Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. febrúar 1987
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
Landsleikur í handknattleik U-18 ára: Ísland-V-Þýskaland:
Afar auðveldur leikur
- hjá íslendingum er Þjóðverjar voru lagðir í Firðinum í gærkvöldi
íslensku piltarnir í landsliðinu í
handknattleik 18 ára og yngri áttu
ekki í erfiðleikum með kollega sína
frá V-Þýskalandi er þeir áttust við í
handknattleikslandsleik í Hafnar-
firði í gærkvöldi. íslensku piltarnir
sigruðu leikinn auðveldlega 25-20
eftir að hafa komist í 21-11 í upphafi
síðari hálfleiks.
Þessi leikur var leikur kattarins að
músinni þó ekki virtust Þjóðverjarn-
ir árennilegir í upphafi leiksins og
sérstaklega ekki fyrir hann. Þeir
voru að jafnaði stærri en okkar
leikmenn og sérstaka athygli vakti
leikmaður nr. 8, Volker Zerbe að
nafni. Hann er svo stór að Héðinn
Gilsson varð að líta upp til hans til
að heilsa honum. Zerbe var þó
aðeins langur en enginn handknatt-
leiksmaður. Þar hafði þó Héðinn
vinninginn. íslendingarnir spiluðu
handknattleik sem byggði á sam-
vinnu á meðan ekkert gekk hjá
stórum Þjóðverjunum.
Til að byrja með voru bæði liðin
nokkuð taugaóstyrk og staðan var
3-3 eftir stutta stund. Þá hrukku
íslendingarnir í gang með frábærri
markvörslu Bergsveins Bergsveins-
sonar úr FH og góðum mörkum
jafnt úr hraðaupphlaupum sem
skynsamlega byggðum sóknum.
Staðan breyttist í 9-4 og 13-7 í
leikhléi.
í síðari hálfleik voru íslensku
piltarnir einráðir á vellinum til að
byrja með og þegar hálfleikurinn var
hálfnaður var staðan orðin 21-11 og
leikurinn úti. Geir Hallsteinsson lét
þá aðalleikmenn íslenska liðsins
hvíla sig og leyfði öllum vara-
mönnunum að spreyta sig. Leikur-
inn riðlaðist nokkuð við þetta en
Iþróttaviðburðir
helgarinnar
Judo
Sveitakeppni Judosambands-
ins er á dagskrá í dag og hefst í
Kennaraháskólanum kl. 10.00.
Sund
Unglingamót KR í sundi hefst
í Sundhöll Reykjavíkur á morgun
og því lýkur á mánudagskvöld.
Þetta er opið mót.
Skíöi
Einar Ólafsson keppir í 15 km
göngu á Heimsmeistaramótinu í
Oberstdorf á morgun.
Keppt verður í alpagreinum
unglinga 13-14 ára á Siglufirði í
dag og á morgun.
sigurinn var þó aldrei í hættu.
Bergsveinn Bergsveinsson mark-
vörður átti frábæran leik og varði ein
16-17 skot þar af eitt víti. Þá vakti
athygli snjall og stuttur hornamaður
úr Aftureldingu, Sigurður Sveins-
son. Hann skoraði 6 mörk í leiknum
og flest þeirra á afar skemmtilegan
hátt. „Reyndu“ leikmennirnir Árni
Friðleifsson, Héðinn Gilsson og
Konráð Ólafsson stóðu sig allir vel
og Þorsteinn Guðjónsson úr KR
spilaði vörnina mjög vel. Sterkur og
útsjónsamur leikmaður.
Hjá Þjóðverjunum var fátt um
fína drætti. Þorsteinn stoppaði ris-
ann Zerbe algjörlega og aðrir kom-
ust lítt áleiðis gegn hreyfanlegri vörn
íslendinganna. Vörnin var spiluð
framarlega og Þjóðverjar áttu ekkert
línuspil.
Konráð Ólafsson skoraði mest
íslendinganna eða 8 mörk (3) en
Sigurður gerði 6 og Árni og Héðinn
3 hvor. Hjá Þjóðverjum gerði horna-
maðurinn Brandes 4 mörk.
Liðin eigast aftur við í dag kl. 3 í
Digranesi og er ástæða til að hvetja
alla til að fylgjast með þessum
skemmtilegu leikmönnum.
Héðinn Gilsson stóð fyrir sínu í leiknum þó hér hafi honum skrikað fótur gegn hávaxinni vörn Þjóðverja.
Tímamynd Pjetur.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Njarðvíkingar unnu
Sigruðu KR 72-67 eftir að KR-ingar höfðu verið yfir lengst af
Njarðvíkingar sigruðu KR-inga
með 72 stigum gegn 67 í leik liðanna
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
Njarðvík í gærkvöld. Leikurinn var
fremur slakur. KR-ingar höfðu for-
ystuna allt fram í miðjan síðari
hálfleik og voru yfir í leikhléi 40-35.
Guðni Guðnason lék best KR-
inga og Ástþór Ingason átti einnig
ágætan leik en í liði UMFN var
enginn sem bar af nema hvað Valur
Ingimundarson átti ágætan loka-
sprett.
„Sóknin var slök hjá okkur og við
komum ekki með réttu hugarfari til
leiks, ekki nógu ákveðnir," sagði
Valur Ingimundarson eftir leikinn
Stigin, UMFN: Valur 22, Jóhann-
es 14, Helgi 10, Kristinn 8, fsak 6,
Teitur 6, Hreiðar 4, Árni 2. KR:
Guðni 24, Ástþór 16, Guðmundur
14, Þorsteinn 8, Ólafur 5.
Dómarar voru Bergur Steingríms-
son og Jóhann Dagur Björnsson.
Körfuknattleikur - 1. deild kvenna:
Sigur hjá UMFG!
Handknattleikur-2. deild:
Toppliðasigrar
Það fór allt samkvæmt áætlun í
2. deildinni í handbolta í
gærkvöld, að svo miklu leyti sem
hægt er að tala um áætlun í
íþróttum. ÍR vann Reyni Sand-
gerði 33-23 og Fylkir vann ÍA
23-13. Leik Gróttu og UMFA var
hinsvegar frestað til þriðjudags-
kvölds.
ÍR-ingar eru efstir í deildinni
með 22 stig, Afturelding hefur
16, Þór Akureyri 16, ÍBV 14,
ÍBK og HK 12, Grótta og Fylkir
9 og í A 2 stig.
Grindavíkurstúlkur unnu sinn
fyrsta sigur í 1. deild kvenna í
körfunni í gærkvöld er þær lögðu
UMFN að velli. Lokatölur urðu
33-32 eftir að staðan í hálfleik var
24-13 UMFG í hag. Stigahæstar,
UMFG: Marta 7, Sigríður og Svan-
hildur 6 hvor. UMFN: Sigríður 12,
Þórunn 8.
HM í norrænum greinum: ’
Jahrenfyrst
Anne Jahren frá Noregi sigraði í
10 km skíðagöngu kvenna í Oberst-
dorf í gær, Marjo Matikainen frá
Finnlandi varð í 2. sæti og Brit
Pettersen Noregi þriðja.
Körfuknattleikur -
1. deild karla:
ÞórogUMFG
Þórsarar sigruðu Tindastólsmenn
með 72 stigum gegn 62 í 1. deildinni
í körfu á Sauðárkróki í gærkvöld en
staðan í hálfleik var 35-31 Þór í hag.
Mikið var um mistök í leiknum sem
var fremur slakur. Atkvæðamestur
Þórsara var fvar Webster en Eyjólf-
ur Sverrisson gegndi því hlutverki
hjá UMFT.
Þá sigruðu Grindvíkingar UBK
með 95 stigum gegn 72 eftir að
staðan í hálfleik var 51-27 UMFG í
hag.
Iþróttaviðburðir
helgarinnar
A
Handknatt-
leikur
Unglingalandsliðið, skipað
piltum undir 18 ára aldri leikur
tvo landsleiki við jafnaldra sína
frá V-Þýskalandi og verða þeir
báðir í Digranesi, í dag og á
morgun kl. 15.00.
I 1. deild kvenna verða fjórir
leikir:
ÍBV-Valur laugard. kl. 14.00 í
Eyjum, KR-Fram sunnud. kl.
20.00 í Höllinni og Víkingur-
Stjarnan kl. 21.30 á sama stað,
FH-Ármann sunnud. kl. 20.00
Hafnarfirði.
Einn leikur verður í 2. deild
karla, ÍBV-ÍBK í Eyjum kl. 14.45
laugardag.
Körfuknatt-
leikur
Engir leikir eru á dagskrá í dag
en á niorgun, sunnudag, leika
Fram og Haukar kl. 20.00 í
Hagaskóla í úrvalsdeildinni en
ÍBK og Valur á sama tíma í
Keflavík. í 1. deild karla mætast
ÍR og ÍS kl. 14.00 í Seljaskóla og
ÍR og ÍBK á sama stað kl. 15.30
í 1. deild kvenna.
Frjálsar
_____________ íþróttir
Sex fslendingar verða meðal
keppenda á Norðurlandameist-
aramótinu í Osló, Oddný Árna-
dóttir, Svanhildur Kristjónsdótt-
ir, Þórdís Gísladóttir, Hjörtur
Gíslason, Kristján Gissurarson
og Sigurður T. Sigurðsson.
Flóahlaup Umf. Samhygðar
hefst kl. 14.00 í dag við Vorsabæ
í Gaulverjabæjarhrcppi og er
vegalengdin 10 km.
Badminton
Átta unglingar 16 ára og yngri
keppa fyrir fslands hönd í
Evrópukeppni B-þjóða sem hald-
in er í fyrsta skipti. Keppt er í
Strasbourg i Frakklandi. Keppt
er í fjórum riðlum á þessu 12
þjóða móti og eru íslendingar í
riðli með Austurríki og Sviss.
Mcistaramót TBR verður hald-
ið í TBR húsinu við Gnoðarvog
um helgina.
Blak
Einn leikur verður í hikar-
keppninni í meistaraflokki karla,
ÍS og Víkingur mætast í dag kl.
17.30 i Hagaskóla.
Fimleikar
Unglingamót í fimleikum verð-
ur í fullum gangi í Laugardalshöll
í dag og hefst kl. 14.00. Keppend-
ur verða um 200 talsins.