deildar sinnar. Kirkjuþing ensku biskupakir- kjunnar samþykkti í grundvallaratr- iðum árið 1984 að leyfa vígslu kven- presta en síðar í þessum mánuði mun það koma saman til að ræða nánar hvernig hægt sé að koma þessari samþykkt í framkvæmd. Búast má við að heitt verði í kolunum á komandi kirkjuþingi og hefur hinn 65 ára gamli Leonard sagt að hann hafi átján þúsund fylgis- menn á bak við sig sem allir myndu hugsa sig tvisvar um, yrði samþykkt að leyfa konum að gegna embætti prests. Fjölmargar álitsgerðir hafa verið gefnar út um kvenprestavígsluna síðan hún var samþykkt árið 1984 og einnig hafa farið fram miklar umræð- ur innan kirkjunnar um málið. Embættismenn hennar telja að það verði í fyrsta lagi árið 1990 sem konur fái að vígjast til prests. Sovéska fréttastofan Tass: Fólk alltof duglítið Moskva-Rcutcr Fólksfjölgun í Sovétríkjunum er of hæg þrátt fyrir að landsmönnum hefði fjölgað um 2,9 milljónir á síðasta ári og fólksfjöldinn hefði verið 281,7 milljónir þann 1. janúar. Það var sovéska fréttastofan Tass sem skýrði frá þessu viðhorfi í gær. Tass hafði eftir forráðamönnum hagstofu þeirra Sovétmanna að þrátt fyrir árlega fjölgun upp á 0,9% að meðaltali frá árinu 1970 til ársins 1985 væri fjölgunin ekki nóg. Frétta- stofan bætti við að nú væri unnið að því að auka aðstoð í ýmiskonar formi til fjölskyldna í landinu. Fólksfjölgunin í Sovétríkjunum hefur verið ansi ójöfn á undanförn- um árum, mest hefur fjölgunin verið í Mið-Asíulýðveldunum en slavn- eskum íbúum fjölgar lítið og hafa stjórnvöld af því áhyggjur því valda- stöður í landinu falla vanalega í hendur þeim. vegar að Fianna Fail flokkur Haug- heys hefði þrefaldað ríkisútgjöldin sfðustu fimm árin sem hann var við völd. í gær virtist sem Fitzgerald hefði haft betur í sjónvarpseinvíginu. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem birt var í írska blaðinu Independent hafa vinsældir Fianna Fail minnkað um 2% og farið niður í 46%. Flokkur Fitzgerald, Fine Gael, vann hinsvegar á og studdu 25% aðspurðra hann. Næstir í röð- inni voru svo framfarasinnaðir dem- ókratar með 16% fylgi. Sá flokkur gæti átt eftir að halda um lykilinn í komandi stjórnarmyndunarviðræð- um að afloknum kosningunum. R BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES:......... 93-7618 BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HÚSAVÍK:.... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ...... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303 interRent tíIHIÍfl Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. I Pósthólf 10180 Notaðar búvélar URSUS C 1004 100 ha. 4WD árg. ’82 MF 550 47 ha. árg. 77 FORD 3000 67 ha. árg. ’67 URSUS 7362 65 ha. árg. ’82 URSUS 360 60 ha. árg. 78 URSUS 385 85 ha. árg. 79 URSUS 385 85 ha. 4WD. árg. ’81 IMT 577 78 ha. 4WD. árg. ’85 IH 574 70 ha. m/ámoksturst. árg. 72 NEW HOLLAND 378 heybindivél árg. ’82 DUKS baggafærib. 15 m. m/rafmótor ’86 WELGER heyhl. vagn 28 rúmm. ’82 HEUMA múgavél 6 hjóla, dragt. ’82 SANTINI heyhl.vagn 2ja öxla, 30 rúmm. ’83 Gott verð - Góð greiðslukjör eiaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 St. Jósefsspítali Landakoti Fóstrur Dagheimiliö Brekkukot auglýsir eftir fóstru hálfan daginn f.h. Upplýsingar veittar í síma 19600/250 milli kl. 9.00 og 15.00 alla virka daga. Reykjavík 12. febrúar 1987 Laus staða Laus er til umsóknar við Kennaraháskóla íslands staða dósents í uppeldisgreinum. Meginverkefni væntanlegs dósents er kennsla og rannsóknir á sviði sérkennslufræða. Gert er ráð fyrir að ráðið verði ( stöðuna frá 1. ágúst 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil, oc 1 ulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavik, fyrir 12. mars nk. Menntamálaráðuneytið 12.*- .r 1987

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.