Tíminn - 14.02.1987, Page 13

Tíminn - 14.02.1987, Page 13
Tíminn 13 Laugardagur 14. febrúar 1987 llllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllll Þuríður Guðmundsdóttir Fædd 9. mars 1901 Dáin 3. desember 1986 Er ég minnist Puru minnar í Fagranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 3. desember sl. koma í huga minn þessar ljóðlínur er hún sendi mér á fermingardaginn minn. „Á veginn þinn um lífsins lönd lánið fegurð breiði. Alvöld drottins hulin hönd, hag þinn jafnan greiði Þessi kveðja er mér ákaflega kær og vel geymd í hugskoti mínu. Hún lýsir vel lífsviðhorfi Þuru, trúhneigð- inni og umhyggju fyrir velferð ann- arra. Þuríður Guðmundsdóttir fæddist 9. mars 1901 í Fagranesi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Kristínu Sigurðardóttur og Guðmundi Jó- hannessyni. Guðmundur lést ungur, en Kristín náði háum aldri. Þura var yngst þriggja systkina, hin voru Sig- urður bóndi í Fagranesi og Laufey húsfreyja í Fagraneskoti. Árið 1926 giftist Þura Jónasi Guðmundssyni frá Grímshúsum í Aðaldal og hófu þau búskap í Fagranesi. Jörðinni var þá skipt upp milli þeirra systkina Þuru og Sigurð- ar, og bjuggu þau Þura og Jónas í Fagranesi II, en Sigurður bjó áfram með Kristínu móður þeirra í Fagra- nesi I. Á þriðja Fagranesbænum, Fagraneskoti bjó svo Laufey systir þeirra. Þura og Jónas eignuðust þrjár dætur, Huldu sem gift er Kristjáni B. Ásmundssyni og búa þau í Lindahlíð, Ásgerði sem gift er Einari Péturssyni og búa þau á Laxárvirkj- un og Jónínu Þórey sem gift er Friðrik Péturssyni og búa þau f Reykjavík. Faðir minn var að miklu leyti alinn upp í Fagranesi og hafði þannig skapast góð vinátta foreldra minna við Fagranesfólkið. Það var svo árið 1949 að ákveðið var að senda mig í sveit og vegna vináttu foreldra minna við Fagranesfólkið skyldi til- raunin með drenginn gerð þar. Það reiknuðu víst fæstir með langri dvöl, þar sem ég 6 ára gamall hafði aldrei farið að heiman. Reyndin varð hins vegar önnur, sumrin mín hjá Þuru í Fagranesi urðu samtals níu, og á hverju vori beið ég þess með óþreyju að skóla lyki, þannig að ég kæmist í sveitina. Ég man enn fyrsta daginn í Fagranesi, Jónas tók á móti mér úr mjólkurbílnum og flutti mig heim í Fagranes á hesti og kerru ásamt einhverjum varningi sem kom með bílnum, en heima í Fagranesi tók Þura á móti mér með góðgerðir. Ég segi góðgerðir því Þura í Fagranesi er sú besta matmóðir sem ég hef átt, þó svo að bæði móðir mín og eiginkona séu þar ágætlega liðtækar, þá hefi ég oft minnt þær á að þetta hafi nú ekki verið svona hjá Þuru. Ég kunni strax vel við mig í Fagranesi, enda var fólkið á Fagra- nesbæjunum mér allt ákaflega gott, þau Þura og Jónas hugsuðu um mig sem sinn eigin son og dæturnar tóku mér sem bróður. Það var oft mann- margt á Barðinu á þessum árum og nóg að gera í leik og í starfi. Heimili þeirra Þuru og Jónasar var mikið menningarheimili, þar sat góðvildin, glaðværðin og tónlistin í fyrirrúmi. Jónas stjórnaði kirkju- kórnum og öll lék fjölskyldan á hljóðfæri. Þegar ég kom í Fagranes höfðu þau Þura og Jónas nýlega flutt úr gamla bænum í nýja húsið sitt, þar sem Þura hafði búið þeim svo fallegt heimili. Þura var mikil hann- yrðakona, enda bar heimilið vott um mikla smekkvísi. Búið var blandað en ekki stórt, en vel var um það hugsað eins og annað á þeim bæ. Jónas var mikill aðdáandi góðra hesta og minnist ég sérstaklega þegar hann talaði um Ljósku sína. Fyrstu fjögur sumrin mín í Fagranesi naut ég þess að vera samvistum við þau bæði Þuru og Jónas, það var svo gott, þau voru svo samrýmd og góð. Það var svo á árinu 1952 að Jónas veikist. Ég man enn þegar hann kom heim úr Þeysta- reykjagöngunum það haust, þar fór ekki heill maður, ég veit hins vegar að hann skilaði sínu gangnahlutverki og Þuru sinni færði hann poka af fjallagrösum, er hann hafði tínt við Þeystareykjagrundirnar, en kraftur- inn var þrotinn og var Jónas að mestu rúmliggjandi eftir þetta, en hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 14. desember um veturinn, langt fyrir aldur fram. Þá misstu Þura og dæturnar mikið, en ekki brotnaði Þura, hún hélt áfram búskap með dætrum sínum Ásgerði og Jónínu, en Hulda var þá fyrir nokkrum árum flutt í Linda- hlíð. Þær mæðgur nutu góðs af sambýlinu við Sigurð og Guðnýju og syni þeirra Guðmund og Friðfinn ásamt fjölskyldu .Laufeyjar í Fagraneskoti. Tíminn læknar smámsaman sárin og lífið féll í sinn fasta farveg. Ég dvaldi hjá Þuru næstu fimm sumur og þó að breytingin væri mikil eftir fráfall Jónasar, þá var alltaf jafngott að vera þar. Þær voru samhentar við búskapinn mæðgurn- ar, byggð voru ný peningshús í stað þeirra gömlu og vélvæðingin létti störfin. Þura var greind kona, hún var hugsunarsöm, ráðdeildarsöm og góður stjórnandi, hún stjórnaði ekki með valdboði eða tilskipunum, hún stjórnaði í samvinnu við þá sem hjá henni voru, enda var alltaf gott andrúmsloft þar sem Þura var. Þura hætti búskap vorið 1962, en þá tóku þau Ásgerður og Einar við búinu og var Þura hjá þeim heima í Fagranesi ti! haustsins 1964 að þau hætta búskap og flytja að Laxárvirkj- un og flytur Þura með þeim þangað. Upp frá því var Þura hjá dætrum sínum, ýmist hjá Asgerði á Laxár- virkjun eða Huldu í Lindahlíð, auk þess sem hún dvaldi stundum um skemmri tíma hjá Jónínu í Reykja- vík. Þura taldi sér þó alltaf lögheimili í Fagranesi. Eftir að Þura fór úr Fagranesi vann hún riokkur sumur við Sumar- búðir þjóðkirkjunnar við Vest- mannsvatn, en Þura og systkinf hennar þau Sigurður og Laufey höfðu þá fyrir nokkrum árum gefið land undir sumarbúðirnar og var þeim valinn staður við Húsavíkina neðan Vatnshlíðarskógar á einum fegursta staðnum við Vestmannsvatn. Þura er mér í minningunni tákn hins góða, hún var svo kærleiksrík og hlý, hún skapaði góðan anda hvar sem hún fór. Á jólunum 1957 fékk ég bréf frá henni sem endaði á þessa leið: „Svo bið ég guð að hjálpa þér til að verða alltaf góður maður“. Þessi orð Þuru lýsa því betur en langt mál hversu gott það var fyrir ungan dreng að fá að njóta forsjár þessarar góðu konu í níu heil sumur. Ég vil að lokum votta sytrunum frá Fagranesi og aðstandendum öll- um mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Þuríðar Guðmundsdóttur. Bjarni Aðalgeirsson. Guðni Fæddur. 30. maí 1933 Dáinn 6. febrúar 1987 Við sendum kveðju á sorgarstund það syrtir að í heimi þú varst trúr með tímans pund þinni tryggð ei gleymi. Pú varst ekki vinur við lífið í sátt það var sem að skyggði á vegi en indælis fjölskyldu þú hefur átt þig elskaði dag frá degi. Þig þjakaði byrðin og þung urðu spor þú vildir þá gera lítt betur þú náðir því ekki að nú kæmi vor og nóttin var komin sem vetur. Enstórhuga varstþú ogstarfaðirmargt og strangur oft vinnudagur þú aflaðir tekna og alltaf á fart og andblærínn frá þér svo fagur. Nú kveðjum þig vinurogklökkvi í lund af hvörmunum blika nú tárín við lítum til baka þá liðin er stund og Ijúflega þökkum þér árin. Geymi þig drottinn þú göfug varst sál gullinni sól slær um húmið englamir flytja frá almætti mál og umvefja af kærleika rúmið. (Karl Vignir) Sturlaugsson Samferðamenn kveðja góðan vin sem skilur eftir ljúfar minningar. Þessi góði vinur er kvaddur á mildum vetri. Þegar við hjónin lítum yfir stutt en göfug kynni fyllist hugurinn söknuði. Hann var dugnaðar maður og hon- um féll sjaldan verk úr hendi. Hann þekkti æstar öldur ægis, hann undi líka við lygnan mar. Hann átti ljúfar minningar frá mörgum sjóferðum, hann var skipstjóri, útgerðarmaður og fiskverkandi. Já það voru mörg handtökin og dagur oft að kveldi kominn er lagst var til hvíldar og oft var risið snemma úr rekkju. Þessi elja og dugnaðar einkenndi þennan mann. íslendingar eiga marga slíka góða drengi og þeim er oft ekki þakkað þó þeir leggi nótt við dag til að sjá sér og sínum farborða og boða með því blómstrandi þjóðlíf, því þar sem fer áhugi og vinnandi hönd, skilur eitthvað eftir. Þetta er lífsins saga, menn hittast og kveðjast. Guðni var gull af manni, hann átti mikið af skepnum og það var unun að sjá umhirðu og handbragð þessa manns. Það talar sínu máli. Þeir sem hugsa vel um skepnurnar sínar lýsa með því sínum innra manni. Það segir meira en orð fá lýst. Þetta eru aðeins fáein kveðjuorð við leiðarlok. Þú heyrðist aldrei tala styggðaryrði um nokkurn mann. Þannig munum við þig og varðveit- um minningu þína. Við biðjum al- góðan Guð sem öllu stjórnar að gefa þeim styrk sem nú syrgja. Kæru vinir, verið minnugir þess að vega- nestið sem hann gaf ykkur var elja og orðvör tunga, eiginleikar sem við geymum í gullnum sjóði í minning- unni um þennan góða dreng. Hafðu hjartans þökk fyrir góð og göfug kynni, sem urðu þó allt of stutt. Hvíl þú í friði. Guð blessi minn- ingu látins vinar. Martha og Daníel Guðmundsson Utboð SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA 3 108 REYKJAVIK SIMI (31)681411 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Toyota Tercel...................árgerð 1980 Chevrolet Monza ................árgerð 1987 Lada Lux........................árgerð 1984 Toyota Cressida...................árgerð1982 Sapparo ........................árgerð 1982 Lancer 1600 ....................árgerð 1981 Mazda Pic-up....................árgerð 1980 Toyota Tercel...................árgerð1979 Galant Sigma....................árgerð 1979 Subaru 1600 ....................árgerð 1979 Ford Cortina....................árgerð 1977 Vörubíll-Man 16-240FA...........árgerð 1984 Bifreiðarnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík mánudaginn 16. febrúar 1987, kl. 12-16. Á sama tíma: Á Höfn, Hornafirði Taunus 1600 ....................árgerð 1981 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12 þriðjudaginn 17. febrúar 1987 1 Fóstr isfræc ings t vestui komu Upplý á skri 2236C halds á sérs LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG • ur eða þroskaþjálfar eða aðrir með uppeld- lilega menntun og reynslu, óskast til stuðn- lörnum með sérþarfir á dagvistarheimilum í og miðbæ, heilt eða hlutastarf eftir sam- agi. singar hjá Gunnari Gunnarssyni, sálfræðingi fstofti Dagvistar barna í síma 27277 eða ). Umsóknum ber að skila til starfsmanna- Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð tökum eyðublöðum sem þar fást Emba umda Laun mann ráðun Land 12. fe jgf Laust embætti er forseti íslands veitir etti héraðsdýralæknis í Norð- Austurlands- 9mi er laust til umsóknar. samkvæmt hinu almenna launakerfi starfs- a ríkisins. Umsóknir sendist landbúnaðar- eytinu fyrir 31. mars 1987. búnaðarráðuneytið brúar1987 Hafnarfjarðarbær - kaup á trjáplöntum Hafnarfjarðarbær óskar eftir 11 þúsund trjáplönt- um. Pöntulisti og aðrar upplýsingar á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Tilboð verða opnuð þar á þriðjudaginn 3. mars n.k. kl. 11.00. Garðyrkjuverkstjóri FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur Járnsmíði - Viðgerðir lceland Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.