Tíminn - 14.02.1987, Side 16
Reykjanes
Grindvíkingar
Aöalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur veröur haldinn í Festi
(Litla sal) sunnudaginn 15. febrúar kl. 16.00.
Á fundinum mæta efstu menn á lista Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
Félagar og stuöningsmenn fjölmenniö.
Stjórnin
Kosningaskrifstofa
Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi er í Hamraborg 5, Kópa-
vogi.
Skrifstofan er opin alla daga frá 9.00-18.30. Kosningastjóri er
Hermann Sveinbjörnsson. Simar skrifstofunnar eru 91-40225 -
40226.
Verið velkomin.
Félagsvist
Skagfirðingafélagsins
Skagfiröingafélagiö í Reykjavík heldur
félagsvist í Drangey, Síðumúla 35, sunnu-
daginn 15. febr. kl. 14.00.
Árshátíð
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur
árshátíð sína í dag, laugard. 14. febr. í
Domus Medica og hefst hún með borð-
haldi kl. 19.00. Til skemmtunar verður
m.a.: Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur og
Karlakórinn Lóuþrælar syngur undir
stjórn Úlafar Pálsdóttur. Dans. Hljóm-
sveit Birgis Gunnlaugssonar sér um
fjörið.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur
félagsvist í dag, laugard. 14. febr. kl.
14.00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir
velkomnir.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
Aðalfundur Safnaðarfélags Áspresta-
kalls verður þriðjudaginn 17. febrúar
kl. 20.30 í félagsheimili kirkjunnar við
Vesturbrún. Venjuleg aðalfundarstörf.
Vesturland
Borgnesingar - Nærsveitir
Þriggja kvölda félagsvist hefst í samkomuhúsinu í Borgarnesi
föstudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Tvö seinni spilakvöldin veröa 27.
febrúar og 13. mars.
Veitt veröa verðlaun á hverju spilakvöldi. Síðan verða veitt glæsileg
verölaun fyrir besta samanlagöa árangurinn á öllum þremur spila-
kvöldunum. Allt spilaáhugafólk hjartanlega velkomið.
Framsóknarfélag Borgarness.
Keflavíkurkirkja
Sunnudagaskóli kl. 11.00 í umsjá
Málfríðar Jóhannsdóttur fóstru og
Ragnars Karlssonar æskulýðsfulltrúa.
Munið skólabílinn.
Sóknarprestur
Spilakvöld í
Kársnessókn
Spilakvöld verður í Kársnessókn í
Kópavogi í safnaðarheimilinu Borgum
mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30.
Nefndin
Miðstjórnarfundur SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn að Bifröst í Borgarfirði laugardaginn 21. febrúar nk. og hefst kl.
10. Mætum öll.
SUF
Listasafn ASÍ:
Ýmis aðföng
Dagana 14.-22. febrúar sýnir Listasafn
ASÍ, Grensásvegi 16, ýmis listaverk sem
safninu hafa borist á síðustu árum. Lista-
safnið er opið virka daga kl. 16:00-20:00
og um helgar kl. 14:00-20:00.
Psoriasis-
sjúklingar
Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 9. apríl nk.
til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Pan-
orama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér
til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim.
Sendi það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri
og síma til Tryggingastofnunar ríkisins Laugavegi
114, 3. hæð.
Umsóknir verða að berast fyrir 1. mars.
Tryggingastofnun ríkisins
Bændur athugið
Vegna óvissu um verðlagningu á ull hafa Álafoss
og Iðnaðardeild Sambandsins neyðst til að hætta
móttöku á ull.
Vonast er til að ekki líði á löngu þar til hægt verður
að hefja móttöku að nýju.
Álafoss
Iðnaðardeiid Sambandsins
Til sölu
einbýlishús
Til sölu stórt einbýlishús í Seljahverfi í Reykjavík. Stærð hússins er
460m2, innbyggður bílskúr, möguleikar á séríbúð og eða vinnuað-
stöðu. Teikningar eru til sýnis á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir æskulýðsfulltrúi í síma 622215
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAl
Fríkirkjuvag! 3 — Simi 25800
Ráðstefna BSRB um gildi og
framtíð opinberrar þjónustu
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
efnir til ráðstefnu undir heitinu „Ráð-
stefna um gildi og framtíð opinberrar
þjónustu". Ráðstefnanerhaldin íBorgar-
túni 6, Reykjavík, á 45 ára afmæli BSRB
14. febrúar og hefst kl. 08:45.
Á ráðstefnunni er einkum ætlað að
fjalla um opinberan rekstur eins og hann
er nú og hugsanlegar breytingar í framtíð-
inni. Ennfremur um stöðu starfsmanna
hins opinber, launakjör o.fl. Allar nánari
upplýsingar eru veittar á skrifstofu
BSRB.
Taflfélag
Reykjavíkur
Febrúar-hraðskákmót Taflfélags
Reykjavíkur verður á morgun,
sunnud. 15. febrúar kl. 20.00.
Félag áhugamanna
um bókmenntir
Bókmenntagagnrýni
f dag, laugard. 14. febr., verður
fundur Félags áhugamanna um bók-
menntir á þessu ári. Fundarefnið er
bókmenntagagnrýni. Framsögumaður
verður dr. Orn Olafsson. en auk hans
munu tveir rithöfundar og tveir gagn-
rýnendur ræða efnið, þau Sigurður A.
Magnússon og Steinunn Sigurðardóttir
annars vegar, en hins vegar Páll Vals-
son og Súsanna Svavarsdóttir.
Fundurinn verður haldinn í ODDA,
næsta húsi við Norræna húsið og hefst
kl. 14.00. Allir velkomnir.
Stjórnin
Kökusala Kvenfélags
Laugarnessóknar
Kvenfélag Laugarnessóknar vill minna
á aðal-kökusölu sína í safnaðarheimil-
inu sunnudaginn 15. þ.m. eftir messu
kl. 15.00. Tekið á móti kökum frá kl.
10.00 f.h. sama dag.
Dostoévskí-myndir
íMÍR
Sunnud. 15. febr. kl. 16:00 verður
kvikmyndin „26 dagar í lífi Dostoévskís"
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Sunnud.
22. febrúar verður svo myndin „Fávitinn"
sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu
höfundarins.sýnd á sama stað.
Aðgangur að kvikmyndasýningum
MlR er ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyftr.
Tónleikar í
Norræna húsinu
á sunnudag
Bandaríski cellóleikarinn Nina G.
Flyer er nú stödd hér á landi og mun halda
tvenna tónleika á næstunni. Nina var
búsett og starfaði hér á landi á árunum
1977-78. Pá bauðst henni sóló-cellista-
staðan við Sinfóníuhljómsveitina í Jerú-
salem í ísrael. Hún gegndi því starfi í sex
ár, en býr nú í San Fransisco og hefur
komið mjög oft fram þar að undanfömu,
bæði í kammertónlist og sem einleikari.
Með Ninu munu leika Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeistari og Cather-
ine Williams píanóleikari, sem starfar hjá
íslensku ópemnni. Tónleikarnir verða í
Norræna húsinu sunnud. 15. febr. kl.
17:00 og í Gerðubergi mánud. 16. febr.
kl. 20:30.
Á efnisskránni verður sónatína fyrir
fiðlu og celló eftir Honegger sónata fyrir
celló og pfanó eftir Shostakovich, þrjú
smálög eftir Frank Bridge og tríó op. 70
nr. 1 í D-dúr eftir Beethoven.
Aðgangur verður seldur við inngang-
inn.
Nina G. Flyer
Guðný Guðmundsdóttir
Catherine Williams
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, laugard. 14. febrúar. Lagt af
stað frá Digranesvegi 12, kl. 10.00. Mark-
mið göngunnar er: Samvera, súrefni,
hreyfing. Hækkandi sól. Skemmtilegur
félagsskapur. Heitt molakaffi á boðstól-
um. Allir velkomnir.
Sunnudagsferðir F.í.
Kl. 13:00 Skarðsmýrarfjall (597). Ekið
að Kolviðarhóli og gengið upp Hellis-
skarð og þaðan á Skarðsmýrarfjall.
Ki. 13:00 Innstidalur-austur fyrír
Skarðsmýrartjall /skíðaganga. Ekið aust-
ur fyrir Hveradali og gengið á skíðum
milli hrauns og hlíða í Innstadal.
Brottför verður frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við bíl (500
kr.) .
Munið helgarferðina í Borgarfjörð 20.-
22. febrúar. Gist á Varmalandi.
Sunnudagsferð Útivistar
Sunnud. 15. febr. kl. 13.00: Hrauns-
sandur - Hrólfsvík. Stórstraumsfjömferð
og létt ganga austan Grindavíkur. Margt
forvitnilegt að skoða. Áð við Bláa lónið
á heimleið. Brottför frá BSl, bensínsölu.
Farmiðar við bíl (600 kr.) frítt er fyrir
böm með fullorðnum.
Útivist, ferðafélag
Laugardagur 14. febrúar 1987
Sovéski sendiherrann
gestur MÍR
Nýskipaður sendiherra Sovétríkjanna
á Islandi, Igor N. Krasavin, verður sér-
stakur gestur MÍR, Menningartengsla
fslands og Ráðstjórnarríkjanna, á „opnu
húsi“ félagsins að Vatnsstíg 10 laugard.
14. febrúar kl. 15:00. Sendiherrann ræðir
þá um viðhorfin í Sovétríkjunum eftir
nýafstaðinn fund miðstjórnar Kommún-
istaflokksins og þróun sovéskra félags- og
efnahagsmála í náinni framtíð. Mál sendi-
herrans verður túlkað á íslensku og hann
mun svara fyrirspurnum sem fram kunna
að koma.
Að venju verða kaffiveitingar á boð-
stólum í „opnu húsi“ MfR og sagt verður
frá félagsstarfinu framundan, m.a. fyrir-
huguðum hópferðum til Sovétríkjanna á
árinu. Aðgangur að Vatnsstíg 10 er öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Norræna húsið:
Andy Warhol í anddyri
Enn stendur yfir sýning í anddyri
Norræna hússins á verkum eftir Andy
Warhol „Andlitsmyndir af Ingrid
Bergman“. Sýningin er opin daglega kl.
09:00-19:00, nema sunnudag kl. 12:00-
19:00
„Dönsku villingamir"
í kjallara Norræna hússins
f sýningarsölum í kjallara Norræna
hússins stendur enn sýning dönsku listam-
annanna 13, „Dönsku villinganna", sem
sýna 58 verk, ntálverk og skúlptúra, sem
eru unnin á árunum 1982-’86. Sýningin er
opin daglega kl. 14:00-19:00 til 23. febrú-
ar.
„Ensemble 4“ í Norræna húsinu
Á morgun, laugard. 14. febrúar kl.
16:00 heldur danska kammersveitin „Ens-
emble 4“ tónleika í Norræna húsinu.
1 kammersveitinni eru Inke Kesseler,
píanó, Atli Sigfússon, fiðla, Finn
Winsloc, fiðla og lágfiðla og Palle Christ-
ensen, sem leikur á selló. Pau stofnuðu
kammersveitina 1983, en öll hafa þau
spilað með kammersveitum og sinfóníu-
hljómsveitum um árabil, m.a. í Sinfóníu-
hljómsveit S- Jótlands.
Verkefnaskrá „Ensemble 4“ er fjöl-
breytt: barokktónlist og nútímatónlist,
kvartettar, tríó, tvíleiks- og einleiksverk
og sónötur.
Á tónleikunum í Norræna húsinu leika
þau píanókvartett eftir Herman D.
Koppel, saminn 1986, píanókvartett í
g-moll eftir W.A. Mozart og píanókvar-
tett eftir Johannes Brahms.
Til fróðleiks má geta þess, að Atli
Sigfússon er sonarsonur Sigfúsar Einars-
sonar tónskálds.
Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
Ferðastyrkir
Letterstedtska sjóðsins
fslandsnefnd Letterstedtska sjóðsins
hefur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu
1986 til íslenskra fræði- og vísindamanna,
sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu
í rannsóknarskyni. Tekið skal fram, að
ekki er um eiginlega námsferðastyrki að
ræða, heldur koma þeir einir til greina,
sem lokið hafa námi en hyggja á frekari
rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði.
Umsóknir skal senda til íslandsnefndar
Letterstedtska sjóðsins, c0 Þór Magnús-
son, Þjóðminjasafn íslands, Pósthólf
1489, 121 Reykjavík, fyrir 15. mars 1987.
Hann veitir einnig nánari upplýsingar.
Opna Árdagamótið 15. febrúar
Sunnudaginn 15. febrúar mun Nem-
endafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla
halda opið skákmót. Tefldar verða 9
umferðir eftir Monrad-kerfi. Góð verð-
laun eru í boði. Öllumer heimil þátttaka.
Mótið hefst kl. 13:00 og verður teflt í
sal Ármúlaskóla. Umhugsunartími er 15
mínútur á mann. Fimm verðlaun í boði
(1. verðl. 8.000 kr.)
Þátttökugjald er kr. 200.-
13. febrúar 1987 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar.....39,330 39.450
Sterllngspund........59,652 59,8340
Kanadadollar.........29,232 29,321
Dönsk króna.......... 5,6918 5,7091
Norskkróna........... 5,6070 5,6241
Sænsk króna.......... 6,0304 6,0488
Finnsktmark.......... 8,6052 8,6314
Franskurfranki....... 6,4555 6,4752
Belgískur franki BEC .. 1,0378 1,0410
Svissneskur franki...25,4070 25,4845
Hollensk gyllini.....19,0414 19,0995
Vestur-þýskt mark....21,5065 21,5721
ítölsk líra.......... 0,03020 0,03029
Austurrískur sch..... 3,0559 3,0653
Portúg. escudo....... 0,2760 0,2768
Spánskur peseti...... 0,3048 0,3057
Japanskt yen......... 0,25547 0,25625
Irskt pund...........57,2250 57,4000
SDR þann 22.01 ......49,6087 49,7604